Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Síminn leitar að
snillingum!
Verslunarstjóri í verslun Símans á Egilsstöðum
Í starfi verslunarstjóra felst rekstur verslunar og starfsmannastjórnun. Í boði
er krefjandi starf þar sem reynir á skipulagshæfileika, frumkvæði og mannleg
samskipti.
Helstu verkefni
· Daglegur rekstur verslunar
· Stjórnun starfsmannamála verslunar
· Samskipti við innri og ytri viðskiptavini
· Umsjón með sí- og endurmenntun starfsfólks
Hæfniskröfur
Að lágmarki er krafist stúdentsprófs ásamt reynslu af stjórnun. Þekking á síma-
búnaði og fjarskiptamálum er æskileg en ekki nauðsynleg. Umsækjendur þurfa
að vera 25 ára hið minnsta og hafa til að bera ríka þjónustuvitund ásamt miklu
sjálfstæði í störfum.
Sérfræðingur í greiningum á Fyrirtækjasviði
Sérfræðingur í greiningum ber ábyrgð á að vinna fjölbreyttar greiningar á
markaðsumhverfi Símans á fyrirtækjamarkaði og veita ráðgjöf sem þeim tengjast.
Helstu verkefni
· Ábyrgð á vinnslu markaðs- og samkeppnisgreininga, ásamt þarfagreiningum
á markaði.
· Greining á þróun viðskipta
· Áætlanagerð fyrir vörur og lausnir sviðsins
· Verkefnastjórnun vegna greininga á fyrirtækjamarkaði
· Þátttaka í stefnumörkun og vöruþróunarverkefnum
· Áætlanagerð fyrir nýjar vörur og lausnir
· Markaðs- og tekjuáætlanagerð.
Hæfniskröfur
Óskað er eftir kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi með háskólamenntun
í viðskipta- eða markaðsfræði eða sambærilegu. Reynsla af sambærilegum störf-
um er nauðsynleg auk þess sem sjálfstæði í vinnubrögðum telst mikill kostur.
Sérfræðingur í áætlunum/tekjum á Fyrirtækjasviði
Sérfræðingur í áætlunum/tekjum ber ábyrgð á afkomu- og framlegðarútreikningum
fyrir vörur og lausnir Fyrirtækjasviðs og veitir ráðgjöf sem þeim tengjast. Hann
fylgist jafnframt með þróun ákveðinna lykiltalna.
Helstu verkefni
· Kostnaðar- og framlegðarútreikningar
· Áætlanagerð fyrir vörur og lausnir sviðsins
· Úrvinnsla og greining ýmissa tölulegra upplýsinga
· Þátttaka í stefnumörkun
· Þátttaka í vöruþróunarverkefnum
· Ýmis ráðgjöf á sviði áætlana/tekna
Hæfniskröfur
Óskað er eftir kraftmiklum og talnaglöggum einstaklingi með háskólamenntun
í viðskipta-, verk- eða hagfræði eða sambærilegu. Reynsla af sambærilegum
störfum og skilningur á fjármálum eru nauðsyn auk þess sem sjálfstæði í vinnu-
brögðum telst mikill kostur.
Snillingar í framlínu Símans
Síminn hefur alltaf pláss fyrir lipra og þjónustulundaða snillinga til að sinna
störfum í framlínu félagsins, í þjónustuveri, reikningasvörun, verslun og fleiri
spennandi vinnustöðum. Vinnutími er breytilegur, góð laun fyrir rétta aðila.
Meiri upplýsingar á www.siminn.is
Forstöðumaður öryggis- og gæðamála
Starfið felst í yfirumsjón með upplýsingaöryggismálum Símans og gæðamálum.
Helstu verkefni
· Daglegur rekstur einingarinnar
· Mótun stefnu í upplýsingaöryggi Símans
· Úttektir og ráðgjöf vegna upplýsingaöryggis
· Stýring gæða- og ferlamála Símans
· Sí- og endurmenntun starfsmanna
Hæfniskröfur
Óskað er eftir háskólamenntuðum fagmanni með reynslu og þekkingu af upp-
lýsingaöryggismálum, gæða- og ferlamálum. Minnst 3-5 ára reynsla af sambæri-
legum störfum er skilyrði.
Deildarstjóri Sölustuðnings á Fyrirtækjasviði
Deildarstjórinn sér um að móta og stýra öllum sölustuðningi á fyrirtækjamarkaði.
Helstu verkefni
· Öflun og miðlun þekkingar á fyrirtækjalausnum Símans
· Þarfagreining og ráðgjöf
· Vinna að lausnum með þróunar- og vörusviðum
· Lausnahönnun
· Tilboðagerð
Hæfniskröfur
Leitað er að kraftmiklum starfsmanni fullum af eldmóði sem lokið hefur háskóla-
menntun og hefur a.m.k. 3-5 ára reynslu af sambærilegum störfum. Öguð og
fagleg framkoma. Þekking á íslenskum fyrirtækjamarkaði.
Deildarstjóri á Einstaklingssviði
Söludeild Einstaklingssviðs leitar að framúrskarandi einstaklingi til að hafa
umsjón með öflugri sölueiningu. Um er að ræða deildarstjóra fyrir sértæka sölu
og sölusamstarf. Starfið er krefjandi og krefst mikilla skipulagshæfileika.
Helstu verkefni
· Verkstýring, umsjón og greining á söluáætlunum og samræming verkefna
· Yfirumsjón með samstarfsaðilum um allt land
· Viðskiptatengsl við verðmætustu viðskiptavini á einstaklingsmarkaði
· Þátttaka í stefnumótun sölumála á Einstaklingssviði
· Daglegur rekstur ferðaverslunar og vefverslunar
Hæfniskröfur
Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með háskólamenntun í viðskiptafræði eða
sambærilegu, og reynslu af stjórnun og sölumennsku með sýnilegum árangri.
Viðkomandi þarf að eiga gott með að starfa í hópi, búa yfir miklum samskipta-
hæfileikum, hafa vilja til að taka að sér krefjandi verkefni og búa yfir áræðni.
Þá eru mikið frumkvæði, innsæi í fjarskiptalausnir og rík þjónustulund einnig
mikilvægir kostir. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Forstöðumaður Vöruþróunar
Forstöðumaður Vöruþróunar á Þróunarsviði er leiðandi í þróun á nýjum vörum
og þjónustu Símans.
Helstu verkefni
· Upplýsingaöflun og miðlun vegna nýrrar tækni og þjónustu
· Þátttaka í þróunarverkefnum Símans
· Mótun yfirsýnar á fjarskipta- og sjónvarpsmarkaði
· Þarfagreiningar og þróun lausna
Hæfniskröfur
Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingi með þekkingu á fjarskipta-
og upplýsingatækni, þekkingu á íslenskum neytendamarkaði og brennandi áhuga
á hvers konar tækninýjungum. Háskólapróf í tæknigreinum er nauðsynlegt og
reynsla af sambærilegum störfum æskileg.