Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 27.03.2009, Qupperneq 46
22 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Guðfríður Lilja Grétars- dóttir skrifar um styrki til stjórnmálaflokka Að undanförnu höfum við fengið nokkrar fréttir af styrkveiting- um fyrirtækja og stofn- ana til stjórnmálaflokka. Þótt það sé vissulega mikilvægt að fjárstreymi til stjórnmála- flokka sé uppi á borðinu þá er bara hálf sagan sögð. Við skulum ekki gleyma prófkjörum og styrkjum til einstaklinga. Og við skulum ekki gleyma því að dýrustu próf- kjör Íslandssögunnar áttu sér stað fyrir kosningarnar 2007. Hvar eru upplýsingarn- ar, gagnsæið, sannleikur- inn um allt það? Á slíkt að vera felumál? Þegar stjórnmálamenn segja „allt upp á borð“, meina þeir þá ekki einmitt allt upp á borð? Allt upp á borð! Áskorun dagsins ti l íslenskra stjórnmálamanna er ein- föld: Allt upp á borð. Þá er auðvelt að byrja á því að gefa upp styrkina sem þau fengu í prófkjörum sínum til Alþingis árin 2006-2007. Það á hvorki að þurfa rannsóknarnefnd né reglur til að fá stjórnmálafólk til að gefa slíkt upp. Þetta á að vera hluti af eðlilegri og opinni stjórnsýslu. Það athyglisverða er auðvitað að öfugt við þær reglur sem settar voru á stjórnmálaflokkana um 300 þúsund króna hámark þá var ekkert slíkt viðhaft í prófkjörum einstakl- inga. Óhætt er að fullyrða að próf- kjörin á þessum tíma hafi hlaupið á tugum milljóna króna. Ef fólk ætlar sér að vera trúverð- ugt áfram í stjórnmálum hlýtur það að vera einn liður í gagnsæi að gefa upp alla styrki. Það getur varla verið launungarmál að almenningur fái að vita hverjum var hve mikið í mun að fá hvaða einstaklinga á þing. Er málið flókið? En þá flækist málið. Slóðin virðist hulin. Eða hvað er það annað en að hylja slóðina þegar sérstök „félög“ eru stofnuð í kringum tiltekna fram- bjóðendur sem ekkert gefa upp? Hið klassíska svar er að „félagið“ sé stofnað af „vinum og velunnurum“ og að einstaka frambjóðendur hafi náttúrlega ekki haft hugmynd um hver gaf þeim hvað, þau hafi pass- að alveg sérstaklega vel upp á það að vita ekki neitt. Trúverðugt? Ekki bara á Tortola Staðreynd málsins er náttúrlega sú að við þurfum ekki bara að tryggja að hin ýmsu félög á Tortola séu uppi á borði. Við þurfum allt upp á borðið. Alla hagsmuni og fjárhags- tengsl. Einn þáttur í þeim efnum er hversu mikið og frá hverjum til- teknir stjórnmálamenn hafa fengið að styrk til að komast á þing. Hagur hverra er varinn með þögn um þessi efni – hagur almennings? Ætli þetta komi upp á landsfund- um um helgina, landsfundum sem ku boða siðbót og breytta, nýja, gagnsæja tíma? Höfundur leiðir lista Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs í Suðvesturkjördæmi. Hálf sagan sögð? GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR Eða hvað er það annað en að hylja slóðina þegar sérstök „félög“ eru stofnuð í kringum tiltekna frambjóðendur sem ekkert gefa upp? UMRÆÐAN Gunnar Hólmsteinn Ársæls- son skrifar um Evrópumál Í umræðunni um Evrópumál heyr-ist stundum að Sjálfstæðisflokk- urinn gæti klofnað við það að taka afstöðu í því máli. Þess vegna er athyglisvert að líta í kringum sig, t.d. til Norður- landanna, og athuga hvernig þróunin hefur verið þar. Innan allra f lokka er að finna skoðanir með og á móti ESB-aðild. Það sýna kannan- ir hér á landi. Sama mynstur er á hinum Norðurlöndunum. En hvernig hefur hægriflokkum reitt af í umræðunni um Evrópu- mál? Í Noregi er norski hægriflokk- urinn enná lífi. Sama má segja um sænska hægriflokkinn, Moderat- erna, sem er leiðandi afl í sænskum stjórnmálum. Í Danmörku er sömu sögu að segja og líka í Finnlandi. Innan allra þessara flokka hefur farið fram opin og lýðræðisleg umræða um Evrópumál og framtíð- arstefnu flokkanna varðandi þenn- an málaflokk. Og gerir enn. Því vaknar þessi spurning: Er eðli íslenskra stjórnmála með öðrum hætti en á hinum Norðurlöndunum? Er Sjálfstæðisflokkurinn sérstak- ur „áhættuhópur“ í þessu tilliti? Er þar enn að finna leifar stjórnmála- þróunar sem átti sér stað hér á landi í byrjun síðustu aldar? Binda sjálf- stæðisstjórnmál og heimastjórnar- mál flokkinn í einhvers konar hlekki hugarfarsins? Skortir Sjálf- stæðisflokkinn framtíðarsýn eða mátt til að skapa slíka sýn? Það hlýtur að vera lýðræðislegt þroskamerki ef flokknum tekst að taka afstöðu til Evrópu og láta þannig lýðræðislega umræðu hafa sinn gang. Óneitanlega væri það merki um ákveðinn lýðræðisleg- an þroska hjá flokknum. Batn- andi „mönnum“ er best að lifa! En almennt má segja að afstaða pól- itískra afla hérlendis gagnvart Evrópu (og umheimsins, ef því er að skipta) hefur kannski aldrei verið jafn brýn og nú. Breytingar á alþjóðakerfinu hafa verið örar á undanförnum árum og ný staða komin upp. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig umræðan um Evrópu þróast á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Birtist þar opinn og lýðræðislegur flokkur sem þorir og hefur getu til þess að ræða málin, taka afstöðu? Eða birtist þar flokkur, sem kannski er ekki eins opinn og lýðræðislegur og menn vilja vera láta? Lýðræði og opin umræða eru merki um styrk stjórnmálaflokka og þeir eiga að vera vettvangur fyrir slíkt. Rétt eins og hið opna sam félag. Stenst Sjálfstæðisflokkurinn prófið? Höfundur er stjórnmálafræðing- ur og situr í stjórn Evrópusam- takanna. Ástæðu- laus ótti? GUNNAR HÓLMSTEINN ÁRSÆLSSON *G ild ir m eð an b ir gð ir e nd as t á k yn ni ng un ni . G ild ir e kk i m eð 2 b lý ön tu m e ða B oc ag e. A ðe in s ei nn k au pa uk i á v ið sk ip ta vi n. V O R L I T I R 0 9 E F T I R A A R O N D E M E Y Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Lancôme vörur. · 2 snyrtibuddur · Primordiale krem 15 ml · Primordiale Serum 10 ml · Eau Micellaire Douceur 50 ml · Virtuôse Black Carat maskari · Hypnôse ilmur 5 ml · Juicytubes gloss 7 ml Verðmæti kaupaukans 12.000 krónur Einnig aðrar gerðir kaupauka. KYNNING Í DEBENHAMS 27. MARS – 1. APRÍL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.