Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Lúðvík G. Jóns-son fæddist í
Keflavík 15. ágúst
1916. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 4. jan-
úar síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Kristins Magnús-
sonar, f. 1.6. 1892,
d. 7.1. 1969 og Hall-
dóru Jósepsdóttur,
f. 24.9. 1895, d. 7.1.
1966. Bræður Lúð-
víks eru fjórir, Pét-
ur, f. 22.9. 1919, d. 23.10. 1999,
Ingibergur, f. 5.6. 1922, Magnús,
f. 21.1. 1925, og Garðar, f. 7.11.
1928.
Lúðvík kvæntist hinn 20.11.
1937 Jennýju Olgu Jónsson, f.
4.10. 1905, d. 28.9. 1945. Dóttir
þeirra er Elísabet, f. 20.3. 1939,
maki Eggert Sigurðsson, f. 9.2.
1938, d. 28.12. 2002. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún, maki Kristján
Guðmundsson, þau eiga fjögur
börn. 2) Lúðvík, maki Agnes Frið-
tvær dætur. 4) Eðvald, maki Guð-
rún Þorkelsdóttir, þau eiga eina
dóttur, fyrir átti Guðrún einn son.
5) Jóna Birna, maki Unnar Sig-
urðsson, þau eiga einn son.
Lúðvík og Helga eiga einn son,
Eðvald Lúðvíksson, f. 25.7. 1954,
maki Sigríður Sigurðardóttir, f.
5.7. 1956, þau eiga tvo syni: Elm-
ar og Garðar. Fyrir átti Eðvald
tvo syni: a) Jón Halldór, maki Sig-
urbjög Jónsdóttir, þau eiga einn
son, og b) Karl, sambýliskona
Kristín Ósk Leifsdóttir.
Lúðvík og Helga bjuggu lengst
af á Hafnargötu 47 í Keflavík, síð-
an í Miðgarði 16 og þá á Aðalgötu
5. Síðustu 3 árin hafa þau verið
búsett að elliheimilinu Hlévangi.
Lúðvík vann lengst af sem vöru-
bílstjóri og var einn af stofnend-
um Vörubílastöðvar Keflavíkur.
Um tíma starfaði hann sem lög-
regluþjónn á Keflavíkurflugvelli
og einnig hjá Olíufélaginu Esso á
Keflavíkurflugvelli. Síðustu
starfsárin var hann hafnarvörður
hjá Keflavíkurhöfn. Lúðvík var
heiðursfélagi í Rotaryklúbb
Keflavíkur og hann starfaði í
safnaðarnefnd Keflavíkurkirkju í
mörg ár.
Útför Lúðvíks verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
riksdóttir, þau eiga
eina dóttur, en fyrir
átti Lúðvik tvær
dætur og Agnes einn
son. 3) Jón Halldór,
f. 9.1. 1969, d. 24.10.
1969. 4) Jenný, maki
Gunnar Þormarsson,
þau eiga eina dóttur
en Jenný átti eina
dóttur fyrir. 5)
Helga, maki Bragi P.
Sigurðsson, þau eiga
eina dóttur en Bragi
á tvö börn fyrir.
Hinn 4.7. 1948
kvæntist Lúðvík Helgu Jónsdóttur
frá Garðstöðum í Vestmannaeyj-
um, f. 20.8. 1917. Sonur Helgu og
uppeldissonur Lúðvíks er Ragnar
Eðvaldsson, f. 6.11. 1940, maki
Ásdís Þorsteinsdóttir, f. 12.3.
1942. Þau eiga fimm börn, þau
eru: 1) Helga, maki Óskar Þór-
mundsson, Helga á tvö börn fyrir
og Óskar þrjú börn. 2) Steina Þór-
ey, maki Helgi Eðvarðsson, þau
eiga tvo syni. 3) Anna Margrét,
maki Óskar M. Jónsson, þau eiga
Það er erfitt að gera sér grein
fyrir því að fóstri skuli vera dáinn,
manni finnst svo ótrúlega stutt síð-
an hann var að vinna á vörubíl sín-
um við að sækja sand út á Reykja-
nes eða bruna inn á Höskuldar-
velli. Mokaði hann þessu öllu með
höndunum og notaði hann vana-
lega snjóskóflu við moksturinn,
sama hvort um var að ræða sand
eða bruna.
Hann gekk mér í föðurstað þeg-
ar ég var sjö ára. Þá sagði hann
mér margar sögur af fólki héðan af
skaganum og alltaf voru það sögur
af mönnum, sem höfðuðu til trú-
mennsku, góðmennsku eða heið-
arleika og áreiðanleika þeirra.
Þessa eiginleika tileinkaði hann sér
alla ævi.
Leitun er að öðru eins trygg-
lyndi og umhyggju. Þegar móðir
mín veiktist fyrir þremur árum, þá
ýtti hann öllu frá sér sem heitið
gat dægradvöl, eins og „púttið“, en
þar hafði hann unnið mörg verð-
laun og naut þess félagsskapar, til
að mæta hjá mömmu út á Garð-
vang. Það versta sem hann gat
hugsað sér núna eftir að hann
veiktist var að hann færi á undan
henni, þá klökknaði þessi sterki
maður.
Hann var kosinn til formennsku
til margra ára, þeirra á vörubíla-
stöðinni, og kom sér þá vel að hann
var harður í horn að taka, en samt
sanngjarn og tryggur í samningum
og það sem hann sagði það stóð.
Hann var mikill trúmaður og var
í sóknarnefnd Keflavíkurkirkju til
margra ára. Hann fékk mikla
huggun í trúnni.
Fóstri var með létta lund og
hafði gaman af að gantast við fólk,
sem hann þekkti, sérstaklega hafði
hann gaman af að gera að gamni
sínu við bræður sína. Hann las
mikið nú seinni ár og hafði hann
gaman af að segja skrítlur á sam-
komum á Garðvangi og Hlévangi
fólkinu þar.
Ég vil að lokum þakka mömmu
fyrir að hafa valið þennan mann til
að ganga mér í föðurstað, því betri
pabba, afa og langalangafa, hefði
ég ekki getað fengið.
Ég og mín fjölskylda munum
sakna hans mikið og viljum við
biðja góðan Guð að taka hann í
arma sína og hlúa að honum, eins
og við hefðum viljað gera svo
miklu lengur.
Ragnar Eðvaldsson.
Sæll afi minn, þá er komið að
kveðjustund. Maður vissi alltaf að
sá dagur kæmi sem þú myndir
kveðja þennan heim, þá sérstak-
lega þegar heilsu þinni fór að
hraka í haust. En þú hafðir dvalist
meira og minna á sjúkrahúsi síðan.
Á þeim tíma fór ég að búa mig
undir þann möguleika að þú mynd-
ir ekki ná þér að fullu og kæmir
ekki heim af sjúkrahúsinu. Von-
aðist ég þá eftir því að þessi hugs-
un mín myndi létta á sorginni þeg-
ar að kveðjustundinni kæmi. Ég
held að það sé alveg sama hversu
mikinn tíma maður myndi fá til að
sætta sig við hið óhjákvæmilega, þá
hefði aldrei verið hægt að koma í
veg fyrir þann söknuð sem ég ber
til þín.
Ástæðan fyrir þessum mikla
söknuði sem ég ber til þín er ein-
faldlega sú að þú hefur alltaf verið
mín helsta fyrirmynd og sá maður
sem ég vil líkjast í framtíðinni. Þó
ekki væri nema einn af þínum
helstu eiginleikum, góða skapið, já-
kvæðnin, lífskrafturinn eða þessi
ótrúlega mikla hlýja og góð-
mennska sem geislaði alltaf af þér.
Þessi góðmennska lýsir sér best
þegar ég heyri fólk segja „Lúlli,
Lúlli Dóru, betri mann finnur þú
ekki.“
Ég veit að allir þeir sem þig
þekkja eru á sama máli afi minn.
Ef ég kemst í hálftæring við þig í
þessum efnum þá get ég verið sátt-
ur við sjálfan mig.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta
og ég þakka þér fyrir þann tíma
sem við höfum átt saman í gegnum
árin.
Með söknuð í hjarta, þinn son-
arsonur
Karl.
Elsku afi.
Þegar við systkinin hugsum til
þín er það fyrsta sem kemur upp í
huga okkar virðingin sem við bár-
um fyrir þér. Elsku afi, það er
margs að minnast þegar við lítum
til baka og eru Krummshólaferð-
irnar ofarlega í hugar okkar, hvað
þið amma nutuð ykkar þar og vild-
uð helst hafa alla fjölskylduna með
ykkur og þar naust þú þín að
leggja net og veiða lax. Okkur
fannst forréttindi að fá að koma
með.
Ekki komum við að tómum kof-
anu þegar við komum til afa og
ömmu því nóg var af hlýju og faðm-
lögum svo að ekki sé minnst á
bakkelsið, best þótti okkur að fá
pönsur og heita súkkulaðið hennar
ömmu. Einnig munum við eftir þeg-
ar fólk spurði okkur hverra manna
við værum og var maður þá fljótur
að svara: Hann Lúlli Dóru er afi
minn, og þá vissu allir hverra
manna við vorum.
Einnig nutu börnin okkar góð-
vildar og hlýju sem þú áttir nóg af,
svo að ekki sé minnst á hvað alltaf
var góð lykt af honum afa.
Aðdáunarvert var hvað þið amma
vorum samstiga í öllu og sást það
best þegar að amma veiktist fyrir 3
árum hvað þú hugsaðir vel um hana
og sér hún nú á eftir þér og reyn-
um við nú sem eftir stöndum að
hugsa eins vel um ömmu og þú
gerðir.
Elsku afi, þegar við kveðjum þig
með miklum söknuði þökkum við
fyrir að hafa fengið að hafa þig svo
lengi hjá okkur og notið allrar
þinnar leiðsagnar í gegnum lífið.
Við vitum að pabbi okkar tekur vel
á móti þér.
Elsku afi, takk fyrir allt, þín afa-
börn,
Guðrún, Lúðvík, Jenný
og Helga.
Elsku langafi. Mér finnst erfitt
að trúa að þú sért farinn frá okkur,
þrátt fyrir að þú værir orðinn 89
ára. Án efa besti langafi í heimi.
Það var alltaf gaman að heimsækja
þig. Þar sem ég var sunddrottn-
ingin þín og átti að verða rosalega
góður læknir svo ég gæti læknað
þig og ömmu en því miður gat ég
það ekki, en mun reyna mitt besta
til að uppfylla draum minn um að
verða læknir til þess að hjálpa öðr-
um og ég veit að þú munt vaka yfir
mér og hjálpa mér í gegnum það.
Ég man ekki eftir mér án þess að
þú værir til staðar alltaf brosandi
og með rauða ópalið þitt. Á að-
fangadag varst þú svo rosalega
veikur að ég fór uppá sjúkrahús til
þess að kveðja þig, ég labbaði að
rúminu og gat ekki haldið aftur af
tárunum, þú áttir mjög erfitt með
hreyfingu en um leið og ég kom að
þér greipstu fast utan um mig og
horfðir í augun á mér og sagðir
Hvað er að Jóhanna mín? Ég sagði
þá við þig hágrátandi að ég væri
bara svo ánægð að sjá þig, og var
það auðvitað satt en ég var svo
sorgmædd því þú varst orðinn svo
veikur. Ég á ótal yndislegar minn-
ingar með þér og tæki það marga
daga að þylja þær upp.
Elsku afi minn, ég mun aldrei
gleyma þér og þú átt mjög stóran
stað í hjarta mínu. Ég veit að þú
ert á góðum stað núna og veit ég að
þú munt vaka yfir okkur þangað til
að við hittumst á ný.
Ég elska þig.
Jóhanna Sigríður.
Það fór þá svo að þú kvaddir á
undan ömmu. Ég á svo margar
minningar um þig, ég gleymi aldrei
ferðunum í kringum landið, ég, þú
og amma með Jónas og fjölskyldu í
kassettutækinu. Öll skiptin sem þú
leyfðir mér að vinna þig í Olsen
Olsen. Heimsóknunum til þín í
hafnarskúrinn við höfnina í Njarð-
vík. Allir Tomma og Jenna þætt-
irnir sem við sátum og horfðum á
og þú grést bókstaflega úr hlátri og
ég hló að þér. Öllum púttmótunum
sem þú vannst. Þegar þú keyrðir
mig á hverjum morgni, í rauða
Renault 19 bílnum þínum, í vinnuna
svo ég yrði ekki of seinn.
Ég veit ekki hvort ég hef sagt
þér nógu oft hvað þú gafst mér
mikið og að mér þykir óendanlega
vænt um þig. Án þín væri ég ekki
orðinn að þeim manni sem ég er í
dag. Það voru forréttindi að eiga
þig að.
Takk fyrir allt. Guð geymi þig.
Þinn
Jón Halldór.
Elsku afi, nú ertu horfinn á
braut. Ekki hefði okkur grunað það
t.d. í fyrrasumar að þú myndir fara
á undan ömmu, en svona er nú lífið
óútreiknanlegt. Það var gott að
eiga þig sem afa. Þú varst í senn
ljúfur, skemmtilegur en samt gastu
verið ákveðinn við okkur krakkana.
Það var gaman að fá að alast upp í
kjallaranum á Hafnargötunni og
geta alltaf hlaupið upp til ömmu og
afa. Þú og amma voruð dugleg að
leyfa okkur systrunum að gera ým-
islegt, eins og að greiða hárið,
nudda fæturna og klippa á ykkur
táneglurnar. Það gat nú oft verið
erfitt, sérstaklega á þér, afi.
Kannski áhuginn hjá Helgu hafi
kviknað þá. Það voru ófá skiptin
sem við fórum með ykkur á
Krummshóla, mest þegar við vor-
um krakkar. Þá fórum við Steina
og Anna með ykkur ömmu og vor-
um oft í viku í einu. Deddi og Jonni
fóru líka með ykkur þó svo að þið
væruð farin að fullorðnast. En það
virtist ekki skipta neinu máli
hversu gömul þið voruð, alltaf var
líf og fjör í kringum ykkur. Það var
eitt við þig, afi, sem var svo
skemmtilegt. Þú kallaðir okkur
krakkana gjarnan gælunöfnum.
Þegar Steina var lítil þótti henni
góður súkkulaðibúðingur en gat
ekki sagt það heldur sagði hún
„glukkanammi“ og var hún gjarnan
kölluð það af þér. Dedda kallaðir
þú „mótormól“ þar sem hann var
mikið fyrir bíla og mótorhjól og gat
ekki sagt það öðruvísi. Þegar þú
gafst Dedda bauk, sagði Jóna
Birna: „afi bauka“. Þá varstu ekki
lengi að finna nafn á hana, og kall-
aðirðu hana alltaf „lilla bauka“ eftir
það. Þegar Jóna Birna var við nám
í Noregi þá kallaðirðu alltaf Eið
hennar „litla sendiherrann í Nor-
egi“. Svona varstu nú, afi minn,
gast alltaf fundið skemmtilegu og
sniðugu hliðarnar á öllu. Þú máttir
ekkert aumt sjá og varst mikill
réttlætismaður og gast oft orðið
reiður þegar óréttlæti var í heim-
inum.
Elsku afi, það er sárt að kveðja
þig þótt við vitum að þú hafir átt
góða ævi og að þinn tími væri kom-
inn. Þín barnabörn,
Helga, Steina Þórey, Anna
Margrét, Eðvald, Jóna Birna
og fjölskyldur.
LÚÐVÍK G.
JÓNSSON
✝ Daníel Einars-son fæddist á
Dunk í Hörðudal í
Dalasýslu 10. apríl
1927. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 4.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Einar
Jón Jóhannesson
bóndi á Dunk, f.
1889, d. 1958, og
Kristín Guðrún
Kristjánsdóttir
húsmóðir á Dunk f.
1895, d. 1979. Systkini Daníels
eru: 1) Jóhanna Anna f. 1923,
eiginmaður hennar var Gestur
Sigurjónsson, f. 1923, d. 1983,
dóttir þeirra er Erna Jóna,
bókasafns- og upplýsingafræð-
ingur, f. 1961, gift Heiðari Jóns-
syni byggingatæknifræðingi,
þau eiga þrjá syni. 2) Kristján
Einar útgerðar-
maður í Sandgerði,
f. 1924, d. 1998,
sambýliskona hans
var Svanhildur
Guðmundsdóttir. 3)
Jóhannes f. 1931,
d. 1964. Dóttir
hans og Hönnu
Ingvarsdóttur er
Hjördís nemi f.
1956 gift Jóni
Kristjáni Jónssyni
verktaka, þau eiga
tvær dætur. 4)
Magnús Þorkell
Stardal, f. 1920, d. 1964, uppeld-
isbróðir og frændi Daníels og
alinn upp á Dunk.
Sambýliskona Daníels er Mar-
grét Sigtryggsdóttir.
Útför Daníels fer fram frá
Snóksdalskirkju í Dalabyggð í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.
Daníel ólst upp hjá foreldrum
sínum og systkinum á Dunk. Á
uppvaxtarárum Daníels var tvíbýli
á Dunk og bjó frændfólk okkar á
móti foreldrum okkar á jörðinni.
Þetta var því stór barnahópur sem
lék sér mikið saman. Stutt var til
næstu bæja en þar bjuggu vinir og
frændfólk og var mikill samgangur
á milli bæjanna. Eftir fermingu fór
Daníel að Sauðafelli til Haraldar
Kristjánssonar móðurbróður síns
og konu hanns Finndísar Finn-
bogadóttur. Þá var Hörður einka-
sonur þeirra fjögurra ára. Þeir
urðu góðir vinir og hélst sú vinátta
allt tíð. Á Sauðafelli dvaldi Daníel í
nokkur ár en fór á Reykholtsskól-
ann þegar hann var tvítugur. Síð-
an lærði hann pípulagnir, en við
það starfaði hann mikið, einkan-
lega í Dölunum. Sem ungir menn
unnu Daníel og bræður hans mikið
að búskapnum á heimili foreldra
sinna, en skiptust einnig á um að
fara á vertíð á veturna og í vega-
vinnu og brúarvinnu á sumrin,
einnig fór hann, sem ungur maður
í siglingar á fragtskipum og sinnti
fjölbreyttum störfum, hann var
laghentur og aðstoðaði marga.
Hann var um tíma með bygginga-
flokk í Dölunum og vann mikið að
smíðum. Daníel var mikill veiði-
maður og hafði sérstaka ánægju af
laxveiði, hann var m.a. grenja-
skytta í Hörðudal og sveitunum í
kring. Eftir að faðir hans lést bjó
Daníel áfram á æskuheimili sínu
með Kristjáni bróður sínum og
Guðrúnu móður sinni og einnig að-
stoðaði hann Jóhönnu systur sína
og mann hennar Gest við að
byggja upp á jörðinni, en þau hófu
búskap að Dunki 1967. En Guðrún
móðir Daníels dvaldi á heimili Jó-
hönnu og Gests að Dunki þar til
hún lést 1979.
Daníel fluttist í Kópavog upp úr
1990 og fór að búa með Margréti
Sigtryggsgóttur, sem þá var orðin
ekkja. Með Margréti leið honum
mjög vel og héldu þau heimili sam-
an þar til hann lést. Daníel var
mjög hneigður fyrir smíðar og
hafði góða smíðaaðstöðu í bílskúr
við íbúð þeirra Margrétar.
Um 10. desember sl. veiktist
Daníel, en um tíma hafði hann
kennt sér meins. Hann þurfti að
dvelja á Landspítalanum frá 11.
desember. Um áramótin versnaði
honum snögglega og hann lést að-
faranótt 4. janúar sl.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Að lokum kveðjum við þig kæri
bróðir og frændi og þökkum þér
fyrir allt gott. Vertu svo Guði fal-
inn um tíma og eilífð.
Jóhanna, Erna Jóna
og fjölskylda.
DANÍEL
EINARSSON