Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Árni Jón Guð-mundsson fædd-
ist á Sauðárkróki
19. janúar 1968.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 8. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Guðmundur Árna-
son frá Gnýstöðum
á Vatnsnesi, f. 14.6.
1927, og Hildigunn-
ur Magnea Jó-
hannsdóttir frá
Bálkastöðum í
Torfustaðahreppi, f. 7.8. 1940, d.
1.1. 1996. Systur Árna Jóns eru
Sesselja Guðmundsdóttir, f. 26.6.
1957, maki Rúnar Berg Jóhanns-
son, f. 2.6. 1957, þau búa á
Skagaströnd og Guðrún, f. 7.6.
1962, maki Quentin Bates, f. 27.1.
1962, þau búa í Englandi.
Árni Jón hóf í apríl 1989 sam-
búð með Herdísi Sigríðardóttur,
f. 10.7. 1967. Þau eiga fimm börn
saman, en fyrir átti Herdís son,
Einar Karl Héðinsson, f. 19.12.
1985. Börn Árna Jóns og Her-
dísar eru: Sigríður
Ragna, f. 24.2.
1990, Sólveig Lára,
f. 9.5. 1991, Guð-
mundur, f. 29.6.
1996, Helgi Sven, f.
23.2. 2001, og Pétur
Atli, f. 17.6. 2003.
Árni Jón og Herdís
gengu í hjónaband
22. ágúst síðastlið-
inn.
Árni Jón ólst upp
á Skagaströnd og
eftir skólagöngu
hóf hann störf hjá
Hólanesi hf. í almennri fisk-
vinnslu, þá starfaði hann við gerð
Blönduvirkjunar og þá hjá Véla-
verkstæði Karls Berndsens á
Skagaströnd. Árið 1995 fluttist
Árni Jón til Reykjavíkur og starf-
aði þar lengst af í Hampiðjunni
og síðan hjá Gjörva. Síðast starf-
aði hann hjá Íslenska gámafélag-
inu þar til hann lét af störfum
vegna veikinda sinna.
Árni Jón verður jarðsunginn
frá Seljakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Sunnudagskvöldið kl. 23.25, 8. jan-
úar lést Árni Jón pabbi minn, hann
var búin að vera veikur síðan í ágúst
2005.
Þetta hefur verið erfiður tími fyrir
alla í kringum hann.
Hann var baráttumaður, það var
ekki gert ráð fyrir að hann myndi lifa
út mánuðinn, hann hélt út í 4 mánuði,
sem í mínum augum getur ekki kall-
ast annað en kraftaverk.
Pabbi minn var alveg yndislegur
maður og gerði allt til að láta okkur
systkinunum líða sem best og hann
gaf okkur eiginlega allt sem við vild-
um. Þó svo að hann væri lesblindur
gat hann gert hluti sem enginn ann-
ar getur gert. Hann menntaði sig
sjálfur í að gera við bíla og vann allt-
af sína vinnu. Hann var rosalega
duglegur maður og góður maður.
Ég elska pabba minn og mun alltaf
gera, það mun aldrei koma maður í
hans stað, ég gæti aldrei talað við
annan mann eins og ég talaði við
hann pabba minn.
Pabbi var án efa besti pabbi í
heimi fyrir mér.
Ég elska þig pabbi og mun alltaf
gera, ég mun aldrei gleyma þér.
Þín dóttir
Sigríður Ragna.
Elsku pabbi, það var alltaf svo
gott að faðma þig, alltaf svo fínt að
tala við þig, þótt við rifumst stund-
um, en við áttum góðar stundir sam-
an líka.
Ég á eftir að sakna þín svo mikið,
þú átt aldrei eftir að vera hjá okkur
aftur, t.d. að elda fyrir okkur, og
vera hjá okkur á kvöldin að horfa á
sjónvarpið.
Takk fyrir allar æðislegu stund-
irnar, elsku pabbi minn, og hvíldu í
friði, elsku pabbi minn.
Þín dóttir
Sólveig Lára.
Elsku Árni Jón. Það hvarflaði ekki
að okkur í sumar að við ættum eftir
að skrifa minningargrein um þig
svona fljótt, Árni minn, þó svo að þín
veikindi hafi verið þess eðlis að ekki
hlytist bati. Okkar samskipti voru
ætíð á jákvæðu nótunum. Allt frá því
að þú kynntist Herdísi hefur fjöl-
skyldan alltaf verið í fyrsta sæti hjá
þér. Í frístundum þínum dundaðir þú
þér við að gera upp gamla bíla og
fara í veiði með börnin.
Elsku Árni, við þökkum þér greið-
viknina í gegnum árin. Þú varst allt-
af tilbúinn að hjálpa öðrum.
Elsku Herdís, við vottum þér og
börnunum okkar dýpstu samúð og
sendum Guðmundi, Sesselju, Guð-
rúnu og fjölskyldum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.Guð gefi ykkur
öllum styrk á þessum erfiðu tímum.
Jónas, Hrefna og börn,
Halldór Geir, Jóhanna Ebba,
og Sigríður tengdamamma.
Nú ertu farinn yfir móðuna miklu,
Árni minn, og öll orð virðast vera
óskaplega fátækleg. En kannski
ekki, ef til vill þegar orðin eru lesin
þá vakna bænir og hlýjar hugsanir
þeim til handa sem eiga um sárt að
binda.
Það er mér heiður að hafa þekkt
þig. Alveg frá fyrstu viðkynningu
var ljóst að við áttum margt sameig-
inlegt. Báðir vorum við mikið í sveit
sem strákar og náttúrubörn inn að
beini. Við töluðum líkt tungumál –
það var oft fyndið að sjá framan í
okkar nánustu þegar við sátum og
töluðum um forystufé, sauðaliti eða
eitthvað álíka og allir eitt stórt
spurningarmerki í framan. Ég hafði
mikið yndi af sögunum þínum. Þú
varst mikill sögumaður og stálminn-
ugur á fólk og staði. Enda komstu
víða við á stuttri ævi. Starfaðir við
virkjanir, bílaviðgerðir, skipavið-
gerðir, vörubílaakstur og fleira.
Oft lentir þú kröppum dansi við
hinar ýmsu aðstæður og tókst á við
þær af hugrekki og dugnaði. Mig
langar að segja eina sögu af þér. Í
nokkur ár starfaðir þú við skipavið-
gerðir. Eitt sinn þegar þú varst að
logsjóða um borð í frystitogara í
Reykjavíkurhöfn lentir þú í því að
lokast niðri í tanki á neðsta þilfari
þegar eldur varnaði þér og félaga
þínum útgöngu. Það situr fast í mér
hvernig þú sagðir mér frá því að þú
hefðir sest niður og hugsað að núna
væri þetta búið. En þú varst æðru-
laus, hugsaðir til Herdísar þinnar og
barnanna ykkar og fékkst einhvern
aukamátt og þá var máttur þinn orð-
inn mikill því þú varst heljarmenni af
guðs náð. Við illan leik braustu í
gegnum reyk og eld með félaga þinn
upp úr þessum tóma tanki og upp á
bryggju þar sem slökkviliðið var
mætt á staðinn. Þeir urðu bara hálf-
hræddir við að sjá þennan stóra
mann koma sótsvartan í framan með
félaga sinn. En svona varst þú, Árni
minn – bestur á raunastund.
Það er erfitt að horfa á eftir þér í
blóma lífsins, elsku Árni. Þú sem
hafðir svo mörg járn í eldinum og
gafst ekki tími til að hrinda mörgu af
því í framkvæmd. En ég vona svo
innilega og er sannfærður um að þar
sem þú ert núna er fullt af torfæruj-
eppum og hestastússi. Ég dáðist oft
að þér hvað bílaviðgerðir léku í
höndunum á þér og ég veit að þú
naust þess til hins ýtrasta að komast
í hestaréttir norður í land á hverju
ári. Þá vona ég innilega að þú getir
rennt fyrir silung og bryggjuufsa
þar sem þú ert núna, en þú varst ein-
staklega duglegur að fara með
krakkana þína í veiðiferðir þegar þér
gafst tími til. Við eigum góðar minn-
ingar frá Þingvallavatni.
Minningin um þig lifir, elsku Árni,
og við sjáumst síðar. Nú er góður
drengur, eiginmaður, faðir, bróðir,
sonur og vinur horfinn á braut.
Elsku Herdís, Einar Karl, Sigríð-
ur Ragna, Sólveig Lára, Guðmund-
ur, Sveinn Helgi og Pétur Atli. Ég og
Grace vottum ykkur okkar dýpstu
samúð á þessari raunastund. Guð
gefi ykkur styrk til að takast á við
sorgina. Mér þykir innilega vænt um
ykkur.
Sesselja og Guðrún, megi bróðir
ykkar hvíla í friði og Guð gefa ykkur
styrk í sorginni. Guðmundur, ég
votta þér mína allra dýpstu samúð
vegna fráfalls sonar þíns. Öllum öðr-
um ættingjum, vinum, vinnufélögum
og öðrum aðstandendum votta ég
samúð mína.
Jón Halldór.
Með nokkrum orðum ætla ég að
kveðja vin minn Árna Jón Guð-
mundsson sem féll frá langt fyrir
aldur fram eftir erfiða og ósann-
gjarna baráttu við ólæknandi sjúk-
dóm. Það var í byrjun september sl.
að Árni hringdi í mig og sagði mér
frá veikindum sínum, mér var rosa-
lega brugðið.
Við töluðum lengi saman. Hann
talaði mikið um þann tíma er við vor-
um litlir drengir og lékum okkur
saman á Skagaströnd en ekki um
veikindi sín því að hann ætlaði sér að
hafa betur. Við áttum heima í sömu
götu og mikill samgangur var á milli
okkar fjölskyldna enda mamma mín
og mamma hans, hún Hildigunnur
mín, bestu vinkonur, blessuð sé
minning hennar. Það var Árna og
fjölskyldu hans mikið áfall er Hildi-
gunnur lést fyrir 10 árum síðan. Þeg-
ar þú, Árni, byrjaðir að tala um
gömlu góðu dagana kom í ljós einn af
þínum frábæru eiginleikum, þú
mundir allt svo vel og sagðir svo
skemmtilega frá og gerðir allar sög-
unar svo ljóslifandi. Það kom mér
sérstaklega á óvart hvað þú mundir
þetta allt rosalega vel. Þú rifjaðir svo
margt upp, t.d. þegar við vorum um
10–12 ára gamlir, pabbi þinn var að
koma úr siglingu og gaf okkur töfl og
bað mig að kenna þér skák. Hvað við
vorum oft út á sjó með afa mínum og
það fannst okkur svo gaman, að fá að
róa á skektunni hans afa, þar kom
strax í ljós hvaða krafta þú hafðir. Þú
varst gríðarlega sterkur frá náttúr-
unnar hendi, þó að ég væri tveimur
árum eldri hafðir þú leikandi við
mér. Þú varst alltaf mikið fyrir bíla,
hlóst innilega þegar þú rifjaðir það
upp þegar við æfðum okkur að keyra
á bílnum hans afa, þessi bíll varð síð-
an fyrsti bíllinn minn og síðan keypt-
ir þú bílinn af mér þegar þú varst 15
ára gamall.
Akstur stórra bíla og ýmis járn-
smíði voru seinna þau störf sem Árni
vann við. Um hreysti hans Árna eru
til margar sögur. Þegar hann vann á
Skagaströnd, hjá Vélaverkstæði
Karls Berndsen, var eitt sinn verið
að vinna í slippnum. Það var einhver
vandræðagangur við það að setja
stýri á 60 tonna bát sem hann og
Karl voru að vinna við. Engan krana-
bíl var hægt að fá nógu fljótt því bát-
urinn átti að fara niður. Árni gerði
sér lítið fyrir og lyfti stýrinu einn og
kom því fyrir á sínum stað. Karl varð
kjaftstopp, sem gerðist sjaldan, enda
stýrið um 200 kg. Eitt sinn er þeir
hjá Vélaverkstæði KB voru að vinna
við túrbínur í Blönduvirkjun var
Karl beðinn um að senda mann sem
kynni líka á lyftara, Karl sendi Árna.
Þegar verkinu var lokið kom sá sem
hafði óskað eftir þjónustunni til
Skagastrandar og sagði við Karl að
hann hefði beðið um mann sem kynni
á lyftara en ekki beðið um LYFT-
ARA. Þeir á verkstæðinu töluðu oft
um hversu minnugur Árni var. Þeg-
ar hann var sendur í verk að taka í
sundur hluti sem hann hafði gert ein-
hvern tíma áður mundi hann ná-
kvæmlega hvernig hann hafði gert
það og hvaða verkfæri ætti að nota,
eins það hefði verið vistað í minni
hans.
Þessi tími var honum mjög hug-
leikinn og talaði hann oftast um
þessa tíma þegar ég kom og heim-
sótti hann á líknardeildina með
Gunnlaugi frænda hans eða þá þegar
við töluðumst við í síma. Það var um
miðjan október sl. sem þú talaðir við
mig um að skoða með þér bílskúr eða
aðstöðu, sem þú hafðir hugsað þér að
nota við að laga bíla og dunda í með
litlu strákunum þínum þegar þú
kæmir heim. Ég bað þig um að
hringja strax í mig þegar þú treystir
þér til að fara í bíltúr svo við gætum
skoða okkur um, en því miður kom
ekki til þessarar ökuferðar en eitt er
víst að við eigum eftir að keyra sam-
an síðar, vinur minn.
Ég mun geyma þessar dýrmætu
minningar um góðar stundir og um
góðan dreng.
Árni minn, nú þegar þú kveður
þennan heim skilur þú eftir þig fjár-
sjóð sem eru börnin þín fimm, Sigríði
Rögnu, Sólveigu Láru, Guðmund,
Helga Sven og Pétur Atla. Ég bið
góðan Guð um að styrkja þau, konu
þína Herdísi, fósturson þinn Einar
Karl, föður þinn Guðmund, systur
þínar þær Sessí og Guðrúnu og fjöl-
skyldur þeirra.
Hendrik Berndsen.
ÁRNI JÓN
GUÐMUNDSSON
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför okkar elskulegu
AÐALBJARGAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Mosfelli,
Hlíðarvegi 46,
Kópavogi.
Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir,
Sif Bjarnadóttir, Hilmir Þór og Ásbjörn Ibssynir,
Ýr Þórðardóttir, Hlynur Þórisson,
Bjarni Bjarkason, Þóra Björk Gísladóttir,
Vilborg Bjarkadóttir, Guðmundur Bjarkason,
Aðalbjörg Egilsdóttir, Óskírður Hlynsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, dóttur og ömmu,
INGIBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR,
Starengi 28,
Reykjavík.
Kristján Daníelsson,
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Dagný Kristjánsdóttir, Jónas B. Jónasson,
Silvía Kristjánsdóttir,
Ólína Elínborg Kristleifsdóttir
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
VÍKINGUR GUÐMUNDSSON,
Grænhóli,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að
kvöldi miðvikudagsins 11. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Bergþóra Sigríður Sölvadóttir,
Arnbjörg A. Guðmundsdóttir, Gunnar Sigurðsson,
Guðmundur Víkingsson, Sóley Jóhannsdóttir,
Vignir Víkingsson, Hildur Stefánsdóttir,
Sölvi Rúnar Víkingsson,
Elín Margrét Víkingsdóttir,
Jón Víkingsson, Erna Valdís Sigurðardóttir,
Guðný Sigríður Víkingsdóttir, Pétur V. Pálmason,
Gunnar Víkingsson,
Þórunn Hyrna Víkingsdóttir,
afabörn og langafabörn.