Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 20
Daglegtlíf
Frystikistan okkar hefurfram að þessu ævinlegaverið full af lambakjöti,þar sem tengdaforeldrar
mínir voru með fjárbúskap í Úthlíð í
Biskupstungum, en maðurinn minn,
Ólafur Björnsson, tók við því að sjá
um féð fyrir nokkrum árum. En við
þurftum að skera allt féð niður í
haust vegna riðu, svo kjötforðinn í
kistunni er á þrotum,“ segir Inga
Margrét Skúladóttir sem býr á Sel-
fossi með sinni stóru fjölskyldu,
manni og fjórum börnum, sem öll eru
hrifin af lambakjöti, sérstaklega af
heimaslátruðu, því það er allra best.
Í tilefni þess að nú er hinsta lambið
heimt af fjalli er ekki úr vegi að mat-
reiða vænt læri með bravúr. „Við
grillum mikið af lambakjöti, bæði hér
heima og í sumarbústaðnum okkar í
Úthlíð, þar sem við höldum mikið til
yfir sumarið. Heilgrillað lambalæri
er vinsælast hjá okkur og krakkarnir
eru ekkert sérstaklega hrifnir af því
að ég sé að skera kjötið niður í ein-
hverja aðra eða framandi rétti og þau
vilja ekki sjá örðu af fitu.“
Fjórréttað í matarklúbbnum
En ýmislegt annað en lambakjöt
sést á borðum á heimili Ingu og hún
segist reyna að hafa fisk einu sinni í
viku og hefur fyrir reglu að bjóða
upp á heita máltíð á hverju kvöldi.
„Krakkarnir okkar eru öll í íþróttum
og þess vegna eru þau stundum fjar-
verandi á æfingum þegar matartím-
inn hefst, en þau ganga að matnum
vísum þegar þau skila sér heim.“
Inga sér alfarið um matseld á sínu
heimili, segir bóndann ekki vera lið-
tækan á því sviði en þó gangi hann
frá eftir matinn ef þau eru með mat-
argesti. „Við erum dugleg við að
bjóða fólki í mat á sumrin uppi í bú-
stað en við erum líka í matarklúbb
ásamt þrennum öðrum hjónum sem
búa á höfuðborgarsvæðinu og það er
rosalega gaman. Þá höfum við þrí-
eða fjórréttað og prófum eitthvað
nýtt og spennandi fyrir bragðlauk-
ana.“
Grillað lambalæri
Frábær réttur þegar von er á gest-
um og tíminn til undirbúnings er
ekkert allt of mikill. Getur ekki
klikkað. Inga er mikið fyrir græn-
meti með mat og því ber hún bæði
fram grillað og nýtt grænmeti með
lambinu.
Lambalærið látið standa í ísskáp í
3–4 daga áður en matreitt.
Hækillinn úrbeinaður.
3–4 hvítlauksgeirar skornir í tvennt
og stungið undir húðina á lærinu.
Gróft salt úr kvörn og pipar úr
kvörn. Íslenskt lambakrydd frá
Pottagöldrum, blandað saman og
dreift yfir kjötið.
Lærið er svo grillað á miðlungshita
svo allar hliðar verði brúnar. Þá er
lærið sett á grillbakka og álpappír
breiddur yfir, stillt á lægsta hita, því
síðan snúið reglulega og haft á grill-
inu í um 45–60 mín. Gott að fylgjast
með steikingu með kjötmæli.
Með þessu eru síðan kartöflur sem
eru skornar í báta, ólífuolíu hellt yfir
og kryddaðar með grófu salti. Bakast
í ofni í um 45 mín. á ca 190 gráðu hita.
Skerið niður grænmeti, gulrætur,
rauðlauk, brokkólí, sveppi og hvað
annað sem til er í ísskápnum, setjið í
álpappír, hellið smá olíu yfir og
kryddið með hvítlaukssalti. Þetta er
sett á grillið þegar kjötið er langt
komið, best að hafa grænmetið að-
eins stökkt.
Með þessu hefur Inga oftast sveppa-
sósu: Brytjið niður sveppi og smá
rauðlauk, steikið upp úr olíu og smá
smjöri í smá stund og hellið síðan
vatni og sveppatening út í og þykkið
með sósujafnara. Að lokum er gott að
setja soðið af kjötinu og smá rjóma
eða kaffirjóma út í.
Einnig er borið fram með þessu hrá-
salat að hætti hússins, hverjum og
einum í sjálfsvald sett hvernig það
er.
Jarðarber og gráfíkjur
Góður og fljótlegur eftirréttur sem
Inga fékk fyrst fyrir nokkrum árum
hjá vinkonu sinni sem er menntaður
kokkur.
2 bakkar jarðarber, skorin í tvennt.
1 bakki gráfíkjur skornar í
4 bita hver.
ca 4 msk. balsamikedik,
og 4 msk. hlynsíróp.
Þarf að standa í þessum legi helst í
1–3 tíma. Þetta er svo hitað í ofni í
nokkrar mínútur áður en það er bor-
ið fram með vanilluís eða rjóma.
MATARKISTAN | Inga Margrét Skúladóttir býður upp á læri af heimaslátruðu
Hinsta lambið grillað
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Inga hin kátasta í eldhúsinu heima á Selfossi að undirbúa matinn.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Pokabuxur virðast ætla aðná vinsældum hjá ungumkonum nú með hækkandisól. Þær eru með streng
að ofan, stroffi neðan á
skálmunum og klofið er
mjög neðarlega.
Helena Jónsdóttir
verslunarstjóri Spútnik
í Kringlunni segir að
hjá þeim kallist bux-
urnar arababuxur en
séu líka ennþá kallaðar
„kúkabuxur“ eins og þær voru
stundum kallaðar á 9. áratugnum.
Buxurnar komu fyrst í Spútnik í
ágúst í fyrra og þær seljast vel.
„Við erum búin að panta meira og
verðum því með þær áfram fram á
sumarið. Þetta eru þægilegar bux-
ur en samt sem áður töff. Það er
flott að vera í háum stígvélum yfir
buxunum og hafa þær lausar að
ofan eða þá að taka stroffið aðeins
upp svo það sjáist í kálfana og
vera í hælaskóm við,“ segir Hel-
ena og bætir við að það sé flottast
að vera í þröngum fötum að ofan
við þær. Buxurnar fara þó ekki
öllum vel og mörgum
finnst sniðið ekki flott
en Helena segir þær
fara sumum mjög vel.
„Það er mikið að koma
inn í tísku frá 9. ára-
tugnum og ég gæti trú-
að því að það ætti eftir
að koma inn meira af
svona svipuðum buxum þar sem
stroffið á skálmunum er stærra,
jafnvel frá kálfum og upp á hné,
og rassinn er ekki eins síður.“
Seldust upp á innan við viku
Í Intersport kom sending af
slíkum buxum í Nike-merkinu og
seldust þær upp á innan við viku
nú í janúar. Þar er einnig
hægt að fá eins buxur frá
öðrum merkjum og eru
þær líka vinsælar. Ung-
ar konur á aldrinum 14-
30 ára eru aðallega að
kaupa sér slíkar buxur
og klæðast þeim mik-
ið við strigaskó og
litríka stutt-
ermaboli.
Augljóst er að
þessar pokabuxur
virðast ætla að
verða ein að-
altískan nú í vor
og sumar hjá ung-
um konum. Ekki
eru allir hrifnir af
því og hefur jafnvel
heyrst í konum sem
voru unglingar á 9.
áratugnum „oj! ekki
eru þær komnar í
tísku aftur?“ en
„kúkabuxurnar“ þykja
„töff“, enda ein-
staklega þægilegur
klæðnaður sem á eftir
að koma sér vel í
heitri sumargolunni.
TÍSKA | Vinsælar buxur hjá ungum konum
Pokabuxurnar
eru komnar
tískuhringinn
Í dag er algengt að sjá kvenfólk spóka sig í bænum
í sérkennilega pokalegum buxum. Þeir sem eru í
yngri kantinum muna líklega ekki eftir því en
svipaðar buxur voru í tísku á 9. áratugnum.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Augljóst er að
pokabuxur
verða áber-
andi í vor og
sumar hjá ung-
um konum.
Hægt er að vera í bux-
unum á þægilegan hátt í
sólinni í sumar. Bolirnir
eru úr Vero Moda, bux-
urnar til hægri úr Spútnik
en hinar frá Nike.
Morgunblaðið/ÞÖK
RANNSÓKN
Ostar og vín
passa ekki
saman
OSTABAKKI og rauðvín hefur
lengi þótt góð blanda en ný rann-
sókn gefur til kynna að ostur og vín
passi alls ekki sa man. Á vefnum
forskning.no kemur fram að ellefu
smakkarar hafi smakkað átta osta
og nokkur vín og komist að skýrri
niðurstöðu: Osturinn truflar bragð-
skynið við að finna margbreytileik-
ann í vínbragðinu. Það var sama
hvort um var að ræða mildan moz-
arella ost eða sterkan stilton, hvort
tveggja truflaði bragðskynið og
smakkararnir áttu í vandræðum
með að greina sýrustig vínsins eða
berjabragð og eikarkeim af veig-
unum.
Vísindamenn við Háskólann í
Kaliforníu gerðu rannsóknina en
þeir eru ekki vissir um af hverju
osturinn hefur þessi deyfandi áhrif.
Hugsanlegt er að fitan í ostinum
bindist bragðefnum í víninu eða að
próteinin í ostinum leggist eins og
himna inn í munninn og hindri
snertingu víns og bragðlauka.
Morgunblaðið/Eggert
febrúar