Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 31 MINNINGAR ✝ Katrín SólveigJónsdóttir fædd- ist í Garðshorni í Arnardal í Eyrar- hreppi í Norður-Ísa- fjarðarsýslu 5. nóv- ember 1929. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. febr- úar síðastliðinn. Faðir hennar var Jón Jóhann Katarí- nusson, bóndi, sjó- maður og síðar verkamaður í Reykjavík, f. í Fremri-Húsum í Arnardal 18. júlí 1898, d. 11. des. 1987 og móðir hennar var Guðjóna Jóhannesdótt- ir, húsfreyja í Arnardal, seinna bú- sett á Ísafirði og í Hafnarfirði, f. í Bolungavík 10. sept. 1904, d. 31. júlí 1957. Foreldrar Katrínar f. 25. apríl 1937, maki Börkur Áka- son. 10) Katarínus, f. 3. ágúst 1938, maki Guðný Kristín Þorleifsdóttir. 11) Óli Jón, f. 13. sept. 1939, maki Guðrún Kristófersdóttir (skilin). Katrín giftist 9. sept. 1951 Hlöð- veri Helgasyni, sjómanni og skip- stjóra frá Vestmannaeyjum, síðar bifreiðastjóra í Reykjavík, f. 11. sept. 1927. Þau byrjuðu sinn bú- skap í Vestmannaeyjum og byggðu Hásteinsveg 55. Þau bjuggu þar til þau fluttu til Hafn- arfjarðar og voru síðar lengst af búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: Sævar, maki María Péturs- dóttir, Hjálmar Kristinn, maki El- ínborg Pétursdóttir, Guðjón Hlöð- ver, maki Björg Ragnarsdóttir, Hafdís, maki Sigmar Teitsson, Gunnar, maki Sigurlaug M. Ólafs- dóttir, og Valgerður Oddný, maki Pétur Andrésson. Barnabörnin eru 25 og barnabarnabörnin 23. Hlöðver átti fyrir Sigurð Helga og Hlöðver. Útför Katrínar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. skildu. Katrín var fimmta í röð 11 systk- ina: 1) Einar, f. 28. júní 1923, d. 19. nóv. 1997, maki Margrét Guðrún Kristjáns- dóttir. 2) Guðbjörg Guðlaug, f. 15. sept. 1924, d. 14. mars 1989, maki Kristján Jörgen Hannesson. 3) Halldóra, f. 1. nóv. 1926, d. 18. maí 1927. 4) Drengur, f. 27. okt. 1927, d. 28. okt 1927. 5) Katrín, sem hér er minnst. 6) Oddur Jóhannes Jóns- son, f. 26. júlí 1931, maki Kristín Ferdinandsdóttir. 7) Jón Kati, f. 13. jan. 1933, d. 29. ágúst 1935 8) Vilmundur, f. 7. nóv. 1935, d. 13. feb. 1999, maki Salvör Sigríður Georgsdóttir. 9) Kristín Margrét, Elsku móðir, þegar hugurinn leit- ar til fortíðar, hversu sterk þú varst, þó veikindi þín yrði á stundum þér fjötur um fót, en það bugaði þig ekki. Þegar frístundir gáfust á sumrin var það útivera, stangveiði í vötnum sem átti hug þinn. Líf sjómannskonunnar að ala upp sex börn hefur ekki verið dans á rós- um en það leystir þú vel úr hendi. Gegnum hugann flýgur ótal margt en erfiðara er að festa það á blað. Að lokum segi ég, þökk sé þér móðir fyrir allt, guð blessi þig og varðveiti. Sævar H. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Það var á sunnudagsmorgun að símtalið kom um að mamma væri dá- in, ég veit að að þessu kemur en mað- ur er aldrei nóg undir það búinn. Ég man á unglingsárunum er við bjuggum á Óðinsgötunni að við fór- um oft í göngu í bæinn, endaði hún oft inná Hressó í gómsætri tertu eða inn á Brauðbæ í smurbrauð, hún var mikil tertukona og við gátum spjall- að lengi saman. Hún var mikil hann- yrðakona og saumaði margar mynd- ir, stórar og smáar, sem prýddu þeirra heimili og allar peysurnar sem hún gerði á barnabörnin, henni virtist ekkert muna um það. Og gam- an þótti henni að veiða, var þá oft farið upp að Hítarvatni, var þá oft stór hópurinn sem fór með þeim, gaman var að hlusta á þau spila, þá var glatt á hjalla, mikið hlegið. Hún mamma var ekki bara mamma held- ur góð vinkona mín, ég gæti haldið lengi áfram en læt þetta duga. Þín dóttir, Hafdís. KATRÍN SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR ✝ Grétar Jónssonfæddist 19. mars 1945. Hann lést 2. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jón Höjgaard, d. 2002 og Ragnheiður Hannesdóttir. Grét- ar er elstur átta systkina. Systkini hans eru Ólöf, gift Kristni Ástvaldsyni, þau eiga þrjú börn; Hafdís, í sambúð með Jens Gíslasyni, hún á tvær dætur; Hannes, í sam- búð með Ölmu Þorláksdóttur, hann á eitt barn; Hrönn, gift Halldóri Ingólfssyni, þau eiga fjögur börn; Sigrún, gift Herði Tómassyni, þau eiga sex börn; Fjalar, kvæntur Agnesi Jónsdótt- ur, þau eiga eitt barn; og Brynjar, kvæntur Hólmfríði Óskarsdóttur, þau eiga tvö börn. Grétar kvæntist 3. mars 1995 Jónu Sigurbjörgu Gísla- dóttur, f. 3. mars 1947, d. 2. júní 2002. Foreldrar hennar voru Gísli Ólafsson frá Vind- heimum í Tálkna- firði og Hildur Hjálmarsdóttir frá Hofi á Kjalarnesi. Grétar var lengi til sjós, starf- aði 20 ár í Dósagerðinni en vann síðustu 9 ár hjá ORA. Grétar verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það er erfitt til þess að hugsa að Bobbý bróðir sé horfinn á braut og þungt að þurfa að sætta sig við að fá aldrei að sjá hann aftur. Hann var elstur okkar systkinanna og fjöl- skylda hans kallaði hann aldrei annað en Bobbý. Þegar fréttirnar bárust af skyndilegu andláti hans voru fyrstu viðbrögð okkar allra systkinanna vantrú. Við trúðum því ekki að Bobbý, sem aldrei kvartaði eða kenndi sér meins, gæti verið farinn. Við trúum því vart ennþá. Við munum vel eftir Bobbý heima á Suðurlandsbrautinni og í Kópavogin- um á meðan við bjuggum í foreldra- húsum. Systkinahópurinn var náinn og er enn. Bobbý var samt langdvöl- um fjarri fjölskyldu sinni og vinum. Hann var lengi til sjós, á togurum, millilandaskipum og um hríð hjá Landhelgisgæslunni. Kunni hann margar skemmtilegar sögur af lífinu á sjónum sem hann sagði okkur systkinunum gjarnan þegar heim var komið. Það voru skemmtilegar stund- ir. Þegar systkinahópurinn ásamt foreldrum kom saman til að gera sér glaðan dag var hann ætíð hrókur alls fagnaðar. Bobbý var hjartahlýr og óeigin- gjarn. Hann var alltaf meira fyrir að gefa en þiggja. Bobbý var barngóður og átti auðvelt með að eignast vini. Hann var ekki mikið fyrir marg- menni og kaus heldur að kíkja bara í kaffi eða mat þegar þannig lá á hon- um. Það er erfitt að hugsa til þess að Bobbý verði ekki með okkur næst þegar fjölskyldan kemur saman til að gleðjast. Stórt skarð hefur verið hoggið sem aldrei verður fyllt. Kveðja, systkinin. Mig langar að minnast með fáein- um orðum bróður míns, Grétars Jónssonar, eða Bobbýs, eins og við ættingjar hans og vinir kölluðum hann jafnan. Andlát hans kom okkur algjörlega á óvart og er eins og reið- arslag, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu. Er erfitt að átta sig á og sætta sig við að hann skuli horfinn frá okkur og komi ekki lengur í heimsókn og segi eitthvað hnitmiðað og skemmtilegt, eins og hans var háttur. Bobbý var elstur í átta systkina hópi. Fyrir mér var hann ávallt hinn stóri og trausti bróðir. Hann reyndist mér vel jafnt í uppeldinu á heimili for- eldra okkar sem og síðar eftir að við Halldór fórum að búa saman. Fram- an af starfsævinni stundaði hann sjó- mennsku og var á farskipum. Utan þess dvaldi hann á heimili foreldra okkar, en hann festi ráð sitt síðar en flest hinna systkinanna. Eigum við það honum að þakka að hann var alla tíð mjög góður og natinn við foreldra okkar, jafnt á meðan hann bjó með þeim sem síðar, þegar hann hafði stofnað sitt eigið heimili. Bobbý var ánægður eftir að hann kynntist og kvæntist Jónu S. Gísla- dóttur, og áttu þau vel saman. Hún varð þó því miður ekki langlíf og lést eftir erfiðan sjúkdóm árið 2002. Var það vitaskuld erfitt fyrir Bobbý að missa lífsförunaut sinn. Þessu mikla áfalli tók hann þó með æðruleysi og hélt sínu striki í lífinu. Nú sameinast þau á ný eftir skemmri viðskilnað en við hin áttum von á. Margs góðs er að minnast úr sam- ferð okkar í gegnum lífið. Bobbý var einstaklega orðheppinn og skemmti- legur og hafði lag á að létta þeim geð sem hann umgengust. Hann og Hall- dór urðu snemma góðir vinir og skemmtu sér vel við að gera góðlát- legt grín að sjálfum sér og öðrum úr fjölskyldunni. Ég minnist með ánægju tíðra heimsókna Bobbýs á heimili mitt og Hafdísar systur þegar við systur bjuggum í sitt hvorri íbúð- inni í sama húsi í Vesturbænum. Eitt sinn fór ég og Randý systir í ferðalag til Ameríku, en Halldór mað- ur minn tók að sér að annast um elsta son okkar, sem þá var ungur að árum. Halldór fékk góða aðstoð frá Bobbý, enda mjög barngóður. Héldu þeir þrír saman í ferðalag norður á Strandir til að heimsækja Hafdísi systur, sem rak þar sumarhótel. Hall- dór ók, en Bobbý hugsaði um barnið. Farkosturinn var eðalgulur en aldur- hniginn Moskvits, sem einnig þurfti umönnunar við, til dæmis að gæta þess að hurðir opnuðust ekki þegar illa stóð á. Skopsögur sem sagðar hafa verið úr þessu ferðalagi eru löngu orðnar sígildar í fjölskyldunni og var það áreiðanlegra ekki síðra en ferðalag okkar systra til Ameríku. Ég minnist einnig með þakklæti hjálpsemi bróður míns og mágkonu í gegnum árin jafnt á heimili okkar í Vesturbænum sem og við bygginga- framkvæmdir í Grafarvogi, við barnapössun og fleira. Þá þykir mér vænt um að við systkinin stóðum að því sameiginlega í fyrra að halda upp á sextugsafmæli Bobbýs. Þar lék hann á als oddi og var mjög þakklátur fyrir framtakið. Ég er sömuleiðis þakklát fyrir þær stundir sem við átt- um saman á aðfangadagskvöld und- anfarin ár, þegar hann var á heimili okkar Halldórs. Mér þykir við hæfi að ljúka þessari fátæklegu kveðju með ljóðlínum eftir lífsförunaut Bobbýs. En lífið heldur áfram á landi handan grafar þar líður öllum betur þar hittumst við á ný. Þegar að við flytjum þá finnumst við án tafar og fögnum ástvinum ég þori að lofa því. (Jóna S. Gísladóttir.) Blessuð sé minning Bobbýs bróð- ur. Hrönn Jónsdóttir. Er vaknaði bjartur dagur í dróma, döggin þig grætur með hugljúfum tárum. Minningar fagrar í huganum hljóma, himnanna litir mig faðma í sárum. Þú réttir faðm á lífsins leið, lýstir margan efa. Þér ávallt virtist gatan greið, grátinn vildir sefa. Með trega í hjarta ég missi mátt, minnist þá góðra funda. Ljósið þér stefni í nýja nátt, nægt er þar gleðistunda. (Jóh. Gunnars.) Kveðja, Sigrún systir. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kveðja, þín systir, Hafdís. Grétar Jónsson er látinn, 60 ára að aldri. Nafn sitt fékk hann frá móð- urömmu sinni Margréti Einarsdótt- ur, ættaðri úr Borgarnesi. Hún fékk aftur sitt nafn frá föðurömmu sinni sem var hin fræga skáldamóðir Mar- grét Þorláksdóttir úr Dölunum. Mar- grét Þorláksdóttir var skörungur mikill og átti börn með þremur Jón- um og einum Böðvari. Frá Margréti þessari eru komin fjöldi skálda og rit- höfunda og má þar telja Halldór Lax- ness, Guðmund Böðvarsson og Stef- án Jónsson barnabókahöfund. En Jón faðir Stefáns og Margrét amma Grétars voru systkini. Margrét Ein- arsdóttir átti níu börn og sjö þeirra náðu tvítugsaldri. Sex barna Mar- grétar skírðu eftir henni og koma þar fjórar Margrétar og tveir Grétarar, sem síðan hafa sent nöfnin niður til sinna niðja. Þetta er sagan um nafnið hans Grétars, sem var reyndar oftast kallaður Bobby af vinum og vanda- mönnum, nema þegar hann var skammaður, þá hét hann Grétar. Hann var elstur barna þeirra Ragn- heiðar Hannesdóttur og Jóns Höj- gaard, en þau áttu saman átta börn. Grétar ólst upp á Suðurlandsbraut 94 en þar bjuggu Ragna og Jón í mörg ár. Reyndar var það ansi skondið að tvær systur Rögnu, þær Ásta og Lúlla, bjuggu í næstu húsum. Og enn fyndnara var að menn Rögnu og Lúllu, þeir Jón og Davíð, voru bræður. Systurnar þrjár voru dug- legar og í þessum þremur húsum fjölgaði börnunum ört. Ásta átti fimm, Lúlla átti tvö sem upp komust og Ragna var með sex börn á þessum tíma. Yngstu tvo synina átti hún eftir að hún og Jón fluttu í Kópavoginn. Svo að þarna var mikið fjör og mikið gaman hjá öllum þessum barnaskara, þrettán stykki samtals. Ekkert gerði til þó að einhver systirin brygði sér af bæ, alltaf var einhver heima í einu af þessum þremur húsum og alltaf hægt að sníkja mjólk og kringlu alls staðar. Bobby var fæddur árið 1945 og frá árinu 1947–1955 átti alltaf einhver systirin barn. Smá stopp árið ’56 og síðan komu tvö árið 1957. Þessi þrett- án börn voru því nær því að vera systkini en frændsystkini, því að öll gengum við inn og út hjá hvert öðru og lékum okkur því mikið saman. Bobby var að sjálfsögðu elstur af þessari kynslóð og því urðum við hin að taka tillit til. Hann var að sjálf- sögðu fyrirliðinn á meðan að hann nennti því en svo sneri hann sér að strákum á sínu reki og vildi ekkert með allan þennan stelpufans gera, því af þessum 13 börnum voru bara þrjár strákar. Ég man að á þessum árum voru vinir Bobbys þeir Reynir og Mundi og svo seinna var hann mikið með Ómari vini sínum. Bobby þótti alltaf vera hnyttinn í tilsvörum og ég ætla að kveðja hann með orðunum sem hann lét falla í jarðarför hjá fullorðnum manni í ætt- inni. Bobby þótti mikið um gamal- menni í kirkjunni og sagði við móður sína að það tæki því nú varla fyrir þetta lið að fara heim úr kirkjunni, þeir væru hvort sem er að fara yfir um. Fyrir hönd okkar systkininna sem bjuggu á Suðurlandsbraut 95 vil ég senda Rögnu frænku og eftirlifandi 7 börnum hennar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Grétars. Ingunn Óskarsdóttir. Elsku Grétar minn. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín, sem ég bjóst ekki við að þurfa að gera svona fljótt. Þú varst vinur í raun, alltaf var hægt að leita til þín, hvað sem á bjátaði. Ég á eftir sakna þín mikið. Hver föstudagur mun sérstak- lega minna mig á þig, því þeir voru alltaf skemmtilegir. Þegar þú komst í heimsókn var spjallað um líf og dauða og margt annað. Alltaf áttir þú þinn skemmtilega húmor og tilsvörin þín voru alltaf fyrir hendi sem ég held að eigi eftir að lifa með mér það sem eft- ir er. Ég sendi samúðarkveðjur til móð- ur þinnar og þeirra sem eiga um sárt að binda. Þín vinkona Alma. GRÉTAR JÓNSSON Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FALS FRIÐJÓNSSONAR frá Sílalæk, Grenivöllum 24, Akureyri. Sigurvina Kristjana Falsdóttir, Ástþór Harðarson, Sigríður Hrönn Falsdóttir, Elva Björk Einarsdóttir, Þórir Már Einarsson, Daði Ástþórsson, Lilja Sævarsdóttir, Sigmundur Pétur Ástþórsson, Ævar Ísak Ástþórsson, Katrín Lea Daðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.