Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MEIÐYRÐALÖGGJÖF
OG SKAÐABÆTUR
Þótt umræður séu oft óvægn-ar hér á Íslandi er tiltölu-lega lítið um að fólk leiti
réttar síns í krafti meiðyrðalög-
gjafar. Til þess liggja tvær meg-
inástæður. Í fyrsta lagi finnst
mörgum það ekki þjóna nokkrum
tilgangi. Þótt tiltekin ummæli séu
dæmd dauð og ómerk skipti það
litlu máli fyrir þann, sem fyrir
þeim verður. Í öðru lagi séu bætur
svo lágar að þær hafi í raun og
veru engin fyrirbyggjandi áhrif.
Nú hefur einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, Sigurður
Kári Kristjánsson, samið frum-
varp til breytingar á hegningar-
lögum til þess að auka vernd á
friðhelgi einkalífs einstaklinga og
fjölskyldna þeirra gagnvart æru-
meiðandi ummælum eða aðdrótt-
unum, sem fram koma á opinber-
um vettvangi.
Aðalbreytingin felst í auknum
skaðabótarétti þeirra, sem verða
fyrir meingerðum. Samkvæmt
frumvarpi þingmannsins verður
hægt að dæma fólki mun hærri
bætur en hér hefur tíðkazt. Hugs-
unin að baki frumvarpinu er sú, að
bótafjárhæðin verði svo há, að
hún hafi verulega fjárhagslega
þýðingu fyrir þann, sem dæmdur
er til að greiða.
Í samtali við mbl.is, fréttavef
Morgunblaðsins í gær sagði Sig-
urður Kári m.a.:
„Ég vil taka það sérstaklega
fram, að í þessu frumvarpi er ekki
verið að skerða tjáningarfrelsið
með neinum hætti eða hlutast til
um hvað sé sagt og hvað ekki í
fjölmiðlum. Það er verið að
hnykkja á því, að menn beri ríka
ábyrgð á því, sem þeir segja um
annað fólk.“
Í Kastljósi ríkissjónvarpsins í
gærkvöldi minnti Sveinn Andri
Sveinsson lögmaður á, að löggjöf-
inni í Bretlandi hefur verið gjör-
breytt að þessu leyti.
Staðreyndin er sú, að nú fella
dómstólar í Bretlandi dóma, þar
sem einstaklingum eru dæmdar
bætur, sem í sumum tilvikum hafa
numið tugum milljónum króna og
jafnvel hærri fjárhæðum, vegna
ærumeiðinga.
Morgunblaðið hefur áður vakið
máls á umræðuháttum Íslend-
inga. Stóryrði falla á marga vegu.
Fólk leitar sjaldnast réttar síns
vegna þess, að flestir upplifa
meiðyrðamál á þann veg, sem vik-
ið var að hér að framan, að þau
hafi enga þýðingu.
Þetta mundi gjörbreytast ef
frumvarp Sigurðar Kára yrði lög-
fest. Ef ærumeiðandi ummæli um
annað fólk gætu leitt til mjög
þungra skaðabóta mundu þeir,
sem telja, að æra annarra skipti
engu máli, hugsa sig um tvisvar.
Þeir mundu gera það ef þeir yrðu
sjálfir að standa skil á bótum
vegna meiðyrða og vinnuveitend-
ur hinna sömu mundu gera aðrar
og meiri kröfur um að frjálsleg
meðferð ummæla um annað fólk
yrði viðkomandi fyrirtækjum ekki
þung í skauti fjárhagslega.
Einstaklingar, sem þátt taka í
umræðum á opinberum vettvangi
mundu gæta orða sinna betur en
þeir gera nú.
Það er rétt hjá Sigurði Kára, að
þetta er hægt að gera án þess að
skerða tjáningarfrelsið. Það hefur
enginn brezkur þegn orðið fyrir
skerðingu á tjáningarfrelsi sínu
vegna breyttrar löggjafar í Bret-
landi. Það er auðvelt að koma
skoðunum sínum á framfæri án
meiðandi ummæla um annað fólk.
Það er hægt að halda uppi gagn-
rýni á menn og málefni án æru-
meiðandi ummæla um annað fólk.
Strangari löggjöf að þessu leyti
mundi bæta umræðuhætti þjóðar-
innar og skapa heilbrigðara og já-
kvæðara andrúmsloft.
Það verður afar fróðlegt að
fylgjast með því, hvernig umræð-
ur um tillögur Sigurðar Kára
verða á Alþingi. Taka þingmenn
höndum saman um þetta mál eða
leysast þær upp í flokkspólitísku
rifrildi?
Sjálfsagt munu einhverjir aðil-
ar í samfélagi okkar halda því
fram, að með þungum skaðabót-
um vegna meiðyrða sé verið að
hefta frelsi fólks til þess að tjá sig.
Það er einfaldlega rangt. Yfirleitt
draga stóryrði, að ekki sé talað
um persónulegar svívirðingar úr
því að tekið sé mark á þeim, sem
kýs að tjá sig með þeim hætti.
Segja má að lagabreytingar á
þennan veg séu löngu tímabærar.
En allt á sinn tíma. Um þessar
mundir er líklegt að tillögur Sig-
urðar Kára falli í frjóan farveg.
Þess vegna koma þær fram á rétt-
um tíma.
Frumvarp hins unga þing-
manns er meðal merkari mála,
sem fram hafa komið lengi. Von-
andi stendur Alþingi undir þeirri
ábyrgð, sem að því snýr.
Vafalaust koma fram raddir um
að hinn svonefndi „markaður“
eigi að rétta þessa hluti af eins og
aðra. Það er barnaskapur að
halda að svo verði.
Það þarf að setja löggjöf, sem
skapar samskiptum fólks ramma
á þessu sviði sem öðrum. Í þessu
tilviki er í raun og veru ekki deilt
um það, því að meiðyrðalöggjöf
hefur lengi verið til staðar og
lagaheimildir til þess að dæma
fólk í sektir fyrir ærumeiðandi
ummæli um aðra. Í þessu tilviki er
ekki deilt um þetta grundvallar-
atriði heldur einungis hvað fébæt-
ur þurfi að vera þungar til þess að
hafa einhver áhrif.
Mér fannst það svolítiðskrýtið að enginnskyldi stoppa fyrirokkur,“ segir Karen
Lind Gunnarsdóttir, 23 ára gamall
sálfræðinemi við Háskólann á Ak-
ureyri, sem varð fyrir því óhappi að
velta bíl sínum á Öxnadalsheiði á
mánudag. Hún og ungur maður,
sem kom henni til aðstoðar, reyndu
árangurslaust að stöðva allmarga
bíla sem óku um heiðina eftir
óhappið.
Karen Lind var á leið frá Ak-
ureyri til Skagastrandar þegar
jeppi sem hún ók tók að renna til í
hálku á veginum við Bakkasels-
brekku, þrátt fyrir að hún væri
ekki á mikilli ferð. Var jeppinn
næstum farinn út af vinstra megin
vegar, þar sem afar bratt er niður,
en Karenu tókst að stýra honum yf-
ir á hinn helming vegarins þar sem
bíllinn fór út af og valt heilan hring.
„Ég var með hundinn minn með
mér og það eina sem ég hugsaði um
meðan bíllinn var að velta var að
komast út til þess að athuga með
hann. Hundurinn var í búri aftur í
skotti og önnur hliðin brotnaði inn í
búrið,“ segir Karen. Hundurinn
meiddist ekki og segir Karen það
ótrúlegt miðað við aðstæður, en
sjálf kenndi hún til eymsla í baki
eftir veltuna. Bíllinn sem hún ók
skemmdist mikið.
Brá rosalega
„Mér brá rosalega, en ég hef aldrei
áður lent í bílslysi. Ég tók hundinn
minn og dreif mig upp á veg, en
ljósin voru á jeppanum svo hann
sást frá veginum,“ bætir hún við og
segir að nokkuð dimmt hafi verið
orðið þegar slysið varð og tekið að
bæta í vind.
Karen Lind segir að fyrsti öku-
maðurinn sem átti leið hjá hafi
stoppað fyrir sér. Þar var á ferðinni
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, 22
ára gamall piltur frá Holti í Svína-
dal. „Hann bjargaði mér algjörlega.
Hann reyndi að róa mig niður og
var með mér allan tímann meðan á
þessu stóð. Ég er mjög heppin að
hann bar að,“ segir hún. Ekkert
gsm-samband er á þeim stað sem
óhappið varð og reyndu Helgi og
Karen að stöðva bíla sem óku hjá
svo hægt yrði að gera lögreglu við-
vart. Vonuðust þau til að geta feng-
ið að hringja hjá ökumanni sem
kynni að hafa NMT síma með-
ferðis, eða biðja ökumenn að hafa
samband við lögreglu þegar þeir
kæmust að nýju í gsm-samband.
Allmargir bílar fóru um veginn
meðan Karen og Helgi biðu þar, en
aðeins einn þeirra stoppaði. Sá gat
hins vegar ekki veitt þeim aðstoð
að sögn Karenar. „Við reyndum
meðal annars að stöðva snjómokst-
ursbíl sem átti leið hjá, en hann
stoppaði ekki einu sinni,“ segir hún.
„Við gáfumst að lokum upp og
Helgi ók að næsta sveitabæ, en það
tók töluverða stund. Þar fór hann
inn og hringdi og síðar kom lög-
reglan á Akureyri á staðinn,“ segir
Karen. Hún segir að Helgi hafi
boðið sér að aka sér alla leið til
Ökumenn sinntu ekk
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÞETTA kemur alltaf annað
slagið fyrir, segir Höskuldur Ei-
ríksson, varðstjóri hjá lögregl-
unni á Blönduósi, spurður um
hvort mikið sé um að ökumenn
keyri framhjá bílum utan vega
án þess að athuga hvort hjálpar
sé þörf. Höskuldur nefnir einnig
dæmi um það að einstaklingar
hringi í lögreglu úr bifreiðum
sínum og tilkynni um ökutæki
utan vega en fari ekki á slys-
stað. „Ég held að þetta sé orðið
þannig að fólk veigrar sér við að
stoppa og treystir sér hreinlega
ekki í það. Það er hrætt við að
ráða ekki við aðstæðurnar sem
mæta þeim.“
Í 10. grein umferðarlaga segir
orðrétt að „vegfarandi, sem á
hlut að umferðarslysi eða öðru
umferðaróhappi, skal þegar
nema staðar, hvort sem h
sök á eða ekki. Hann ska
slösuðum mönnum og dý
hverja þá hjálp, sem hon
unnt, og taka að öðru ley
aðgerðum, sem óhappið g
efni til.“
Höskuldur segir ekki m
um slík tilfelli en finnst e
þeim fari fjölgandi. Hann
jafnframt á að lögreglan
Blönduósi merki alltaf bí
vega með lögregluborða
að vegfarendur viti að hú
komið á vettvang.
Theodór Þórðarson, va
stjóri hjá lögreglunni í B
arnesi, segir það afar sja
að ökumenn vilji ekki aðs
fólk í neyð. Hann segir þ
sjaldgæft að hann geti ri
fellin upp. „Einhvern tím
Nær ávallt tilkyn
Vísitala neysluverðs hækk-aði um 0,32% milli des-ember og janúar, en þaðjafngildir 3,9% verð-
bólguhraða á heilu ári. Þetta er
nokkru meiri hækkun en spáð
hafði verið, en markaðsaðilar höfðu
spáð lækkun vísitölunnar eða lítils
háttar hækkun. Nú er leitt líkum
að því að Seðlabankinn hækki
stýrivexti sína síðar í mánuðinum
vegna verðbólguhraðans, sem er
yfir efri þolmörkum þeirra viðmið-
ana sem settar eru, en hækkun
vísitölunnar er 4,4% síðustu tólf
mánuði.
Það er enn sem fyrr einkum
hækkun á húsnæðisverði sem veld-
ur hækkun vísitölunnar. Það
hækkar um 2,1% samkvæmt mæl-
ingum vísitölu neysluverðs, sem
hækkar vísitöluna um 0,35%. Þá
hækkuðu ýmis gjöld vegna hús-
næðis um 9,4% sem hækkaði vísi-
töluna um 0,11%, auk þess sem
bensín og olíur hækkuðu um 2,2%
sem hækkaði vísitöluna um 0,11%.
Á móti vegur að meðalverð á fötum
og skóm lækkaði um 10,3% vegna
vetrarútsalna sem lækkaði vísitöl-
una um 0,55% og dagvist barna
lækkaði einnig um tæp 10% sem
lækkaði vísitöluna um 0,1%, að því
er fram kemur í frétt Hagstof-
unnar af þessu tilefni.
Áhrif húsnæðisliðarins koma
berlega í ljós þegar hækkun vísi-
tölu neysluverðs án húsnæðis er
borin saman við hækkun vísitöl-
unnar í heild, en án húsnæðislið-
arins er hækkunin 1% á undan-
förnum tólf mánuðum á sama tíma
og hún er 4,4% að húsnæðisliðnum
meðtöldum.
Verðbólgan á síðasta ári var að
meðaltali 4%, þ.e.a.s. verðlag á
árinu 2005 var að meðaltal 4%
hærra, en það var að me
árinu 2004.
Sambærileg verðlag
var 3,2% á árinu 2004 og 2
2003. Ef horft er framhjá
inu var verðlagshækkuni
að meðaltali 0,9% umfr
2004. Sambærileg hæk
2,1% árið 2004 og 0,7% ári
Alþýðusamband Íslands
hækkun vísitölunnar í ja
langt umfram væntingar
athygli veki hækkun á m
Meiri verðbólguhraði í janúar en vænst hafði verið
4% verðbólga á
ASÍ segir verðlækkanir í kjölfar verðstríðs lágvöruv
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is '%(!!
)*)
++,-.
'%(!!
)*)
%
(
++,-.
%
%
%
;45
;(