Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 34

Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 34
 27. MARS 2009 FÖSTUDAGUR8 ● geðhjálp Löggjöf um málefni fatlaðra á Íslandi er takmörkuð. Vonir stóðu til að breyting yrði á því þegar samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra var undirritaður árið 2007. „Við stöndum okkur nokkuð vel á heimsvísu varðandi réttindi fatl- aðra og lögðum því nokkra áherslu á að íslensk stjórnvöld myndu und- irrita Samning Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðra fljótt og vel,“ segir Guðrún D. Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands. Samningurinn var undirritað- ur um leið og þess gafst kostur hinn 30. mars árið 2007 og segir Guðrún að í því hafi legið vilja- yfirlýsing til að aðlaga íslensk lög að samningnum. „Íslensk löggjöf um málefni fatlaðra á Íslandi er mjög takmörkuð og í raun mjög fá ákvæði að finna um jafnan rétt fatlaðra til þátttöku í samfélag- inu,“ segir Guðrún og bætir við að í samningnum sé fjallað mun ítar- legar um mörg atriði sem séu ekki beint tryggð í íslenskum lögum. En hafa orðið einhverjar breyt- ingar eftir undirritun samnings- ins? „Þótt samningurinn hafi verið undirritaður er ríkið ekki bundið af honum. Til þess að koma fram breytingum þarf að full- gilda samninginn og er það næsta skref,“ segir Guðrún og ítrekar að vinna fari fram í félagsmála- ráðuneytinu til að athuga hverju þurfi að breyta í íslenskri löggjöf til að fullgilda samninginn. „Full- gilding merkir að Ísland hygg- ist breyta löggjöf í samræmi við samninginn,“ segir Guðrún en við fullgildingu binst Ísland einnig þjóðarrétti. Síðasta og stærsta skrefið yrði síðan að lögfesta samning- inn sem færi þá í íslensk lög. En hverjar eru líkurnar á að það ger- ist? „Undanfarin ár hefur loðað við að ekki hafa verið fullgiltir samningar sem skrifað hefur verið undir. Hins vegar varð ákveðin breyting nýverið þegar ákveðið var að fullgilda Palermo-bókunina í tengslum við mansal,“ segir Guð- rún og bætir við að einnig sé ætl- unin að lögfesta á næstunni Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Ég vona að það sama eigi við um Sátt- málann um réttindi fatlaðra, að hægt verði að lögfesta hann þegar reynsla verður komin á hann eftir nokkur ár,“ segir Guðrún sem telur að margt þurfi að taka til ítarlegr- ar skoðunar varðandi réttindi fatlaðra á Íslandi. - sg Fullgilding nauðsynleg ● SAMNINGURINN VAR, þegar hann var samþykktur, tímamótasamningur varð- andi stöðu þeirra sem eru skilgreindir fatlaðir. Ef það er mat Geðhjálpar að samningurinn sé lítt marktækur án þess að hann sé lögfestur þá hlýtur að verða að taka mark á því og lög- festa hann á næsta þingi í samstarfi við Geð- hjálp og önnur samtök sem starfa náið með þeim er málið varða. Birgitta Jónsdóttir varaformaður Borgarahreyfingarinnar. Guðrún segir nauð- synlegt að fullgilda samninginn um rétt- indi fatlaðra til að ná fram breytingum. BORGARAHREYFINGIN ● MAGNÚS STEFÁNSSON, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Fram- sóknarflokksins, undirritaði fyrir Íslands hönd Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun hinn 30. mars 2007 ásamt fulltrúum áttatíu annarra ríkja. Hann undirrit- aði einnig sama dag valfrjálsa viðbótarbókun samningsins sem ekki var undirrituð af hálfu allra samningsaðila. Í henni felst að aðildar- ríki sáttmálans viðurkenni að einstaklingar eða hópar sem telja að aðildarríki hafi ekki upp- fyllt sáttmálann geti sent kvartanir til sérstakrar nefndar sem starfar á grundvelli hans enda hafi kæruleiðir innan aðildarríkisins verið tæmd- ar. Framsóknarflokkurinn styður fullgildingu samningsins og vill að það gerist sem fyrst. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins. FRAMSÓKNARFLOKKUR MARKMIÐIÐ MEÐ SAMNINGI ÞESSUM er að stuðla að því að fatlaðir njóti allra mann-réttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir mannlegri reisn þeirra.“ Úr samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.