Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 11
STÓRVIRKI!
SAGA BISKUPS-
STÓLANNA
Fátt er jafngróið íslenskri sögu og
biskupsstólarnir báðir. Saga þeirra
er þjóðarsaga Íslendinga í nærfellt
þúsund ár. Þeir voru höfuðstaðir
trúarlífs landsmanna framan af
öldum en einnig menningar og
mennta og voru umsvifamiklir at-
vinnurekendur til sjávar og sveita.
Má segja að landinu hafi verið
stjórnað þaðan um margra alda
skeið og þar komu við sögu svip-
miklir biskupar og aðrir kirkjuhöfð-
ingjar.
SAGA BISKUPSSTÓLANNA - bók
sem allir Íslendingar verða að
lesa!
gildi sem Gísella erfði án þess að
efast nokkurn tíma um réttmæti
þeirra.“
Orðið „tryggðarpantur“ er gamalt
orð sem hefur gjarnan verið notað í
tengslum hjúskaparheit og sem titill
bókarinnar hefur orðið tvöfalda skír-
skotun. Annars vegar er átt við fyr-
irframgreiðsluna sem leigjendurnir
þurfa að borga Gísellu og hins vegar
vísar titillinn í þá óraunhæfu tryggð
sem Gísella krefst af konunum.
Auður segir að titillinn hafi komið
til hennar af sjálfsdáðum.
„Þegar ég var að skrifa bókina
spurði maðurinn minn mig að því
hvað nafnið „Gísella“ þýddi og ég
„gúgglaði“ því þá upp. Þá fékk ég
enska þýðingu á nafninu sem leiddi
að annarri þýðingu og sú þýðing
leiddi að orði sem ég „gúgglaði“ aft-
ur en það beindi athyglinni að orðinu
„tryggðarpantur“. Þannig að það er
eiginlega leitin, eftir alls konar
flækjum á netinu, að þýðingu á nafn-
inu „Gísella“ sem beindi athyglinni
að orðinu „tryggðarpantur“. Orðið
smellpassaði sem titill bókarinnar
þannig að það má segja að hannhafi
eiginlega fundið sig sjálfur.“
Silfurskeiðin
Auður segir Gísellu eiga margt sam-
merkt með öllum þeim sem hafa erft
það mikla lán í lífinu að fæðast í landi
með þokkalegu heilbrigðis- og skóla-
kerfi og búa nokkurn veginn við
mannsæmandi aðstæður.
„Kannski er það ekki eins sjálf-
sagður réttur og við höldum. Gísella
erfir allt sitt og henni finnst það al-
veg sjálfsagt. Og það er sérstaklega
þessi spurning sem sagan varpar
fram: Skiptir öllu máli hvar við fæð-
umst? Í dag þekkja Íslendingar
varla annað en að hafa til hnífs og
skeiðar og ágæta framtíðarmögu-
leika. Er það sjálfsagður réttur okk-
ar?“ spyr Auður.
Hún viðurkennir að hafa stundum
staðið sig að tillitsleysi gagnvart
skólasystkinum sínum í málaskól-
anum í Kaupmannahöfn; fólki sem
hafði ekki alist upp við þessi sömu
forréttindi og hún sjálf.
„Á morgnana keypti ég mér oft
niðurskorna ávexti á notalegu kaffi-
húsi áður en ég mætti í tíma. Einn
daginn leit kúbverskur skólabróðir
ágirndaraugum á ávextina og spurði
hvar ég keypti þá og hvað þeir kost-
uðu. Hann fölnaði við að heyra svarið
en ég fattaði eigið tillitsleysi. Hann
munaði virkilega um þessar krónur
sem ég eyddi daglega í ávexti. Margt
fólk býr við svo gríðarlega mikið
hark að maður áttar sig ekki á því.
Ósjálfrátt er maður uppfullur af
þeirri hugmynd að allir hafi það jafn-
gott. Eitthvað telur manni trú um að
skemmtilegt og hresst fólk hljóti að
hafa það jafngott og maður sjálfur.
Annars væri það varla svona fullt af
lífskrafti og sjarma eins og mörg
skólasystkini mín.“
Mannúðarleysi
Tengist nýleg umræða um innflytj-
endamál á Íslandi bókinni á einhvern
hátt?
„Mér finnst eins og umræðan hafi
rétt byrjað hérna heima fyrir um
það bil mánuði, þegar bókin var ný-
farin í prentun. Vissulega er þetta
ágætis markaðssetning,“ segir hún
og hlær. „Þessi umræða hlaut að
berast hingað fyrr eða síðar. Hún
hefur verið svo fyrirferðarmikil á
Norðurlöndunum. Ekki síst í Dan-
mörku þar sem hún hefur náð slíkum
hæðum að fólki er hætt að standa á
sama. Og aðstæður fólks eru oft líka
harkalegar. Ég kynntist strák frá
Tyrklandi sem vann á kebabstað
sem ég verslaði oft við í Kaupmanna-
höfn. Hann átti konu og barn í Tyrk-
landi en hafði sjálfur alist upp í Dan-
mörku. Hann gat aftur á móti ekki
fengið til konuna og barnið til lands-
ins því yfirvöld voru sífellt að setja
honum ný skilyrði til að uppfylla.
Hann þurfti t.d. að vera orðinn
ákveðið gamall, eiga þetta mikið inn
á bankabók, eiga húsnæði o.s.frv.
Um leið og hann var búinn að upp-
fylla þessi skilyrði spruttu jafnóðum
upp ný. Núna er hann orðinn tuttugu
og sjö ára og enn hefur hann ekki
fengið fjölskyldu sína til landsins en
getur ekkert gert í því. Yfirvöld eiga
alltaf lokaorðið. Þannig að hann mun
væntanlega neyðast til að flytja til
Tyrklands þó að hann sé jafn dansk-
ur og hver annar Dani. Þessar regl-
ur valda svo mikilli mismunun. Af
því að konan hans er ekki dönsk þá
býr hann ekki við sömu aðstæður og
aðrir til að stofna fjölskyldu. Nátt-
úrlega vakna margar spurningar í
sambandi við kúltúraðlögun en það
er varhugavert fyrir alla þegar
mannúðin gleymist.“
Á þessi saga við um íslenskt sam-
félag?
„Jú, ég myndi segja að hún ætti
vel við því sagan er um fólk frekar en
einhverja tiltekna borg eða land. Það
er öllu blandað saman. Sumt getur
átt við í einu landi og annað í öðru.
Þetta er fyrst og fremst saga um
mannleg samskipti og að án mann-
úðar komumst við ekki langt. Þegar
mannúðin hverfur verðum við að
dýrum. Það að efast aldrei um eigin
rétt er bæði grunnhyggið og var-
hugavert. Við eigum forfeður sem
námu hér land og við fæddumst hér.
En það réttlætir engan veginn ásak-
anir gagnvart fólki sem hefur komið
til Íslands að vinna, meðal annars
því íslenskir vinnuveitendur þurfa
vinnandi hendur frá fleiri löndum.
Svo má ekki gleyma að sýnt hefur
verið fram á að innflytjendur hafa
jákvæð áhrif á atvinnusköpun og
hagvöxt. Og fólksflutningar hafa
alltaf verið óhjákvæmilegur þáttur í
þróun mannkyns.“
Auður bendir einnig á að orðið
„innflytjandi“ hafi oft mjög misvís-
andi merkingu í hugum fólks.
„Í rauninni er varhugavert að
tönnlast á orðinu innflytjandi. Um er
að ræða alls konar ólíkt fólk úr öllum
stéttum þjóðfélagsins. Það er stutt í
klisju-ranghugmynd um að innflytj-
andi sé fátæk manneskja sem komi
til landsins, ræni vinnu frá inn-
fæddum og leiðist út í glæpi nema
fylgst sé með henni öllum stundum.
Það er vissulega hættulegt að tala
um innflytjendur sem ákveðinn hóp
fólks. Innflytjandi getur verið kenn-
ari frá Þýskalandi, unglingur frá
Sómalíu, heilaskurðlæknir á flótta
frá Írak eða ég á nýja heimilinu
mínu í Barcelona. Þetta eru svo
margir ólíkir heimar. Og það sem
Gísella gerir til að vera örugg með
sína „innflytjendur" er að hún úti-
lokar t.d. trúað fólk og veikt fólk
þegar hún skoðar umsækjendur.
Þannig telur hún sig vera nokkuð
örugga.“
Af bókum Auðar að dæma virðist
hún hafa sérlegan áhuga á sam-
skiptum mjög ólíkra einstaklinga.
Stenst það?
„Örugglega. Líklega er það vegna
þess að ég hef alltaf haft aðgang að
ólíku fólki. Ég fór ung að heiman að
flækjast og auk þess hef ég gaman af
fólki og að reyna að skilja það svolít-
ið. Skriftir eru alltaf einhvers konar
rannsókn.“
Teiknað örvhent
Talið berst svo að Íslensku bók-
menntaverðlaununum sem Auður
hlaut í fyrra fyrir skáldsöguna Fólk-
ið í kjallaranum. Hún vill meina að
þau hafi ekki breytt vinnuháttum
hennar að verulegu leyti.
„Ég ákvað að spekúlera ekki um
of í verðlaununum. Stundum getur
líka verið hvetjandi að hafa í huga
gagnrýni á verkin mín og muna
þannig báðar raddirnar. Og ég veit
að bókaverðlaun eru afstæð. Auk
þess eru verðlaun engin ávísun á að
næsta bók heppnist vel. Í upphafi
hverrar bókar er ég á núllpunkti og
full efasemda um að ég nái nokkur
tímann að skrifa síðustu blaðsíðuna.
Það er aldrei hægt að vera öruggur,
bók sem á að verða góð getur auð-
veldlega orðið slæm. Á endanum er
spurningin ávallt: Náði ég því fram
sem ég vildi? En að sjálfsögðu er
alltaf þægilegra í tengslum við jóla-
bókaflóðið að fá góða dóma og jafn-
vel verðlaun," segir Auður og þver-
tekur fyrir að hún finni fyrir
einhverri pressu frá lesendum og
gagnrýnendum í kjölfar verð-
launanna.
„Ekki set ég pressu á Jón Kalman
út af þeim verðlaunum sem hann
fékk,“ segir hún og hlær.
„Höfundar hljóta að hafa leyfi til
að prófa hitt og þetta og gera nýja
hluti. Það væri ferlegt fyrir höfund
að ætla fylgja eftir einhverju sem
skaffaði honum verðlaun. Að auki
eru aldrei allir á eitt sáttir um verð-
laun. Íslensku bókmenntaverðlaunin
eru sjöhundruðþúsund krónur og
svo klapp á bakið. Það er auðvitað
stórfínt en allt fárið er búið viku síð-
ar. En reyndar hjálpa svona verð-
laun til við að selja bækurnar í út-
löndum. Þá fylgir því hugsanlega
meira stress að fylgjast með hvernig
fyrstu bókinni er tekið erlendis.
Að framreiða næstu bók er ekki
eins mikið stress því hún kemur svo-
lítið af sjálfu sér, út frá ýmiss konar
vangaveltum sem maður setur svo á
blað. Þegar ég skrifaði Tryggðarp-
ant notaði ég ákveðna aðferð sem
Lars von Trier kallar að teikna örv-
hent. Þannig setti ég efniviðinn
nokkuð hugsunarlaust á blað og
vann síðan alla strúktúrvinnu eftir á.
Þannig leyfði ég undirmeðvitundinni
að vinna fyrir mig og gleymdi nátt-
úrlega jólabókaflóðinu á meðan.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir skemmstu hefurdönsk þýðing Susanne Grub á Fólkinu í kjallaranum, eða Dem í
kælderen eins og hún heitir á dönsku, fengið afbragðsdóma í dönsk-
um fjölmiðlum. Fjórar stjörnur af sex er niðurstaða gagnrýnanda
Berlingske Tidende, sem gerir sér sömuleiðis mat úr ætterni Auðar
og segir það ekki leyna sér hverra manna hún sé, en eins og margir
vita er hún barnabarn Halldórs Laxness. Kristina Lund Jørgensen
hjá Fyens Stiftstidende bætir um betur og gefur bókinni fimm stjörn-
ur af sex í ritdómi sem ber fyrirsögnina „Framúrskarandi skáld-
saga“. Þá fær bókin einnig lofsamlega dóma í Jydske Vestkysten þar
sem hún fær fjórar stjörnur.
Auður skrifaði síðustu tvær bækur sínar í Kaupmannahöfn og hef-
ur búið þar síðustu þrjú árin og því segir hún þessar góðu viðtökur í
Danmörku vera sér afar kærar.
„Og maður veit heldur aldrei með fyrstu þýðinguna,“ segir Auður.
„Jafnvel þó að vel hafi gengið heima þá siglir maður á alveg ókönnuð
mið í öðru landi, þannig að þessir dómar voru mér mikill léttir og mér
þótti mjög vænt um að fá svona hlýjar og miklar undirtektir. Ég var
líka heppin að fá umfjöllun í mörgum blöðum og nú fer bókin líka í
bókaklúbbana. Ég er mjög ánægð með það allt.“
Góð athygli
Hún segist þó ekki almennilega hafa fengið bein viðbrögð frá fólkinu
úti því það vildi þannig til að um leið og dómarnir fóru að birtast þá
flutti hún frá Danmörku.
„Ég var að vísu stödd þarna fyrir skömmu á bókamessu þar sem ég
las upp úr bókinni og áritaði. Það var rosalega gaman,“ segir Auður.
„Þegar ég flutti til Danmerkur vissi eiginlega enginn hvað ég gerði
og fólk nánast flissaði þegar ég sagðist vera rithöfundur. Ég var
gjarnan spurð að því fyrir hverja ég væri að skrifa af því að fólki
fannst undarlegt að skrifa eingöngu fyrir hið litla Ísland. Fólki fannst
það í rauninni „absúrd“. Það er núna gaman að geta sagt vinum mín-
um að ég var ekki að ljúga allan tímann,“ segir hún og hlær.
Það stendur einnig til að þýða Fólkið í kjallaranum á sænsku og
sömuleiðis fer Tryggðarpantur fljótlega í danska þýðingu.
„Þessir góðu dómar hafa hjálpað mjög mikið til með að fá athygli
annars staðar.“
Barcelona
Eins og áður sagði hefur Auður sagt skilið við Kaupmannahöfn í bili
og núna hefur hún fundið sér íbúð í Barcelona á Spáni.
„Ég ákvað að söðla um. Mér fannst það vera orðið hálfhallærislegt
að vera bara í Köben og skoða ekki fleiri staði,“ segir hún og hlær.
„Barcelona er svo skemmtileg borg. Maðurinn minn bjó þarna um
tíma og svo þekkjum við marga í borginni. Það var auk þess æsku-
draumur hjá mér að læra spænsku. Við búum alveg niðri í gamla
bænum á svæði sem kallast „nýja Ramblan“, við götuna Rambla de
Raval. Þar mun ég halda áfram mínum skrifum.“
Aðspurð hvort hún ætli að herja á spænska bókamarkaðinn svarar
hún létt í bragði að það væri alls ekki verra.
„Ég held aftur á móti að það sé gífurlega erfitt að komast þangað
en auðvitað væri það algjör draumur ef það tækist einhvern tímann í
framtíðinni. Það er auðveldara fyrir Íslendinga að fá efni útgefið í
Norður-Evrópu. Ég vona bara að það takist á Spáni.“
Siglt á ný mið