Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 60

Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 60
6 FERÐALÖG Halifax, Kanadaferð 2009 Ferðaskrifstofan Vesturheimur sf. skipuleggur ferðir fyrir eldri borgara til Halifax í Nýja-Skotlandi í Kanada á næsta ári. Flogið verður frá Keflavík til Halifax og þar gist á sama hóteli í sjö nætur. Þaðan verða farnar dags- ferðir á ýmsa merka staði. Frá Halifax – Borgarvirkið fyrir miðju er rétt hjá hótelinu Frekari upplýsingar og skráning er hjá fararstjóra, Jónasi Þór, í síma 861-1046 og á jonas.thor1@gmail.com. *Verð lækkar ef krónan styrkist til muna. Merkir staðir sem skoðaðir verða í borginni: 1. Maritime Museum of the Atlantic - Sjóminjasafn 2. Halifax Citadel National Historic Site - Borgarvirki 3. Pier 21 National Historic Site - Innflytjendasafn 4. Nova Scotia Museum of Natural History - Þjóðminjasafn Skoðunarferðir: Ferðirnar hefjast kl. 9:00 og þeim lýkur á hóteli sama dag undir kvöld. Áætlaðar eru a.m.k. fjórar dagsferðir og ein sigling. Innifalið í verði, kr.157.000 m.v.tvíbýli*, er flug, gisting með morgunverði, allur akstur, skoðunarferðir, aðgangur að söfnum og fararstjórn. Halifax er ekki stór borg en afskaplega notaleg og falleg. Meðalhitinn í ágúst er 22 gráður og 18 í september. Íbúafjöldinn er um 360.000. Íslenskir vesturfarar komu fyrst til Nýja-Skotlands árið 1875. Stjórn fylkisins hafði skipulagt svæði á svonefndum Elgsheiðum (Musquodoboit) sem ætlað var Íslendingum eingöngu. Þarna myndaðist lítil, íslensk nýlenda þar sem nokkrar fjölskyldur og einhleypingar reyndu að draga fram lífið í nokkur ár. – Jóhann Mag- nús Bjarnason lýsir mannlífinu þarna ágætlega í skáldsögu sinni, Eiríki Hanssyni. Heilum degi verður varið til þess að skoða þetta svæði með afkomendum landnámsmanna. Fyrri ferðin verður í ágúst dagana 20.-27.ágúst og sú seinni 17.-24. september. B orgin San Sebastian státar svo sannarlega af einu flottasta bæj- arstæði í Evrópu enda er þessi spænska smáborg oft kölluð „Ríó norðursins“. Þrátt fyrir bæði fegurð og fjör hefur flæði ferðamanna til borgarinn- ar verið mjög mátulegt og heima- menn hafa því sloppið við það sem kalla má „massa-túrisma“ fram til þessa. Engu að síður þykir borg- in spennandi áfangastaður fyrir ferðaglaða. Hún var vinsælasti sumarleyfisstaður kóngafólks hér á árum áður enda má segja að fágun „fína fólksins“ svífi þar enn yfir vötnum í borgarumgjörð- inni. Íbúar borgarinnar, sem kalla sig Donostíu-búa þar sem borgin heitir á basknesku Donostía, eru aðeins um 184 þúsund talsins. San Sebastian stendur á norður- strönd Spánar við Biscaya-flóann sem gengur inn úr Atlantshafi. Aðeins um tuttugu kílómetrar eru að landamærum Frakklands og því er stutt að skreppa yfir til frönsku borgarinnar Biarritz. Borgin skartar bæði tignarleg- um fjallgörðum og flottum sólar- ströndum í miðri borgarmynd- inni. Hún tilheyrir Baskalandi og er höfuðborg Gipuzkoa-héraðs, minnsta héraðs Spánar, en það er einkum þekkt fyrir fagurt, gróið og fjölbreytt fjallalandslag. Oft eru í boði skemmtilegar ferðir upp í krúttlegu fjallaþorpin fyrir ofan borgina þar sem skoða má klaustur og fagrar byggingar auk þess sem upplifa má í sveitasæl- unni forvitnilegt mannlíf, skrítna veitingastaði og fagurt handverk heimamanna í bland við vínsmökk- un svo fátt eitt sé nefnt. Borgin San Sebastian er vel tengd öllum helstu lestar- og rútuleiðum Spán- ar. Hins vegar gefst Íslendingum nú í fyrsta sinn kostur á fjögurra daga ferð á vegum ferðaskrif- stofunnar Vita til þessarar miklu menningarborgar í beinu flugi dag- ana 29. apríl til 4. maí. Flogið verð- ur til Bilbao á Spáni, þar sem m.a. Guggenheim-safnið er að finna, og ekið áfram til San Sebastian í um áttatíu mínútur. Boðið verður upp á íslenska fararstjórn. Mekka matarmenningar Þegar sól tekur að hníga í San Sebastian og menn horfa til þess að þurfa að næra sig eftir „erfiði“ dagsins, þarf alls ekki að örvænta því borgin státar af fjörugu nætur- lífi og fjölda spennandi veitinga- staða. Þar af skarta alls þrettán veitingastaðir Michelin-stjörnum, sem þykir vera mikill gæðastimp- ill í veitingahúsabransanum. Og hvaða sælkeri vill ekki borða á stað, sem fengið hefur Michelin- stjörnu? Meðal annarra staða má nefna veitingastaðina El Arzak og Martín Berasategui, sem báðir eru mjög þekktir á Spáni og hafa þrjár Michelin-stjörnur hvor. Til að kæta bragðlaukana til hins ýtr- asta, er rétt að minna á að panta þarf borð með góðum fyrirvara. Borgin er ekki bara ein helsta sælkeraborg Spánar, hún er talin vera ein helsta sælkeraborg Evr- ópu og því réttnefnd mekka matar- menningar. Flest veitingahúsin er að finna í gamla bænum þar sem næturlífið er líka býsna fjörugt og það þarf varla að koma á óvart að Donostíu-búar sérhæfi sig í fisk- réttum þótt finna megi fjölmargt annað á matseðlunum. Auk fjölbreyttra og flottra veitingastaða eru svokallaðir „pinchos“-barir vinsælir í Baska- héruðum Spánar. Þeim svipar einna helst til tapas-bara og eru að heita má á hverju götuhorni í San Sebastian. Heimamenn sækja þá mjög reglulega til að gæða sér á „pinchos“ og panta sér svo vínglas eða „zurito“ með, sem er sérlega smá bjórkanna. Heilt kvöld getur hæglega farið í það hjá innfædd- um að ferðast á milli „pinchos“- bara til að smakka nýja og nýja rétti í góðum félagsskap. Vín- smökkunar- og matreiðslunám- skeið má finna í borginni fyrir áhugasama og vert er að minn- ast á sérstakt fyrirbrigði sem eru sérstakir karlaklúbbar í San Sebastian sem ganga út á það að karlar hittast gagngert til að elda saman góðan mat og njóta hans í góðum hópi. SÆLKERABORGIN SAN SEBASTIAN Bráðgott er að taka bæði brimbrettið og bragð- laukana með til spænsku smáborgarinnar San Sebastian, sem stendur á fl ottu bæjarstæði við Biscaya-fl óann, rétt við landamæri Frakklands. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að þrettán veitingastaðir borgar- innar skarta Michelin- stjörnum. San Sebastian státar af einu flottasta bæjarstæði Evrópu. Arkitektúr í San Sebastian er glæsilegur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.