Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Útboð
Welger RP 220 rúllubindivél
Vélin er árgerð 2004.
Hún verður boðin út hjá Þjónustumiðstöð VÍS,
Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn
13. febrúar milli kl. 8 og 17.
Hægt að gera tilboð á heimasíðu VÍS á
www.vis.is til kl. 9 á miðvikudagsmorgun.
Vélin er skemmd eftir bruna.
Hún er staðsett bak við lögreglustöðina á
Hvolsvelli.
Nánari upplýsingar gefur Sigurlín í síma
560 5031.
Ath. öll tilboð skulu vera með virðisaukaskatti.
Kynningarauglýsing
Þessari auglýsingu er ætlað að kynna fyrirhuguð útboð rammasamninga á vegum Ríkiskaupa á árinu
2006. Þannig geta áhugasamir birgjar og kaupendur kynnt sér þessi áform með góðum fyrirvara. Samningarn-
ir eru almennt við helstu seljendur á viðkomandi markaði en allir áhugasamir birgjar eru hvattir til að
kynna sér samningana og útboðin.
Hægt er að skoða á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is/rammasamningar hvaða samningar eru
í gildi á hverju tíma og við hvaða birgja. Rammasamningar eru ætíð boðnir út á EES svæðinu, auglýstir
hérlendis hver þeirra fyrir sig og öllum gefinn kostur á að bjóða. Hægt er að skrá sig fyrir rafrænni tilkynningu
um þessi útboð á heimasíðu Ríkiskaupa.
Rammasamningar - Fyrirhuguð útboð á árinu 2006:
Á vegum Ríkiskaupa eru fyrirhuguð eftirfarandi rammasamningsútboð á árinu 2006
Útboð Tengiliður
fyrirhuguð hjá Ríkiskaupum
Tölvur og skyldur búnaður 2. ársfj apr.-jún. Guðmundur Hannesson
Prentun, ljósritunarþjónusta og bókband 3. ársfj. júlí - sept. Guðmundur Hannesson
Hreinlætispappír og hreinlætisefni 3. ársfj. júlí -sept. Þórhallur Hákonarson
Sendibifreiðaakstur 3. ársfj. júlí - sept. Magnús G. Sigurgeirsson
Bleiur, dömubindi og blautþvottaklútar 3. ársfj. júlí - sept. A. Katrín Arnórsdóttir
Fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús og heilbrigðisstofnanir fyrirhuguð útboð á árinu 2006:
Fjölnota lín og sloppar 3. ársfj. júlí-sept. A. Katrín Arnórsdóttir
Uppfært yfirlit um rammasamninga sem í gildi eru er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Rétt er að taka fram að þessi auglýsing hefur þegar verið send til birtingar á EES.
Orkuveita Reykjavíkur, f.h Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar, óskar eftir tilboðum í verkið:
Hitaveita frá Deildartungu
Endurnýjun aðveitulagnar 2006
Verkið er fólgið í lögn foreinangraðra hitaveituröra úr stáli og
tengingum við núverandi lagnir.
Endurnýja skal fimm kafla í aðveitunni, samtals 3,13 km:
1 Við Fossatún, um 0,66 km
2 Við Ytri Skeljabrekku, um 0,85 km
3 Við Syðstufossa, um 0,77 km
4 Við Miðfossa um 0,45 km
5 Við bæjarhús á Varmalæk um 0,4 km
Tengingum einstakra kafla skal lokið eins og lýst er
í útboðsgögnum. Verkinu skal skila eigi síðar en
15. október 2006.
Helstu magntölur í verkinu eru:
● Gröftur 9.500 m³
● Klapparlosun 500 m³
● Söndun með lögnum 1900 m
● Aðflutt malarfylling 1200 m³
● Hitaveiturör DN400/560-DN450/630 2.700 m
● Hitaveiturör DN150/250 450 m
● Hitaveiturör DN32/110 200 m
Útboðsgögn verða seld frá og með þriðjudeginum 14. febrúar
hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur,
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð útboðsgagna kr. 5.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað, í fundarsal á 3. hæð,
vesturhúsi, þriðjudaginn 28. febrúar 2006, kl 14:00.
OR 2006/14
ÚTBOÐ
Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • Fax 516 7000
www.or.is/utbod
14006 - Heilsugæsla
höfuðborgarsvæðis
Ríkiskaupum hefur verið falið að leita eftir full-
innréttuðu húsnæði fyrir aðalskrifstofu og
miðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Stærð húsnæðisins skal vera á bilinu 3.000-
3.200 m² og staðsetning þess skal vera á
höfuðborgarsvæði, vestan Elliðaáa. Til greina
kemur einnig að starfsemin verði á tveimur
stöðum í borginni og yrði þá horft til þess að
hluti starfseminnar geti haft aðsetur í grennd
við Landspítala - Háskólasjúkrahús við Hring-
braut. Nánari upplýsingar um gerð húsnæðis,
frágang og afhendingartíma er að finna í hús-
næðislýsingu sem verður til afhendingar á
skrifstofu Ríkiskaupa frá og með þriðjudegin-
um 7. febrúar nk.
Áhugasamir leggi inn til Ríkiskaupa í Borgar-
túni 7, 105 Reykjavík, upplýsingar um húsnæði
sem í boði er, bæði að því er varðar húsnæði
fyrir alla starfsemi Heilsugæslunnar eða ef
einungis er boðið fram húsnæði fyrir tiltekinn
hluta hennar. Gerð skal grein fyrir leiguverði,
stærð, ástandi, aðgengi o.fl. Boðum þarf af
skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn
7. mars 2006.
F.h. Framkvæmdasviðs
Reykjavíkurborgar:
Dúkalagnir í ýmsum fasteignum
Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000
í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur,
eftir kl. 12:00 þriðjudaginn 14. febrúar.
Opnun tilboða: 22. febrúar 2006 kl 10:00
í Ráðhúsi Reykjavíkur.
10686
Málningarvinna í fasteignum
Reykjavíkurborgar - Hverfi 8, 9 og 10
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 í
upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur.
Opnun tilboða: 15. febrúar 2006 kl 10:00 í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
10679
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Reykjavíkurborg
Þjónustu- og rekstrarsvið
Innkaupa- og rekstrarskrifstofa
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11,
101 Reykjavík.
Símar 563 2115 og 563 2116, bréfsími 563 2111.
Netfang: utbod@reykjavik.is
Raðauglýsingar
sími 569 1100