Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um málefni eldri borgaranna að und- anförnu. Ekki að ástæðulausu, því illa hefur gengið að manna störf í heim- ilishjálp og heimahjúkrunin er naum- lega mönnuð. Málefni aldraðra eru annars vegar mál sveit- arfélaga sem bjóða upp á félagsstarf og heim- ilishjálp og hins vegar mál ríkisvaldsins og þá heilsugæslunnar fyrst og fremst sem annast heimahjúkrun og grein- ingu á þörfum og vist- unarmati. Í lok ársins 2005 voru íbúar 67 ára og eldri í bænum samtals nær 2.900 talsins og hafði fjölgað um eitt hundrað frá árinu áður. Í hverj- um árgangi 67–74 ára eru að með- altali 180 manns, 82 karlar á móti 98 konum. Oft eru þessir aðilar við góða heilsu og þiggja jafnvel ekki þjónustu af sveitarfélaginu. Nokkur hópur þeirra er í fullri vinnu. En þegar ofar dregur í aldri er fjöldinn að meðaltali nær 160 á aldursbilinu 75–79 ára, 68 karlar á móti 89 konum. Sá aldurs- hópur hefur vaxandi þörf fyrir heim- ilishjálp og jafnvel hjúkrun. Þegar Kópavogsbúar, 80 ára og eldri, eru skoðaðir kemur í ljós að þeir eru um 80 í árgangi að meðaltali og kynja- hlutfallið 39 karlar á móti 43 konum. Elsti Kópavogsbúinn er 99 ára, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofunni 1. desember 2005. Fólkið sem byggði Kópavog Kópavogur byggði tilvist sína á draumi, draumnum um eigið húsnæði og búa fjölskyldu sinni trausta fram- tíð. Þurfa aldrei framar að hrekjast úr einni leiguíbúðinni í aðra, heldur verða sjálfs sín herra í húsnæðis- málum. Það eru ófáar sögur frá sjötta ára- tugnum um fjölskyldufeður sem hjól- uðu eða jafnvel gengu suður í Kópa- vog til að byggja, með naglapakka eða spýtur í fórum sínum. Kvöld eftir kvöld fóru þessir frumbyggjar í Kópavoginn og reistu sín hús og yrktu jörðina í sveita síns andlits, full- ir tilhlökkunar þegar hægt væri að flytja inn með fjölskylduna. Íbúa- fjölgunin kallaði á skóla, verslanir, kirkju og aðra þjónustu. Þetta eru þeir íbúar Kópa- vogs sem ruddu okkur hinum brautina. Margir þessara frumbyggja létu aftur til sín taka á áttunda áratugnum og stofnuðu Sunnuhlíðarsamtökin, til að byggja hjúkrunarheimili yfir lasburða og aldraða Kópavogsbúa. Hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð var fyrst og fremst byggt fyrir samskotafé fyrir nær 30 árum. Að geta búið heima Eldri borgarar hafa notið heim- ilishjálpar í Kópavogi um margra áratuga skeið. Á síðasta ári nýttu um 600 manns sér heimilishjálpina. Í þeim hópi eru bæði sjúklingar, fatl- aðir og aldraðir. Nú í haust hefur ver- ið hörgull á starfsfólki í þessa þjón- ustu og vantar starfsfólk í tvö til þrjú stöðugildi að jafnaði. Í slíku ástandi er reynt að gera það allra nauðsyn- legasta fyrir alla, en ekki er meira en svo að það sé hægt. Hvað getur sveitarfélagið gert til að tryggja öldruðum öruggt ævikvöld heima? Í fyrsta lagi þarf að stórefla heim- ilishjálpina og gera hinum fullorðnu þannig kleift að búa heima með stuðningi sem slík stoðþjónusta felur í sér. Í öðru lagi þarf að samræma betur en nú er starf heilsugæslunnar ann- ars vegar og félagsþjónustunnar hins vegar. Einn liður í því er að heilsu- gæslan flytjist til sveitarfélaganna. Þá fyrst geta sveitarfélögin sett fram markvissari áætlanir í uppbyggingu þjónustu fyrir þennan aldurshóp. Til að gera starfskjör þessara tveggja starfshópa aðlaðandi þarf að taka til endurskoðunar ráðningarkjör þeirra og starfsaðstæður. Má minna á heitar umræður um laun og bif- reiðahlunnindi sjúkraliða í heima- hjúkrun fyrir nokkru, þegar bíla- styrkur var tekinn af þeim en fjárfest í bílum í eigu heilsugæslunnar. Sér- staklega vakti það athygli mína að starfsfólk í heimilishjálpinni fær strætisvagnamiða til að komast á milli staða og nýtur engra annarra bifreiðahlunninda, né fær að nota leigubíla. Það er vandasamt verk að hlúa að öðrum, hvort heldur um er að ræða börn, fullorðna eða aldraða. Velferðarkerfið þarf að byrja ofan frá. Ef við geymum gamla fólkið frammi á gangi höfum við ekki efni á að kalla okkur velferðarþjóðfélag. Eldri borgarar í Kópavogi Eftir Jóhönnu Thorsteinson ’Ef við geymum gamlafólkið frammi á gangi höfum við ekki efni á að kalla okkur vel- ferðarþjóðfélag.‘ Jóhanna Thorsteinson Höfundur er leikskólastjóri og varabæjarfulltrúi í Kópavogi, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur EINS og réttilega hefur komið fram í fjölmiðlum að undanförnu er skortur á dagforeldrum á höfuðborg- arsvæðinu. Þensla á atvinnumarkaði hefur freistað margra dagforeldra sem sjá hag sínum betur borgið í öðr- um störfum. Reykjavíkurborg hefur m.a. brugðist við vandanum með því að hækka niðurgreiðslur til dagfor- eldra verulega eða um 33–50% á mán- uði og tók sú hækkun gildi um áramótin. Að sögn fulltrúa í stjórn Barnavistunar, sam- taka dagforeldra, hafði sú ráðstöfun áhrif á dagforeldra sem höfðu hugsað sér til hreyf- ings en munu nú halda áfram störfum. Í ágætri grein Mar- grétar Sveinbjörns- dóttur sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 12. jan- úar sl. kemur fram gagnrýni á að yfirlit skorti yfir þann fjölda barna sem bíður nú eft- ir plássi hjá dagfor- eldrum. Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi og hlutverk Reykjavík- urborgar hefur verið að miðla upplýsingum til foreldra um nöfn dagforeldra sem eru með tilskilin leyfi en ekki að halda utan um biðlista hjá einstaka dagforeldri, líkt og hald- ið er utan um biðlista á leikskólum. Ég tek undir með Margréti að núver- andi fyrirkomulag sé gallað að því leyti að það bjóði ekki upp á heildar- skráningu þeirra sem bíða úrlausnar. Í því skyni að skerpa sýn okkar á stöðuna nú vil ég hvetja foreldra sem bíða eftir plássi fyrir börn sín hjá dagforeldrum til að láta okkur vita af sér með því að hringja í þjónustu- miðstöð síns hverfis. Hægt er að fá upplýsingar um símanúmer og nöfn á daggæsluráðgjöfum og þjónustu- fulltrúum í upplýsinganúmerinu 4111111. Um helgina munum við auglýsa námskeið fyrir verðandi dagforeldra og munu auglýsingar birtast í dagblöðum, ljósvakamiðlum og á veggspjöldum víða um borg. Við vonumst til þess að okkur takist að kveikja áhuga fólks á þessum mikilvægu og gefandi störfum. Eftir þær hækkanir sem urðu um áramótin hafa launakjörin batnað verulega, einnig hefur skattstjóri hækkað við- miðunarmörk vegna leyfilegs frádráttar á útlögðum kostnaði. Staða dagforeldra í Reykjavík er því orðin allt önnur í dag en hún var í byrjun hausts. En betur má ef duga skal og vil ég að end- ingu leggja áherslu á hversu brýnt er að tryggja að foreldrar geti sinnt skyldum sínum á vinnu- markaði í þeirri öruggu vissu að börnin þeirra séu í góðum höndum dagforeldra. Nýir dagforeldrar boðnir velkomnir Regína Ásvaldsdóttir fjallar um dagvistarmál Regína Ásvaldsdóttir ’… vil ég hvetjaforeldra sem bíða úrlausnar að láta okkur vita af sér …‘ Höfundur er sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar. bílar og hús. Þjórsárver hafa verið til í mörg hundruð eða þúsund ár og ef við spillum þeim ekki með því að veita Þjórsá í burtu og þurrka upp stóran hluta þeirra, má gera ráð fyr- ir að þau verði til í nokkur hundruð eða þúsund ár í viðbót. Og miðað við aukna ásókn í óspillta náttúru, m.a. vegna þess að hún verður sí- fellt fágætari, rýrna verin ekki að verðgildi með tímanum. Þvert á móti eykst verðmæti þeirra. En gott og vel, segjum þá að fyrir svona fjárfestingu væri eðlilegt að lána til 100 ára á 4% vöxtum. Þá yrðu árlegar af- borganir af 20.000 króna láni 816 krónur. Og hver er svo af- raksturinn þegar lánið hefur verið greitt upp? Stórkostleg náttúra. Og ekki bara stórkost- lega náttúra heldur miklu meira. Þeir sem búa á Íslandi við upphaf 22. aldar geta sagt: „Íslensk náttúra er sér- stök“, í fullvissu þess að það sem þeir segja er satt. Og ekki nóg með það, heldur geta þeir sagt: „Ísland er sérstakt.“ Svo mun kannski ein- hver bæta við: „Og þess vegna er ég stolt(ur) af því að vera Íslendingur.“ En hvað ef við stíflum Þjórsá og veitum henni framhjá verunum? Jú, þá má framleiða töluvert af raf- magni, nóg til að knýja 1⁄6 af nútíma- álveri eins og því sem verið er að reisa við Reyðarfjörð. Og það má gera Ísland að örlítið álitlegri fjár- festingarkosti fyrir erlend stórfyr- irtæki á borð við Alcoa og Alcan. Er það sú tilvera sem við óskum okkur? Segjum við: „Á Íslandi er ódýrt raf- Í SJÓNVARPSÞÆTTINUM Kastljósi 5. janúar sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að það myndi kosta Landsvirkjun 6 milljarða að virkja ekki við Þjórsárver, þ.e. það myndi vera 6 milljörðum dýrara fyrir Landsvirkjun að fara ekki í Norð- lingaölduveitu og virkja heldur ann- ars staðar. Þetta virðist vera nokkuð há upphæð, að minnsta kosti fyrir venjulegan launamann. Og þess vegna vill Landsvirkjun endilega fara í þessar framkvæmdir. En hvers virði eru Þjórsárver? Eru 6 milljarðar sanngjarnt verð? Hugsum okkur að Íslendingum byðist að kaupa Þjórsárver (ekki bara friðlandið, heldur þá nátt- úruheild sem nær langt út fyrir mörk friðlandsins) til að stofna þar þjóðgarð. Verin stæðu alveg undir því: gróðurinn er fjölbreyttur og gróskumikill, vistgerðirnar sér- stakar, fuglalífið ríkulegt og öll um- gjörðin er stórbrotin. Og segjum að verðið sé 6 milljarðar. Það eru þá 20.000 krónur á mann. Það er engin óskapleg upphæð, en þó munar margan venjulegan launamanninn um 20.000 krónur. Kannski mætti fá lán? Hvað væri þá eðlilegt að lána til langs tíma fyrir svona fjárfestingu? Ef lánstími tekur mið af ending- artíma þess sem kaupa á, væri kannski eðlilegt að lánið yrði greitt upp á nokkur hundruð árum. Það er þumalfingursregla að verðfella vélar og tæki um 10% á ári en húsnæði eitthvað minna. Það kallast af- skriftir. Þess vegna eru bílalán veitt til nokkurra ára og húsnæðislán til allt að 40 ára. En hvað með óspillta náttúru? Hún er reyndar þess eðlis að hún gengur ekki úr sér eins og magn“ og fyllumst stolti yfir því að vera Íslendingar. Og er þetta það veganesti sem við viljum gefa börn- unum okkar? Því miður verður þetta veganesti e.t.v. uppurið þegar kem- ur að barnabörnunum því líftími set- lónanna við upptök Þjórsár er tak- markaður. Ef við lítum á málið frá þessum sjónarhóli, eru 6 milljarðar ekki há upphæð. Hver vildi ekki borga 816 krónur á ári til þess að Þjórsárver geti orðið sameign þjóð- arinnar og sú stór- brotna náttúra sem þar er að finna geti fengið að dafna í friði, og til að geta arfleitt börnin sín að þessum verðmætum, og barnabörnin. En þessi möguleiki stendur okkur ekki til boða. Það er ekki hægt að selja Þjórsárver og við, fólkið í landinu, getum ekki keypt þau. Það getur enginn keypt þau. En þó má spilla þeim endurgjaldslaust. Og það er búið að gera uppkast að leyfi fyrir slíkum spjöllum, það var gert með sérlögum um raforkuver sem voru samþykkt á Alþingi á síð- asta ári. Þess vegna hefur Valgerður Sverrisdóttir sagt að ekki sé hægt að meina Landsvirkjun að virkja við Þjórsárver öðruvísi en að greiða fyr- irtækinu einhverjar bætur. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt hjá Val- gerði, en jafnvel þótt svo væri, þá legg ég til að hætt verði við að virkja við Þjórsárver. Þjórsárver eru ein- faldlega þess virði. Þjórsárver – hagkvæm fjárfesting Ólafur Páll Jónsson skrifar um náttúruvernd Ólafur Páll Jónsson ’… þá legg égtil að hætt verði við að virkja við Þjórsárver.‘ Höfundur er lektor í heimspeki og stjórnarmaður í Náttúru- verndarsamtökum Íslands. STERK fjárhagsstaða bæjar- félags er lykill að metnaðarfullri upp- byggingu, tækifæri framkvæmda en einnig stoð sem við íbúar bæj- arfélagsins viljum vita af. Traustur fjárhagur Garðabæjar veitir ör- yggi og tryggir festu í fastan rekstur óháð ár- ferði. Fræðslu- og upp- eldismál eru sá mála- flokkur sem mestum útgjöldum er varið til hér í Garðabæ og er heildarfjárveiting til málaflokksins árið 2006, 56,9% af heildar- útgjöldum aðalsjóðs bæjarins. Skóla- mál í Garðabæ hafa enda verið í þeim farvegi að til bæjarins hefur verið horft sem fyrirmyndar. Bæjarbúar vilja tryggja að áfram verði búið á þennan hátt að málaflokkum sem falla undir verksvið sveitarfélagsins og eru tekjur bæjarfélagsins for- senda þess. Jafnframt er það hagur allra íbúa að halda álögum í lág- marki. Hér þarf að feta hinn gullna meðalveg, svo tryggja megi allra hag. Fasteignaskattsprósenta á íbúðar- húsnæði í Garðabæ hefur verið ákveðin 0,24% af fasteignamati á árinu 2006 og er hér um lækkun að ræða frá árinu áður sem á að tryggja að ekki verði hækkun fasteigna- gjalda hér í Garðabæ þrátt fyrir hækkun fasteignamats. Útsvar var ákveðið 12,46% og er það lægsta út- svar á höfuðborgarsvæðinu að frá- töldu Seltjarnarnesi þar sem það er 12,35%. Mikilvægt er að við tryggj- um að Garðabær verði ávallt í forystu meðal sveitarfélaga á þessu sviði. Þá er afar brýnt að tryggja hag eldri borgara í þessu efni en árið 2006 lækkar fasteignaskatt- ur þeirra um fasta fjár- hæð sem nemur 41.100 krónum. Fast- eignagjöld á atvinnu- húsnæði eru 1,45% af fasteignamati og hafa lækkað frá því í fyrra. Enn getum við þó gert betur til að koma til móts við atvinnurek- endur í bænum enda mun þeim fjölga mjög með uppbygg- ingu sem fyrirhuguð er í bænum bæði í Kauptúni og nýjum miðbæ. Það er vandasamt að tryggja upp- byggingu en jafnframt stöðugleika í fjárhag bæjarins og lágar álögur en það er sú sýn sem ég mun beita mér fyrir fái ég stuðning í 4. sæti í próf- kjöri okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ. Ég vil stuðla að því að allir hópar samfélagsins geti búið við kjöraðstæður í Garðabæ með tilliti til þjónustu og útgjalda. Þannig getum við stolt tryggt ánægju og vellíðan allra íbúa. Styrk fjármála- stjórn í Garðabæ Eftir Ragnýju Þóru Guðjohnsen ’Í Garðabæ eru kjör-aðstæður fyrir alla íbúa með tilliti til þjónustu og útgjalda.‘ Ragný Þ. Guðjohnsen Höfundur er lögfræðingur, vara- bæjarfulltrúi í Garðabæ, situr í byggingarnefnd Garðabæjar, er formaður forvarnarnefndar, starfar sem framkvæmdastjóri lækninga- fyrirtækisins Sjónlag hf. og gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. TENGLAR .............................................. www.ragny.is Prófkjör Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.