Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 16
Tálknafjörður | Margir eru
farnir að taka til í kringum sig
enda minnir veðráttan frekar á
vorið en veturinn. Þessar ungu
stúlkur á Tálknafirði vildu ekki
vera eftirbátur þeirra eldri og
gengu í það verk að tína rusl af
götunum. Þessar fyrirmynd-
arstúlkur eru, f.v., Sigurlaug
Bragadóttir, Liv Bragadóttir,
Rut Tryggvadóttir og Rakel
Rán Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Unnið að vorhreinsun
Dugnaður
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Bílaverkstæðum lokað | Borgnesingar
eru í vandræðum með að fá gert við bílana á
staðnum vegna þess að verkstæðum bæj-
arins hefur fækkað mjög. Er nú aðeins eitt
bílaverkstæði eftir, Sprautu- og bifreiða-
verkstæðið við Sólbakka.
Fram kemur á vef Skessuhorns að verk-
stæðinu í Brákarey og Bifreiðaverkstæði
Ragnars var lokað á sl. ári. Fleiri aðilar sem
einnig hafa komið að almennum bíla-
viðgerðum til lengri og skemmri tíma hafa
einnig hætt starfsemi.
Ástand þetta er almennt talið bagalegt,
að því er vefurinn segir, og þurfa Borgnes-
ingar og Borgfirðingar að leita langt eftir
almennum bílaviðgerðum. M.a. hefur orðið
mikil aukning í verkefnum hjá bifreiðaverk-
stæðum á Akranesi af þessum sökum og
enn aðrir sækja á höfuðborgarsvæðið eftir
slíkri þjónustu.
Leikskólar | Á fundi skólanefndar Ak-
ureyrar á dögunum var lagt fram yfirlit yfir
leikskólagjöld í bænum í samanburði við
leikskólagjöld nokkurra sambærilegra sveit-
arfélaga. Þar kemur fram að almennt leik-
skólagjald með fæði er lægst á Akureyri,
nema þegar um 5 ára börn í Reykjavík er að
ræða. Gjald fyrir einstæða foreldra og báða í
námi er næst lægst á Akureyri og gjald fyrir
foreldra þar sem annað er í námi er með því
lægra sem gerist.
frá þeim stað, og þar af-
henti Óskar S. Óskarsson
slökkviliðsstjóri Sonju
Finnsdóttur viðurkenn-
ingu fyrir þátttöku í get-
raun eldvarnaeftirlitsins
í desember síðastliðnum.
Þessu næst var ekið til
Í tilefni kynning-ardags Neyðarlín-unnar, – einn einn
tveir – tóku höndum
saman björgunarsveit-
irnar í Skagafirði, lög-
reglan á Sauðárkróki og
Brunavarnir Skaga-
fjarðar, og sýndu tækja-
kost sinn og þann búnað
sem þessir aðilar hafa
yfir að ráða.
Fór lögreglubifreið
fremst, en á eftir komu
sjúkraflutningabílar,
tæki frá björgunarsveit-
unum og slökkviliði. Var
ekið frá Sauðárkróki til
Hofsóss, en þar kom til
móts við röðina slökkvi-
bíll ásamt brunavörðum
Varmahlíðar og þar tóku
á móti liðinu bíll og
starfsmenn brunavarna í
Varmahlíð en síðan aftur
til Sauðárkróks. Þar
voru tækin til sýnis og
starfsemi björgunaraðila
kynnt.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Viðurkenning fyrir þátt-
töku í eldvarnareftirliti Á þorrablóti Iðunnartók Helgi Zimsenupp á því að
leggja fyrriparta fyrir um
30 vísnasmiði. Guðný A.
Valberg botnaði:
Vetur, sumar, vor og haust
vil ég segja þetta:
Megi ég verða heilsuhraust
og hafa skapið létta.
Bjargey Arnórsdóttir
botnaði um formann Ið-
unnar:
Formaður með fagurt skegg
fitlar oft við pípu langa,
sýpur bjór og soldið hregg
á sjónum oftast vel til fanga.
Og formaðurinn sjálfur,
Steindór Andersen, botn-
aði:
Formaðurinn fitlar við
frekar langa pípu.
Tíðkar Helgi sama sið
og setur hann í klípu.
Arnþór Helgason botnaði:
Þarfast er á þorrablótum
þetta sem hér nefni:
Oftast nær á áramótum
upp á við ég stefni.
Botnar á blóti
pebl@mbl.is
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
opnað sérstakan kosningavef á vefslóðinni
www.kosningar.is. Vefurinn er tileinkaður
sveitarstjórnarkosningum sem verða
haldnar laugardaginn 27. maí 2006.
Frestur til að skila inn framboðslistum
rennur út 6. maí 2006. Framboðslistar
verða birtir eins fljótt og unnt er eftir að
framboðsfresti lýkur. Einnig er stefnt að
því að úrslit kosninga í hverju sveitarfélagi
og nöfn kjörinna fulltrúa muni birtast á
kosningavefnum að kosningunum loknum.
Markmið www.kosningar.is er að
tryggja að allir sem á þurfa að halda geti
nálgast á einum stað leiðbeiningar og aðr-
ar upplýsingar sem snerta kosningarnar.
Á vefnum er meðal annars að finna helstu
dagsetningar í aðdraganda sveitarstjórn-
arkosninganna og leiðbeiningar til kjós-
enda um helstu atriði tengd kosningunum,
til dæmis um kosningarétt og kjörgengi,
utankjörfundaratkvæðagreiðslu og svör
við ýmsum algengum spurningum. Þar er
að finna leiðbeiningar til frambjóðenda,
meðal annars um frágang framboðslista,
kjörgengi o.s.frv.
Leiðbeiningar til kjörstjórna og sveit-
arstjórna, meðal annars um túlkun laga,
Hæstaréttardóma og ráðuneytisúrskurði
sem gengið hafa um túlkun kosningalaga.
Tengingar eru við heimasíður sveitarfé-
laga og samtaka þeirra og við ýmsa aðra
upplýsingavefi. Á vefnum má enn fremur
finna sérstakt fyrirspurnarform og al-
gengustu spurningar og svör sem borist
hafa.
Vefur tileink-
aður komandi
kosningum
Siglufjörður | Ferðafélag Siglufjarðar
verður stofnað á fundi á morgun, fimmtu-
dag kl. 20, í fundarsal Bátahúss Síldar-
minjasafnsins.
Gestir fundarins verða Valgarður Eg-
ilsson varaforseti Ferðafélags Íslands og
Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri.
Á fundinum mun Arnar Heimir Jónsson
mæla fyrir um stofnun félagsins og leggja
fram tillögu þar um. Valgarður heldur er-
indi um Tröllaskagann og Páll fjallar um
þau tækifæri sem eru til staðar fyrir nýtt
Ferðafélag á Siglufirði og hvernig hægt er
að nýta þau til að efla ferðaþjónustu á
Tröllaskaganum.
Skráðir stofnfélagar fá árbók FÍ árið
2000 eftir Valgarð Egilsson að gjöf þar
sem meðal annars er fjallað er um nátt-
úrufar, gönguleiðir og sögu Siglufjarðar-
umdæmis.
Siglfirðingar
stofna
ferðafélag
♦♦♦
Íþróttamaður Ölfuss | Grétar Ingi Er-
lendsson var valinn íþróttamaður ársins
2005 í Sveitarfélaginu Ölfusi. Grétar Ingi
var tilnefndur sem körfuknattleiksmaður.
Auk þess fengu viðurkenningar: Fanney
Guðrún Valsdóttir fyrir hestaíþróttir, Arn-
ar Bjarki Sigurðsson fyrir hestaíþróttir,
Karen Ýr Sæmundsdóttir fyrir badminton,
Kristín Dís Guðlaugsdóttir fyrir fimleika,
Hólmar Víðir Gunnarsson fyrir golf og
Bjarni Már Valdimarsson fyrir knatt-
spyrnu.
Styðja sjóminjasafn | Hreppsnefnd
Reykhólahrepps hefur lýst yfir hrifningu
sinni á áformum um uppbyggingu sjóminja-
safns Breiðafjarðar á Reykhólum og styður
eindregið framgang þess máls.
Gert er ráð fyrir því að í viðbyggingu við
mjólkurbúshúsið á Reykhólum yrðu sýndir
gamlir bátar og fleiri sjóminjar í tengslum
við hlunnindasýninguna sem opnuð var fyr-
ir fjórum árum. Á fundi sínum á fimmtudag
samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að stefnt
yrði að því að sjóminjasafninu yrði komið
fyrir í viðbyggingu við núverandi safnahús
hreppsins, eins og frumtillögur unnar af
byggingarfulltrúa gera ráð fyrir. Kemur
þetta fram á fréttavefnum bb.is.
HENRIK Danielsen, skólastjóri
Hróksins og nýjasti stórmeistari Ís-
lands, tefldi fjöltefli við börn og full-
orðna fyrir framan Bónus í Kringl-
unni 10. febrúar sl. og tók margt
manna þátt.
Henrik tefldi í tvo klukkutíma við
gesti Kringlunnar. Liðsmenn Hróks-
ins kynntu einnig dagskrá Skák-
félagsins fyrir árið 2006. Bónus hefur
verið einn helsti bakhjarl Hróksins
síðustu misserin og með fjölteflinu
vildi Hrókurinn vekja athygli á mik-
ilvægum stuðningi Bónuss við skák-
starf meðal barna og ungmenna.
Næsta Bónusfjöltefli verður haldið
í mars og er sagt nánar frá því á
heimasíðu Hróksins.
Tefldi fjöltefli í tvo tíma