Morgunblaðið - 06.02.2006, Síða 60

Morgunblaðið - 06.02.2006, Síða 60
60 F MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SECURITAS er í fararbroddi á þessu sviði, stærsta öryggisgæslufyrirtæki landsins með á fjórða hundrað starfsmenn, sem þjóna um 12.000 viðskiptavinum. Heimavörn hluti af rekstrinum Að undanförnu hefur Securitas verið með auglýsingaherferð í fjölmiðlum þar sem vakin hefur verið athygli á mikilvægi þess að verja heimilið og fólki bent á að velja öryggi í stað áhættu. „Heimilið er heilagt og það eru okk- ar einkunnarorð,“ segir Trausti Harðarson, forstöðumaður einstaklingssviðs Securitas. Hann bætir við að með auglýsingunum sé verið að benda á staðreyndir, tilfelli sem hafi gerst, það er reynslusögur fólks. „Fjölskyld- an á að geta fundið til öryggis á eigin heimili og þangað á enginn að koma inn óboðinn. Þetta vísar til þjónustu okkar sem er að vernda að enginn fari óboðinn inn á heimilið.“ Securitas var stofnað 1979 og sinnti örygg- isgæslu fyrir fyrirtæki til að byrja með. Nú nær öryggisgæslan til allra þátta öryggis- mála á heimilum, í fyrirtækjum og sumarhús- um. Eins og fram kemur á vef fyrirtækisins (www.securitas.is) býður það upp á varnir og eftirlit við bruna, vatnstjón og jafnframt er það með aðgangsstýrikerfi, myndavélakerfi og vöruverndarhlið fyrir fyrirtæki og stofn- anir. Á höfuðborgarsvæðinu og víðar er far- andgæsla og aka bílar fyrirtækisins reglulega um viðkomandi svæði allan sólarhringinn alla daga ársins. Trausti segir að mikil breyting hafi orðið á öryggismálum heimilanna síðan Securitas var stofnað. Í fyrstu hafi gæslan frekar verið hjá efnafólki en öðrum en nú höfði þjónustan til nær allra, jafnt heimila sem stofnana og fyr- irtækja. „Svona öryggiskerfi eins og við bjóð- um upp á, heimavörn sem er beintengd stjórnstöð Securitas á Neyðarlínunni 112, er orðinn hluti af rekstri venjulegs heimilis,“ segir hann. Mikilvægi öryggishnapps Fyrir utan venjulega heimavörn býður Securitas fólki upp á svokallaðan öryggis- hnapp. Sé ýtt á hnappinn berast samstundis boð til stjórnstöðvar Securitas á Neyðarlín- unni 112 og beint talsamband fæst við starfs- fólk þar. Trausti segir að öryggishnappurinn hafi verið kynntur um allt land og stöðugt fleiri, einkum aldraðir, notfæri sér þessa þjónustu. „Stöðugt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi öryggishnappsins og því öryggi sem honum fylgir,“ segir hann. Breytt umhverfi Margt í umhverfinu kallar á auknar for- varnir á heimilinu, að sögn Trausta. Í því sambandi nefnir hann meðal annars að heim- ilin séu lengur mannlaus en áður. Fullorðnu fjölskyldumeðlimirnir séu að heiman atvinnu sinnar vegna og börnin í skóla allan daginn. Margir starfi auk þess erlendis í lengri eða skemmri tíma og oft sé enginn á heimilunum á meðan. Fjarvera frá heimilum vegna fría hafi líka aukist. Heimili hafi einnig stækkað og bæði tilfinningalegt og peningalegt verð- mæti þeirra hafi aukist. Samfara þessu hafi verið stöðugur vöxtur í heimavörn Securitas undanfarin ár. „Heimilið er griðastaður fólks, sá staður sem það vill síst að ruðst sé inn á,“ segir Trausti. „Heimavörn er heildaröryggi og ör- yggisnet Securitas er gríðarlegt með það að markmiði að lágmarka hugsanlegt tjón. Heimavörnin er til þess að koma í veg fyrir að óboðnir vaði ekki inn á heimili þitt á skít- ugum skónum.“ „Heimilið er heilagt“ Securitas og Öryggismiðstöðin eru einu fyrirtækin hér á landi sem eru með vaktþjónustu við stjórnstöð. Steinþór Guðbjarts- son ræddi við talsmenn fyr- irtækjanna og kynnti sér starf- semina. Öryggisverðir Securitas eru stöðugt á ferðinni, aka um hverfin og starfa við hlið lögreglunnar. steinthor@mbl.is ÖRYGGI heimilisins skiptir alla máli og nota íbúar ýmis ráð til að verja eigur sínar. Arnar Otte- sen, markaðsstjóri Öryggis- miðstöðvarinnar, segir að fólk fái sér öryggiskerfi í æ ríkara mæli og samkvæmt könnun séu um 18% heimila á höfuðborg- arsvæðinu með einhvers konar öryggiskerfi. Öryggismiðstöðin er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ör- yggisþjónustu fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki og þar starfa um 120 manns. Örygg- isverðir standa vaktir allan sól- arhringinn, sinna útköllum frá stjórnstöð og eru við eftirlits- störf á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Öryggismiðstöðin býður fría ráðgjöf varðandi öryggi og varnir á heimilum og vill þannig auka vitund íbúa um bruna- og þjófavarnir. Jafnframt er boðið upp á beintengingu við stjórn- stöð. Þetta og fleira kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins (www.oi.is). Arnar segir að ráðgjöfin felist í því að fara yfir öryggi heimilis- ins í heild, hvort þar séu t.d. slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar, en ekki aðeins þjófavörn. Öryggi heimilisins skipti öllu máli og með tengingu t.d. reykskynjara og vatnsskynj- ara við stjórnstöð Öryggis- miðstöðvarinnar sé hægt að bregðast strax við þegar eitt- hvað sé að. „Þegar við fáum boð um að eitthvað sé að mætum við strax á svæðið og þetta öryggi getur hjálpað mjög mikið til að fyrirbyggja tjón, ekki síst ef íbú- arnir eru ekki heima,“ segir Arnar. „Við leggjum mikla áherslu á að fyrirbyggja að eitt- hvað gerist.“ Öryggismiðstöðin býður upp á ýmsar lausnir eins og t.d. eld- varnarbúnað, aðgangsstýringar, myndavélakerfi, þjófavarnarhlið og öryggiskerfi fyrir heimili, sumarhús, hesthús og önnur gripahús, fyrirtæki, og stofnanir. Öryggisverðir eru á vakt allan sólarhringinn við móttöku og af- greiðslu á boðum á hinum ýmsu öryggiskerfum viðskiptavinanna. Arnar segir að fólk geri sér stöðugt betur grein fyrir mik- ilvægi öryggisvarna og nefnir í því sambandi að mun algengara sé nú en áður að íbúar fái sér myndavélakerfi og þannig sé hægt að skoða það sem hafi gerst t.d. síðasta sólarhring inn- an veggja heimilisins og utan. „Verðið á öllum forvarnarbúnaði hefur lækkað mikið á und- anförnum árum og salan hefur aukist í réttu hlutfalli við það,“ segir Arnar. Þessar varnir eru fyrst og fremst hugsaðar sem forvarnir og til að minnka hugsanlegt tjón. Arnar segir að aðalatriðið sé að íbúarnir geti verið afslappaðir í burtu frá heimilum sínum. „Þeg- ar fólk fer í frí þarf það ekki að hafa áhyggjur af því að fjöldi reykskynjara sé nægur, hvort hætta sé á að brotist verði inn og svo framvegis því þjónusta okkar veitir því aukið öryggi og aukna hugarró.“ Um 18% íbúða á höfuðborg- arsvæðinu með öryggiskerfi Morgunblaðið/Ásdís Öryggisverðir Öryggismiðstöðvarinnar eru á vakt allan sólarhringinn við mót- töku og afgreiðslu á boðum frá hinum ýmsu öryggiskerfum viðskiptavinanna. TILKYNNT var um 2.769 innbrot á Íslandi 2004 eða um níu innbrot að meðaltali á dag, en samt fækkaði þeim um 3% miðað við meðaltal ár- anna á undan. Þetta kemur fram í Afbrotatölfræði 2004, sem Ríkislög- reglustjórinn gefur út og kom út undir lok nýliðins árs. Árið 1999 var tilkynnt um 2.556 innbrot, 2.407 árið 2000, síðan 2.857, þá 3.208 og 2.889 árið 2003. Fyrir skömmu gáfu Ríkislögreglu- stjóri og Háskólaútgáfan út bókina Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna eftir Rannveigu Þóris- dóttur, Helga Gunnlaugsson og Vil- borgu Magnúsdóttur. Í bókinni eru birtar helstu niðurstöður úr íslenska hluta Alþjóðlegu fórnarlambakönn- unarinnar sem framkvæmd var hér- lendis í fyrsta sinn í ársbyrjun 2005. Um er að ræða spurningalistakönn- un sem byggist á úrtaki 3.000 Ís- lendinga 16 ára og eldri af landinu öllu og var svarhlutfall 67%. Rúmlega fjögur prósent svarenda sagði heimili sitt hafa orðið fyrir innbroti einu sinni eða oftar á síð- ustu fimm árum, þar af hafði verið brotist inn á tvö prósent heimila ár- ið 2004. 89 prósent töldu það mjög eða frekar ólíklegt að þeir yrðu fyrir innbroti á næstu 12 mánuðum. Þeir sem urðu fyrir innbroti á síð- ustu fimm árum töldu frekar en aðr- ir að þeir yrðu fyrir innbroti á næstu 12 mánuðum. Um níu prósent svarenda sögðust hafa komið sér upp þjófavörn, rúm- lega 11 prósent sögðust hafa sér- staka hurðarlása og þrjú prósent sérstaka glugga eða hurðargrindur. Sjö innbrot að meðaltali á dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.