Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 47

Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 47
FÖSTUDAGUR 27. mars 2009 23 UMRÆÐAN Bergþóra Snæbjörns- dóttir skrifar um sumarannir Síðastliðna helgi lenti heiðlóa í Höfn í Horna- firði og má því fullyrða, að gamalli íslenskri hefð, að sumarið sé á næsta leiti. Ekki eru þó allir sem fagna því að lóan sé komin að kveða burt snjóinn þetta árið en það er deg- inum ljósara að fyrir stóran hóp þjóðarinnar vekur vorboðinn ekki upp tilhlökkun og fiðrildi í magan- um heldur þvert á móti áhyggju- sting og magakrampa. Meginþorri stúdenta mun að líkind- um sitja uppi atvinnu- og tekjulausir í sumar. Stúd- entar eiga takmörkuð rétt- indi til atvinnuleysisbóta og námslán fá þeir ekki nema vera skráðir í nám. Löngu fyrir áramót var fyrirséð að þarna væri vandi á ferð, að alvarleg staða myndi koma upp fyrir þá 13.500 einstakl- inga sem stunda nám við Háskóla Íslands nema eitthvað yrði að gert. Því var það ein af kröfunum sem Stúdentaráð, undir stjórn Röskvu, settu fram á menntavitanum hinn 1. desember síðastliðinn, að boðið yrði upp á nám fyrir stúdenta næsta sumar. Í kosningunum til Stúdentaráðs voru sumarannir eitt stærsta kosningamál Röskvu og eru báðar fylkingar sammála um að þetta sé eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta um þess- ar mundir og hefur verið unnið að því ötulum höndum síðan nýtt Stúdentaráð tók til starfa. Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur sent opið bréf frá ráðinu til rektors, Kristínar Ingólfsdóttur, þar sem óskað er eftir því að Háskóli Íslands axli ábyrgð og sjái til þess að boðið verði upp á sumarannir fyrir nemend- ur nú í sumar. Enn bólar þó ekki á neinni staðfestingu þess að Háskól- inn ætli sér að bregðast við. Nú hefur Háskólinn í Reykjavík tilkynnt að þar á bæ ætli menn að svara kalli tímans, eins og þeir orða það. Að þeir ætli að koma til móts við þá nemendur sem vilja nýta sumarið til náms þar sem litla vinnu sé að fá og bjóði því upp á mun fleiri námskeið í sumar en undanfarin ár. Það er með öllu ótækt að Háskóli Íslands, stærsti háskóli landsins, bjóði ekki upp á sams konar úrræði fyrir sína nemendur. Ætlar Háskóli Íslands, flaggskip íslenskrar menntunar, virkilega að vera eftirbátur félaga sinna í Háskólanum í Reykjavík? Stúdentar við Háskóla Íslands geta ekki beðið svara mikið leng- ur. Lóan er komin og það þarf að sjá til þess að kvíðaraskanir og gjaldþrot séu ekki skilaboð dirr- indís lóunnar til þeirra ríflega 3% þjóðarinnar sem stunda nám við Háskóla Íslands. Röskva hvet- ur forsvarsmenn Háskóla Íslands til að kveða burt kvíða náms- manna fyrir næsta sumri með því að bregðast við breyttum aðstæð- um og sýna fram á að hér sé rekin lifandi stofnun – allt árið. Höfundur er oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Ráðamenn – kveðið burt kvíða stúdenta BERGÞÓRA SNÆBJÖRNSDÓTTIR Löngu fyrir áramót var fyrir- séð að þarna væri vandi á ferð, að alvarleg staða myndi koma upp. UMRÆÐAN Fanný Gunnarsdóttir skrifar um Framsóknarflokkinn Nú styttist í kosningar sem verða við aðrar og erfiðari aðstæður á Íslandi en við höfum áður upplifað. Samfélagið allt – þar með taldir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar – standa á tímamótum. Hver og einn verður að endurmeta lífsgildi sín og stefnu. Fram- sóknarflokkur- inn er fyrsti og eini stjórnmála- flokkurinn sem kosið hefur nýja forystu og fram- sóknarmenn um allt land hafa að undanförnu skoðað og endurmetið málefna- áherslur. Hvað sem líður for- mannaskiptum í öðrum flokkum eru þær breytingar sprottnar af veikindum fráfarandi formanna en ekki sjálfsprottin ákvörðun þeirra eða af kröfum innan úr flokkunum um ábyrgð og breytingar. Á síðasta flokksþingi var sam- þykkt tímamótaályktun þar sem framsóknarmenn ákváðu að semja siðareglur sem allir þeir sem starfa í nafni flokksins verða að vinna eftir. Framkvæmdastjórn flokksins skipar nú nefnd sem hefjast skal handa við að semja reglurnar. En þingmenn Fram- sóknar hafa um árabil gefið upp- lýsingar á heimasíðu flokksins um fjárhagsleg tengsl hlutabréfa- eða stofnfjáreign, atvinnurekstur o.fl. Einnig var samþykkt á þing- inu ályktun um stjórnlagaþing. Við viljum skýra og skerpa skilin á milli þrískiptingar valds, auka gegnsæi og auka tækifæri lands- manna til lýðræðislegrar þátt- töku. Með því að koma fram og bjóða núverandi minnihlutastjórn að verja hana falli sýndi ný forysta að Framsóknarflokkurinn er til- búinn í óhefðbundið samstarf sem kallar á aukna samvinnu stjórn- málaflokkanna á Alþingi. Þing- menn allra flokka hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af valdaleysi sínu gagnvart ráðherravaldi. Þetta kom berlega í ljós þegar þingmaður Framsóknar fór ekki að vilja núverandi minnihlutastjórnar og fylgdi sannfæringu sinni þegar afgreiða átti mál úr þingnefnd. Framsóknarflokkurinn vill með nýjum vinnubrögðum og áhersl- um leggja sitt af mörkum, hafa forgöngu um umbætur í íslenskum stjórnmálum og væntir stuðnings landsmanna við að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík norður. Boðberi nýrra vinnubragða FANNÝ GUNNARSDÓTTIR Auglýsingasími – Mest lesið D Y N A M O R E Y K JA V ÍK –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | Sími 511 0910 og 899 7839 | crymogea@crymogea.is GIRNDARGRIPUR Flora Islandica er ein veglegasta og glæsilegasta bók íslenskrar útgáfusögu. Hún geymir safn teikninga Eggerts Péturssonar af íslenskum háplöntum sem hann gerði fyrir bókina Íslensk flóra með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarnason, alls 271 teikningu sem birtar eru í sinni upprunalegu stærð með skýringartextum. Bókin kemur aðeins út í 500 tölusettum og árituðum eintökum. Aðeins rétt um helmingur upplagsins er enn fáanlegur. Verið velkomin í sýningarsal Crymogeu að Barónsstíg 27 og skoðið þessa einstöku bók sem fékk verðlaun FÍT 2009 í flokknum Grafísk hönnun fyrir prentmiðla. Fæst aðeins hjá útgefanda. Tekið við pöntunum hjá crymogea@crymogea.is. FÍT 2009 – Grafísk hönnun á Íslandi Snæfríð Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir Verðlaun í flokknum Grafísk hönnun fyrir prentmiðla „Bókverk eins og það gerist fínast.“ –Páll Baldvin Baldvinsson, Kiljan. „Girndargripur sem maður vill eignast. Eins dýrt kveðinn og hægt er.“ – Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor LHÍ, Kiljan Í tilefni af HönnunarMarsi 2009 er sérstök sýning á bókinni og hönnun hennar á Barónsstíg 27. Opið til kl. 19.00 föstudaginn 27. mars og frá kl. 10.00 til 15.00 laugardaginn 28. mars.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.