Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 31

Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 31
FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 5 BIOVÖRUR geðhjálp ● VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • SÍMI 5628500 • WWW.MULALUNDUR.IS löndunum verða kynnt en fyrirles- arar koma frá Norðurlöndunum og Evrópu. Frummælendur verða: Tor-Johan Ekeland, prófessor við háskólann í Volda í Noregi, Kristi- an Wahlbeck, prófessor við THL- National Institute for Health and Welfare í Finnlandi og Danuta Wasserman, prófessor við Karól- ínsku stofnunina í Svíþjóð, en hún fékk meðal annars norrænu lýð- heilsuverðlaunin árið 2008 fyrir árangursríkt starf gegn geðsjúk- dómum og sjálfsvígum. Alain Topor, prófessor við Stokkhólmsháskóla, kemur einnig fram en Topor hefur áður flutt er- indi hérlendis. Topor vann meðal annars að því að afstofnanavæða geðheilbrigðiskerfið í Svíþjóð og kom á þróun samfélagslegra úr- ræða og einstaklingsmiðaðrar um- önnunar. Einnig tala á ráðstefn- unni Roberto Mezzina, stjórn- andi WHO Collaborating Centre í Trieste á Ítalíu og Karin Rings- berg og Stefan Thorpenberg próf- essorar frá Svíþjóð. Nánari upplýsingar er að finna á vef Geðhjálpar, www.gedhjalp. is og þar er hægt að skrá þáttöku á ráðstefnuna allt til 5. apríl. - rat S kilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) á heilbrigðum einstaklingi er eftirfarandi: Einstaklingur sem býr við líkamlega, andlega og félagslega vellíðan. Forsendur fyrir slíkri vellíðan er geta einstaklingsins til að mæta kröfum umhverfisins og uppfylla eigin þarfir og væntingar. Almennt er talað um mikilvægi þess að huga að heilsunni og þegar við heyrum það hugsum við flest um líkamlega heilsu. Geðheilbrigði er hluti af almennu heilbrigði, en það fær oft litla umfjöllun, bæði á opinberum vettvangi og samtölum fólks. GÓÐ GEÐHEILSA EINKENNIST AF ÞVÍ AÐ: ● hafa jákvæða sjálfsmynd ● vera virk(ur) og nota bjargráð sín ● taka sjálfstæðar ákvarðanir ● einangra sig ekki ● vera rauntengdur með getu til samhygðar ● geta tengst djúpum tilfinningaböndum Geðraskanir, sem eru raskanir á geðheilbrigði, eru algengar og hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Meðferð, hugmyndafræði og viðhorf til geðraskana tengjast menningu og aðstæðum hverju sinni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að 22-24 prósent Vesturlanda- búa þjáist af geðheilbrigðisvanda einhvern tíma á ævinni. Geðraskanir kosta íslensku þjóðina um 30 milljarða á ári hverju ásamt því að höggva stór skörð í mannauð þjóðarinnar. Upplýsingar um geðraskanir má finna á www.gedhjalp.is/content/ view/68/ Tekið af vefsíðu Geðhjálpar. Unnið upp úr efni frá Guðbjörgu Sveinsdóttur geðhjúkrunarfræðingi. Um geðheilbrigði Góð geðheilsa einkennist meðal annars af virkri þátttöku í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ðir við geðheil- jónustu kynntar Ráðstefnan verður sett miðvikudaginn 6. maí á Hótel KEA á Akureyri. Næstu tvo daga verða haldnir fyrirlestrar og fund- að í vinnuhópum þar sem leitað verður nýrra leiða að fyrirmyndarþjónustu í geðheilbrigðismálum. MYND/BJARNI EIRÍKSSON Danuta Wasserman, prófessor við Karól- ínsku stofnunina í Svíþjóð, flytur erindi á ráðstefnunni en hún hlaut norrænu lýðheilsuverðlaunin 2008 meðal annars fyrir fyrirbyggjandi starf gegn sjálfsvíg- um tengdum geðsjúkdómum. MYND/EVA WERNLID

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.