Morgunblaðið - 15.02.2006, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gylfi Gíslason,teiknari og
myndlistarmaður,
fæddist í Reykjavík
hinn 19. desember
1940. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu hinn 1. febr-
úar síðastliðinn. Gylfi
var sonur hjónanna
Emilíu Kristínar Þor-
geirsdóttur, f. 1904 d.
1965, og Gísla Eiríks-
sonar, trésmiðs frá
Eyrarbakka, f. 1906
d. 1982.
Systir Gylfa er Kristín Eiríka
Gísladóttir, f. 1939.
Gylfi kvæntist Unni Guðbjörgu
Þorkelsdóttur árið 1959, þau
skildu. Börn þeirra eru Margrét
Þóra, f. 1959, Kristín Edda, f.
1962, Unnur Kristbjörg, f. 1964,
Freyja, f. 1967 og Þorkell Snorri,
f. 1970. Þau eiga átta barnabörn
og eitt barnabarnabarn.
Gylfi ólst upp í Reykjavík og bjó
þar lengst af, en hann bjó einnig
og starfaði erlendis á tímabilum.
Hann lærði húsasmíði við Iðn-
skólann í Reykjavík sem hann út-
skrifaðist úr með hæstu einkunn
bæði í fagteikningu
og frjálsri teikn-
ingu, og vann við
smíðar í yfir ára-
tug. Hneigðist hug-
ur hans sífellt
meira til lista en
hann nam við
Myndlistaskólann í
Reykjavík. Gylfi
hélt fjölda einka-
og samsýninga frá
árinu 1971, hann
kenndi teikningu,
stjórnaði sýningum
og rak gallerí,
myndskreytti fjölda bóka og blaða
og hannaði leikmyndir. Gylfi
skrifaði gagnrýni í dagblöð og
annaðist þáttagerð fyrir útvarp og
sjónvarp ásamt handritaskrifum.
Gylfi hlaut tilnefningu til Eddu-
verðlaunanna 2005 sem umsjónar-
maður þáttarins „Útlínur“ sem
fjallaði um íslenska myndlistar-
menn. Hann var einn af höfundum
verksins „Kjarval“ sem hlaut Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin
2005.
Útför Gylfa verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Við minnumst þín sem föður, afa og
langafa.
Þú sýndir okkur mikla væntum-
þykju, hrósaðir og hvattir okkur
áfram og lést okkur finna að þú varst
stoltur af okkur. Þú varst áhugasam-
ur um allt tengt menningu og listum,
fjölhæfur og gáfaður.
Þú hafðir ríka frásagnar- og kímni-
gáfu. Oft kom prakkarinn upp í þér og
auðvelt er að sjá þig fyrir sér segjandi
frá mönnum og málefnum með augun
leiftrandi og smitandi skellihlátur.
Við höfum hlegið mikið saman í gegn-
um árin.
Við minnumst þín sem teiknara og
myndlistarmanns sem skapaðir fjölda
mynda, myndskreyttir sögur og færð-
ir meðal annars þjóðsögur í litríkan
og skemmtilegan búning. Einka- og
samsýningarnar voru fjölmargar. Allt
frá bernsku átti Þingvallasvæðið stór-
an hlut í hjarta þínu og urðu þér
óþrjótandi uppspretta myndefnis.
Verkefnin fyrir Þingvallanefnd
voru fjölmörg, þar nýttust hæfileikar
þínir til fullnustu. Við eigum margar
góðar minningar þaðan frá hinum
mörgu ferðum með þér í gegnum ár-
in.
Við minnumst þess að þú varst
mjög hæfur smiður, líkt og faðir þinn
og afi.
Smíðakunnáttan nýttist þér ævi-
langt í fjölbreyttum störfum, t.d. sem
leikmyndahönnuður, við gerð útileik-
húss á Arnarhóli í tilefni 200 ára af-
mælis Reykjavíkurborgar og einnig
við hönnun sviðs fyrir sjálfan páfann.
Við nutum hæfileika þinna við lagfær-
ingar á heimilum okkar í gegnum ár-
in, auk þess sem þú aðstoðaðir einnig
fjölda vina þinna við smíðavinnu víða
um lönd.
Við minnumst þín sem víðlesins og
fróðs sagnamanns. Þú naust þess að
vera með bók í hönd og að fara í bóka-
verslanir, ekki síst í útlöndum þar
sem þú lentir stundum í vandræðum
með að komast heim með allar þær
bækur sem þú vildir festa kaup á. Þú
kenndir okkur að hafa auga fyrir list-
um, bentir okkur á strauma og stefn-
ur, og að njóta margvíslegrar tónlist-
ar.
Með söknuð í hjarta yfir ótíma-
bæru fráfalli þínu finnst okkur vel við
hæfi að kveðja þig með Glæðingu,
kvæðinu hans Dodda frænda.
Svinglaði sólskin í birkinu,
svarflaði vindurinn liminu;
niðrí möskótta myrkrinu
mögnuð ein sóley stóð
gullinni glóð.
(Þórður Magnússon.)
Margrét Þóra, Kristín Edda,
Unnur Kristbjörg, Freyja og
Þorkell Snorri, Gylfabörn.
Það verður söknuður af honum
Gylfa af götum miðbæjarins. Oft var
hann á hraðferð, en gaf sér þó tíma til
að ræða. Yfirleitt um það sem betur
mátti fara, oftast í menningarmálum.
Ekki vorum við alltaf sammála. Hans
skoðanir voru afdráttarlausar og án
málamiðlana. Alltaf skildum við þó í
bróðerni.
Gylfi frændi leiddi mig á stundum
inn í horfinn tíma, m.a. þegar hann
sagði frá sumrunum er hann dvaldist
hjá afa mínum og ömmu á Apavatni.
Frásagnargáfa hans nýttist honum
vel við þáttagerð í sjónvarpi. Hann
kunni vel að flétta saman orð og
mynd, setja menningarmálin fram á
spennandi hátt.
Ég kynntist honum vel er ég var að
setja upp mín fyrstu einkasýningu. Þá
kenndi hann mér hvernig ætti að bera
sig að, t.d. að hafa samband við fjöl-
miðla. Hann sannfærði mig um að
listaumfjöllun og viðtöl við listamenn
seldi blöð og væri vinsælt sjónvarps-
efni. Listamaðurinn væri að gera fjöl-
miðlinum greiða með því að leyfa hon-
um að fjalla um sig, ekki öfugt.
Stuttu síðar lágu leiðir okkar sam-
an í Amsterdam. Ég þar námsmaður,
hann á ferð að hitta góða vini úr
SÚM-hópnum. Þá galdraði hann
fram, handa mér, ótrúlegt vinnuborð
og hillur. Í þeirri hönnun hans flétt-
uðust saman hæfileikar trésmiðsins
og næmt auga myndlistarmannsins.
Nokkrum árum síðar ferðuðumst við,
ásamt vinkonu minni, um Evrópu og
enduðum á Feneyjatvíærningnum.
Gylfi var ekki alltaf auðveldur í um-
gengni, enda eldhugi og hugsjóna-
maður sem gefið hafði hefðbundið líf
upp á bátinn.
Gylfi var fenginn til að setja saman
Kjarvalssýningu, er ég sat í stjórn
Kjarvalsstaða, fyrir nær aldarfjórð-
ungi. Vinna hans fór fram úr glæst-
ustu vonum. Úr varð fyrsta sýningin á
Kjarval, þar sem ekki voru aðeins
sýnd verk listamannsins, heldur og
fjallað í máli og ljósmyndum um ævi
hans. Án efa var þessi sýning góður
grunnur að því glæsilega verki sem
Gylfi hafði nýlokið við.
Gerla, Guðrún Erla Geirsdóttir.
Ekki getum við í Skólastræti 5b
þóst hafa verið vinir Gylfa Gíslasonar
í neinni djúpri merkingu þess orðs en
þó þykir okkur nú þegar meiri sjón-
arsviptir að honum en ýmsum sem við
þekktum betur.
Við höfum verið nágrannar í Skóla-
strætinu í rúma tvo áratugi og húsin
okkar áföst. Ævinlega fór vel á með
okkur er við hittumst í götunni eða úti
í Bankastræti og skiptumst yfirleitt á
einhverjum orðum nema við værum
að flýta okkur þeim mun meira. Og
þegar tími var nægur teygðist iðulega
á spjallinu.
En Gylfi var reyndar sjaldnast að
flýta sér. Yfir honum var ró þess
manns sem víða hefur siglt og séð
þetta allt saman áður; það var helst að
pólitík næði stundum að ergja hann.
Ella var stórskorið andlitið glaðlegt
og furðu blíðlegt brosið. Stundum liðu
vikur og jafnvel mánuðir án þess mað-
ur rækist að ráði á Gylfa, þá fannst
okkur alltaf þegar við sáum hann
næst að eitthvað hefði vantað í til-
veruna.
En raunar mátti stundum fylgjast
með Gylfa án þess að sjá hann því
þegar maður lagði eyrað við vegg í
svefnherbergi okkar megin mátti
gjarnan á nóttunni heyra óm af því
sem Gylfi var að spila við vinnu sína,
því hann var nátthrafn. Ef Gylfi var
kátur og vel gekk þá spilaði hann jafn-
aldra sína í Rolling Stones en þungan
blús stundum annars. Hann var barn-
góður með afbrigðum og spurði jafn-
an eftir heilsu og almennum framför-
um barnanna á heimilinu og hann var
líka vinur kattanna í hverfinu.
Fyrir allnokkrum árum tók hann
sjálfur að sér hinn sérlundaða fress-
kött Pjakk sem lentur var í reiðileysi í
hverfinu og var sambúð þeirra hin
fegursta alla tíð, byggð á gagnkvæmu
trausti þar sem hvor fór sínar eigin
leiðir. Og aldrei sáum við Gylfa meir
brugðið en þegar hann sagði okkur
nýlega andlát Pjakks í hárri elli.
Og heldur verður lítið tilhlökkunar-
efni að rápa Skólastrætið í framtíð-
inni.
Illugi Jökulsson, Guðrún
Snæfríður Gísladóttir.
Nú kveðjum við góðan gest og vin
okkar í Mokka-kaffi. Gylfi var fasta-
gestur hjá okkur í nærri 48 ár, eða frá
því að staðurinn var opnaður, enda
þekkti hann marga sem lögðu leið
sína í Mokka. Hann var góður lista-
maður og sýndi nokkrum sinnum hjá
okkur í gegnum árin. Gylfi sýndi
staðnum ávallt mikla tryggð og allri
fjölskyldunni góða vináttu.
Við vottum fjölskyldu Gylfa okkar
dýpstu samúð.
Takk, kæri vinur.
Mokka fjölskyldan.
Afdráttarlaus – í öllu sem hann
gerði, sagði, teiknaði, spilaði, eldaði,
smíðaði. Afdráttarlaus gekk hann inn
á Mokka, lokaði eftir sér dyrunum,
tók af sér vettlingana og lagði þá á
borðið. Náði sér í kaffi, braut saman
þurrku og lagði undir bollann. Allt
klárt og skipulagt. Settist gagn-
kvæmt glaður að sjá okkur. Samræð-
urnar skemmtilegar, hann hafði víða
sýn, fróður, með púls samtímans á
hreinu, vel að sér og fræðandi án þess
að freistast til að segja neinum til. Gat
kennt manni að greina að vel og illa
gerð valmaþök án þess að maður tæki
eftir því. Hann var góður sögumaður.
Fyndinn. Þvílíkur húmor. Sá það
fyndna í hverri sítúasjón, í persónum,
tilsvörum, atvikum, – jafnvel ættar-
tengslum. Myndirnar hans iða af
húmor, í smáu og stóru. Það var svo
gaman að hlæja með honum, svo auð-
velt að skemmta honum því hann var
svo fljótur að fatta.
Hann var einhver skipulagðasti
maður sem ég hef kynnst. Skipti
hverju verki í áfanga og lagði fyrir-
fram niður fyrir sér hvernig ætti að
vinna það. Ef það var í stærra lagi, –
eins og sjónvarpsþáttur eða uppsetn-
ing sýningar, teiknaði hann verkið
upp, þátt fyrir þátt, klippti og límdi
þar til allt var komið á sinn stað – og
ekkert eftir annað er framkvæmdin.
Það var gaman að fylgjast með þess-
um vinnubrögðum. Hann var ham-
hleypa til vinnu, eins og við öll vitum
sem höfum gert upp gamalt hús með
honum, og hann var heppinn í þeim
verkum. Það gekk allt svo skemmti-
lega upp í höndunum á manni með
svona verkvit. Ég gleymi ekki, þegar
hann var að hjálpa Hilmari og Stínu
með Hringsdalinn, og sagði mér ljóm-
andi frá því hvað það hefði verið gam-
an að láta á það reyna hvort enn
leyndist líf í gömlu kyndingunni sem
menn höfðu lýst löngu ónýta. Þau
settu vatn á kerfið, kveiktu svo undir
katlinum og viti menn: það brakaði,
brast og bankaði í gömlum lögnum en
fyrr en varði var húsið orðið funheitt.
Og er enn. Það sem Gylfi tók á annað
borð að sér, var vel gert. Vel og hag-
kvæmt. Kostaði brot af því sem ætla
mætti, – enda efnisnotkun öll svo klár
– engu hent sem nýtanlegt var. Þann-
ig urðu hlutirnir í kringum hann lang-
lífir og fjölbreyttir. Einu sinni átti
hann tvo sjevróletta í einu. Eðalborg-
ara, eins og bankarnir kalla ellilífeyr-
isþegana. Á öðrum bílnum ók Gylfi, –
allt í toppstandi auðvitað, hver hlutur
tandurhreinn, smurður og fægður.
Hinn sjevrólettinn var ekki á götunni,
heldur var honum raðað nettlega í
hillur í glærum plastpokum, merkt-
um: Púst, festingar. Vatnskassi, bolt-
ar. Svona var hann, blanda af skipu-
lagi og frelsi. Bóhem og reglumaður í
einu.
Þótt hann hefði átt tvo bíla í einu
um skeið, þá var hann nú lengstum án
bíls. Fótgangandi fór hann leiðar
sinnar og gekk mikið. Hann gjör-
þekkti eldri borgarhluta Reykjavíkur
og hafði gaman af að sýna manni ekki
aðeins hús og skemmtilegar götu-
myndir, heldur undirgöng, port og
stíga, skrítna garða, jafnvel ummerki
á húsagöflum eftir eldri hús sem
þarna höfðu staðið en voru nú farin.
Ekkert eftir nema skuggi þeirra á
yngri vegg. Öllu tók hann eftir og
benti manni á, með húmorinn að
fyrsta leiðarljósi.
Það er mikill skaði að hann skyldi
fara svona fljótt. Auðvitað vildu
margir fá að sleppa við niðurlægingu
og erfiði ellinnar – en fyrr má nú vera.
Hann var í fullu fjöri, kraftmikill og
ánægður. Fimmtán ár í viðbót átti
hann svo sannarlega eftir að vinna og
koma frá sér einhverju af öllu því sem
hann bjó yfir. Brot af því sáu menn í
frumlegu og flottu sjónvarpsþáttun-
um sem hann gerði í fyrra, þar sem
hann ræddi við aðra listamenn af fá-
gætum skilningi og þekkingu á verk-
um þeirra og lífi, og teiknaði sjálfur
portrett af viðmælanda sínum á með-
an.
Og þá ekki síður í Kjarvalsbókinni
nýútkomnu, þar sem hann gerði grein
fyrir Kjarval sem teiknara. Þarna
naut Gylfi sín í botn. Hann þekkti líf
og verk Kjarvals út í æsar. Og ekki
aðeins verkin, heldur mótívin, sjónar-
hornin, pensilstrokurnar, hljóma og
þagnir í hverri mynd, og hvar hún féll
inn í heildarsamhengi myndlistarinn-
ar. Að hlusta á hann tala um þessi
verk var engu líkt. Kannski átti Kjar-
val sinn þátt í að gera Þingvelli að
öðru heimili Gylfa. Hann tók þá fyrir
eins og öll önnur viðfangsefni, og
vann sig skipulega gegnum hvern
þáttinn á fætur öðrum á þessari mag-
ísku þungamiðju Íslands. Hann las
allt sem hann komst yfir um staðinn,
kunni söguna að fornu og nýju, kynnti
sér jarðfræði, gróðurfar, lífríki vatns-
ins, tengsl listamanna af öllum gerð-
um og þjóðernum við staðinn og þau
verk sem þeir hafa skapað. En ekki
nóg með það: hann settist að á Þing-
völlum, hjólaði um allt og elti gang-
andi uppi slóða og stíga, fann örnefn-
um stað, og teiknaði svo kort af öllu
saman. Í áætlunum manna um að
setja saman kynningarefni um Þing-
velli til margmiðlunar fyrir ferða-
menn, var Gylfi hinn sjálfkjörni ráð-
gjafi. Hann kunni þá utanbókar. Svo
mjög tengi ég Gylfa við Þingvelli, að
þegar ég hugsa til hans, kemur upp í
huga minn hraunsvæðið á slóðum
Fjallamjólkur, gjáin prýdd fossinum
á vinstri hönd og í bakgrunni Skjald-
breiður drottnandi kyrrlátur yfir öllu
saman.
Gylfi var stórskorinn í andliti, aug-
un sterkblá og hárið úfið. Hann var
meðalmaður á hæð, sinaber og vel á
sig kominn. Hendurnar voru stórar
og sterklegar og vanar að standa
fram úr ermum. Skapferli Gylfa var
sömuleiðis stórskorið og gat verið
bæði honum og öðrum erfitt. Hann
átti það til að fyllast vantrausti, jafn-
vel á nánum vinum. Ég horfði á þetta
gerast nokkrum sinnum, sá hann tína
saman föggur sínar, boga sinn og örv-
ar, og fara – vonsvikinn – frá þeim
sem vildu honum best. Menn – og
konur – misstu hann þannig frá sér
óverðskuldað. Þetta virtist vera óvið-
ráðanlegur strengur í skapgerð hans,
sem enginn gat gert neitt við.
Gylfi átti barnaláni að fagna.
Hjónaband þeirra Unnar bar ríkuleg-
an ávöxt í börnum þeirra fimm, sem
Gylfi tengdist æ nánar eftir því sem
árin liðu. Hann talaði oft um þau við
vini sína, leyfði okkur að fylgjast með
og leyndi ekki gleði sinni og stolti yfir
manndómi þeirra og velgengni. Hann
var ýmist á leið á skytterí með Þor-
keli, vestur um haf til Unnar eða til
Svíþjóðar að heimsækja Möggu Þóru,
og fannst sérstaklega gaman ef hann
gat lagt einhverju barna sinna lið við
að velja sér hús, byggja, breyta og
bæta – og þar veit ég að hann hefur
gengið til verks af sömu atorku og
þegar við rifum niður veggi og byggð-
um nýja á Bergstaðastrætinu fyrir
aldarfjórðungi.
Gylfi Gíslason hefur gætt líf mitt lit
frá því ég kynntist honum fyrst. Ég á
bágt með að trúa því, að hann, sem
GYLFI
GÍSLASON
Faðir minn, bróðir okkar og mágur,
JÓHANNES G. SVAVARSSON,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. febrúar.
Útför hans fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn 22. febrúar
kl. 15.00
Pétur Jóhannesson,
Ellen Emilsdóttir,
Svava Svavarsdóttir,
Geir Svavarsson, Jóhanna Svavarsdóttir,
Esther Svavarsdóttir, Jóhannes Björnsson.
Faðir okkar,
JÓN PÁLMI RÖGNVALDSSON
matsveinn,
Hvanneyrarbraut 42,
Siglufirði,
er látinn.
Börnin.
Útför elskulegrar stjúpmóður minnar og föður-
systur okkar,
SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Súðavík,
sem lést þriðjudaginn 7. febrúar, fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00.
Jarðsett verður í Súðavík.
Bragi Líndal Ólafsson,
Guðrún Elísabet Jónsdóttir,
Hildur Jónsdóttir.