Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 42

Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 42
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 3 5 27. MARS 2009 „Haffi Haff er fæddur 28.09.1984. Það gefur útkomutöluna 41 sem er jafnt og 5. Að hafa útkomutöluna 41 í lífs- tölu gefur manni mikla heppni og fær fólk til að hjálpa manni við hina ótrú- legustu hluti yfir lífsleiðina. Þetta er mikil gæfutala, sérstaklega í sambandi við framkvæmd- ir, kraft og áræðni, sem Haffi Haff að sjálfsögðu hefur í ótakmörkuðum mæli. Haffi er að fara inn á árstöluna 3, en til að fá þá útkomu leggjum við saman, afmælisdag, mánuð og árið í ár og þá verður útkoman 3. Haffi er á ári þar sem hann á að taka áhættu og það verður allt iðandi í lífi í kringum hann. Ég get ekki betur séð en að það séu afskaplega margir skotn- ir í honum Haffa og ættu endilega að láta hann vita af því. Ég sé það að Haffi á eftir að spekúlera mikið í útlöndum yfir þessa tíð og get ekki betur séð en að sú freisting gæti orðið yfirsterkari: að fara frekar en að vera. Hann mun þó aldrei í raun yfirgefa Íslendinga því hér verður hann með annan fótinn og hinn fótinn í Ameríku. Ameríkanar elska Haffa jafnmikið og við Íslendingar dáum hann og hann er kominn með sína framtíðarást árið 2012. Ég sé fyrir mér að það er ákveðin ást sem á eftir að spila mikið á hjarta hans á næstunni. Haffi á eftir að sjá um viðburði fyrir heimsþekkt fólk í fram- tíðinni og ná svakalega langt með myndbönd sín og, að mér sýnist, allt sem honum dettur í hug. Haffi Haff er að- eins 24 ára en er búinn að gera hluti sem marg- ir gera yfir mannsævi, svo það þarf nú ekk- ert mikinn spámann til að sjá að ef hann heldur jákvæðninni í hjarta sínu og blik- inu í augum sínum þá verður heimurinn hans.“ www.klingenberg.is KLINGENBERG SPÁIR Haffi Haff tónlistarmaður og förðunarfræðingur FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Ná í eldri soninn á leikskólann og fara með fjölskyldunni í göngutúr. 2Hafa tíma til að borða há-degismat í rólegheitum, jafnvel með einhverjum skemmtilegum. Elda góðan mat og fá góða gesti er alltaf frábær endir á degi. 4Líta inn á eins og eina góða listasýningu í göngutúrnum. 1Gefa sér tíma til að drekka gott kaffi að morgni áður en maður leggur af stað í hark dagsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.