Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Teiknarinn er að spyrja hvort það sé núna líka orðin dauðasynd að teikna yðar heilagleika, herra? Ástandið á vinnu-markaði nú áfyrstu vikum árs- ins hefur ekki verið betra um langt árabil ef mið er tekið af árstíma. Skráðir voru 53.682 atvinnuleysis- dagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.443 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 1,6% atvinnuleysi og þarf að leita 18 ár aftur í tímann eða allt aftur til árs- ins 1988 til að finna dæmi um lægra hlutfall atvinnulausra í janúarmánuði en þá var 0,8% at- vinnuleysi hér á landi. Í janúar árið 2001 voru atvinnuleysistölurnar hins vegar nánast þær sömu og nú eða 1,6% yfir allt landið. Í janúar á seinasta ári mældist aftur á móti 3% atvinnuleysi á landinu öllu og voru því rúmlega 1.900 færri á atvinnu- leysisskrá í seinasta mánuði en í sama mánuði í fyrra. Minni breyting varð milli mánaða en verið hefur „Það er mjög lítið atvinnuleysi núna. Það verður alltaf talsverð aukning á milli desember og janúar en núna er sú breyting mjög lítil,“ segir Frank Friðrik Friðriksson, deildarsérfræðingur á Vinnumála- stofnun. Í desember mældist 1,5% atvinnuleysi á landinu og jókst fjöldi atvinnulausra því aðeins um 126 á milli mánaða. „Við erum í mikilli þenslu og sjáum mikinn vinnuafls- skort sem endurspeglast í miklum fjölda atvinnuleyfa. Gefin voru út 416 ný atvinnuleyfi í janúar en þau voru 169 í janúarmánuði í fyrra,“ segir hann. Sprenging varð í útgáfu atvinnu- leyfa yfir allt seinasta ár, þegar gef- in voru úr 3.965 ný tímabundin at- vinnuleyfi en þau voru rúmlega 1.200 á árinu á undan. Þegar litið er yfir landið allt kem- ur í ljós að um mikla fækkun hefur verið að ræða meðal ungs fólks sem skráð er án atvinnu. Alls voru 560 atvinnulausir á aldrinum 16–24 ára í janúar sl. en þeir voru 1.105 í janúar í fyrra. Einnig má sjá nokkra breytingu á langtímaatvinnuleysi. Þannig voru einstaklingar sem skráðir voru at- vinnulausir í sex mánuði eða lengur um 22%, eða 607 í janúar s.l. en þeir voru 1.320 eða 28% í janúar 2005. Er því ljóst að um talsverða fækkun er að ræða í fjölda langtímaatvinnu- lausra á einu ári. Á öllu seinasta ári voru að meðaltali 30% atvinnu- lausra án atvinnu í sex mánuði eða lengur en þeir voru 31% 2004. Varnarbarátta Lágar atvinnuleysistölur yfir landið gefa þó ekki rétta mynd af ástandinu á einstökum landssvæð- um. Á sama tíma og höfuðborgarbú- ar bjuggu við 1,4% atvinnuleysi í seinasta mánuði var 2% atvinnu- leysi á landsbyggðinni í heild. Norð- urland eystra sker sig úr en þar var 3% atvinnuleysi í janúar. Áberandi er að bæði á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum er atvinnuleysi enn umtalsvert meðal kvenna eða 4,3% á Norðurlandi eystra og 4,2% á Vestfjörðum. Að sögn Franks Friðriks hefur atvinnuleysi alls staðar á landinu minnkað á milli ára, þ.e. frá janúar á seinasta ári til janúarmánaðar í ár, nema á Vestfjörðum, þar sem varð lítilsháttar fjölgun atvinnulausra, sérstaklega kvenna. Að mati Helga S. Ólafssonar, varaformanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga, má rekja meginástæð- ur fyrir miklu atvinnuleysi meðal kvenna til þeirra áfalla sem riðu yfir þegar vinnsla stöðvaðist hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Bílddælingi á Bíldudal og til gjaldþrots Sindra- berg á Ísafirði en konur störfuðu þar í miklum meirihluta. Atvinnuástandið á Vestfjörðum hefur lítið breyst frá í haust að sögn Helga. „Við eigum erfitt uppdráttar vegna kvótaleysis og vandræða í fiskvinnslu. Við erum ekki þátttak- endur í þessari þenslu, hún virkar öfugt hér, og reyndar víðar,“ segir Helgi. „Þetta er varnarbarátta sem verið hefur og hún heldur áfram. Smáfyrirtæki með fáa starfsmenn hafa líka lagt upp laupana,“ bætir hann við. Minna atvinnuleysi en í flestum öðrum löndum Enginn vafi leikur á að ástandið á vinnumarkaði er óvíða betra en hér á landi. Í desember sl. var 8,5% at- vinnuleysi að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Minnst at- vinnuleysi í ESB-löndum mældist á Írlandi, 4,3% og í Danmörku eða 4,4%. Í Finnlandi var 8,4% atvinnu- leysi, 5,6% í Lúxemborg og 9,5% í Þýskalandi svo dæmi séu tekin. Í seinasta mánuði síðasta árs bjuggu Bandaríkjamenn við 4,9% atvinnu- leysi og Japanir við 4,4%. Hlutfall atvinnulausra í Noregi á seinasta ári var á bilinu 4,5 til 4,7% af vinnu- afli. Spáð er að áfram muni ríkja gott ástand á vinnumarkaðinum al- mennt. Er talið líklegt að atvinnu- leysið í febrúar verði á bilinu 1,5%– 1,8%. „Atvinnuástandið er mjög gott og það er mikil eftirspurn,“ segir Frank Friðrik. Fréttaskýring | 1,6% atvinnuleysi í janúar og ekki hafa sést lægri tölur í upphafi árs í 18 ár Ástandið óvenjugott „[Vestfirðingar] eru ekki þátttakendur í þessari þenslu, hún virkar öfugt hér“          ! "#$% &&'!(")*+,-&'&  ! "#  "$%& '%      Lausum störfum fækkaði milli mánaða. Töluvert færri laus störf í boði en á sama tíma í fyrra  Þrátt fyrir mikinn uppgang í atvinnulífinu og lítið atvinnuleysi eru talsvert færri störf í boði um þessar mundir en í fyrra. Þannig voru t.d. 530 störf í boði á Aust- urlandi í janúar í fyrra en aðeins 134 í seinasta mánuði. Frank Friðrik Friðriksson segir að bú- ast megi við fjölgun lausra starfa næstu mánuði, allt til sumars. Þegar kemur fram á þriðja árs- fjórðung má aftur búast við bak- sveiflu þegar sér fyrir endann á ýmsum stórframkvæmdum. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MÁLIÐ DÍVA DE L A RÓSA MOGGANU M Á MOR GUNMÁLIÐ FY LGIR MEÐ SYNGUR M EÐ SOME TIME

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.