Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 40
● heimili&hönnun
LAGERSALA
Á HÚSGÖGNUM OG SMÁVÖRU
í lagerhúsnæði okkar
að Norðurhellu 10, Hafnarfirði
Opið: Virka daga 12–18 – Laugardaga 10–16 – Sunnudaga 12–16
ALLAR VÖRUR MEÐ
50-90% AFSLÆTTI
Mikið úrval af gjafavöru
frá Bröste og House-Doctor
GJAFAVÖRUHORNIÐ
Laugavegi 87 • sími: 511-2004
Aska í öskju er yfirheiti duftkera-
sýningar Leirlistafélagsins sem
haldin verður í Listasal Mosfells-
bæjar. Ragnheiður Ingunn Ágústs-
dóttir leirhönnuður er ein þeirra
átján hönnuða sem sýna duftker
sín á sýningunni.
„Lítil hefð er fyrir því hér á
Íslandi að láta brenna sig í stað-
inn fyrir að jarða en það hefur þó
færst í aukana á síðustu árum,“
segir Ragnheiður sem lærði í
Frakklandi þar sem ríkari hefð
er fyrir slíkum útförum. „Þar er
mikið úrval af duftkerjum en hér á
Íslandi er úrvalið lítið og flest eru
þau innflutt,“ segir hún og bætir
við að það hafi vakið áhuga henn-
ar og félaga hennar í Leirlistafé-
laginu að búa til íslensk og falleg
duftker. „Við ákváðum að búa til
duftkerin burtséð frá trúarbrögð-
um og fólk gat því ráðið hvort það
hafði sína trú til hliðsjónar eða
ekki,“ segir Ragnheiður sem bjó
meðal annars til duftker fyrir dýr.
„Fólk binst dýrum sínum miklum
tilfinningaböndum og er oft í vand-
ræðum með hvað eigi að gera við
þau þegar þau deyja. Mér fannst
því tilvalið að koma til móts við
það fólk.“
Ragnheiður býr þó einnig til
duftker fyrir fólk en ólíkt mörg-
um öðrum eru kerin hennar ekki
dökk og drungaleg. „Ég fór þá leið
að vera mjög glaðvær enda er ég
alltaf glöð sjálf,“ segir Ragnheið-
ur sem notar líflega liti í kerin og
prýðir þau með ýmsum styttum.
En verður hægt að kaupa duft-
kerin? „Já, það verður hægt.
Reyndar veit ég um eina sem er
búin að taka frá sína hönnun fyrir
sig og manninn sinn,“ segir Ragn-
heiður og hlær. Hún minnist á að
helstu útfararstofum höfuðborgar-
svæðisins hafi verið boðið og því
aldrei að vita nema íslensk duft-
ker muni standa aðstandendum til
boða á útfararstofum í framtíðinni.
Sýningin er í tengslum við Hönn-
unarMars á Laugavegi. Þar verða
duftker til sýnis í nokkrum búðar-
gluggum. Sýningin verður opnuð
á laugardag og hljómsveitin Mojio
spilar milli 15 og 17. Hún stend-
ur til 18. apríl og verður opin á af-
greiðslutíma bókasafnsins, frá 12
til 19 á virkum dögum og 12 til 15
á laugardögum. - sg
Hanna duftker óháð trúarbrögðum
● Átján hönnuðir standa fyrir sérstæðri sýningu í Listasal Mosfellsbæjar um helgina.
Ragnheiður prýðir kerin með ýmsum styttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir
vöruhönnuður frumsýnir stól sinn,
Visual Inner Structure, á Íslandi
á HönnunarMarsinum. „Stóllinn
er gamall stóll sem fær nýtt líf.
Hann er framleiddur í takmörk-
uðu upplagi, tuttugu númeruðum
eintökum. Þetta er ekki ný hönnun
en verður sýnd í fyrsta skipti á Ís-
landi. Eintakið sem sýnt verður er
númer 18 en síðustu þrjú eintökin
eru enn óseld. Hinir stólarnir hafa
allir selst til útlanda, jafnvel alla
leið til Argentínu,“ útskýrir hún.
Stóllinn verður sýndur í Kraumi
í Aðalstræti en hann hefur hlotið
athygli erlendis. „Stóllinn hefur
verið sýndur víða um heim en
sala á honum fór á skrið eftir
einkasýningu mína í Tools galerie
í París sem er umboðsaðili verka
minna. Ég hef sýnt önnur verk
mín á Íslandi, en þótt stóllinn hafi
ekki verið sýndur hér áður hefur
verið töluvert um hann fjallað í ís-
lenskum tímaritum,“ segir Guð-
rún Lilja, ánægð með að taka þátt í
HönnunarMarsinum. „Þetta skipt-
ir máli og er vel að undirbúningi
og framkvæmd staðið. Hingað er
boðið fjölda blaðamanna sem stuðl-
ar að kynningu og vitundarvakn-
ingu á íslenskri hönnun hér og er-
lendis.“ Guðrún Lilja sýnir líka
í sýningarglugga Sævars Karls
ásamt hönnuðinum Sruli Recht.
„Þar verð ég með fiðrildahillur og
verkið Hraunblóm,“ segir hún og
bætir við að vöruhönnuðir sýni í
tómu rými og gluggum á Lauga-
vegi og Bankastræti á Hönnunar-
Marsinum. - hs
Frumsýndur í Kraumi
● Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttur vöruhönnuður frumsýnir stól sinn Visual Inner Structure
á HönnunarMarsinum og sýnir að auki ýmis spennandi verk í búðarglugga Sævars Karls.
● Forsíðumynd: Nordicphotos Getty Images Útgáfufélag:
365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000
Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía
Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór
Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnars-
dóttir kristina@frettabladid.is.
„Ég verð með fyrirlestur í Þjóðminjasafninu föstudaginn 27. mars, klukkan 14, þar
sem ný verk verða kynnt og ég ræði um framtíðarmöguleika í hönnun. Fleiri áhuga-
verðir fyrirlestrar verða þar einnig.“ segir Guðríður Lilja. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETURA
heimili&hönnun
Fermingartilboð 2009
Sjá nánar á www.betrabak.is
ÍSLENSKA PARIÐ
Whirlpool AWZ7465
6kg tvíátta barkalaus ÞURRKARI með
6th Sense rakaskynjara, 2 hitastigum
og köldum blástri. Íslenskur leiðarvísir.
Whirlpool AWOD6730
1400 snúninga og 6kg ÞVOTTA-
VÉL með stafrænu kerfisvali,
6th Sense sem skynjar óhrein-
indi í vatni og flýtir þvottatíma,
rafeinda stýrðum kerfisveljara
og hitastilli, stafrænni niður-
talningu og ullarkerfi. Íslenskt
stjórnborð og leiðarvísir.
TILBOÐ
FULLT VERÐ 124.995
99.995
TILBOÐ
FULLT VERÐ 119.995
89.995
EYRARVEGI 21 SELFOSSI SÍMI 480 3700 - GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK SÍMI 464 1600 - GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI SÍMI 460 3380 - SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK SÍMI 569 1500
ÞVOTTAVÉL MEÐ ÍSLENSKU
STJÓRNBORÐI OG
ÍSLENSKUM LEIÐARVÍSI
LAUGARDAGUR 21. MARS 2009
ASKA Í ÖSKJU
Leirlistafélagið sýn-
ir duftker í Listasal
Mosfellsbæjar.
BLS. 2
SÉRSTAKIR
STÓLAR
Ímyndunarafli hönnuða
virðist stundum engin
takmörk sett. BLS. 3
VEISLA FYRIR AUGA
OG EYRU Arkitektafé-
lag Íslands stendur fyrir
ýmsum skemmtilegum
uppákomum í tengslum
við HönnunarMarsinn.
BLS. 3
21. MARS 2009 LAUGARDAGUR2