Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 6
6 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Gorenje ísskápur
RK60358DBK
Svört hönnun.
Nýtanlegt rými kælis 230 l.
Nýtanlegt rými frystihófs 86 l.
Hljóðstig 40 dB(A).
Hæð: 180 cm.
Tilboð 115.900
Gorenje
ísskápur
Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011
Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800
Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020
Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Demparar
Í Fjölsmiðjunni við Kópa-
vogsbraut starfa um sjötíu
krakkar við ýmis störf.
Krakkarnir standa á kross-
götum og eru að fóta sig á
ný í tilverunni, meðal ann-
ars með starfsþjálfun. „Við
erum með bílaþvottastöð
og vinnum helst bara með
umhverfisvæn efni,“ segir
Halldór Hafdal deildarstjóri.
„Við bjóðum upp á alþrif á
bílum á mjög góðu verði.
Bílarnir eru teknir algjör-
lega í gegn og líta út eins og
nýir þegar þeir koma héðan
eftir þriggja tíma nostur.
Við bjóðum líka upp á að
bílarnir séu sóttir út í bæ.“ Halldór segir
mikla aðsókn í alþrifin og að
öll næsta vika sé bókuð.
Í Fjölsmiðjunni er einnig
boðið upp á ýmsa aðra þjón-
ustu, til dæmis pökkun og
tölvuþjónustu. „Það eru ein-
tómir snillingar sem starfa
við tölvuviðgerðirnar og fátt
sem þeir geta ekki lagað,“
segir Halldór. Hann bætir
við að fólk sé ekki einungis
að styðja gott málefni þegar
það leitar til Fjölsmiðjunnar,
heldur sé það líka að fá þjón-
ustu á því sem hann kallar
„kreppublúsverðlagi“. Nán-
ari upplýsingar er að finna
á heimasíðu Fjölsmiðjunnar,
www.fjolsmidjan.is.
STJÓRNMÁL Grétar Berndsen, eig-
andi veitingastaðarins Óðals, varar
við því að nektardans verði bann-
aður með lögum eins og gert er ráð
fyrir í aðgerðaáætlun stjórnvalda
gegn mansali.
„Verði það gert er ljóst að í upp-
siglingu er skaðabótamál af hálfu
allra þeirra aðila og einstaklinga
sem verða fyrir tjóni af þeim
sökum og myndu bótakröfurn-
ar geta numið að minnsta kosti
hundruðum milljóna króna,“ segir
Grétar í bréfi sem hann hefur sent
alþingismönnum.
Grétar bendir á þann þátt
aðgerðaáætlunarinnar þar sem
segir að girða eigi fyrir undan-
þágumöguleika í lögum þannig að
nektarstaðir verði alfarið bann-
aðir. „Er beinlínis gefið í skyn,
án nokkurs rökstuðnings, að slík
alvarleg lögbrot eigi sér stað á
mínum veitingastað“, segir í bréfi
Grétars sem kveður meðal ann-
ars bæði Ragnheiði Ástu Jóhann-
esdóttur félagsmálaráðherra og
Atla Gíslason alþingismann rang-
lega hafa bendlað nektardansstaði
við glæpastarfsemi.
„Ásakanir sem þessar eru
með öllu ólíðandi fyrir starfsfólk
Óðals, sérstaklega í ljósi þess að
engin rannsókn hefur sýnt fram
á að mansal eða vændi hafi verið
stundað af starfsfólki staðarins,“
skrifar Grétar.
Grétar segir rangt sem full-
yrt hafi verið að undanþágu fyrir
nektardans hafi verið „laumað“
í gegnum Alþingi. „Umræddri
undanþágu var ekki laumað inn
heldur var hún sett inn til þess að
tryggja að staðir sem áður voru
skilgreindir sem næturklúbbar
gætu haldið starfsemi áfram.“
Þá hvetur Grétar þá sem um
þessi mál fjalla til að hafa það í
huga að starfsmenn og eigendur
umræddra veit-
ingahúsa eigi
börn í skólum og
séu hluti samfé-
lagsins. Með því
að væna þetta
fólk um alvarleg
lögbrot sé vegið
að heiðri þeirra
og líf þeirra
jafnvel rústað.
„Ekki má held-
ur gleyma þeim fjölda fyrrver-
andi dansara sem starfað hafa hjá
Óðali og hafa kvænst á Íslandi og
eiga börn í íslenskum skólum. Það
getur varla verið gaman fyrir þær
núna þegar fjallað er um þær með
þessum ósæmilega hætti í fjöl-
miðlum.“
Að sögn Grétars er mikilvægt að
smekkur eða viðhorf sumra skerði
ekki frelsi annarra til athafna eins
og fjölmörg dæmi séu um í sög-
unni. „Siðapostular hafa í gegnum
tíðina viljað banna allt milli himins
og jarðar vegna þess að það sam-
ræmdist ekki þeirra eigin smekk
eða siðferðisvitund.“
Að sögn Grétars hefur hann
engin viðbrögð fengið frá alþingis-
mönnum. Allsherjarnefnd Alþing-
is afgreiddi í gær frumvarpið með
nektardansbanninu og bíður það
frekari meðferðar þingsins.
gar@frettabladid.is
Vill hundruð milljóna
fyrir nektardansbann
Eigandi Óðals sakar alþingismenn um rangfærslur með því að tengja íslenska
nektardansstaði við mansal og aðra glæpastarfsemi. Hann segir að verði nekt-
ardans bannaður með lögum stefni í skaðabótamál upp á hundruð milljóna.
GRÉTAR BERNDSEN
ERÓTÍSKUR DANS Eigandi Óðals segir engin gögn sýna að mansal eða vændi sé
stundað á staðnum. Atvinnuréttindi og lifibrauð tuga kvenna og karla séu borin fyrir
borð verði nektardans bannaður. MYND/AFP NORDICPHOTO
Auglýsingasími
– Mest lesið
Neytendur: Gott málefni og kreppublúsverðlag
Ýmis þjónusta hjá Fjölsmiðjunni
Er í lagi að foreldrar kaupi
áfengi fyrir 18 eða 19 ára börn
sín?
Já 53,6%
Nei 46,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Finnst þér í lagi að hægt sé að
kaupa fjórhjól fyrir börn frá
þriggja ára aldri?
Segðu þína skoðun á vísir.is
SAMGÖNGUR Aldrei hefur jafn mikið
verið flutt af fiski með ferjunni
Baldri en í þessari viku. Hátt í 600
tonn fóru með henni yfir Breiða-
fjörðinn frá mánudegi til miðviku-
dags.
„Venjulega hafa tveir flutninga-
bílar komið í hverri ferð en síðustu
daga höfum við tekið fimm í ferð,“
segir Unnar Valby Gunnarsson,
skipstjóri á ferjunni.
Sigurður Viggósson, fram-
kvæmdastjóri Odda á Patreks-
firði, og Guðjón Indriðason,
framkvæmdastjóri Þórsbergs á
Tálknafirði, segja að nú þegar
meira þurfi að hafa fyrir sölunni
fari stærri fiskfarmar loks þegar
sala næst. „Og síðustu vikurnar
hefur aðeins verið að losna um
tregðuna hjá kaupendum,“ segir
Sigurður. Hann segir enn frem-
ur að ef Breiðafjarðarferjunnar
nyti ekki við væri löngu búið að
loka í Odda. „Kaupendur vilja fá
vöruna strax og þeir spyrja ekk-
ert hvort fært sé yfir Kletthálsinn
eða ekki.“
Báðir segja þeir það í raun nógu
hamlandi að þurfa að stíla inn á
áætlanaferðir ferjunnar, tími sé
til kominn að Vestfirðingar fái
að njóta heilsárs vegsamgangna,
álíka þeim sem eru annars stað-
ar á landinu. „Fyrst var vega-
framkvæmdum frestað vegna
fjárskorts, síðan vegna þenslu og
nú aftur vegna kreppu þannig að
það er ekki gott að segja hvenær
við fáum að njóta þessara þæg-
inda sem þekkjast annars staðar á
landinu,“ segir Guðjón. - jse
Fiskútflytjendur á Vestfjörðum langþreyttir á lélegum vegsamgöngum:
Aldrei fleiri fiskar yfir fjörðinn
BALDUR Ef ferjunnar nyti ekki við væri
búið að loka Odda segir framkvæmda-
stjórinn.
SKIPULAGSMÁL Hópur sem stendur
fyrir söfnun undirskrifta meðal
Hafnfirðinga stefnir enn að því
að safna nógu mörgum nöfnum
til að knýja fram nýja íbúa-
kosningu um deiliskipulag fyrir
stækkun álversins í Straumsvík.
Að sögn Gylfa Ingvarssonar, for-
svarsmanns söfnunarinnar, var
570 undirskriftum af rúmlega
5.000 hafnað af bæjaryfirvöldum.
Fjórðung atkvæðisbærra bæj-
arbúa þurfti til að fá fram nýja
kosningu. Það svari til á milli
4.500 og 4.600 manna. Ætlunin sé
að safna um 250 undirskriftum til
viðbótar. Gylfi segir að farið verði
yfir stöðuna í næstu viku. - gar
Endurtekin íbúakosning:
Undirskriftum
enn safnað
KJÖRKASSINN