Morgunblaðið - 06.02.2006, Síða 63

Morgunblaðið - 06.02.2006, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 F 63 Bæjar l ind 6 • 201 Kópavogur • S ími : 575 8800 • Fax : 575 8801 • www.nethus. is Laufrimi 112 Rvík Sérinngangur Vel skipulögð og falleg endaíbúð með sérinngangi á efstu hæð með góðu út- sýni. Gólfefni og innréttingar eru vand- aðar. Stutt í þjónustukjarna. Verð 21,9 millj. 3ja herbergja Elín D.W. Guðmundsdóttir Löggiltur fasteignasali Skógarás 110 Rvík Falleg 3ja herbergja, 65,7 fm íbúð á jarðhæð með verönd. Sameign snyrtileg með þurrkherbergi, sérgeymslu í kjall- ara, vagna-og hjólageymslu. Örstutt í skóla og leikskóla, svo og alla almenna þjónustu. Gott útsýni. Verð 15,9 millj. 3ja herbergja Hrísmóar 210 Gbæ Ný á sölu: 2ja-3ja herbergja 77 fm íbúð á fyrstu hæð í Garðabæ. Íbúðin er sér- staklega vel skipulögð. Stofa er rúmgóð. Útgengt á svalir frá svefnherbergi og stofu. Baðherbergi er flísalagt á veggj- um og dúkur á gólfi. Þvottahús er innan íbúðar. 2ja til 3ja herb. Drekavellir 221 Hfj. Vel skipulögð 105,4 fm íbúð. Gólfefni er eikarparket og eru allar innréttingar og hurðir úr eik. Baðherbergi er rúmgott m/flísum og upphengdu salerni. Þvottah. og geymsla m/flísum innan íbúðar. Íbúðin er fullkláruð. Verð 24,9 millj. 4ra herbergja Ljósavík 112 Rvík Falleg 3ja-4ra herbergja, 104,7 fm end- aíbúð með sérinngangi á eftirsóttum stað í Grafarvogi. Innréttingar eru sér- smíðaðar úr eik. Hurðar og dyrakarmar úr eik. Gólfefni íbúðar er gegnheilt olíu- borið eikarparket og gráar flísar. Glæsi- legt útsýni til norðurs. Íbúð í snyrtilegu, litlu fjölbýli í rólegu hverfi. Verð 24,7 millj. 4ra herbergja Bergstaðastræti 101 Rvík Mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð ásamt viðbyggingu, samtals um 90 fm. Búið er að endurnýja rafmagn-, vatns- og skolplagnir. Ný eldhúsinnrétting. Nýj- ar hurðir. Náttúrusteinn og parket á gólfum. Sérgarður. Mjög falleg eign á þessum eftirsótta stað. Verð 18,5 millj 4ra herbergja Ástún 200 Kóp. Rúmgóð 3ja herbergja 78 fm íbúð á efstu hæð með fallegu útsýni. Eldhús með ágætri innréttingu og góðum borð- krók. Tvö svefnherbergi m/skápum. Tvennar svalir. Eignin er laus við kaup- samning. Verð 16,5 millj. 3ja herbergja Sléttahraun 220 Hfj. m/bílskúr NÝ Á SÖLU: 2ja herbergja 57 fm íbúð ásamt 27 fm bílskúr. Forstofa og eldhús eru flísalögð á gólfi en parket er á stofu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Eldhúsinnrétting er nýleg með góðum háfi. Borðkrókur er við eldhúsglugga. 2ja herbergja Laufengi 112 Rvík - sérinngangur Vorum að fá í sölu mjög fallega og góða 3ja herbergja 85,6 fm íbúð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í tvö svefn- herbergi, eldhús með borðkrók, rúm- góða stofu og stórt baðherbergi. Björt og falleg eign á eftirsóttum stað, stutt í alla þjónustu. Verð 17,9 millj. 3ja herbergja Kristnibraut 113 Rvík Falleg og vel skipulögð 93 fm íbúð á jarðhæð. Tvö rúmgóð svefnh. m/skáp- um. Gólfefni íbúðar er eikarparket og flísar. Allar innréttingar úr birki (spón). Fallegt eldhús, rúmgott og bjart með AEG tækjum. Mjög stutt í barnaskóla. Verð 23,4 millj. 3ja herbergja Dofraborgir 112 Rvík Glæsilegt 201 fm einbýlis hús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Skjólsæl, stór verönd með heitum potti. Hiti í bíl- aplani og stéttum. Undir öllu húsinu er ósamþykktur kjallari. Vandað nýlegt hús sem stendur neðan við götu með góðu útsýni. Fallegar gönguleiðir með strönd- inni. Verð 49,9 millj. Einbýlishús Veghús 113 Rvík Vel skipulögð 140 fm íbúð á tveimur hæðum. Eldhús og rúmgóð borðstofa, útgengt þaðan út á stórar suðursvalir. Parket og flísar á neðri hæð korkur og flísar á þeirri efri. Gestasnyrting á neðri hæð og mjög stórt baðherbergi á efri hæð. 5 til 7 herbergja LAUS LAUS FLJÓT LEGA Mosfellsbær – Fasteignasala Mos- fellsbæjar er nú með í sölu par- húsið Blikahöfða 14. „Þetta er mjög fallegt og vel skipulagt 184,7 ferm. parhús á einni hæð, þar af er rúm- góður 39,3 ferm. innfelldur bíl- skúr,“ segir Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Komið er inn í forstofu með flís- um á gólfi og forstofuskáp úr beyki. Úr forstofu er innangengt í rúm- góðan bílskúr með góðu geymslu- plássi og millilofti. Úr forstofu er komið inn í hol með flísum á gólfi. Þar á hægri hönd er opið inn í flísa- lagt eldhús með góðum borðkrók. Í eldhúsi er glæsileg U-laga beykiinnrétting með harð- plastlagðri borðplötu. Í eldhús- innréttingu er hvítur Siemens blástursofn í borðhæð, keramik helluborð og vifta og auk þess fylgir uppþvottavél í innréttingu. Flísar eru á milli efri skápa og borðplötu og góð lýsing undir efri skápum. Við hlið eldhúss er flísalagt þvottahús með góðu geymsluplássi og sérútgangi út í garð. Á móti eld- húsi er gestasalerni, flísalagt í hólf og gólf, með beykiinnréttingu. Úr holi er opið inn í stóra stofu og borðstofu með flísum og beyki- parketi á gólfi, í borðstofu er sér- smíðað borðstofuborð, sem hægt er að fella upp á vegg. Þar á vinstri hönd er glæsilegt baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og baðkari, beyki innréttingu og handklæðaofni. Yfir baðherbergi hefur verið innréttað lesherbergi undir súð, um 8 ferm. gólfflötur (ósamþykkt). Úr stofu er gengið út á um 50 ferm. afgirta timburverönd í suð- vestur, með heitum potti. Við hlið þvottahúss er gott hjónaherbergi með beykiparketi á gólfi og einföld- um fataskáp. Úr stofu er lítill svefnherbergisgangur með plastp- arketi á gólfi. Þar er gengið inn í þrjú svefnherbergi með plast- parketi á gólfi. Mikil lofthæð er í íbúðinni og loft eru klædd með þiljum í viðarlíki. Húsið er hlaðið með einangr- unarkubbum og múrað, en aluzink bárujárn er á þaki. Mjög stórt hellulagt bílaplan er fyrir framan húsið, með snjóbræðslu. Gott geymslurými er á lóðinni að aust- anverðu og stór timburverönd að suðvestanverðu. „Húsið stendur á frábærum stað,“ sagði Einar Páll Kjærnested að lokum. „Það er mjög stutt í nýj- an skóla og leikskóla, auk þess sem sundlaug er í byggingu. Golfvöllur Mosfellsbæjar er í tveggja mínútna göngufæri og margar gönguleiðir í næsta nágrenni.“ Ásett verð er 45,6 millj. kr. Blikahöfði 14 „Þetta er mjög fallegt og vel skipulagt 184,7 ferm. parhús á einni hæð, þar af rúmgóður 39,3 ferm. inn- felldur bílskúr,“ segir Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar, þar sem húsið er í sölu. Ásett verð er 45,6 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.