Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 21
Jarvis Pulpaðdáendur eru án efa spenntir yfir nýrri sólóplötu Jarvis, en þetta verða þeir að minnsta kosti að gera sér að góðu í fjarveru Pulp (sem gæti mögulega, kannski, líklega komið saman aftur). Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is R eyndar er Pulp ekki formlega hætt, er í „hléi“ eins og það kallast, en ekkert hefur verið tilkynnt um hvenær því lýkur. Víst er að margir fagna end- urkomu Jarvis, en orðsnilld hans hvað textasmíði varðar var mikið rómuð er frægð Pulp náði sem hæstu hæðum. Það var platan Different Class sem innsiglaði stöðu hennar sem einnar mikilvægustu brit-popp sveitarinnar árið 1995 eftir að hún hafði vakið verðskuldaða athygli árinu á undan með plöt- unni His’n’Hers, sem hefur m.a. að geyma hið frábæra „Do You Remember the First Time?“. Sveitin hafði þá verið starfandi í sextán ár án þess að nokkur hefði tekið eftir því. Pulp átti eftir að gefa út tvær plötur eftir Different Class, This is hardcore (1998) sem þótti vel heppnuð og We Love Life (2001) sem fólk átti hins vegar erfiðara með að kyngja en sú plata er sú eina sem hinn sérlundaði snillingur Scott Walker hefur upptökustýrt. Kláði Undir endann á ferli Pulp var Jarvis farinn að troða upp sem plötusnúður, og kallaði hann uppákomurnar The Desperate Sound System. Kom hann sem slíkur til Íslands árið 2002. Jar- vis er reyndar ekki ókunnur landinu, Pulp lék hér er hún var á hátindi frægðarinnar, árið 1996 og eitthvað var hann að þvælast einn landshorna á milli. Í nóvember 2002 gaf Pulp svo út safnplötu, Hits, og mánuði síðar lék hún á sínum síðustu tónleikum – til þessa. Jarvis virðist þó aldrei skorta verkefni, hvorki þá né nú. Hann tróð linnulaust upp í sjónvarpsþáttum á tíunda áratugnum og af- hjúpaði sjálfan sig sem rætinn poppnörd í spurningaþættinum vinsæla Never Mind the Buzzcocks, þar sem hann virtist geta svarað spurningum að vild. Hann var farinn að roðna undir restina, svo miklir voru yfirburðir hans. Jarvis flutti til Parísar í einslags útlegð stuttu eftir að skrúfað var fyrir Pulp. Með í för var unnusta hans, Camille Bidault-Waddington, og nýfæddur sonur, Albert. Jarvis fór þó fljót- lega að klæja í einhverja starfsemi, og gaf út plötuna Heavy nite with Relaxed Muscle með sveit sinni Relaxed Muscle árið 2003. Með hon- um þar var Richard nokkur Hawley, vinur hans frá Sheffield en Hawley þessi er nú kom- inn á skrið með sólóferil vegna hinnar lofuðu Cole’s Corner, sem út kom í fyrrahaust. Tón- listin á Heavy nite with… er grallaraleg en myrk raftónlist og upphaf sveitarinnar sem léttvægs hliðarverkefnis er greinilegt. Ári síðar kom út endurkomuplata með Nancy Sinatra, en þar á Jarvis tvö lög og einn- ig á hann þrjú lög á fyrstu plötu Sheffield- dúettsins The Lovers, sem út kom í fyrra. Þá átti hann einnig þrjú lög í Harry Potter- myndinni Harry Potter and the Goblet of Fire og kom meira að segja fram í henni, ásamt m.a. Jonny Greenwood og Phil Selway úr Ra- diohead. Lím Semsagt, Jarvis hefur verið að pota í hitt og þetta en núna loksins, sólóplata. Pulp- aðdáendur eru án efa spenntir vegna þessa, en þetta verðum við að minnsta kosti að gera okk- ur að góðu í fjarveru Pulp (sem gæti mögulega kannski líklega komið saman aftur). Þeir allra svengstu geta þó ekki kvartað. Í september voru His ’n’ Hers, Different Class og This Is Hardcore gefnar út sem tvöfaldir diskar, síðari diskurinn sneisafullur af b- hliðum, prufuupptökum og öðru sjaldgæfu efni. Og í síðasta mánuði kom út tvöfaldur diskur með upptökum sem gerðar voru fyrir þátt Johns Peel á BBC, á árabilinu 1982 til 2001. Og ef þið voruð að spá í fyrirsögnina þá er hún komin úr laginu „Fat Children“ en þar segir kröftuglega „fat children took my life“. Guð má vita hvers vegna en Cocker er snill- ingur með orðin, þau límast við hausinn á manni, líkt og með „Disco 2000“ (eina lag brit- poppsins þar sem fólk man textann frekar en tónlistina sagði einhvers staðar). Á myspace síðu Jarvis (www.myspace.com/ jarvspace) er líka hægt að nálgast skemmtilegt myndband við lagið „Running the World“. Maðurinn sem gaf nördum þá von að þeir gætu líka orðið poppstjörnur er snúinn aftur (og flott umslag líka Jarvis!). Feit börn sviptu mig lífi Breska hljómsveitin Pulp þótti með því allra merkilegasta sem kom út úr brit-poppinu. Sam- an fór grípandi tónlist og glúrnir textar, runnir undan rifjum leiðtogans, hinum hornspengda Jarvis Cocker. Það hefur borið fremur lítið á Cocker eftir að Pulp lagði upp laupana, þannig séð, en nú er þögnin rofin að fullu með sólóplötu sem ber einfaldlega heitið Jarvis. Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur findhelga@gmail.com Ég held að það hafi verið snemma árs1995 sem ég heyrði fyrst í Port-ishead. Ég hlustaði mikið á X-ið,sem í þá tíð var kynningarsprengja óhefðbundinnar en vandaðrar tónlistar, og heyrði þar í fyrsta sinn lagið Glory Box af plötunni Dummy (1994). Það fyrsta sem kom upp í hugann var hversu tímalaust lagið var, mér fannst eins og ég hefði fengið sýn inn í fortíðina þrátt fyrir að lagið væri greinilega útsett á mjög nýstárlegan hátt. Stuttu síðar fór ég í Hljómalind og keypti mér plötuna. Hún hefur fylgt mér síðan. Geoff Barrow hafði starfað með tónlist- armönnum á borð við Massive Attack og Tricky í Bristol áður en hann stofnaði Port- ishead ásamt Beth Gibbons, söngkonu. Barrow var undir miklum áhrifum frá hiphopi og þeirri tónlist sem kom frá Bristol á árunum í kringum 1990. Tónlist sú var raftónlist en var þó sett fram að miklu leyti eins og hefð- bundnar hljómsveitir gerðu á þessum tíma. Misjafnt var þó á milli listamanna hvort þeir hneigðust til þungra takta, danstónlistar, sunginna texta eða rapps og svo mætti lengi telja. Stefnan sem úr þessu umhverfi braust er jafnan kölluð triphop. Tónlist Portishead er óskaplega fögur og er Beth Gibbons söngkona í sérflokki. Hún hefur ákaflega gott raddsvið og hljómar rödd hennar eins og rödd konu sem hefur sungið í marga áratugi á reykmettuðum klúbbum. Gibbons setur söng sinn fram á ákaflega tregafullan hátt, hún hefur einstakan hæfileika til að draga fram myrkur og losta á sama tíma. Út- setningar Barrows mynda sérstakt mótvægi við Gibbons, rafrænir hljómar og þungir takt- ar undirstrika þann mikla trega sem í henni býr án þess þó að vott af tilgerð sé að finna. Mikilvægt er að nefna þátttöku Adrian Utleys gítarleikara. Sérstæður gítarhljómur hans sker sig í gegnum lögin í fullkomnu jafnvægi við Barrows og Gibbons. Sú tilfinning sem kemur oftast upp í hugann þegar hlustað er á Dummy er þrá. Að beisla þá tilfinningu og koma henni til skila er á fárra færi – nema líklega Billie Ho- liday. Portishead tekst það með ólíkindum. Platan er svo langt frá því að vera hressandi nema kannski fyrir þær sakir hve hreinskilin og heiðarleg tónlistin er en gleðileg er hún ekki. Ég er búin að eiga mörg eftirlætislög á plöt- unni. Líklega hvert einasta lag sem er á henni. Af þeim þekktari má nefna Sour Times en það er einskonar vísun í gamlar Bond-myndir, Wandering Star og Roads nutu líka tals- verðrar hylli en það síðarnefnda nær algeru hámarki sorgar og trega. Að lokum staldra ég þó alltaf við Glory Box, lagið býr yfir ótrúleg- um mætti og má í því finna endalausar vísanir í fyrri tíma tónlist. Portishead hafa ávallt verið fráhverf fjöl- miðlum, þau hafa ekki verið mikið fyrir að koma fram í spjallþáttum og öðru slíku. Ein- angrun þeirra, og þá sérstaklega Beth Gib- bons, hefur aukið á þá dulúð sem umvefur tón- listina þeirra. Árið eftir að Dummy kom út unnu þau til hinna eftirsóttu Mercury- verðlauna og skutu þau þar ref fyrir rass lista- mönnum á borð við Oasis, Tricky og P.J. Har- vey. Portishead gáfu út aðra breiðskífu árið 1997 en vinsældir hennar náðu aldrei því há- marki sem að Dummy gerði. Enn er beðið eft- ir frekar verkum frá sveitinni – þau segjast vera enn starfandi. Það sem slær mig mest við að hlusta á Dummy í dag er hve vel hún eldist. Að sjálf- sögðu er hún ekki ný lengur en eins og ég hugsaði fyrir tæpum tólf árum, þegar ég hlust- aði á hana fyrst, þá er hún svo sannarlega tímalaus og þar af leiðandi poppklassík. ...og þá hreiðraði þráin um sig POPPKLASSÍK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 21 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Bandaríska rokksveitin LesSavy Fav nýtur þegar goð- sagnakenndar stöðu í bandarískri neðanjarðartónlist. Menn grétu það mikið er sveitin lagðist í híði í desember 2004 en sveitin hafði þá vakið mikla athygli fyrir stuttskífu sína Emor: Rome up- side down (2000) og breiðskífuna Go Forth (2001). Safnskífan Inc- hes (2004) treysti hljóm- sveitina svo í sessi sem eina af áhugaverðustu rokksveitum Bandaríkjanna. Áhugafólk um rokklega nýsköp- un geta því tekið gleði sína á ný, því svo virðist sem meðlimir séu risnir upp við dogg. Síðustu tvö ár hafa farið í barneignir, rekstur á galleríum og plötuútgáfum en nú er svo komið, að menn hafa ákveð- ið að spýta í lófana á nýjan leik. Sveitin er í þessum töluðu orðum í hljóðveri að vinna að nýju efni, en plata, eingöngu með slíku, hefur ekki sést í fimm ár. Það er því til marks um sterka stöðu sveit- arinnar að nafni hennar hefur ver- ið haldið stöðugt á lofti allan þetta þurrkatímabil. Platan nýja er svo væntanleg í mars á næsta ári.    Hinn 5. desember mun Metal-lica, vinsælasta þungarokks- veit heims, gefa út nýjan mynd- disk. Heitir hann einfaldlega The Videos DVD og mun inni- halda öll þau myndbönd sem sveitin hefur lát- ið gera í gegnum tíðina. Metallica studdist lítt við þann miðil á fyrri hluta ferils- ins og fyrsta myndbandið var við lagið „One“, af fjórðu plötu hljóm- sveitarinnar, …and Justice for all. Kom það út 1988 og naut (og nýt- ur) töluverðra vinsælda. Á „svörtu“ plötunni svokölluðu, 1991, var hins vegar sett í yfirgírinn í þessum efnum og alls gerð fimm myndbönd en þá hafði sveitinni tekist að brjótast inn á markaðs- lendur með látum. Alls inniheldur útgáfan tuttugu og eitt myndband, aukaefni á öðrum diski og svo er að sjálfsögðu búið að hljóðblanda allt upp á nýtt. Víst er að disk- urinn á eftir að rata í ófáa „þunga- sokka“ þessi jólin.    Og enn af Ameríkunni. Bob Mo-uld, sem leiddi enn eldri goð- sagnir en Les Savy Fav, hinna áhrifaríku Hüs- ker Dü frá Min- neapolis, er að klára nýja sóló- plötu sem kemur líkast til út í júlí á næsta ári. Hann hefur ver- ið að hljóðrita að undanförnu með Brendan Canty, trymbli Fugazi, sem einnig vann með honum að síðustu plötu, Body of Song, sem út kom í fyrra. Engin útgáfa hefur þó enn stigið fram. Body of Song var ekki merki- legur pappír, það verður nú að viðurkennast, og því vonandi að einhverjir töfrar fari í gang í þetta sinnið. Mould sjálfur virðist í miklu stuði um þessar mundir, og segir að ætlunin sé að túra plöt- una þá um haustið. Gömul Hus- ker-lög, eins og „Makes No Sense At All“, „Celebrated Sum- mer“,„Chartered Trips“ og „I Apologize“, verða í efnisskránni, sem er næg ástæða til að kaupa sér flugmiða og drífa sig vestur næsta haust. Tónlist Les Savy Fav Metallica Bob Mould

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.