Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 24

Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 24
2 föstudagur 27. mars núna ✽ algjör snyrtipinni Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gísla- son Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON LEIKARI „Ég er að fara að leika í Fló á skinni í Borgarleikhúsinu, en sýningar nálgast nú að vera 150 talsins. Svo er bara að vakna, borða og sofa og undirbúa mig fyrir helgi leikarans sem er mánudagur og þriðjudagur.“ helgin MÍN Ég ætlaði mér alltaf að stofna nýtt vörumerki, en bjóst kannski ekki alveg við því að byrja í mestu kreppu í sögu Íslands,“ segir Anna María Ragnarsdóttir um nýstofnað snyrtivörufyrirtæki sitt Signatures of Nature. Anna María starfaði fyrir Clarins um árabil og hjá snyrtivörudeild Pier. „Ég fór frá flottu merki eins og Clarins til að taka við merki sem var ekkert þekkt á Ís- landi og selt í húsgagnabúð, því ég sá visst tækifæri í því. Fyrir jól var hins vegar öllum sagt upp í Pier og öllu lokað í Bretlandi. Mér var boðið að halda áfram á lægri launum, en þó ekki í snyrtivöru- deildinni því þeir vildu ekki eyða peningum í hana. Þegar þeir úti afgreiddu síðustu snyrtivöru- sendinguna til Pier í janúar og fréttu að ég væri hætt buðu þeir mér umboðið hér á Íslandi sem ég er nú komin með,“ segir Anna sem mun opna vefverslun rétt fyrir páska á signaturesofnat- ure.is. „Ég ætla að gefa landsbyggð- inni möguleika á góðri þjónustu og heimsendingu í gegnum net- verslunina, svo verð ég komin með vörurnar í Faxafen fyrir páska, í húsnæðið þar sem Out- let Center er nú. Þar eru margir byrgjar að fara að standa saman að lífsstílshúsi þar sem fólk mun geta verslað allt fyrir heimilið á góðu verði,“ bætir hún við. „Ef ég hefði byrjað fyrir tveim- ur árum hefði ég ekki átt séns því þá höfðum við öll efni á að kaupa dýr merki. Við Íslendingar tengdum gæði og útlit við verð, sem fer ekki endilega saman, sér- staklega ekki í snyrtivörum. Ég ætla að bjóða upp á snyrtivörur á góðu verði, en engu að síður frá- bær innihaldsefni,“ útskýrir Anna og viðurkennir að hún hafi fund- ið fyrir mótbyr við stofnun fyrir- tækisins. „Fólk á það til að draga úr mér út af ástandinu, jafnvel ómeðvitað, en ég hef samt fund- ið fyrir ómældum stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Við megum ekki gleyma því að í kreppunni eru tækifæri og ég trúi að fólk eigi að elta sinn draum hvort sem það er í góðæri eða harðæri.“ - ag Anna María Ragnarsdóttir: Stofnar snyrtivöru- fyrirtæki í kreppunni Náttúrulegt Snyrtivörur Signature of Nature munu fást á signatureofnatures. is og í nýju lífsstílshúsi í Faxafeni. þetta HELST Eignaðist litla stelpu Fatahönnuðurinn Birta Björnsdótt- ir og eiginmaður hennar Jón Páll Halldórsson húðflúrmeistari eign- uðust litla stelpu í vikunni. Þetta mun vera annað barn þeirra hjóna því fyrir eiga þau soninn Storm Björn sem fæddist árið 2005. Birta og Jón Páll eru búsett í miðbæn- um, en Birta rekur verlunina Júní- form í Ingólfsstræti 8. Halda 100 ára afmæli Útvarpsvinirnir Andrea Jóns- dóttir og Ólafur Páll Gunnars- son, betur þekktur sem Óli Palli, verða samtals 100 ára núna í apríl. Af því tilefni hafa þau ákveð- ið að fagna þessum tímamótum með sameiginlegri veislu á Nasa 8. apríl, en Andrea verður sextug 7. apríl og Óli Palli fertugur 25. apríl. Vinum og velunnurum er boðið á Nasa og ekki er við öðru að búast en að boðið verði upp á góða lif- andi tónlist, enda afmælisbörnin bæði miklir tónlistarunnendur. „Þetta kom mér á óvart og þó ekki,“ segir Bryndís Baldursdótt- ir 45 ára hlaupari og nýkjörin Af- rekskona Létt Bylgjunnar 2009. Bryndís bar sigur úr býtum í hópi fimm hörku kvenna en hún ákvað fyrir níu árum að gera breytingu á sínum lífsstíl, þá 36 ára. „Ég var algjört sófadýr og hafði þyngst hratt og var þannig á mig komin að ég gat ekki staðið upp af gólfi án hjálpar. Ég byrjaði að skokka daglega og nú er ég í mínu besta formi,“ segir Bryndís sem hefur hlaupið sex maraþon og klárað tvö „Ironman“ og 100 km hlaup svo eitthvað sé nefnt. Bryndís segir þolíþróttamenn hafa fengið litla athygli á Íslandi en þeir veki mikla athygli erlend- is. „Hér erum við aðallega spurð hvort svona mikil hreyfing sé ekki óholl eða hreinlega fíkn. Það er hins vegar afskaplega óhollt að sitja kyrr á rassinum allan daginn og fara svo heim og leggjast í sóf- ann. Þá er betra að vera á stans- lausri hreyfingu.“ Bryndís segir aldrei of seint að byrja og hún segir margar goðsagnir um hreyf- ingu ósannar. „Það er alltaf talað um að hreyfa sig þrisvar í viku en hættan er á að eftir hvíldar- dag komi eitthvað upp á svo það er orðið jafn erfitt að koma sér upp úr sófanum og í byrjun. Þá er betra að fara daglega en gera minna. Önnur sagan er sú að hreyfing hafi engan tilgang nema hún standi í að minnsta kosti í 20 mínútur en það er bara bull. Hverjar fimm mínútur gera mikið gagn fyrir manneskju sem hefur ekkert hreyft sig. Maður á bara að nota þann tíma sem maður hefur og vera ánægður með sig að hafa byrjað. Ég þekki konur sem byrj- uðu að hlaupa löngu eftir fimm- tugt og eru hraðari hlauparar en ég. Það er um að gera að vera ekk- ert að flækja hlutina. Eins og Nike segir: Just do it.“ - iáh Nýkjörin Afrekskona Létt Bylgjunnar 2009: Aldrei of seint að byrja að hreyfa sig Eltir draum- inn Anna María lætur ekki kreppuna stöðva sig, heldur ákvað að láta drauminn rætast og stofna eigið snyrti- vörufyr- irtæki. Afrekskona Bryndís Baldursdóttir, 45 ára hlaupari, var kjörin Afrekskona Létt Bylgjunnar 2009.Þura Stefánsdóttir, höfundur bókarinnar. Falleg bók um grunntækni í förðun Fermingargjöfin hennar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.