Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Side 15
Ólafur Jóhann hefur unnið bók með þeim hætti að hún kemur út samtímis á ensku og íslensku. Hvernig er það, skrifarðu einhvern tímann skáldskap á ensku? „Sumt að þessu skrifaði ég beint á ensku þeg- ar þetta var þýtt. En yfirleitt byrja ég alltaf á því að skrifa á íslensku.“ En þú ert með þýðanda? „Já, Victoriu Cribb. Við höfum unnið saman áður, þetta er líklega fjórða bókin mín sem hún þýðir. Hún vinnur alveg grunnvinnuna og ég krota svo í og við hendum þessu á milli okkar. Og hún sættir sig alveg við það að ég sé með mínar hugmyndir.“ Hefur aldrei komið til greina hjá þér að skrifa beint á ensku? „Nei … ég kann ágætlega við þetta fyr- irkomulag. Og mér finnst ég vera íslenskur höf- undur að upplagi. Þegar bækurnar eru hins vegar þýddar á önnur tungumál segi ég: þið getið þýtt úr íslensku eða þýtt úr ensku. Ein- faldlega vegna þess að ég er búinn að vinna það mikið í ensku útgáfunni, enda mál sem ég tala daglega. Og það sem mestu máli skiptir þegar þýðandi kemur til sögunnar er að hann sé vel skrifandi á eigin máli, beri gott skynbragð á stíl og geti flutt þetta yfir.“ Þú lítur á þig sem íslenskan höfund. Og svo og fyrirfinnst, þetta með veikara kynið. Því það vita náttúrlega allir að þegar í harðbakkann slær eru konur miklu þrautseigari en karl- menn. En einhvern veginn er búið að búa til þessa mýtu af því að þeir geta lyft þyngri hlut- um og eru með þennan brútal kraft. En konur, maður sér það iðulega og yfirleitt að þegar á reynir þá er innri styrkur mun meiri þar.“ En hvað segir þú um þá hugmynd sem loðir við karlmenn að þeir tali ekki mikið sín á milli um ástamál? „Svarið við því hvort að karlmenn tali um þessi mál er yfirleitt alltaf nei.“ Og það er alveg satt? „Já, það er satt að mjög miklu leyti. Allavega þeir karlmenn sem ég þekki. Og þeir eru nú ófáir.“ Ættu þeir að gera meira af því? „Ég veit það ekki. Ég held að það gæti allt farið til fjandans.“ Já, heldurðu að allt myndi falla saman hrein- lega? „Það er náttúrlega búið að berja okkur mannfólkið til hlýðni og í ákveðinn farveg með trúarbrögðum og siðferðisboðskap og öllum fjandanum, öldum og árþúsundum saman. Svo það sé einhver regla á hlutunum. Þannig að ef menn færu að opinbera allt sem þeir eru að hugsa, og jafnvel bara allt sem þeir eru að gera … ég er ekki viss um að það yrði þeim eða mannkyninu til nokkurs framdráttar.“ Finnst ég vera íslenskur höfundur að upplagi Aldingarðurinn kemur út á allra næstu dögum hjá Random House í Bandaríkjunum undir heitinu Valentines. Þetta er í fyrsta sinn sem vinnurðu á ensku. Á hvaða tungumáli hugs- arðu? „Ég veit það ekki. Líklega hvoru tveggja. Kannski hugsa ég á ensku í vinnunni. Og á ís- lensku heima þegar ég er að skrifa.“ Skiptirðu þá um gír þegar þú ferð á milli? „Ætli það sé ekki þannig. Að þetta sé ein- hverskonar sjálfskiptur gírkassi. Að maður ráði ekkert við þetta og það gerist einhverveginn sjálfkrafa.“ Ein sagan sérstaklega, fjallar um Íslending sem býr í Bandaríkjunum og tengsl hans, eða tengslaleysi, við Ísland og íslenskuna. „Já, maður hefur séð fólk sem missir tungu- málið ef það ætlar sér það. Sérstaklega hérna áður fyrr. Þá þótti ekkert fínt að vera með ís- lenskan hreim og sumum þótti miklu fínna að vera Ameríkani. Maður hitti fólk sem var búið að vera hérna í fjögur fimm ár og átti jafnvel erfitt með að finna réttu orðin á íslensku og tal- aði með hreim. Þetta fer alveg eftir ásetningi. Og oft er þetta auðvitað erfiðara fyrir fólk sem á bandarískan maka og fjölskyldu. En yfirleitt er það nú samt þannig að þeir sem eru mjög góðir í ensku, eru þeir sem viðhalda íslenskunni best, þetta helst í hendur. Tungumálið er það sem allt er búið til úr og ef maður hefur það ekki á valdi sínu þá er þetta hálfvonlaust. Ég er náttúrlega alinn upp við mikla virðingu fyrir ís- lensku máli og endalausum pælingum í sam- bandi við mál og stíl og bý að því lengi. Það verður skrýtinn dagur þegar maður fer að glata því, þá getur maður bara pakkað saman.“ Les ekki síst yngri höfunda Hvað lestu helst? „Ég les allan andskotann. Hérna reyni ég bæði að fylgjast með skáldskap og svo les ég mikið af „non-fiction“ líka. Mér finnst meira um að vera í þeirri deild hérna í Bandaríkjunum heldur en skáldsögum akkúrat þessi árin, það er ekki mjög oft sem maður verður yfir sig hrif- inn, því miður. Ég byrja á ansi mörgum skáld- sögum sem ég lýk ekki við.“ Já, þú gerir það? „Já. Ég hef þá reglu að ef það er ekki búið að ná manni á svona fyrstu fimmtíu blaðsíð- unum … þá er svo margt annað sem maður þarf að lesa. Það á ekkert að hika við þetta, því þetta er bara tímaeyðsla, og maður þarf bara að vera nokkuð grimmur.“ Fylgistu með nýjum íslenskum skáldsögum, lestu það sem kemur út jafnóðum? „Ég reyni að gera það. Og ekki síst yngra fólkið, ég reyni að sjá hvað um er að vera. Ég fylgist með nokkuð reglulega og er í stöðugu sambandi við menn sem eru í þessum bransa heima og reyni að láta þá segja mér ef það er eitthvað sem ég á að lesa og hafa auga með.“ Lestu meira eða minna en venjulega þegar þú ert að vinna í bók? „Oft þegar maður er að vinna bækur sem gerast í fortíðinni þá þarf að lesa mikið í kring- um það. En þessi bók er ólík síðustu bókum mínum að því leyti að ég þurfti ekki að vinna neina heimildavinnu og það er dáldið skemmti- legt að sleppa við það. Svo stundum þegar maður er að skrifa vill maður ekki láta neitt annað trufla og les þá lítið og les allt öðruvísi. Þá forðast maður kannski að lesa skáldskap. Vill enga truflun því maður er kominn með ákveðinn sönglanda og tóntegund í hausinn. Það var oft þannig með þessa bók en ég vann nokkuð mikið í því að finna þá tónteg- und sem ég vildi hafa í textanum. Það er ekki mikið barokk á ferðinni hérna og ekki mikið flúr.“ Hvernig sérðu lesendahópinn fyrir þér nú þegar bókin kemur út á Íslandi og í Bandaríkj- unum á sama tíma? Er hann íslenskur eða bandarískur? Eða hugsarðu kannski ekki um lesendur í þeim skilningi? „Ég pæli ekkert mikið í því. Með þessa bók, þá er þetta mjög almennt viðfangsefni. Ég held að það skírskoti til flestra, það eru engin landa- mæri í þessum efnum. Sumar sögurnar gerast hérna, sumar gerast heima, og sumar annars staðar í heiminum. En þó að venjur og siðir og kúltúr séu margbreytilegur er fólk samt alls staðar svipað, í grunninn allavega. Við erum nokkurn veginn eins samansett mannfólkið.“ Það sem gerist þegar menn eru einir með sjálfum sér Á heildina litið má segja að þetta séu sögur um þá hlið fólks sem er hvað mest prívat. Við sjáum lítið af opinberu lífi þessa fólks, ef svo má segja, heldur einungis það allra persónulegasta. Er þetta eitthvað sem þú lagðir upp með, burt séð frá ástinni og því öllu saman? „Uppleggið var í rauninni að fara inn í kjarn- ann. Eins og einhver sagði þá veit enginn hvað gerist milli karls og konu. Og það veit heldur enginn hvað gerist innra með hverjum og ein- um. Fólk segir engum allt, ekki einu sinni sín- um allra nánustu. Mig langaði að fara inn í kvik- una og reyna að skrifa um það sem þar er að finna frá ýmsum sjónarhornum, og á sem heið- arlegastan og tilgerðarlausastan hátt. Að sjá hvað hægt er að finna þegar maður byrjar að fletta öllum þessum lögum burt. Það vita auð- vitað allir hvernig við eigum að hegða okkur, hvað er eðlilegt og hvað er ekki eðlilegt – það fer allavega einhver tími í það hjá öllum að vera eðlilegur. Það er okkar hlutskipti að koma fram á ákveðinn hátt innan þess ramma sem þjóðfé- lagið og samfélagið setur. Og það sem er spenn- andi og hefur alltaf bankað á hjá mér er spurn- ingin um hvað það er sem gerist þarna fyrir innan? Þegar menn eru alveg prívat, bara með sjálfum sér eða sínum allra nánustu.“ Hvað um titillinn, til hvers vísar hann? „Jah, það gerist margt í aldingarðinum. Þar byrjuðu nú þessi ósköp, samkvæmt allavega sumum trúarbrögðum.“ Þessi ósköp? Heimurinn þá? Eða samskipti kynjanna? „Samskipti kynjanna auðvitað …“ lkið til hlýðni Ljósmynd/Miles Ladin »Uppleggið var í rauninni að fara inn í kjarnann. Eins og ein- hver sagði þá veit enginn hvað gerist milli karls og konu. Og það veit heldur enginn hvað gerist innra með hverjum og ein- um. Fólk segir engum allt, ekki einu sinni sínum allra nánustu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.