Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 17
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
HANDAGANGUR er í öskjunni þessa
dagana á svæðinu neðan við Norðlenska,
á Oddeyrinni. Stórvirkar vinnuvélar
mylja þar niður mannvirki sem í áratugi
var í eigu KEA og hýsti margskonar
starfsemi. Fyrirhugað er að Samskip fái
þarna aðstöðu en auk þess er unnið að
lengingu bryggjukants á svæðinu.
Niðurrif hússins er sameiginlegt
verkefni Norðlenska og Samskipa en
Hafnasamlag Norðurlands stendur að
framkvæmdum við bryggjuna.
Að sögn Péturs Ólasonar, skrifstofu-
stjóri Hafnasamlags Norðurlands, er
kostnaður við hafnarframkvæmdirnar
um 120 milljónir króna. „Bryggjan er 80
metra löng en verður lengd um 100
metra í norður, bæði til þess að anna
þörfum vegna frystigeymslna, bæði
Samherja og Samskipa, og einnig til
þess að geta tekið á móti skemmtiferða-
skipum,“ segir Pétur við Morgunblaðið.
Stærstu skemmtiferðaskipin sem
koma til Akureyrar eru 77 þúsund tonn
og hafa til þessa aðeins getað lagst að
Oddeyrarbryggju neðst við Strandgötu,
sunnar á Tanganum. „Eftir þessa breyt-
ingu geta tvö svo stór skip lagst að
bryggju í einu,“ segir Pétur.
Bryggjan verður tekin í notkun í sum-
ar. Þá verður bryggjukanturinn tilbúinn
en þekjan reyndar steypt í haust.
Tangabryggjan, sem hér um ræðir,
hefur verið í notkun síðan 1992. Nokkru
sunnar var Sverrisbryggja sem svo var
nefnd, en hún var rifin í fyrra.
Húsið sem nú er verið að rífa er það
síðasta af elstu húsunum á svæðinu.
Fyrir nokkrum árum var Wathne-húsið
flutt að Iðnaðarsafninu og verkstæðis-
hús og hluti gamla frystihússins rifin.
Gamla frystihús KEA rifið og bryggjukantur lengdur um 100 metra
Stór skemmtiferðaskip geta lagst
að nýrri bryggju á Tanganum
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 17
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Vesturbær | Frístundamiðstöðin Frostaskjól
fagnar þessa dagana tuttugu ára starfsafmæli
sínu, en í gær héldu starfsmenn og æska
Frostaskjóls veglega veislu þar sem í boði
voru kökur, snittur, kaffi og fleira ásamt frá-
bærum skemmtiatriðum í boði æskunnar.
Afmælinu er þó langt í frá lokið því dag-
skráin heldur áfram út vikuna. Í dag verður
þorrablót í boði bændafélags Frostaskjóls, en
á morgun, fimmtudag, fer fram baráttan um
Vatnsmýrina þar sem, fulltrúar félagsmið-
stöðvanna Frosta og 101 keppa í ýmsum
greinum. Á föstudag verður síðan afmæl-
isball í Frosta.
Frostaskjól fagnar tvítugsafmæli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Jón
Hjaltason skrifi enn eitt bindið af
Sögu Akureyrar. Fjögur eru að baki
og gert er ráð fyrir því að það
fimmta verði hið síðasta, í bili að
minnsta kosti.
Kristján Þór Júl-
íusson bæjarstjóri
og Jón Hjaltason
skrifuðu undir
samning um ritun
fimmta bindis Sögu
Akureyrar í gær.
Miðað er við að
þetta bindi nái yfir
tímabilið frá 1940 til
1962 en verkið er
unnið í samráði við ritnefnd um sögu
Akureyrar. Stefnt er að útgáfu bók-
arinnar á árinu 2010.
Jón Hjaltason segist hafa fengið
töluverð viðbrögð við fyrri bókunum
og að öll hafi þau verið á jákvæðu
nótunum.
„Nú líður að því að elstu og mið-
aldra menn muni þokkalega það
tímabil sem er til umfjöllunar og það
gerir þetta enn skemmtilegra.
Fimmta bindið verður að stórum
hluta um núlifandi Akureyringa,
menn fæddir um eða fyrir 1940 og
eru á besta aldri í dag,“ sagði Jón
Hjaltason eftir að þeir Kristján Þór
höfðu skrifað undir samninginn.
Jón bætti því við að heimildirnar
sem hann nýtti sér væru að breyta
um svip. Áður hefðu persónulegar
heimildir komið að drjúgum notum,
svo sem einkabréf og dagbækur, en
að nú hyrfu þær að mestu og viðtöl
við fólk kæmu í staðinn. „Ég bæði
hlakka til og er spenntur að takast á
við þetta tímabil,“ sagði söguritarinn
Jón Hjaltason í viðtali við vef Ak-
ureyrarbæjar, www.akureyri.is.
Sem fyrr hefur Jón aðstöðu á Hér-
aðsskjalasafninu til að rita verkið.
Jón tekur til við
ritun sögu
Akureyrar á ný
Jón Hjaltason
voru yfir 2.000 frystihólf leigð út, fyrir utan það
sem geymt var í kössum og sekkjum í svokölluðum
almenningi,“ sagði Þórarinn í gær, „en í almenn-
ingnum geymdi það fólk mat, sem ekki fékk í hólf;
þegar þau voru öll frátekin. Þar gekk fólk í sinn
kassa og poka þá daga sem opið var, en aðeins var
hleypt inn í almenninginn vissa daga.“
Þórarinn segir mjög hafa dregið úr notkun
þessarar aðstöðu eftir því sem frystikistum fjölg-
aði á heimilum, „en sumir hættu reyndar með
kistuna og fengu sér hólf aftur!“ sagði hann. Telur
ástæðu þess líklega hafa verið mikla rafmagns-
notkun, en hólfin hafi verið leigð tiltölulega ódýrt.
Í HÚSINU á Tanganum sem nú er verið að rífa
voru meðal annars frystiklefar sem KEA leigði
fólki á sínum tíma og í voru geymd matvæli af
ýmsum toga. Þetta var áður en frystikistan kom
til Akureyrar.
Fólk komið að miðjum aldri man kalda fingur
og jafnvel tær, þegar það fór með pabba og
mömmu eða afa og ömmu, að ná í sláturkepp,
hrygg eða læri í frystihólf fjölskyldunnar niðri á
Tanga.
Þórarinn S. Halldórsson, fyrrverandi frystihúss-
og sláturhússtjóri hjá KEA, segir frystihólfin hafa
verið mjög vinsæl á árum áður. „Þegar mest var
Áður en frystikistan kom til Akureyrar …
Kópavogur | Bæjarstjórn
Kópavogs samþykkti í gær
skipulagstillögu sem gerir ráð
fyrir fimmtán hæða verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði á
lóðinni Hagasmára 1, þar sem
Smáralind stendur. Húsnæð-
ið, sem samtals yrði um 16.000
fermetrar að flatarmáli, yrði
áfast Smáralind á norðvestur-
hluta lóðarinnar. Bæjar-
fulltrúar Samfylkingar
greiddu atkvæði gegn tillög-
unni sem samþykkt var með
átta atkvæðum meirihlutans
gegn þremur, og hafa þeir
m.a. hafa lýst yfir áhyggjum
af umferðaraukningu vegna
byggingarinnar, en nú þegar
er umferðin í kringum Smára-
lindina nokkuð þétt, eða í
kringum 20.000 bílar á sólar-
hring þar sem mest er.
Samkvæmt tillögunni
breytist fyrirkomulag og
fjöldi bílastæða. Þannig
breytist tveggja hæða bíla-
stæðapallur norðvestan
Smáralindar, auk þess sem í
tillögunni er gert ráð fyrir
nýrri tengingu milli Smára-
lindar og Smárahvammsveg-
ar og jafnframt breytingu á
tengingum Smáralindar við
Fífuhvammsveg.
Aukning á bílaumferð
Í skýrslu Línuhönnunar,
þar sem veitt er umferðarráð-
gjöf vegna nýbyggingarinnar,
kemur m.a. fram að nýting
eystri bílastæða hefur verið
mun meiri en þeirra sem vest-
ar eru og myndi nýbygging
með skrifstofum, verslunum
og þjónustu að mati Línu-
hönnunar e.t.v. auka þar á
jafnvægið og dreifa umferð-
arálagi á inn- og útkeyrslur
bílastæða á svæðinu. Þá kem-
ur fram í niðurstöðum skýrsl-
unnar að líklegt sé að götur
umhverfis Smáralind beri
aukinn umferðarþunga sem
fylgir nýbyggingunni. Talið er
að fjölgun bíla nemi um 0,16
bílum á hvern fermetra ný-
byggingarinnar, eða rúmlega
2.500 bílar á sólarhring á virk-
um degi þegar öll byggingin
er komin í notkun. Þetta þýði í
raun að lágmarki fjölgun um
rúmlega 5.000 bílferðir, þar
sem hver bíll þarf bæði að
koma og fara. Þannig er gert
ráð fyrir um 10% fjölgun bíl-
ferða víðs vegar um svæðið.
Í tillögum Línuhönnunar er
útkeyrslum og innkeyrslum á
bílastæði Smáralindar fjölgað
auk þess sem fjallað er um úr-
bætur sem hugsanlega hefðu
jákvæð áhrif á núverandi um-
ferðarástand við Smáralind.
Úrbótatillögur
ekki afgerandi
Ekki ríkir sátt hjá bæjar-
fulltrúum Samfylkingar með
meðferð málsins og bentu
þeir m.a. á að þær tillögur
sem fram eru komnar um úr-
bætur í umferðaraukningu á
svæðinu séu ekki nægilega af-
dráttarlausar. Þar að auki séu
breytingatillögur sem hafa í
för með sér að semja þarf við
nágrannasveitarélög, s.s.
varðandi tengingu á Lindar-
vegi til Reykjavíkur, og sé það
ekki frágengið. Minnihlutinn
fór jafnframt fram á að mál-
inu yrði frestað þar sem ekki
hafi allar athugasemdir íbúa
verið teknar til umræðu, þrátt
fyrir að hafa borist bænum á
réttum tíma, en kröfu þeirra
var hafnað.
Fimmtán hæða turn
rísi við Smáralind
Viðbót Svona mun turninn koma til með að líta út samkvæmt
samþykktri skipulagstillögu. Gert er ráð fyrir umtalsverðri
aukningu á umferð á svæðinu með tilkomu hans.
Hafnarfjörður | Nýir og end-
urskoðaðir samningar Hafnar-
fjarðarbæjar við Íþrótta-
bandalag Hafnarfjarðar (ÍBH)
og fimm íþróttafélög voru und-
irritaðir í Álfafelli, Íþróttahús-
inu v/Strandgötu, á föstudag-
inn sem leið.
Að sögn íþróttafulltrúa
Hafnarfjarðarbæjar, er einn
mikilvægasti samningurinn
endurskoðun samkomulags
við íþróttahreyfinguna um nið-
urgreiðslu á æfingagjöldum til
íþróttaiðkenda 12 ára og yngri.
Markmið samkomulagsins er
að auðvelda forráðamönnum
barna að gera börnum sínum
kleift að taka þátt í íþrótta-
starfi og efla innra starf
íþróttafélaganna, þannig að
fagmennska sé viðhöfð við for-
varnir, kennslu og þjálfun
barna og unglinga. Samkomu-
lagið felur því í sér að þjónusta
íþróttafélaganna við bæjarbúa
verði aukin og bætt. Þar er um
að ræða hækkun um 25 millj-
ónir króna.
Meðal annarra samninga
sem undirritaðir voru má
nefna endurskoðaða samninga
um rekstur skrifstofu á vegum
ÍBH og rekstrarstyrki til
Sundfélags Hafnarfjarðar og
Íþróttafélagsins Fjarðar.
Auka stuðning við íþróttir