Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 58
34 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær tvær breytingar
á íslenska landsliðshópnum sem mætir þeim skoska á Hampden
Park í Glasgow á miðvikudaginn. Þeir Heiðar Helguson og Birkir Már
Sævarsson verða fjarverandi vegna meiðsla en í þeirra stað valdi
hann þá Ármann Smára Björnsson og Birki Bjarnason. Báðir
leika þeir í Noregi.
En þar með er meiðslasögu íslenska landsliðsins ekki
lokið. Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að
99 prósent líkur væru á því að Brynjar Björn Gunn-
arsson myndi einnig missa af leiknum þar sem hann
meiddist um helgina.
Þetta eru sérlega slæm tíðindi fyrir íslenska lands-
liðið þar sem annar sterkur varnartengiliður, Stefán
Gíslason, er í banni í leiknum.
Birkir sagðist hins vegar í samtali við Fréttablaðið fagna því
að vera kominn í A-landsliðið.
„Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að undanfarið
og er ánægður með að fá tækifærið nú,“ sagði Birkir. „Ég veit nú
lítið um hvort ég fæ að spila en ég mun gera mitt allra besta á
æfingum og sjá svo til.“ Birkir á að baki fjölda leikja með
unglingalandsliði Íslands en fær nú tækifærið með A-liðinu
þó svo að hann sé gjaldgengur í U-21 liðið í tvö ár enn.
Hann hefur lengi búið í Noregi þar sem hann er á mála hjá
Viking í Stafangri. Þar lék hann sinn fyrsta leik aðeins átján
ára gamall en hann sló í gegn á síðasta tímabili er hann
var lánaður til spútnikliðsins Bodö/Glimt. Það gerði það
að verkum að hann hefur unnið sér fast sæti í byrjunarliði
Viking á tímabilinu sem nú er nýhafið.
„Ég held að ég sé búinn að spila ellefu leiki í röð í
byrjunarliðinu,“ sagði Birkir og telur þá æfingaleiki
með. Tveimur umferðum er lokið í norsku úrvalsdeildinni.
„Við erum þrír á miðjunni og ég hef verið að spila sem
sóknartengi liður vinstra megin. Það hentar mér vel og er mín
óskastaða,“ sagði Birkir en hann hefur mikið spilað á hægri
vængnum með íslenska U-21 landsliðinu.
Aðspurður segir Birkir möguleika Viking á tímabilinu
góða. „Við erum með gott lið og eigum fullt erindi í
toppbaráttuna.“
BIRKIR BJARNASON: VALINN Í LANDSLIÐSHÓPINN Í FYRSTA SKIPTI VEGNA MEIÐSLA LEIKMANNA
Það var alltaf stefnan að komast í landsliðið
SJÁÐU
MYND
INA!
SPILA
ÐU LEI
KINN!
199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
STÆRSTA BOND MYND ALLRA
TÍMA KOMIN Á DVD OG BLU-RAY
9. HVER
VINNUR
!
ELDRI BOND MYNDIR Á TILBOÐI!
SENDU SMS EST BOND Á NÚMERIÐ
1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU QUANTUM OF SOLACE Á Á DVD, TÖLVULEIKIR,
DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA.
KÖRFUBOLTI KR-ingar geta slegið
Íslandsmeistara Keflavíkur út
úr úrslitakeppni Iceland Express
deildar karla í kvöld vinni þeir
þriðja leik liðanna í DHL-Höll-
inni. Keflvíkingar eiga enn eftir
að vinna KR í vetur en þetta verð-
ur sjöunda tilraun liðsins.
Sigurður Ingimundarson, þjálf-
ari Keflavíkur, gat ekki leynt
pirringi sínum út í Jón Arnór
Stefánsson í sjónvarpsviðtali eftir
annan leik undanúrslitaeinvígis
liðanna. Það var kannski skiljan-
legt enda þurfti landsliðsþjálfar-
inn enn á ný að horfa upp á besta
körfuboltamann landsins fara illa
með hans menn.
Þetta var í sjötta sinn í röð
sem Jón Arnór Stefánsson hitt-
ir úr 50 prósent skota sinna eða
betur á móti Keflavík í vetur og í
fimmta sinn í sex leikjum liðanna
þar sem hann skorar 24 stig
eða meira á móti
Íslandsmeist-
urunum.
KR hefur
unnið alla
sex leiki sína
á móti Kefla-
vík í vetur og
Jón Arnór hefur skorað 26,8 stig
að meðaltali í þeim. Jón Arnór
hefur alls skorað 161 stig í leikj-
unum eða 60 stigum meira en
næsti maður - Keflvíking-
urinn Sigurður
Gunnar Þor-
steinsson.
Leikurinn
á þriðjudag-
inn er annar
leikurinn í
vetur þar sem
Jón Arnór nær
að skora
35 stig á
Kefla-
vík-
urliðið en í báðum tilfellum hitti
hann úr 60 prósent skota sinna.
Jón Arnór hefur verið óstöðv-
andi fyrir utan þriggja stiga lín-
una í leikjunum en hann hefur
sett niður 23 af 41 skoti sínu fyrir
utan þriggja stiga línuna á móti
Keflavík. Þetta gerir hina ótrú-
legu 56,1 prósents skotnýtingu
á þriggja stiga körfum auk þess
sem hann skorar 3,8 þrista að
meðaltali í leik.
Það hefur ekki dugað Keflvík-
ingum heldur að brjóta á kappan-
um því Jón Arnór hefur sett niður
40 af 44 vítaskotum sínum eða
90,9 prósent skotanna. Jón Arnór
hefur nú sett niður sextán víta-
skot í röð á móti Keflavík þar af
öll þrettán í úrslitakeppninni.
Jón Arnór hefur líka hugsað um
félaga sína því hann hefur gefið
27 stoðsendingar í leikjunum sem
er jafnmikið og leikstjórnendurn-
ir Jakob Sigurðarson og Sverrir
Þór Sverrisson.
Þá er ótalin frammistaða Jóns
Arnórs í vörninni þar sem töl-
fræðin telur nú sjaldnast en kapp-
inn er þó með flesta stolna bolta
af öllum leikmönnum í þessum
sex leikjum sem er vitnisburð-
ur um framlag hans í vörninni.
Annar er að hann hefur nánast
lokað á Hörð Axel Vilhjálmsson í
leikjum en Hörður er aðeins með
31 prósents skotnýtingu á móti
KR í vetur. - óój
KR-ingar geta komist í lokaúrslit Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld:
Geta þeir stoppað Jón Arnór?
SVAKALEGUR Jón Arnór Stefánsson
hefur verið sjóðheitur í öllum leikj-
unum á móti Keflavík í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VIILHELM
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
glímir nú við magakveisu sem
hélt honum frá æfingu með Bar-
celona í gær. Læknar liðsins
sendu íslenska landsliðsmanninn
heim og óvíst er hvort hann er
fær um að ferðast til Íslands í
dag eins og fyrirhugað var.
Eiður Smári verður þó örugg-
lega með á móti Skotum í næstu
viku en gæti tekið takmarkaðan
þátt í undirbúningnum fyrstu
dagana eftir að íslenski hópurinn
kemur saman.
Fréttir af skoska landsliðinu
eru heldur ekki góðar því varnar-
maður Celtic, Stephen McManus,
varð í gær fimmti leikmaður liðs-
ins sem getur ekki tekið þátt í
leiknum á móti Hollandi á laugar-
dag.
Þeir Paul Hartley, David Weir,
Kirk Broadfoot og Kris Comm-
ons eru þegar komnir á langan
meiðslalista Skotanna. - óój
Landsleikurinn við Skota:
Eiður er veikur
MAGAKVEISA Eiður Smári Guðjohnsen
missti af æfingu með Barcelona í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
> Birgir Leifur í hópi efstu manna
Birgir Leifur Hafþórsson lék mjög vel á fyrsta hring á
Opna Andalúsíu-mótinu á Spáni í dag en þetta sterka
mót er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir
Leifur lék holurnar átján á 69 höggum,
eða þremur höggum undir pari. Hann er
í 11. sæti eftir fyrsta dag, aðeins tveimur
höggum á eftir efstu mönnum en meðal
þeirra er Skotinn Colin Montgomerie.
Birgir Leifur fékk þrjá skolla, fjóra
fugla og örn á skrautlegri ferð sinni
í gegnum fyrri níu holurnar en á
seinni níu spilaði hann af miklu
öryggi og hélt sig á þremur högg-
um undir pari.
KÖRFUBOLTI Haukakonur eru aðeins
einum sigri frá því að vinna þriðja
Íslandsmeistaratitilinn á fjórum
árum eftir 74-65 sigur á KR í loka-
úrslitum Iceland Express-deildar
kvenna í gær. Haukar voru með
frumkvæðið í leiknum en KR kom
alltaf til baka. Haukar hafa unnið
tvo síðustu leiki einvígisins og geta
tryggt sér titilinn í DHL-höllinni á
sunnudagskvöldið.
Lokasekúndur leiksins voru
svakalegar. Fyrst skoraði Slavica
Dimovska þriggja stiga körfu og
kom Haukum í 61-58 þegar tvær
sekúndur voru eftir og allt Hauka-
liðið fagnaði eins og þær væru
búnar að vinna. Ragna Margrét
Brynjarsdóttir gerði síðan þau
mistök að brjóta á Hildi Sigurð-
ardóttur í þriggja stiga skoti og
Hildur setti öll þrjú vítin niður og
tryggði KR framlengingu við litlu
minni fögnuð KR-liðsins.
Svo virtist vera sem stemningin
yrði öll með KR-liðinu sem hafði
nánast risið upp frá dauðum, en
í framlengingunni var nánast
bara eitt lið á vellinm. Haukarnir
unnu framlenginguna 13-4 og eru
komnir í lykilstöðu. „Maður hélt
að ákveðið „móment“ væri komið
til okkar þegar Hildur jafnaði en
Haukarnir voru ekki lengi að stela
því til baka,“ sagði Jóhannes Árna-
son, þjálfari KR, eftir leikinn.
„Þetta var háspenna – lífshætta,“
sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálf-
ari Hauka, eftir leik. „Þetta var
frábær karakter hjá stelpunum.
Þær lenda í þeirri stöðu að missa
leikinn í framlengingu en í stað
þess að hengja haus þá börðu þær
sig saman og ég sá það á andlitinu
þeirra að við vorum ekki að fara
að tapa þessu.“
Ragna Margrét Brynjarsdóttir
var frábær á lokamínútum leiks-
ins en hún gerði einnig þau mis-
tök að gefa Hildi þrjú víti. Ragna
Margrét skoraði hins vegar fimm
fyrstu stig Haukanna í framleng-
ingunni.
„Ég ætlaði að bæta fyrir þetta
og tel mig hafa gert það ásamt öllu
liðinu. Bæði liðin mættu tilbúin til
leiks en við vildum þetta meira,“
sagði Ragna Margrét og þjálfarinn
var líka ánægður með hana.
„Þetta er búin að vera reynslu-
mikil úrslitakeppni fyrir hana og
ég get ekki annað en samgleðst
henni að hún skyldi koma okkur á
sigurbraut. Ég er rosalega ánægð-
ur með hvernig hún brást við. Auð-
vitað hefði allt getað gerst en hún
var frábær í framlengingunni,“
sagði Yngvi en Ragna Margrét var
með 10 stig og 6 fráköst í 4. leik-
hluta og framlengingu.
Hildur Sigurðardóttir, fyrir-
liði KR, virtist vera að færa KR
annað líf þegar hún tryggði lið-
inu framlengingu en það var eins
og spennufallið hefði tekið allan
kraftinn úr liðinu. „Við fögnuð-
um eins og vitleysingar þegar við
jöfnuðum en það var framlenging
eftir. Við vorum að elta þær allan
leikinn,“ sagði Hildur.
„Við vorum að spila á móti frá-
bæru liði og þær sýndu í þessum
leik breiddina sem er í liðinu með
því að fá stig úr öllum áttum,“
sagði Jóhannes Árnason, „Við
lítum svo að á að það séu tveir leik-
ir eftir og fjórar æfingar á þessu
tímabili. Við ætlum bara að njóta
þess,“ sagði Jóhannes.
ooj@frettabladid.is
Háspenna – lífshætta á Ásvöllum
Haukakonur eru komnar í 2-1 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 74-65 sigur á KR í fram-
lengingu. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var allt í öllu í lokin þegar dramatíkin og spennan var engu lík.
HART BARIST Það var ekkert gefið eftir í gær en hér hefur Haukakonan Kristrún Sigur-
jónsdóttir sloppið framhjá KR-ingnum Guðrúnu Ámundadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL