Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 6. -20. apríl 13. - 27. apríl 7. - 21. september aukaferð örfá sæti laus örfá sæti laus SIGURÐUR Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur samið drög að frumvarpi til breyt- inga 25. kafla almennra hegning- arlaga og skaðabótalögum sem felur í sér aukna vernd á friðhelgi einka- lífs einstaklinga og fjölskyldna þeirra gagnvart ærumeiðandi um- mælum eða aðdróttunum, hvort sem þær koma frá fjölmiðlamönn- um eða öðrum sem þátt taka í op- inberri umræðu. Aðalbreytingin felst í auknum skaðabótarétti þeirra sem verða fyrir meingerðum og felur í sér að hægt verður að dæma mönnum mun hærri bætur en tíðkast hafa til þessa og að bótafjárhæðin hafi verulega fjárhagslega þýðingu fyrir þann sem dæmdur er til greiðslu hennar. Sigurður segir að umfjöllun DV, um meintan brotamann á Ísafirði sem svipti sig lífi í kjölfar umfjöll- unarinnar, hafi kannski verið dropinn sem fyllti mælinn en alls ekki eina ástæða þess að hann kynnir nú frumvarpsdrögin. Þau séu frekar afleiðing þeirrar þróunar sem orðið hafi í fréttaflutningi og opinberri umræðu á Íslandi á seinustu árum. „Ég vil taka það sérstaklega fram að í þessum frumvarpsdrögum er ekki verið að skerða tjáningarfrels- ið með neinum hætti eða hlutast til um það hvað sé sagt og hvað ekki í fjölmiðlum. Það er verið að leggja þyngri áherslu á það að menn beri ríka ábyrgð á því sem þeir segi um annað fólk,“ segir Sigurður Kári. Honum hafi lengi blöskrað hversu lágar bætur séu dæmdar mönnum í meiðyrðamálum og sér hafi fundist mannorð verðlagt býsna lágt. „Nú held ég að þróun mála á síð- ustu misserum hafi gert það að verkum að fólk þoli þetta ekki leng- ur og að tími sé kominn til þess að standa dyggari vörð um stjórnar- skrárvarin réttindi einstaklinga og fjölskyldna þeirra til friðhelgi á einkalífi en gert hefur verið og að tryggja þeim ríkari og afdráttar- lausari skaðabótarétt gagnvart þeim sem á þeim brjóta,“ segir Sig- urður Kári. Hann segist eiga von á því að frumvarpið njóti fylgis innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Frumvarpsdrög Sigurðar Kára Kristjánssonar til breytinga á almennum hegningarlögum Sigurður Kári Kristjánsson Aukin vernd á frið- helgi einkalífsins STJÓRN Samtaka auglýsenda telur það beinlínis skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda að auglýsa í DV og hvet- ur alla auglýsendur til að sniðganga blaðið þar til stjórnendur þess hafa fært siðareglur blaðsins til samræm- is við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Þetta kemur fram í áskorun sem stjórn samtakanna sendi fjöl- miðlum í gær. Samtök auglýsenda (SAU) eru hagsmuna- og fræðslusamtök fyrir alla auglýsendur og hafa verið virk frá árinu 2000 þótt þau hafi verið stofnuð allmörgum árum áður. Að- ilar að samtökunum eru um 50–60 fyrirtæki og stofnanir sem eiga það sameiginlegt að nota auglýsingar til að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi, vörur eða þjónustu við- komandi. Tilgangur samtaka auglýsenda er að gæta sameiginlegra hagsmuna auglýsenda gagnvart fjölmiðlum, stjórnvöldum og auglýsingastofum. SAU reynir að stuðla að góðu sam- starfi við alla þá sem starfa að aug- lýsingamiðlum til að tryggja réttindi þeirra sem auglýsa. Einnig er það meðal markmiða SAU að vinna að hvers konar faglegri fræðslu um markaðslega boðmiðlun. Auglýsendur hvattir til að sniðganga DV VEGGSPJÖLD með auglýsingum DV voru í gær fjarlægð úr öllum verslunum Bónuss. Blaðið verður þó áfram á boðstólum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gripið sé til slíkra að- gerða eftir umfjöllun DV. Á síðasta ári var ákveðið að fjarlægja auglýs- ingar blaðsins í tengslum við um- fjöllun þess um Ástþór Magnússon. „En þetta var kornið sem fyllti mælinn og þetta fer aldrei upp aftur nema það verði breyting á blaðinu,“ segir Guðmundur og á þar við um- fjöllun blaðsins um mann á Ísafirði sem stytti sér aldur í kjölfar frétta blaðsins. Guðmundur segir sorglegt og óskiljanlegt að Bónus skuli vera tengt DV í umfjöllun um málið. „En ef neytendur vilja láta óánægju sína í ljós eiga þeir að sniðganga DV. Þannig finna þeir mest fyrir því. Það er langsterkasta vopnið.“ Hann segist ekki vilja ganga svo langt að hætta að selja DV í Bón- usverslunum. Hann telji eðlilegra að kúnninn geti valið og hafnað. „Mér finnst miklu betra að leggja þetta í dóm neytenda sem geta þá snið- gengið blaðið. Ef salan hrynur þá sé ég engan tilgang í að selja það.“ Bónus auglýsir ekki DV Stjórn Dagsbrún- ar fundar í dag SÚ UMFJÖLLUN sem átt hefur sér stað undanfarna daga um DV verður rædd á stjórnarfundi Dags- brúnar hf. í dag. Dagsbrún hf. er eignarhalds- og fjárfestingafélag á sviði fjarskipta, fjölmiðlunar og af- þreyingar sem skráð er í Kauphöll Íslands. Það er móðurfélag 365 ljós- vaka- og prentmiðla, sem rekur m.a. DV, fjarskiptafélagsins Og Voda- fone og fjarskiptafélagsins P/F Kall í Færeyjum. Gengi hlutabréfa í Dagsbrún hf. lækkaði um 0,9% í Kauphöll Íslands í gær. Frá áramótum hefur gengi bréfanna lækkað um 4,16%. Þórdís J. Sigurðardóttir er stjórn- arformaður Dagsbrúnar hf. en auk hennar sitja í stjórn Árni Hauksson, Davíð Scheving Thorsteinsson og Magnús Ármann. RÚNA Jónsdóttir hjá Stíga- mótum sagði í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið að umfjöllun DV um kynferðis- brotamenn og meinta kynferð- isbrotamenn þjóni ekki þeim til- gangi að styðja fórnarlömb þeirra. „Ef ég set mig í spor DV- manna þá gæti ég í besta falli hugsað sem svo að þeir séu að styðja einhver hugsanleg fórn- arlömb. Hafi það verið þá hefur það snúist í höndunum á þeim,“ sagði Rúna í þættinum. Sagðist hún þekkja nokkur dæmi þess að menn sem fjallað hafi verið um í tengslum við kynferðisbrotamál hafi svipt sig lífi. „Það hefur verið skelfilegt fyrir fórnarlömb þeirra manna. Fórnarlömbin leituðu réttar síns og kynferðisbrotamenn- irnir sviptu sig lífi og þannig tókst þessum fórnarlömbum ekki að losa sig undan ábyrgð- inni af leyndarmálinu.“ Umfjöllunin ekki til bóta fyrir meint fórnarlömb ANNAR piltanna, sem lagt hefur fram kærur á hendur manninum sem svipti sig lífi eftir umfjöllun DV um meint kynferðisbrot hans, vísar ummælum Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, í Kastljósinu á mið- vikudagskvöld á bug en þar sagði Jónas m.a. að DV væri að standa vörð um hagsmuni fórnarlamba kynferðisbrotamanna. Þetta kom fram í Kastljósi í gærkvöldi. „Ég harma fréttaflutning DV enda eyði- lagði blaðið framgang málsins. Sannleikurinn kemur nú aldrei fram fyrir dómstólum eins og við von- uðumst til,“ var haft beint eftir pilt- inum í Kastljósi, en hann kaus að koma ekki fram undir nafni. Fram kom að pilturinn segði þá sem kærðu manninn sammála um að DV hafi í raun unnið gegn hags- munum þolenda í þessu máli. „Við reyndum ítrekað í gegnum þriðja aðila að koma þeim skila- boðum til blaðsins að umfjöllun um málið myndi spilla fyrir framgangi þess en þeir virtu ekki okkar vilja í því,“ var haft eftir piltinum. Þá gagnrýndi hann aðgangshörku blaðsins gagnvart sér og aðstand- endum sínum eftir að maðurinn svipti sig lífi en blaðið hefði stöðugt reynt að fá viðbrögð þeirra og fjöl- skyldumeðlima. „Fyrst eyðilögðu þeir málið og síðan reyna þeir að eyðileggja okkur og fjölskyldu okkar með því að láta okkur ekki í friði þótt við viljum ekkert við þá tala. Þótt okkar vilji hafi verið sá að ná fram réttlæti og koma lögum yfir manninn þá gerði DV rangt. Fréttaflutningur þeirra gekk allt of langt. Einn dag segjum við sögu okkar en það verður ekki á síðum DV,“ var haft eftir piltinum í þættinum. Enn fremur að hann segði þá sem lögðu fram kæru ekki kenna sér um lát mannsins, þeir viti að þeir hafi ekki gert neitt rangt. „Vegna hinnar miklu samúðarbylgju sem risið hef- ur í samfélaginu með manninum sem lést finnst okkur mikilvægt að það komi fram að það eru fleiri fórn- arlömb í þessu máli.“ Kastljósið ræddi einnig við annað meint fórnarlamb sem íhugaði að kæra manninn áður en hann svipti sig lífi. „Ég var búinn að taka þá ákvörðun að segja mína sögu þess- um drengjum til stuðnings hjá við- eigandi yfirvöldum. Þrátt fyrir það verð ég að lýsa andúð minni á rit- stjórn DV. Þeir gerðu engum greiða með þessari frétt,“ var haft eftir þeim manni í Kastljósinu í gær. Sagt frá skoðunum kærenda í Kastljósi í gærkvöldi Gegn hagsmunum þolenda STJÓRN Stúdentaráðs skorar á Bóksölu stúdenta að taka DV úr sölu. Í gær afhentu fulltrúar Stúd- entaráðs Sigurði Pálssyni, rekstr- arstjóra Bóksölu stúdenta, áskorun um að hætta sölu DV í Bóksölunni. Áskorunin er svohljóðandi: „Í ljósi nýliðinna atburða skorar stjórn Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands á Bóksölu stúdenta til að taka DV úr sölu. Ennfremur hvet- ur stjórnin stúdenta og landsmenn til að hætta lestri og kaupum á DV.“ Bóksala stúdenta hætti að selja DV Morgunblaðið/Sverrir Rúmlega 30 þúsund höfðu skrifað undir UNDIR miðnætti í gærkvöldi höfðu rúmlega þrjátíu þúsund manns tekið þátt í undirskrift- arsöfnun ýmissa samtaka ungs fólks þar sem skorað er á blaða- menn og ritstjóra DV að endur- skoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöll- un um menn og viðkvæm málefni. Í áskoruninni eru eigendur og út- gefendur blaðsins jafnframt minntir á þá samfélagslegu ábyrgð sem fylgir því að gefa út fjölmiðil. Söfnun undirskrifta hófst kl. 11 11. janúar en lokað verður fyrir skráningu undirskrifta í dag, föstudaginn 13. janúar, kl. 11 og hefur söfnunin þá staðið yfir í tvo sólarhringa. Verður undirskrift- arlistinn í kjölfarið afhentur þeim aðilum sem áskorunin beinist að. Slóðin að undirskriftasöfn- uninni er: www.deiglan.com/ askorun/ Aðilar að verkefninu eru: Deigl- an.com, Samband ungra sjálfstæð- ismanna, Ungir jafnaðarmenn, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Múrinn.is, Samband ungra fram- sóknarmanna, Tíkin.is, Ung frjáls- lynd, Heimdallur, Ung vinstri- græn, Vaka, Röskva og H-listinn. TÓNLISTARMAÐURINN Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, hefur ákveðið að hætta skrifum sínum fyrir DV í ljósi atburða síðustu daga. Frá þessu greinir hann á vefsvæði sínu, this.is/ drgunni. Þar segir að DV hafi farið svo langt yfir strikið að ómögulegt sé að afsaka það og að sjálfur hafi hann varla lyst á að hjálpa til við að fylla síður blaðsins áfram. Þegar Morg- unblaðið hafði samband við Gunnar Lárus í gærkvöldi sagðist hann hafa komið þessum skilaboðum áleiðis til réttra aðila á DV. Dr. Gunni hættur að skrifa í DV ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.