Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 10
Jökulsá á Fjöllum verði friðlýst MÆLT var fyrir tillögu til þings- ályktunar um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum á Alþingi í gær. Sex þing- menn úr öllum flokkum standa að tillögunni. Fyrsti flutningsmaður er Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, mælti fyrir tillögunni í gær, í veikindaforföllum Steingríms. Meginefni tillögunnar er eftirfar- andi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum. Frið- lýsingin taki til alls vatnasviðs Jök- ulsár á Fjöllum að Kreppu og öðrum þverám meðtöldum með náttúru- legum rennslisháttum, þar sem hvers kyns röskun og mannvirkja- gerð er bönnuð. Sérstaklega verði hugað að því við undirbúning máls- ins hvernig friðlýsing Jökulsár á Fjöllum skuli tengjast núverandi þjóðgarði í Jökulsárgljúfrum og fyr- irhuguðum Vatnajökulsþjóðgarði og stofnun frekari þjóðgarða eða verndarsvæða norðan jökla.“ Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er flutt á Alþingi, en hún hefur hing- að til ekki verið útrædd. Í grein- argerð tillögunnar segir m.a. að enginn vafi leiki á því að Jökulsá á Fjöllum, Dettifoss og Jökuls- árgljúfur, að meðtöldu hinu stór- brotna umhverfi árinnar allt frá upptökum við jaðra Dyngjujökuls og Brúarjökuls til sjávar í Öxar- firði, sé einstæð náttúrugersemi. „Flutningsmenn eru þeirrar skoð- unar að tímabært sé og þarft að Al- þingi sjálft taki af skarið í þessu máli. Eðlilegt er að láta nú reyna á yfirlýsingar sem fallið hafa á und- anförnum mánuðum og misserum um vilja til að ekki verði hróflað við Jökulsá á Fjöllum,“ segir enn- fremur í greinargerðinni. Halldór sagði er hann mælti fyrir tillögunni í gær að hann vonaðist til þess að hún yrði tekin til loka- afgreiðslu á þessu þingi; þýðing- armikið væri að menn áttuðu sig á því hver vilji þingsins væri. „Ég hygg að þeim fari fjölgandi sem kunna að meta það gildi sem þessi stórbrotna náttúra hefur fyrir land okkar og framtíð,“ sagði hann. Þingsályktunartillaga þingmanna úr öllum flokkum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tillaga þingmannanna gerir ráð fyrir að Jökulsá á Fjöllum verði friðlýst. 10 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra vísaði því á bug á Alþingi í gær að með frumvarpi sínu um breytingar á lögreglulögum væri verið að setja á laggirnar öryggislögreglu eða leyni- þjónustu. Björn mælti fyrir frum- varpinu í gær en það felur í sér breyt- ingar á skipulagi lögreglunnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu m.a. að umtalsefni málsgrein í þriðju grein frumvarpsins þar sem segir að ráðherra sé heimilt að ákveða að við einstök embætti lög- reglustjóra starfi, undir eftirliti rík- islögreglustjóra, greiningardeildir til að leggja mat á hættu á hryðjuverk- um og skipulagðri glæpastarfsemi. Ástæða fyrir Alþingi til að gæta varúðar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaðst ávallt fyll- ast varúð þegar verið væri að leggja til að Alþingi samþykkti lög sem veitti framkvæmdavaldinu heimild til að fylgjast með einstaklingum eða hóp- um sem ekkert hefðu til saka unnið. Björn svaraði því m.a. til að greining- ardeildir ættu að safna gögnum og leggja mat á þróun til þess að koma í veg fyrir afbrot. Rík áhersla væri lögð á slíka greiningu hjá öðrum ríkj- um. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að ým- islegt í frumvarpinu vekti spurning- ar. Þar á meðal ákvæðið um greiningardeildir. Slíkar deildir væru algjört nýmæli hér á landi. Hann spurði ráðherra m.a. að því hvað kall- aði á slíkar breytingar. Björn sagði hins vegar í lok umræðunnar að þing- menn, þá sérstaklega Ágúst Ólafur, hefðu í umfjöllun sinni um greining- ardeildirnar málað skrattann á vegg- inn. Hann sagði að þingmenn hefðu þó verið sammála því að lögreglan gætti öryggis borgaranna. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði að sér litist í sjálfu sér ekki illa á stofnun greining- ardeilda. „En ég spyr hvers vegna er verið að kalla þetta lögreglurann- sóknardeild eða greiningardeild?“ Nær væri, sagði hann, að kalla þetta öryggislögreglu, þ.e. sínu rétta nafni. Hann bætti því við að öll nágranna- löndin okkar héldu úti slíkri starf- semi. Össur Skarphéðinsson spurði ráð- herra að því hvort hann hygðist leggja fram annað frumvarp sem miðaði að því að veita þessum grein- ingardeildum frekari heimildir til að sinna sínu hlutverki. Björn svaraði því til að hann stefndi að því að leggja fram á þessu þingi nýtt frumvarp um meðferð sakamála; frumvarpið yrði þó einungis lagt fram til kynningar. Hann sagði að réttarfarsnefnd hefði þegar sent ráðuneytinu tillögur sínar í þessum efnum en greindi ekki efn- islega frá þeim. Hann sagði að skoð- anaskipti hefðu farið fram milli nefndarinnar og ráðuneytisins um þær. Það væri þó ráðherrans að taka ákvörðun um það hvað hann legði fram á þingi. Misskilnings gætir í undirskriftasöfnun Björn vék einnig að undirskrifta- söfnun sem nú væri farin af stað á netinu og hefði það að markmiði, eins og segði í texta hennar, að halda lyk- ilembætti lögregluumdæmisins í Borgarnesi. Hann sagði að ákveðins misskilnings gætti í texta undir- skriftasöfnunarinnar. Af textanum mætti m.a. ráða að í Borgarnesi væri starfrækt eitthvert lykilembætti sem nú ætti að flytja á Akranes. Hann sagði að hið rétta væri að rannsókn- arlögreglumaður hefði verið á Akra- nesi en ekki í Borgarnesi og að með frumvarpinu væri ákveðið að hann yrði þar áfram. Á Akranesi yrði því rannsóknardeildin, sem annaðist rannsókn stórra og flókinna mála. Björn sagði einnig að í umræðum um frumvarpið hefði vottað fyrir áhyggjum af sameiningu lögreglulið- anna á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að í sínum huga væri enginn vafi á því að löggæslan á höfuðborg- arsvæðinu efldist við að sameina lög- reglu þar undir einni stjórn. Hann sagði ennfremur að frá því fjarskipta- miðstöð lögreglunnar hefði tekið til starfa fyrir rúmum fimm árum, hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu unnið sem ein heild við úrlausn fjölda verkefna og að lögreglumönnum hefði verið stýrt eftir því hvaða bíll væri næstur vettvangi hverju sinni, en ekki eftir umdæmum. Auk þess sagði hann að árangur af sameigin- legum átaksverkefnum lögreglunnar á svæðinu væri hvetjandi. Þannig hefði átak lögreglunnar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi með sérsveit ríkislögreglustjórans gegn hand- rukkurum skilað mjög athyglisverð- um og jákvæðum árangri. Hið sama mætti í raun segja um sambærilegt átak sérsveitarmanna og lögreglunn- ar á Akureyri. Ekki verið að setja leyni- þjónustu á laggirnar Morgunblaðið/Ásdís Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var einn þeirra sem lýstu efasemdum um ákvæði frum- varpsins um stofnun greiningardeilda. Hann spurði dómsmálaráðherra hvað kallaði á slíka breytingu. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is SIÐMENNT, félag siðrænna húm- anista á Íslandi, kynnti í gærmorg- un tillögur sínar að lagabreytingu fyrir allsherjarnefnd Alþingis. Félagið, sem er lífsskoðunarfélag, vill að sett verði sérstök lög um slík félög líkt og gert hefur verið í Nor- egi. Einnig vill félagið að breytingar verði gerðar á lögum um sóknar- gjöld, þannig að þau geti runnið beint til Siðmenntar en ekki til Há- skóla Íslands eins og þau gera í dag. Er Bjarni Benediktsson, alþing- ismaður og formaður allsherjar- nefndar, var inntur eftir viðbrögðum við kynningunni sagði hann: „Málið er mjög áhugavert en ég geri ekki ráð fyrir að nefndin hafi svigrúm né tíma til að taka það fyrir á þessu þingi.“ Lífsskoðunarfélög fjalla um sið- ferði og lífsskoðanir og sjá meðlim- um fyrir félagslegum athöfnum eins og nafngift, fermingu, giftingu og greftrun. Trúlausir einstaklingar víða um veröld hafa í vaxandi mæli viljað sjá um þessar athafnir sjálfir og hafa myndað lífsskoðunarfélög í þeim tilgangi. Siðmennt telur að ís- lenskum þegnum sé mismunað eftir lífsskoðunum og vonast til þess að allsherjarnefnd beiti sér fyrir því að staða þeirra verði færð til jafns á við skráð trúfélög. Siðmennt vill lagabreyt- ingar til jafns við skráð trúfélög ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra upplýsti í upphafi þingfundar á Alþingi í fyrradag að gert væri ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs aukist um 37 milljónir vegna frumvarps um aukatekjur ríkissjóðs, sem mælt var fyrir á Alþingi á föstu- dag. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar höfðu gagn- rýnt ráðherra fyr- ir að hafa ekki þessar tölur tiltækar við fyrstu umræðu um frumvarpið. Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Meðal annars er lagt til að gjald fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt hækki úr 1.350 kr. í tíu þúsund krónur og að gjald fyrir tilkynningu um ríkisborg- ararétt hækki úr 1.350 kr. í fimm þúsund kr. Auk þess er m.a. lagt til að tekið verði upp gjald fyrir afgreiðslu um- sókna um dvalarleyfi og búsetuleyfi og að tekið verði upp gjald fyrir beiðni til mannanafnanefndar um samþykkt fyrir nafni. Tekjur aukast um 37 milljónir Árni M. Mathiesen ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs hefur óskað formlega eftir því við formann efna- hags- og viðskiptanefndar þingsins, að efnt verði til fundar með fulltrúum fjármálastofnana, sem og fulltrúum atvinnulífsins, til þess að ræða efna- hagslegar forsendur áframhaldandi uppbyggingar stóriðju í landinu. Í bréfi sem þingflokkurinn hefur sent formanni nefndarinnar, Pétri H. Blöndal, segir að iðnaðar- og við- skiptaráðherra hafi lýst tillögum um stórfellda áframhaldandi uppbygg- ingu stóriðju í landinu á komandi ár- um. Í því ljósi vilji þingmenn flokksins ræða hvaða áhrif fjölgun álvera komi til með að hafa á efnahagslífið í land- inu. Hefur áhrif á gengið „Áform stjórnvalda í þessum efn- um og jafnvel upplýsingar um þau áform hafa áhrif á gengi krónunnar, rekstrarskilyrði í framleiðslu- og þjónustugreinum og fjármagnsflutn- inga til og frá landinu,“ segir í bréfinu. Pétur sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann væri opinn fyrir því að nefndin ræddi sem flest. „Ég mun bera undir nefndina á næsta fundi hvort við ætlum að ræða þetta og síðan tekur nefndin um það ákvörðun,“ sagði hann. Vilja fund um stór- iðjumál DAGSKRÁ Alþingis hefst kl. 12 í dag. Eftirfarandi fyrirspurnir eru á dagskrá: 1. Stúdentspróf. 2. Rekstur framhaldsskóla. 3. Svæðisútvarp á Vesturlandi. 4. Þjónusta svæðisútvarps. 5. Áfengisauglýsingar í útvarpi. 6. Skotveiði og friðland í Guðlaug- stungum. 7. Endurgreiðslur öryrkja til Tryggingastofnunar ríkisins. 8. Öldrunarþjónusta í Hafnarfirði. 9. Barnaklám á netinu. 10. Viðhald vega. 11. Þróun skattprósentu. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.