Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Side 16
16 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók| bækur
Bókaskápur Óskars Árna Óskarssonar
Óskar Árni „Mig minnir að það hafi verið Borges sem var eitt sinn spurður að því hvort hann héldi að það væri
bókasafn í himnaríki. Því er auðsvarað, sagði hann, himnaríki er bókasafn.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Indjáninn er bernskusaga Jóns
Gnarrs og hér segir af dreng sem er
utangarðs allt frá fæðingu sinni, sem
var „reiðarslag“ fyrir
fjölskylduna vegna ald-
urs foreldranna. Þegar
hann vex upp þekkir
hann ekki miklu eldri
systkini sín sem eru
flutt að heiman og
varla foreldra sína
heldur; þau eru of
þreytt eða meira og
minna fjarverandi og
engan veginn í stakk
búin til að mæta þörf-
um þessa undarlega og
baldna örverpis síns.
Jón Gnarr hefur sagt
frá því í viðtölum að
líklegast hafi hann ver-
ið ofvirkur með athygl-
isbrest sem barn en á 7. áratugnum
voru slík börn ýmist greind sem
óþekk eða hreinlega veik á geði. Í
bókinni er lýst heimsókn til geðlækn-
is sem greinir drenginn: „Maladap-
tio“ og grunar hann sterklega um að
vera heilaskaðaðan. Ráðaleysi, sinnu-
leysi og skilningsleysi hinna full-
orðnu, ásamt stríðni og grimmd jafn-
aldranna gerir líf drengsins
illbærilegt og eru margar áhrifaríkar
lýsingar á því í bókinni. En frásögnin
er þó langt frá því að vera eintóna
sorgarsaga því víða er brugðið upp
kómísku ljósi, eins og Jóni Gnarr er
lagið. Skopinu beinir hann jafnt að
sjálfum sér og öðrum og nefna má
kostulegar lýsingar á frænkum sem
koma í lagningu til móður hans, sem
og tragíkómískar lýsingar á veikri
ömmu.
Í eftirmála bókarinnar ræðir Jón
Gnarr hvort hún sé skáldsaga eða
ævisaga og segir hana vera bæði:
„Hún er ekki alveg sönn. Þó er engin
bein lygi í henni. Ég trúi ekki á lygi
[…] En ég færi í stílinn“ (221). Hann
gefur bókinni undirtitilinn „skálduð
ævisaga“. Skáldævisagan hefur verið
í mikilli sókn undanfarin ár og má
þar nefna verk eftir Guðberg Bergs-
son, Jón Kalman Stef-
ánsson, Kristínu Steins-
dóttur, Bjarna
Bjarnason, Guðrúnu
Evu Mínervudóttur og
Þráin Bertelsson, svo
nokkrir séu nefndir.
Líklega er óhætt að
kalla Þórberg Þórð-
arson upphafsmann
skáldævisöguformsins á
Íslandi og bækur hans
hafa haft gríðarleg áhrif
á sjálfsævisagnaritun á
Íslandi alla tíð síðan
hann birti sín verk;
áhrif sem, merkilegt
nokk, eru að verða æ
sýnilegri með hverju
árinu. Það þarf því ekki að koma á
óvart að Jón Gnarr tengi sig við Þór-
berg í Indjánanum. Bókin hefst á til-
vitnun í Ofvitann og í síðari hluta
bókarinnar lýsir Jón Gnarr því
hvernig sálarlíf hans umbreyttist
þegar hann sá sýningu L.R. á Ofvit-
anum:
Ljósin slokkna og leikritið hefst. Og um
leið hefst upphafning sálar minnar og
hún svífur upp af moldargólfi hvers-
dagsins og baðar sig í töfraljóma hinnar
andlegu sólar og drekkur í sig hvert orð
og hverja hreyfingu. Þvílík fegurð!
Leikritið heitir Ofvitinn eftir samnefndri
bók eftir Þórberg Þórðarson. Þórbergur
var öðruvísi. Hann var eins og ég. Hann
var meira að segja rauðhærður. Kannski
er ég þá ekki hálfviti eftir allt saman
heldur ofviti? Ég skil hann.
Ég þekki þetta eirðarleysi sálarinnar og
ráp hugans fram og aftur um víðáttur
tilverunnar, þessa brennandi þrá andans
eftir einhverju sem hann veit ekki einu
sinni hvað er en telur samt öllu æðra. Ég
þekki líka þessa nístandi ófullnægju og
menningarlegu óaðlögunarhæfni, að
vera alltaf upp á kant við allt sem þykir
sjálfsagt og eðlilegt (180–181).
Þessi tenging minnir einnig á bók
Þráins Bertelssonar, Einhvers konar
ég, þar sem sögumaður tengir sig
bæði við Ofvitann og Ljósvíkinginn
og segir frá því hvernig bókin um
Ólaf Kárason „veitti honum hlýju og
óskiljanlega huggun“. Báðar þessar
bækur segja frá þjáningarfullri æsku
og umkomuleysi, sambandsleysi við
annað fólk og einelti. Þráinn fann sér
athvarf í bókum en Jón Gunnar á við
mikla námsörðugleika að stríða og
þekkir ekki þann möguleika (hér
kom leiklistin að góðu gagni!). Báðar
bækurnar eru áhrifaríkar en Indján-
inn nær þó ekki sama listræna flugi
og verk Þráins, nema á stöku stað,
því stíll Jóns Gnarrs er of köflóttur.
Hann velur þá þekktu leið að reyna
að tjá reynslu barnsins með barns-
legum stíl og tekst það oft vel: „Mér
finnst gaman að leika mér í drullunni
fyrir utan húsið. Ég bý til veg og læt
bílinn minn keyra hann. Á meðan ég
leik mér breytist umhverfi mitt úr
óbyggð í byggð. Stórar vinnuvélar
koma og fara. Kallarnir tala við mig.
Þeir eru skemmtilegir. Drullan
hverfur og ég sit á malbiki“ (26).
Barnamálsstíllinn verður þó stund-
um leiðigjarn og ég sakna þess að
höfundur hafi ekki leyft sér meiri frá-
vik frá honum því textinn fer oft á
flug þar sem það er gert (sbr. löngu
tilvitnunina hér að ofan). En Indján-
inn er fín viðbót við íslensku skál-
dævisöguflóruna auk þess að vera
gott innlegg í umræðu um einelti og
þroskaraskanir.
„Kannski er ég þá ekki
hálfviti eftir allt saman …?“
Soffía Auður Birgisdóttir
BÆKUR
Skáldævisaga
Eftir Jón Gnarr,
Mál og menning, 2006, 221. s.
Indjáninn
Jón Gnarr
Thomas Hardy nýtur allmikillar sér-
stöðu meðal breskra nítjándu aldar
rithöfunda, að hluta til vegna þess að
hann tilheyrir þeirri tuttugustu á bein-
skeyttari hátt en margir aðrir. Skáld-
sögur sínar skrifaði Hardy allar á
nítjándu öldinni en þegar liðið var á
ferilinn sneri hann sér að ljóðlist og
hann hélt sem ljóðskáld inn í tutt-
ugustu öldina. Ljóðin sem hann ritaði
á síðustu áratugum ævinnar (Hardy
lést árið 1928) hafa síðan ekki notið
síðri virðingar en skáldsögurnar, en
nokkrar þeirra teljast til merkustu
verka þarlendrar skáldsagnagerðar.
Staða Hardys á bili nítjándu og tutt-
ugustu aldarinnar er þó ekki það eina
sem skilur hann frá forverum sínum
og samferðamönnum. Skáldsögur
Hardys tókust á við samtíma sinn af
óvægnari festu en dæmi voru um og
svo mjög gekk hann fram af forsvars-
mönnum bókmenntastofnunarinnar
með sinni síðustu bók, Jude the Obsc-
ure (1895), að úr varð þekkt hneyksl-
ismál. Sagan segir að viðtökurnar hafi
reynst Hardy svo þungbærar að hann
hafi í framhaldinu ákveðið að segja
skilið við skáldsagnagerð.
Nú er komin út í íslenskri þýðingu
ein af þekktari skáldsögum Hardys,
Borgarstjórinn í Casterbridge, en hún
kom fyrst út í bókarformi árið 1886
(áður hafði hún birst í framhaldsformi
í tímariti). Sögusvið bókarinnar eru
landbúnaðarhéruð Englands á fyrri
hluta nítjándu aldar og hún greinir frá
ógæfumanninum Henchard sem í
ölæði selur eiginkonu sína og dóttur
ókunnugum sjómanni. Af Henchard
rennur og hann sér eftir verknaðinum
en reynist ómögulegt að hafa uppi á
fjölskyldu sinni. Svo líður tíminn og
sagan varpar sér áfram um tæplega
tvo áratugi en þá finnum við Hench-
ard gjörbreyttan mann. Hann hefur
ekki snert áfengi síðan nóttina ör-
lagaríku og hefur jafnframt risið í
metorðastiga þjóðfélagsins. Ungur og
breyskur heybindingamaðurinn hefur
nú umbreyst í ríkan og virtan korn-
sölumann og borgarstjóra í sínum
heimabæ. Einn góðan veðurdag ber
hins vegar að garði miðaldra konu og
unga dóttur hennar og þær telja sig
eiga erindi við Henchard. Fortíðin
bankar upp á hjá borgarstjóranum og
í hönd fara atburðir sem svo sann-
arlega kollvarpa tilveru hins nú æru-
verðuga góðborgara.
Skáldsögur Hardys, a.m.k. þær
sem þekktastar eru, hafa ekki orð á
sér fyrir bjartsýna heimsmynd eða
sérlega upphafnar hugmyndir um
mannseðlið. Þetta er að mörgu leyti
rétt en nægir þó tæplega til að gera
grein fyrir þeirri rökvísi sem mér sýn-
ist mikilvæg í verkum hans, en hana
væri e.t.v. nær að kalla félagslegt
raunsæi en bölsýni. Síðari bækur
hans, og hér er Borgarstjórinn í Cas-
terbridge tilvalið dæmi, fjalla af miklu
innsæi um innri rökvísi samfélags-
gerðarinnar, það mikla gangvirki
stéttaskiptingar, valds, auðs og hefða
sem einstaklingar komast ekki hjá að
etja kappi við. Sumt af þessu liggur á
yfirborðinu, en dæmi um það eru
verslun, stjórnmál og félagsleg sam-
skipti fólks, en annað er hulið sjónum
að verulegu leyti, en þar má nefna fjöl-
skyldulífið og samskipti kynjanna, en
allt þetta gerir Hardy að umfjöllunar-
efni og lýsir hvernig eitt fléttast inn í
annað svo úr verður eins konar tafl-
borð, að vísu með þeim mun að ekki
verður úr röð svartra og hvítra reita
heldur flækist leikurinn mjög á gráu
borði þar sem reglurnar eru ekki al-
veg ljósar, og allir verða að lokum
mát.
Þýðing Atla er með miklum ágæt-
um, látlaus stíll Hardys sem nær flugi
í umhverfislýsingum skila sér afar vel.
Þýðandi lætur líka fylgja aftanmáls-
greinar sem skýra ýmsar vísanir text-
ans, auk þess sem hann ritar eftirmála
þar sem grein er gerð fyrir lífshlaupi
og höfundarferli Hardys. Slíkt er
hverjum lesanda gagnleg viðbót og
dýpkar enn lesturinn á verki sem
gleymist ekki þeim sem það lesa.
Hroki og hleypidómar
Björn Þór Vilhjálmsson
BÆKUR
Þýdd skáldsaga
Eftir Thomas Hardy. Þýðandi Atli Magn-
ússon. Bókafélagið Ugla. Reykjavík.
2006. 389 bls.
Borgarstjórinn í Casterbridge
Hversdagslegur veruleiki landans
verður Óskari Magnússyni, athafna-
manni og forstjóra, að yrkisefni í nýrri
bók hans. Heiti hennar
undirstrikar einmitt
þetta og jafnframt
kímna tvíræðni bók-
arinnar, Borðaði ég
kvöldmat í gær? Þetta
er launfyndið smásagna-
safn og ljóst af því að
Óskari eru ýmsir vegir
færir á ritvellinum jafnt
og í viðskiptalífinu. Það
má heita merkilegt hvað
sumum íslenskum at-
hafnamönnum og jafnvel
ráðherrum er lagið að
semja góðar smásögur.
Smásögur Óskars eru
jafnan stuttar og hnit-
miðaðar. Þær eru sam-
anþjappaðar skyndimyndir af fólki við
ýmsar aðstæður og söguefnin sjaldan
stórbrotin. Maðurinn í ræktinni hefur
misst vinnuna eftir 39 ára samfellt
starf í stóriðju. Bankinn býður útgerð-
armönnum í flugtúr og veislu. Stíflu-
losun við sumarbústað. Nýr kokkur er
ráðinn á bát. Sakborningi er ráðlagt af
lögfræðingi sínum að þegja við yf-
irheyrslu. Sumir eru óklárir í ensk-
unni. Upplifun manns með alzheimer.
Svona mætti lengi telja. Margar sagn-
anna eru byggðar markvisst upp að
snjöllu tilsvari eða gráglettnum endi.
Höfundi tekst að koma töluvert miklu
efni fyrir í stuttu máli.
Sögurnar eru vel samdar, persónu-
sköpunin skýr og höfundi er lagið að
draga fram sérkenni persóna sinna.
Frásagnarhátturinn er fremur hlut-
lægur þó að Óskar velji gjarnan að
segja frá í 1. persónu, stundum í formi
eintals. Sögumenn eru þá gjarnan
þátttakendur í söguframvindunni. En
fjarlægð höfundar frá frásögninni er
samt ávallt írónísk. Þetta gerir stílinn
blæbrigðaríkan vegna
þess að persónurnar eru
af misjöfnum toga
spunnar. Þó að sög-
urnar séu í sjálfu sér
einfaldar er stíllinn tölu-
vert fjölbreyttur.
Mál sagnanna er
skemmtilega kjarnyrt
og blátt áfram. Það er
sterkt einkenni þeirra
hversu karlmennsku-
bundnar þær eru. Kon-
ur koma lítt við sögu í
þeim. Segja má að sög-
urnar fjalli um karl-
mennsku af ýmsum
toga og þá hentar auð-
vitað engin tæpitunga.
Þótt sumar sögurnar séu ekki jafn-
góðar öðrum eru þær aldrei slakar. Þó
er ég dálítið á báðum áttum varðandi
lokasöguna sem er eiginlega einhvers
konar háðskenndur ritdómur um bók-
ina í heild. Einhvern veginn fer gam-
ansemin í henni fram hjá mér.
Meginstyrkur þessara smásagna er
þó kímni eða gráglettni höfundar.
Óskar er leikinn í að skapa tvíræðar
aðstæður og hefur gott auga fyrir hinu
sérstaka í fari manna. Þetta er fyrsta
bók höfundar og mér finnst þetta góð
byrjun á rithöfundarferli.
Gráglettnar sögur
Skafti Þ. Halldórsson
BÆKUR
Smásögur
Eftir Óskar Magnússon. Citizen Press.
London 2006 – 125 bls.
Borðaði ég kvöldmat í gær?
Óskar Magnússon