Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 52

Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 52
 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Framlag Listasafns Íslands til hönnunardaga Hönnunarmið- stöðvar Íslands 2009 er Kúlan. Hún var húsgagnaverslun við Skólavörðustíg 10 í Reykjavík sem var stofnuð í apríl 1962. Þar átti að selja ódýr og nýstárleg húsgögn og listmuni. Magnús Pálsson og Dieter Roth voru hvatamenn að Kúlunni og þeim varningi sem þar var seldur og framleiddur. Magnús Jóhannsson, kaupmaður í Skeif- unni, lagði til húsnæði og framleiddi húsgögnin en Dieter Roth og Magnús Pálsson sáu um reksturinn. Fleiri komu að hönnun og framleiðslu: Manfreð Vilhjálmsson, Jón Gunnar Árnason, Sigríður Björnsdóttir og Gunnar Malmberg. Kúlan var opin í þrjá mánuði og eins og Magnús Pálsson segir sjálfur; „seldist sama og ekki neitt, þetta var bara næs draumur og meira til gamans gert“. Í dag milli kl. 12.10-13.30 mun Björn Roth myndlistar maður segja frá líftíma Kúlunnar í Listasafninu við Fríkirkjuveg. - pbb Sögur úr lífi Kúlunnar Hagstofan hefur um langt árabil unnið gagnagrunn um rekstur leik- flokka og leikhúsa. Er stöðugt bætt í grunninn og gefur hann orðið grein- argott yfirlit um hvað er í gangi á þessu sviði menningarlífsins. Nú eru birtar á vef Hagstofunnar tölur um aðsókn á liðnu leikári 2007-2008 en áhorfendur leikhúsa, leikhópa og áhugaleikfélaga voru ríflega 414 þús- und það árið. Hver landsmaður sótti leiksýningu 1,3 sinnum á leikárinu. Gestum fækkaði frá fyrra leikári 2006/2007 um tæplega 25 þúsund gesti. Á síðasta leikári voru settar á fjalirnar 231 uppfærsla. Sýningar voru 3.339 talsins. Frá aldamótum hefur aðsókn rokk- að nokkuð. Samdráttur liðins árs frá aðsókn leikársins 2006/7 sem var um 440 þúsund gestir er því mun minni en þegar mesta lægðin í aðsókn var 2002/3 þegar hún fór niður fyrir 350 þúsund. Allan þennan áratug hefur aðsókn þó verið langt yfir toppum áranna fyrir 2000 þegar hún náði mest 300 þúsund gestum. Telja má víst að á þessu leikári fjölgi sýningargestum og ræður þar mestu um góð aukning í aðsókn að Borgarleikhúsinu. Þá er í vændum að endurupptekinn rekstur í Loft- kastalanum bæti líka í gestafjölda. Á síðasta leikári voru starfrækt sex atvinnuleikhús með aðstöðu í fimm byggingum. Á vegum þeirra voru 12 leiksvið sem rúmuðu 2.798 gesti í sæti. Leikhúsin settu 78 upp- færslur á svið hér innanlands, þar af voru leikrit, eins og það kallast í bókum Hagstofunnar, flest, 46 tals- ins. Samanlagður fjöldi sýninga var 1.205. Uppfærslur á verkum íslenskra höfunda voru 33, en eftir erlenda 38. Leikhúsgestir í húsum í umráðum leikflokka, Þjóðleikhúsi, Borgarleikhúsi, Íslensku óperunni, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Möguleik- húsinu og Leikfélagi Akureyrar voru samtals 275.207, að meðtöldum sam- starfsverkefnum og gestasýningum. Sýningargestum leikhúsanna fjölg- aði um ríflega 16 þúsund frá fyrra leikári. Atvinnuleikhópar starfa stopult en á liðnu ári fjölgaði þeim sem settu upp eina eða fleiri leiksýningar. Voru 39 talsins en 22 leikárið 2000/2001. Á síðasta leikári settu hóparnir á svið innanlands 84 uppfærslur. Leikrit og verk eftir innlenda höfunda eru uppistaðan í uppfærsl- um hópanna. Sýningar innanlands voru 1.925 að meðtöldum sýningum í samstarfi við leikhús og sýningum í skólum. Heildaraðsókn að þessum sýningum var 178.125 og fækkaði sýningargestum um 34 þúsund frá leikárinu 2006/2007. Á næstliðnu leikári færðu 35 áhugaleikfélög á fjalirnar 81 leik- sýningu. Þrjár af hverjum fjórum uppfærslum voru leikverk eftir inn- lenda höfunda. Félögin sýndu 457 sinnum fyrir um 30 þúsund gesti. Samkvæmt gögnum Hagstof- unnar eru starfsmenn í leikstarf- semi 835. Ætla má að afleidd störf leikhúsiðnaðar í landinu séu á annað hundrað. pbb@frettabladid.is AÐSÓKN AÐ LEIKHÚSUM LEIKHÚS Mikil aðsókn er aðeins að fáum leiksýningum. Flestar þeirra ná aðeins fáum þúsundum gesta. Í kvöld verða tvær frumsýningar í stóru leikhúsunum: Sædýrasafn- ið og Þú ert hér, sem er nýtt leikverk Jóns Atla Jónassonar og félaga, sjá mynd. kl. 17.00 Kristján Eiríksson, formaður Íslenska esperantosambandsins, sækir heim 101 Projects bak við Alþjóðahúsið þar sem Susan Hiller er með sýningu og fjallar um hugmyndir um alþjóðamál- ið esperanto. Hann segir frá Zamen- hof, höfundi málsins, og gerir grein fyrir upphafi esperantos og stöðu þess nú á tímum tölvutækni. Hugsjónir esperantista eru nátengdar baráttu lítilla málsamfélaga fyrir tungu sinni og menningu en sú umræða skírskotar beint til yfirstandandi sýningar Susan Hiller í sýningarrýminu. HÖNNUN Uppstillingar í Kúl- unni 1962. M YN D /M IN D G R O U P www.forlagid.is FRÓÐLEIKUR FYRIR ALLA ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak Þrettándakvöld Sædýrasafnið Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.