Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
Sundance-kvikmyndahátíðin hef-ur verið haldin frá árinu 1981
en hátíðin þykir góður vettvangur
fyrir óháða kvikmyndagerðarmenn
til að koma mynd-
um sínum á fram-
færi við umheim-
inn. Það var
leikarinn Robert
Redford sem
stofnaði kvik-
myndahátíðina.
Á hverju ári er
ein mynd valin til
að opna hátíðina
og þykir það jafn-
an mikill heiður.
Tilkynnt var á dögunum hvaða
mynd kæmi til með að verða opn-
unarmynd á Sundance í janúar á
næsta ári. Það er heimildarmyndin
Chicago 10 eftir Brett Morgen, sem
var tilnefndur til Óskarsverðlauna
árið 2000 fyrir bestu heimild-
armyndina (On the Ropes).
Morgen gerði jafnframt umdeilda
heimildarmynd um kvikmyndafram-
leiðandann Robert Evans sem nefn-
ist The Kid Stays in the Picture.
Chicago 10 fjallar um sögufræg
mótmæli sem áttu sér stað við árs-
þing Demókrataflokksins í Chicago
árið 1968 og beindust gegn stríðinu í
Víetnam.
Fréttamyndum, teiknimyndum
og tónlist er blandað saman við að
segja söguna en meðal sögumanna í
teiknimyndahlutanum eru leik-
ararnir Nick Nolte og Hank Azaria.
Morgen sagðist, líkt og trúlega
flestir fyrirrennarar hans, afar
stoltur að mynd hans hefði hlotnast
sá heiður að opna Sundance-
hátíðina.
„Maður fyllist auðmýkt þegar
maður hugsar til áralangs stuðnings
aðstandenda hátíðarinnar við sjálf-
stætt starfandi kvikmyndagerð-
armenn,“ var haft eftir leikstjór-
anum.
Meðal mynda sem komist hafa í
sviðsljósið í kjölfar hátíðarinnar eru
Maria Full of Grace, Napoleon
Dynamite og Super Size Me.
Leikarinn Brandon Routh stað-festi í viðtali á dögunum að
hann hygðist bregða sér aftur í hlut-
verk Ofurmenn-
isins (Superman)
í nýrri mynd sem
væntanleg er árið
2009. Leikstjór-
inn Bryan Singer
verður við stjórn-
völinn líkt og í
fyrri myndinni,
The Superman
Returns.
Routh sagðist í
undirbúningi fyrir hlutverkið hafa
litið til forvera sinna í búningi Of-
urmennisins og þá sérstaklega Chri-
stopher Reeves, sem trúlega er
þekktasta Ofurmennið.
Sú staðreynd að heil þrjú ár séu í
myndina gæti verið komin til að ein-
hverju leyti vegna ótta Ofurmenn-
isins við samkeppni við aðrar ofur-
hetjur.
Á næsta ári kemur nefnilega út
þriðja myndin um ævintýri
Köngulóarmannsins og árið 2008
verður The Dark Knight frumsýnd.
Þar segir frá upphafi átaka Leð-
urblökumannsins og Jókersins en
þeir Christian Bale og Heath Led-
ger verða í hlutverkum fjandvin-
anna.
LeikstjórinnQuentin
Tarantino hefur
tekið að sér lítið
hlutverk í jap-
önskum vestra
kvikmyndagerð-
armannsins Ta-
kashi Miike sem
nefnist Sukiyaki
Western Django.
Mun vera um vinargreiða að ræða
en Miike lék lítið hlutverk í kvik-
myndinni Hostel, sem Tarantino
leikstýrði.
KVIKMYNDIR
Robert Redford
Quentin Tarantino
Brandon Routh
Eftir Björn Norðfjörð
bn@hi.is
Fyrr í þessum mánuði kom út tíunda ogsíðasta bindið í yfirgripsmikilli ritröðútgáfunnar Charles Scribner’s Sonsum bandaríska kvikmyndasögu sem
nefnist á frummálinu History of the American
Cinema. Segja má að nokkuð lengi hafi verið
beðið eftir þessu bindi en fyrsta bindi ritrað-
arinnar var gefið út þegar árið 1990 (eða tveim-
ur árum á undan fyrsta bindi Íslenskrar bók-
menntasögu sem mikið hefur verið um fjallað á
síðum Lesbókarinnar undanfarið og er kannski
um ýmislegt sambærilegt verk). Ekki leikur
nokkur vafi á að þessi ritröð á engan sinn líka
hvað varðar yfirferð og metnað en bindin eru
engu að síður misjöfn að gæðum. (Rétt er að
nefna að nýja bindið hefur um nokkurt skeið
verið fáanlegt innbundið en á verði sem aðeins
er viðráðanlegt fyrir sæmileg bókasöfn.)
Bindin hafa ekki komið út í hefðbundinni
tímaröð og nýjasta útgáfan er 7. bindið sem
fjallar um kvikmyndir 6. áratugarins. Það fylgir
uppsetningu flestra bindanna þar sem fjallað er
um uppbyggingu iðnaðarins, framleiðsluform,
tækni, hæfileikafólk, kvikmyndirnar sjálfar og
þætti sem kunna að einkenna kvikmyndagerð
áratugarins, í þessu tilfelli kommúnistaofsóknir,
tilkomu sjónvarps, útrás Hollywood og upp-
gang vísindamyndarinnar. Aðalhöfundur er
Peter Lev en fimm kaflar eru ritaðir af sér-
fræðingum (þ. á m. kaflar um heimilda- og til-
raunamyndir sem gleymast ekki hér frekar en í
öðrum bindum ritraðarinnar). Að vanda er öll
uppsetning til fyrirmyndar; myndafjöld, ít-
arupplýsingar og handhæg heimilda- og tilvís-
anaskrá.
Engu að síður veldur þetta rit Levs mér
nokkrum vonbrigðum. Sannarlega gefur það
góða yfirsýn yfir áratuginn en umfjöllunin er
með eindæmum fyrirsjáanleg og ekki að sjá að
nýju ljósi sé varpað á kvikmyndagerð áratug-
arins. Hvað þetta varðar á það ýmislegt sam-
eiginlegt með bindum Pauls Monaco um 7. ára-
tuginn og Davids Cook um 8. áratuginn en það
síðarnefnda er lengsta en jafnframt sísta bindi
ritraðarinnar og stendur nær alfræðiriti en
upplýsandi greiningu á viðfangsefninu. Nú
mætti vissulega halda því fram að helsta hlut-
verk ritraðar sem þessarar sneri að alfræði- og
uppflettigildi en það sem gerði mörg fyrstu
binda hennar svo spennandi voru nýjar og upp-
lýsandi túlkanir á viðfangsefninu. Mætti hér
nefna bindi Charles Musser, The Emergence of
Cinema: The American Screen to 1907, og
bindi Eileen Bowser, The Transformation of
Cinema, 1907–1915, um upphafsárin sem og
bindi Donalds Crafton um hljóðbyltinguna.
Þessi bindi áttu það sameiginlegt að þau
breyttu skilningi lesenda á kvikmyndagerð
tímabilsins, og hafa orðið mikilvæg stuðningsrit
allar götur síðan, sem seint verður sagt um síð-
ari bindin.
Vissulega má að einhverju leyti skýra þenn-
an mun með því að minna hafi verið fjallað um
fyrstu áratugi kvikmyndasögunnar og fjar-
lægðin hafi skapað ákveðið túlkunarfrelsi, en
þá bregður svo við að bindi Stephens Prince
um 9. áratuginn er á meðal þeirra albestu í rit-
röðinni. Ég undrast einnig nokkuð valið á Peter
Lev, sem er ekki sérfræðingur í kvikmynda-
gerð 6. áratugarins (en hefur skrifað lítt eft-
irminnilega bók um þann áttunda), og velti fyr-
ir mér hvort ekki hafi verið reynt að leita til
sérfræðinga á borð við Douglas Gomery og
John Belton. Hugmyndin með þessu innleggi
var þó ekki að þreyta lesandann með slíkum
hártogunum heldur að kynna fyrir honum
þessa einstöku ritröð sem er nú loksins full-
kláruð. Reyndar hefur hún verið það lengi í
vinnslu að það er spurning hvort ekki sé kom-
inn tími á bindi um tíunda áratuginn.
Bandarísk kvikmyndasaga
SJÓNARHORN »Nú mætti vissulega halda því fram að helsta hlutverk ritraðar
sem þessarar sneri að alfræði- og uppflettigildi en það sem gerði
mörg fyrstu binda hennar svo spennandi voru nýjar og upplýsandi
túlkanir á viðfangsefninu.
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
M
ikill styr hefur staðið um
bandaríska kvikmyndagerð-
armanninn David Lynch, allt
frá því hann gerði Eraser-
head við upphaf ferils síns.
Hann á sér stóran hóp
dyggra og þolinmóðra aðdáenda, því líkt og
margir fleiri sérvitringar í leikstjórastétt er
Lynch maður ekki afkastamikill. Eftir langa bið
hefur nýja myndin hans, Inland Empie, skotið
upp kollinum í Feneyjum og á nokkrum öðrum
kvikmyndahátíðum í haust. Nú er komið að op-
inberri frumsýningu, sem verður í New York
um mánaðamótin. Þá er hálfur áratugur liðinn
frá því að Lynch lauk við Mulholland Drive,
rafmagnaða film noir úr Hollywood-hæðum.
Hún er, vel að merkja, síðasta langa, leikna
myndin hans, en í millitíðinni hefur leikstjórinn
sent frá sér nokkrar stuttmyndir og enn hluta
Rammstein: Lichtspielhaus, yfir þriggja tíma
langrar hljómleikamyndar með þýsku iðn-
aðarrokksveitinni..
Inland Empire markar viss tímamót á ferli
leikstjórans því hún er fyrsta myndin sem hann
gerir með stafrænni tækni og kveður filmuna
um sinn. Þó hún sé aðeins 10. bíómyndin á 30
árum, hefur ferillinn verið einstakur, óhætt að
fullyrða að Lynch er engum líkur og ýmist haf-
inn til skýjanna sem ósvikinn snillingur eða
jarðaður sem torskilinn, jafnvel óskiljanlegur
furðufugl. Hann hefur skapað sér sérstöðu sem
fimur línudansari á óljósum mörkum listrænna
og „venjulegra“ bíómynda. Hugmyndaflugið,
úrvinnslan og stíllinn er persónulegur og lítil
hætta á að verkum hans sé ruglað saman við
myndir annarra. Af og til sést veikburða bram-
bolt í þá veru, þeir sem slíkt reyna eru að grafa
eigin gröf því Lynch hefur undantekningarlítið
reynst sporgöngumönnunum ofviða.
Lynch, sem stendur á sextugu, er ekki síður
þekktur fyrir sjónvarpsmyndir og -þætti, á
borð við Tvídranga – Twin Peaks, sem er það
verka hans sem notið hefur mestrar almenn-
ingshylli. Það er engu að síður metnaðarfullt
verk og ólíkt moðinu sem allajafna ríkir á
skjánum. Ánægjulegt er til þessa að vita að
„okkar“ eigin Sigurjón Sighvatsson, hefur ým-
islegt afrekað með Lynch, m.a. Wild at Heart
(’90), magnaða Gullpálma-mynd frá Cannes-
hátíðinni og sannkallaða perlu í vegamyndasög-
unni. Hún naut þó ekki þeirra vinsælda sem
henni bar, en það sama má reyndar segja um
flest verk leikstjórans. Fílamaðurinn – The
Elephant Man (’80), er undantekning, hún er
vinsælust og „auðskildust“ bíómynda Lynch,
ásamt Blue Velvet (‘86), að ógleymdri hinni
undurfallegu The Straight Story (’99). Hún og
Fílamaðurinn skera sig úr verkum leikstjórans,
hlýjar, mannlegar sögur, þó gjörólíkar.
Dekkri hlið Lynch blasir við í frumrauninni
frægu, Eraserhead (’72), súrrealískri martröð,
afsprengi spennu og ótta höfundar við föð-
urhlutverkið; Lost Highway (’97); fyrrgreindri
Mulholland Drive, og menn áttuðu sig ekki al-
veg á vísindaskáldsögunni Dune (’84), sem er
kvikmyndagerð bókar Franks Herbert, unnin
af Lynch, sem jafnan skrifar handritin.
Sem sjá má af upptalningunni er Lynch óút-
reiknanlegur þúsundþjalasmiður sem spannar
allan skalann í litrófi kvikmyndanna og eru
flestir þeir sem fylgjast vel með gangi mála í
kvikmyndaheiminum orðnir býsna langeygir
eftir nýju verki frá höfundinum. Fyrstu við-
brögð við hinni þriggja tíma löngu Inland Emp-
ire, eru óneitanlega uppörvandi því spennu-
dramað hlaut Gullljónið, æðstu verðlaunin á
Feneyjahátíðinni í september sl.
Þrátt fyrir stöðu sína sem einn athyglisverð-
asti kvikmyndagerðarmaður okkar tíma, hafa
verkin hans Lynch gengið upp og einkum ofan,
oftar en ekki hafa þau orðið til með hjálp
djarfra hugsjónamanna á borð
við Sigurjón. Fjárhagsstaðan
hefur verið að þokast upp á við,
en maðurinn er dugnaðarforkur,
hvort sem er við kvikmyndagerð
eða að markaðssetja sjálfan sig.
Hann uppgötvaði möguleika al-
netsins og hefur hagnast á
einkar virkri netsíðu, dav-
idlynch.com, sem hann hleypti
af stokkunum 2001. Þar er ým-
iskonar varningur honum tengd-
ur boðinn til sölu, svo sem kaffi-
krúsir, ljósmyndir og
hringitónar, svo eitthvað sé
nefnt. Lynch var því kominn vel
á veg með Inland Empire, þegar
hann hafði samband við franska
dreifingaraðilann og framleið-
andann Canal Plus, sem ann-
aðist fjármögnun og dreifingu á
Mulholland Drive. Það samstarf
gekk með miklum ágætum og
stjórnendur þess fóru ekki á
límingunum þegar Lynch sagð-
ist litla hugmynd hafa um hvað
nýja verkið snerist og hann væri
að taka það á stafræna tökuvél.
Inland Empire er sögð óstöð-
ug og krefjandi og á örugglega
eftir að vekja margvíslegar
spurningar um innihald og
merkingar. Sumir líkja henni við
fléttu Eraserhead og Mulhol-
land Drive; framúrstefnuleg,
óhefðbundin og ruglingsleg í
tíma og rúmi. Hún segir á yf-
irborðinu af Nikki (Laura
Dern), giftri leikkonu, sem er
boðið eftirsótt hlutverk í mynd, leikstýrðri af
Kingsley (Jeremy Irons), en mótleikari hennar
er Devon (Justin Theroux). Nikki leikur Sue,
Devon fer með hlutverk Billys og fyrr en varir
enda þau í bólinu, fara að kalla hvort annað
nöfnum hlutverkanna í myndinni og mörk leiks
og raunveruleika verður æ óskýrari. Þegar tök-
urnar eru hafnar, uppgötvar Nikki sér til skelf-
ingar að á kvikmyndinni, sem er endurgerð
eldri myndar, hvílir bölvun. Frummyndin var
slegin af þegar báðir aðalleikararnir voru myrt-
ir.
Inland Empire virðist martraðarkennd sýn á
Hollywood, í anda Sunset Boulevard, allt til
Hollywoodland og The Black Dahlia, sem báðar
eru gerðar á þessu ári. En eflaust minnir hún
mest á Mulholland Drive. Í einu atriðinu hleyp-
ur persóna í Inland Empire niður Hollywood
Boulevard, hún hefur verið stungin með hnífi
og blóðslóðin liggur yfir „Walk of Fame“, þar
sem stjörnurnar hafa skráð nöfn sín á gang-
stéttina. Líkt og Mulholland Drive virðist nýja
myndin gerð til heiðurs leikurum, ekki síst
þeim minnimáttar, sem iðnaðurinn hefur vísað
á dyr, fótum troðnum.
Loksins ný mynd frá Lynch
Eftir fimm ára bið er einn umdeildasti og sér-
stæðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans
mættur aftur til leiks.
David Lynch „Líkt og Mulholland Drive virðist nýja myndin gerð
til heiðurs leikurum, ekki síst þeim minnimáttar, sem iðnaðurinn
hefur vísað á dyr, fótum troðnum.“