Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FÉLAGSMENN Myndhöggvara-
félagsins í Reykjavík (MHR) eru
ósáttir við þau áform borgarinnar
að bjóða þeim aðstöðu að Korpúlfs-
stöðum í stað núverandi aðstöðu að
Nýlendugötu 15. Segja forsvars-
menn borgarinnar núverandi hús-
næði ekki boðlegt þar sem það
standist ekki öryggiskröfur og að
ekki svari kostnaði að koma því í
stand, en áætlað er að slíkt myndi
kosta a.m.k. 30 milljónir króna.
Þetta kom fram á fundi sem Stefán
Jón Hafstein, formaður menningar-
og ferðaráðs, átti með félagsmönn-
um MHR fyrir skemmstu.
„Þessar kostnaðartölur komu
okkur ekkert á óvart, því borgin
hefur ekkert gert fyrir húsnæðið
síðan við fengum þar inni með að-
stöðu okkar fyrir þrettán árum,“
segir Kristinn E. Hrafnsson, mynd-
listarmaður og félagsmaður í MHR.
Segir hann það klárlega á ábyrgð
borgarinnar, sem eiganda húsnæð-
isins, að húsið hafi drabbast niður
og uppfylli ekki ýtrustu kröfur um
aðbúnað og hollustuhætti á vinnu-
stöðum.
Að sögn Kristins telja fé-
lagsmenn MHR það ekki fýsilegan
kost að fara aftur upp á Korpúlfs-
staði, þar sem MHR var með að-
stöðu í u.þ.b. tvo áratugi áður en
starfsemin flutti niður á Nýlendu-
götu, vegna þess að aðstaðan þar
henti ekki starfsemi MHR. „Í
fyrsta lagi er verið að bjóða okkur
helmingi minni aðstöðu en við höf-
um nú,“ segir Kristinn og bendir á
að núverandi aðstaða, hvort heldur
verkstæði eða vinnustofur, sé mikið
nýtt og alltaf fullbókuð. „Við teljum
þörfum félagsmanna vel sinnt á Ný-
lendugötunni, þar sem við höfum
lagað húsnæðið að þörfum okkar.
Í öðru lagi teljum við staðsetn-
inguna skipta miklu máli, bæði að
hún sé miðsvæðis sem og að að-
gengið sé gott,“ segir Kristinn og
bendir á að á Nýlendugötunni sé
aðalvinnuaðstaðan á jarðhæð sem
auðveldi alla þungaflutninga, meðan
aðstaðan á Korpúlfsstöðum sé ann-
ars vegar í kjallara og hins vegar á
efri hæðum sem feli í sér mikla til-
flutninga upp og niður rampa. „Það
er okkar hlutverk að meta eigin
þarfir og við lítum svo á að það sé
pólitíkusanna að reyna að uppfylla
þær. Ekki öfugt. MHR hefur þjón-
að borginni og Listasafni Reykja-
víkur í áratugi og þetta eru harð-
neskjuleg þakkarorð til mynd-
listarmanna fyrir þeirra störf,“
segir Kristinn.
Skýtur skökku við að flytja
starfsemina úr miðborginni
„Út af fyrir sig erum við hrifin af
þeirri hugmynd að aukið sé við
listastarfsemi með því að efla lista-
miðstöð á Korpúlfsstöðum. Hins
vegar hentar aðstaðan þar alls ekki
þörfum MHR, m.a. sökum þess að
aðgengi er ekki gott og lofthæð í
kjallara of lítil,“ segir Rósa Sigrún
Jónsdóttir, formaður MHR. Bendir
hún á að miklar lagfæringar þyrfti
á Korpúlfsstöðum til þess að hús-
næðið hentaði starfsemi MHR og
ekki liggi ljóst fyrir hve kostnaðar-
samar þær væru. Þannig gætu þær
kostnaðartölur slagað hátt upp í
þann kostnað sem leggja þyrfti í til
þess að laga aðstöðuna á Nýlendu-
götunni.
„Auk þess finnst okkur það
skjóta skökku við að taka lista-
starfsemi á borð við starfsemi
MHR, sem á allt sitt bakland í
söfnum borgarinnar, úr miðbæn-
um,“ segir Rósa Sigrún og bendir á
að mörg önnur hagsmunasamtök
myndlistamanna hafi áhuga á Korp-
úlfsstöðum þar sem þau telji hús-
næðið henta sér þó það henti ekki
myndlistarmönnum. „Starfsemi
MHR hefur verið mikilvægur og
sýnilegur hluti af liststarfsemi í
miðbæ Reykjavíkur,“ segir Rósa
Sigrún og bendir á að á árunum
2004–2005 hafi hlutdeild fé-
lagsmanna MHR í sýningum á veg-
um Listasafns Reykjavíkur verið
um 30%, sem hljóti að teljast veru-
legt framlag hjá hundrað manna fé-
lagi.
„Við vonumst til þess að okkur
hafi á fyrrgreindum fundi tekist að
benda borgaryfirvöldum á mikil-
vægi starfseminnar sem fram fer á
Nýlendugötunni. Von okkar er sú
að það verði leitað lausna til þess að
koma því húsnæði í stand, því við
viljum vera hér áfram,“ segir Rósa
Sigrún.
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík vill ekki flytja starfsemi sína að Korpúlfsstöðum
Vonast til að hægt verði að koma
núverandi húsnæði í stand
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
SÍFELLT fleiri erlendir ferða-
menn leggja leið sína til landsins
ár hvert. Erlendum ferðamönnum
fjölgaði t.d. um 10% í janúar. Sitt
sýnist hverjum um hvaða árstíð er
mest spennandi eða fallegust, en
ferðamönnum fer sífellt fjölgandi
yfir vetrartímann, enda ljóst að
flestir ættu að geta fundið eitt-
hvað við að vera hvort heldur það
er sundferð í íslenskar laugar,
heimsókn á listasafn, útivera í
ósnortinni náttúru eða göngutúr
um miðborgina þar sem ýmislegt
er að sjá. Ekki fylgir þó sögunni
hvað það var sem konan á mynd-
inni fannst þess virði að festa á
filmu í Austurstræti þar sem ljós-
myndari Morgunblaðsins var á
ferð í gær.
Á rölti
um mið-
borgina
Morgunblaðið/Ómar
SAMRÆMD gjaldskrá fyrir organ-
istadeild Félags íslenskra hljómlist-
armanna (FÍH) fól í sér verðsamráð
og braut félagið því gegn samkeppn-
islögum. Sátt náðist í málinu og mun
FÍH draga gjaldskrána til baka en
samkvæmt úrskurði Samkeppniseft-
irlitsins skal félagið að auki greiða
stjórnvaldssekt að fjárhæð eitt
hundrað þúsund krónur. Formaður
FÍH segir að félagið muni bregðast
við niðurstöðunni á næstunni.
Samkeppniseftirlitið telur umfang
brots FÍH ekki verulegt og segir í
úrskurðinum að ljóst verði að teljast
að hagnaðarsjónarmið hafi ekki búið
að baki umræddu broti. Þá liggi
einnig fyrir í málinu að viðskiptaum-
hverfi organista sé ekki hefðbundið.
Organistar líti á störf sín sem órjúf-
anlegan hluta af þeim helgiathöfnum
sem fram fara í kirkjum landsins og
gjaldskrá þeirra sé í nokkrum
tengslum við kjarasamning þann
sem Félag íslenskra organista hefur
gert við sóknarnefndir.
Í niðurstöðu Samkeppniseftirlits-
ins segir að gjaldskráin hafi verið
sett einhliða af FÍH án samnings-
umleitana við atvinnurekanda eða
aðra og því væri hún ekki sambæri-
leg kjarasamningi líkt og FÍH hafi
haldið fram. Hún feli samkvæmt eðli
sínu í sér verðsamráð. Með henni sé
verð hóps keppinauta á tilteknum
markaði samstillt. Skiptir í því sam-
bandi ekki máli hvort litið er á taxta
organleikara sem viðmiðunartaxta
sem hverjum og einum þeirra er
heimilt að víkja frá. Þar sem gjald-
skráin sé til þess fallin að hafa áhrif á
verðlagningu keppinauta, án tillits til
þess hvort hún er leiðbeinandi eða
bindandi, sé hún óheimil, enda
grundvöllur samkeppni að keppi-
nautar taki sjálfstæða ákvörðun um
verðlagningu vöru sinnar eða þjón-
ustu. Af þessu leiðir að FÍH hefur
farið gegn samkeppnislögum með
gerð gjaldskrárinnar.
Organistar ósáttir
„Við erum stéttarfélag og innan
okkar raða eru einstaklingar og hóp-
ar sem hafa talið sig vera að vinna
samkvæmt kjarasamningum,“ segir
Björn Th. Árnason, formaður
FÍH. „Samkeppniseftirlitið kemst
aftur á móti að þeirri niðurstöðu að
við séum í samkeppnisumhverfi. Við
aftur á móti mótmælum því og telj-
um það afskaplega óæskilegt að í
þessu tilfelli þá þurfi syrgjendur að
leita tilboða fyrir jarðarfarir. Við
teljum að þessi starfsemi sé ekki í
samkeppnisumhverfi. En sam-
keppnislögin eru eins og þau eru.
Þetta samfélag virðist snúast fyrst
og fremst um verslun og viðskipti.
Ég held að í flestum tilfellum flokk-
ist menning og listviðburðir ekki inn-
an þeirra marka.“
Hann segir organista innan FÍH
ósátta við niðurstöðuna en að vel geti
verið að úrskurðurinn hafi þau áhrif
að þjónusta þeirra hækki.
Samræmda gjaldskráin, sem nær
til um 30–40 organista, var sett í
kringum árið 1990 en Samkeppnis-
eftirlitið tók málið til umfjöllunar ár-
ið 2004.
Björn segir að FÍH muni á næst-
unni bregðast við úrskurði Sam-
keppniseftirlitsins með einhverjum
hætti í samráði við sinn lögmann.
Samræmd gjaldskrá fyrir
organista hjá FÍH óheimil
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is Syrgjendur þurfa nú að leita tilboða
í orgelleik, segir formaður FÍH
Í LOK síðasta árs námu skuldir
heimilanna við innlánsstofnanir rúm-
um 541 milljarði króna og höfðu auk-
ist um 214 milljarða á árinu. Grein-
ingardeild Landsbankans segir, að
mestu muni um mikla aukningu
verðtryggðra skulda heimilanna, en
þær jukust um rúmlega helming á
tímabilinu og námu tæpum 416 millj-
örðum í lok síðasta árs, aðallega
vegna tilfærslna á íbúðalánum frá
Íbúðalánasjóði yfir til bankanna.
Greiningardeildin vísar til talna
frá Seðlabankanum, þar sem fram
kemur að yfirdráttarskuldir heimil-
anna við innlánsstofnanir jukust á
síðasta ári úr 53,9 milljörðum í 68,2
milljarða eða sem nemur rúmum 14
milljörðum. Mest aukning varð í
þessum skuldaflokki í ágúst, en þá
jukust yfirdráttarskuldir um tæpa 7
milljarða frá fyrri mánuði.
Í byrjun síðasta árs stóðu geng-
isbundnar skuldir heimilanna í rúm-
um 21,4 milljörðum, en í lok árs stóðu
þær í rúmum 28,3 milljörðum króna
og jukust því um tæpa 7 milljarða á
síðasta ári.
Heimilin
skulda 541
milljarð
AÐ SÖGN Stefáns Jóns Hafstein,
formanns menningar- og ferða-
málaráðs, hefur Reykjavíkurborg
unnið að því í samvinnu við Sam-
band íslenskra myndlistarmanna
(SÍM) að koma á fót sjónlistar-
miðstöð á Korpúlfsstöðum. „Hug-
myndin var að bjóða öllum félögum
innan SÍM að hreiðra um sig þar, en
MHR er hluti af SÍM. Inn í þetta
blandast að MHR hefur verið í
ókeypis húsnæði hjá borginni sem
er orðið mjög lasburða og þarfnast
mikilla viðgerða. Þess vegna var
mín hugmynd sú að þau færu upp á
Korpúlfsstaði líka.“
Spurður um þá gagnrýni sem
fram kom á fundi hans með MHR
segir Stefán Jón ljóst að borgaryf-
irvöld þurfi að skoða málið nánar.
„Hins vegar kom það mér satt að
segja á óvart að þau skyldu alls
ekki vilja fara á Korpúlfsstaði, sök-
um þess hversu aðstaðan þar er
fín,“ segir Stefán Jón og tekur fram
að fundurinn hafi verið afar góður
og sér hafi þótt mikilvægt að heyra
sjónarmið félagsmanna MHR. Segir
hann málið verða unnið í samvinnu
við MHR, enda standi ekki til að
skikka nokkurn mann til að fara
upp á Korpúlfsstaði. Spurður hvort
ekki komi til greina að borgin finni
annað húsnæði fyrir MHR, sem sé
meira miðsvæðis í borginni, segist
Stefán Jón ekki hafa neitt slíkt í
augsýn í augnablikinu.
Þurfum að skoða
málið nánar