Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Síða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Síða 23
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi ÞREMENNINGARNIR Daniel Birnbaum, Gunnar B. Kvaran og Hans Ulrich Obrist ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þeir takast á hendur leið- angur í leit að bandarískri list þriðja árþúsundsins, til lands sem samanstendur af fimmtíu ríkjum og telur 300 milljónir íbúa. Árang- urinn getur nú að líta í Hafn- arhúsi, farsýningu 44 listamanna sem breytist milli stöðva. List í Bandaríkjunum hefur ver- ið nokkuð í brennidepli undanfarin ár vegna þeirra breytinga sem urðu í kjölfar atburðanna 11. sept- ember 2001. Evrópubúar eru for- vitnir að sjá hvernig innfæddir bregðast við, við höfum fylgst með umdeildum viðbrögðum stjórn- málamanna en haft færri tækifæri til að sjá viðbrögð einstaklinga við breyttu andrúmslofti. Vissulega svífur andi 11. sept- ember yfir vötnum í verkum sumra listamannanna en þá kannski helst á óbeinan hátt. Einn- ig er stríðið í Írak að sjálfsögðu yrkisefni. Það er athyglisvert að sjá íhugul og ljóðræn viðbrögð við breyttum tímum, ekki síst í verki Pauls Chan, Birting. Hér mynd- gervist óreiða og óvissa samtímans á draumkenndan hátt. Ef til vill er list hans dæmigerð fyrir pólitíska list eins og hún gerist best í sam- tímanum, listamaðurinn er vel að sér í sögu Bandaríkjanna og við- burðum samtímans og honum tekst að eima úr þekkingu sinni listrænan kjarna sem skilar sér til áhorfandans. Fleiri listamenn eru á svipuðum nótum; Jennifer Allora og Guillermo Calzadilla fjalla um átök um landsvæði, Jennifer Bern- stein veltir fyrir sér neysluhyggju og framleiðslu, sömuleiðis Mika Rottenberg, en þessir listamenn vinna allir með myndbandsmið- ilinn. Aðrir vitna í list 20. aldar, popp og frásagnarlist hug- myndalistamanna, t.d. Nate Lowman, Karls Haendel, Wade Guyton og Kelley Walker. Popp- listin lifir hjá Jim Drain, Matt Johnson o.fl. Ímyndir samtímans eru viðfangsefni þeirra Edgars Arcenaux og Rodney MacMillian þar sem þeir takast á við ímynd Michaels Jackson. Sýningin Pakkhús postulanna var eins konar undanfari þessarar sýningar og því verður ekki hjá því komist að einhver sam- anburður eigi sér stað; er hugs- unarháttur hérlendra annar en er- lendra? Í báðum tilfellum er um unga listamenn að ræða, þeir am- erísku eru þó valdir úr 300 millj- óna samfélagi en þeir íslensku úr samfélagi 300 þúsund manna. Helst sýnist mér að á amerísku sýninguna hafi valist verk lista- manna sem vinna meðvitað með pólitískan samtíma sinn. Eðlilega sjá þeir sjálfa sig almennt í stærra samhengi en við gerum hér, og þá er átt við ákveðna tilhneigingu en ekki alhæft. Uncertain States of America er metnaðarfullt verkefni og hér hafa menn lagt nokkuð á sig til að gefa breiða mynd af nýrri kynslóð. Les- efni með sýningunni er spennandi; bæklingur og textahefti sem vísar til þess sem þessir listamenn lesa í dag. Auðvitað fer ekki hjá því að sýningin sé val þremenninganna en ekki handahófskenndur þver- skurður, slíkt hefði litlu skilað. En það má hafa í huga að hér eiga mörg ríki engan fulltrúa. 19 lista- menn starfa í New York og 12 í Los Angeles. Nokkrir hér og þar, tveir í Puerto Rico, tveir í Miami, einn í Chicago. Ég taldi ellefu kon- ur með vissu en stundum er ekki ljóst af erlendum nöfnum hvort um konu eða karl er að ræða. Í heild- ina má segja að um tveir þriðju komi frá stórborgunum NY og LA og tveir þriðju séu karlkyns, um litarhátt er erfitt að segja. En ekki er ástæða til annars en að vera nokkuð bjartsýnn á banda- ríska list miðað við þessa sýningu, hér er það ekki markaðurinn sem er allsráðandi, né innihaldslaus endurtekning, listamennirnir eru ekki bundnir af ákveðinni lista- stefnu, formi eða innihaldi. Þeir eru heldur ekki að reyna að „sjokkera“ eða finna upp hjólið. Mætti ekki álykta sem svo að eftir allt þetta formbrölt 20. aldarinnar sé loks komið að innihaldinu? Margradda kliður að vestan MYNDLIST Morgunblaðið/Ásdís Vel heppnað „Uncertain States of America er metnaðarfullt verkefni og hér hefur nokkuð verið á sig lagt til að gefa breiða mynd af nýrri kynslóð,“ segir Ragna Sigurðardóttir um sýninguna í Listasafni Reykjavíkur. Ragna Sigurðardóttir Bandarísk list á þriðja árþúsundinu, samsýning bandarískra listamanna. Fram í janúar 2007. Opið alla daga frá kl. 10–17. Aðgangseyrir: Fullorðnir 500 kr., eldri borgarar, öryrkjar og hópar (10+) 250 kr. Aðgöngumiðinn gildir samdæg- urs á Kjarvalsstaði og í Ásmundarsafn. Ókeypis á mánudögum. Uncertain States of America MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 23 Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Jón Hallur „Þessi tónlist býr til þyngdarlaust rými, hún ver mann fyrir hávaða heimsins, stöðvar tímann,“ segir Jón Hallur Stefánsson um Alinu eftir Arvo Pärt. Hlustarinn Mest spilaða tónlistin á heim-ilinu þessa dagana er disk- ur með sérlega kyrrlátum verk- um eftir Arvo Pärt, hann heitir Alina og Jói í Tólf tónum mælti með honum sem hinum full- komna diski til að hlusta á við barnsfæðingu – sem reyndist hárrétt. Þessi tónlist býr til þyngdarlaust rými, hún ver mann fyrir hávaða heimsins, stöðvar tímann. Þangað til kom- inn er í heiminn rauðhærður drengur. Áður hafði ég gert eina tilraun, í sömu búð, til að láta benda mér á fæðingartónlist en tók ekki nógu skýrt til orða og gekk út með Lost in Hildurness, sólóplötu Hildar Ingveldar- Guðnadóttur – og stóðst ekki mátið að festa kaup í leiðinni á glænýrri ibm-plötu Jóhanns Jó- hannssonar. Plata Hildar reynd- ist of óróleg en ég hlakka til að kynnast henni á sínum eigin for- sendum, einsog plötunni hans Jóa, sem er auðvitað snillingur. Enn einn óspilaður diskur uppi í hillu sem gaman verður að bregða undir geislann er Megas- arlögin hennar Möggu Stínu. Fyrr í haust var ég að hlusta svolítið á Kemialliset Ystävät og fleiri finnska vitundarvíkkara auk þess sem ég reyndi að verða mér úti um allt sem ég fann með Richard Youngs eftir að ég snar- féll fyrir disknum hans Naive Shaman; Johnny Cash hitti líka í mark hjá mér með hinsta (?) lagasafninu sínu, A hundred highways, og bróðir minn og fé- lagar hans í hljómsveitinni Fimmta herdeildin glöddu mig með disknum Skipið siglir. Jón Hallur Stefánsson rithöfundur. Learinn Ég las nýlega meistaralega vel skrifaða ævi-sögu franska rithöfundarins Romains Gary eftir Dominique Bona. Hann fæddist í Rússlandi 1914 en flutti snemma með móður sinni til Póllands og á unglingsárum til Suður- Frakklands, þar sem hún rak gistiheimili. Það hefur verið ákaflega sérkennileg og merki- leg kona, Nína, sem lifði fyrir það eitt og efaðist aldrei um, að föðurlausi drengurinn hennar ætti að verða mikill maður. Hún dó úr krabba- meini árið 1942 og lifði því ekki að sjá son sinn verða stríðshetju, áberandi diplómat Frakka meðal annars í Ameríku, virtan rithöfund og merkilegan blaðamann sem ferðaðist um allan heim. Romain Gary er einn um að hafa unnið virtustu bókmenntaverðlaun Frakka, Gonco- urt, tvisvar sinnum, en reglum samkvæmt er aðeins hægt að hljóta þau einu sinni. Hann hlaut verðlaunin fyrst árið 1956. Átján árum og 21 bók síðar var honum enn tekið vinsamlega en bækur eftir hann þóttu varla sæta tíðindum lengur. Þá fékk hann kunningja sinn í Brasilíu til þess að senda frönsku forlagi handrit, sem var merkt höfundinum Émile Ajar. Í stuttu máli varð Émile Ajar stjarna og hlaut Gonco- urt-verðlaunin fyrir aðra bók sína, sem til er í íslenskri þýðingu, Lífið framundan. Romain Gary fékk fjarskyldan frænda til þess að leika rithöfundinn og var það stórskemmtileg og flókin mylla og stóð sú blekking á meðan Gary lifði. Uppvöxtur hans, frami og tvö hjónabönd voru ævintýraleg, en í honum virðist alltaf hafa búið djúp sorg og hann stytti sér aldur árið 1980. Rúmu ári síðar kjaftaði frændinn frá því að hann hefði aðeins leikið Émile Ajar og þá fyrst var gefið út stutt handrit sem Gary hafði skilið eftir sig, þar sem hann segir söguna af rithöfundinum tilbúna. Það endar á þessum orðum: „Ég hafði gaman af þessu. Þakka ykkur fyrir og veriði bless.“ Guðrún Vilmundardóttir ritstjóri Guðrún Hún mælir með nýrri ævisögu um Romain Gary en hann er einn um að hafa unnið virtustu bókmenntaverðlaun Frakka, Goncourt, tvisvar sinnum. Morgunblaðið/Ásdís

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.