Morgunblaðið - 15.02.2006, Page 32

Morgunblaðið - 15.02.2006, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SKÁKSAMBAND Íslands, með fulltingi Landsbanka Íslands, bauð til málþings um skáklist Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Ís- lendinga. Friðrik varð sjötugur á síðasta ári og lét þá af störfum skrifstofustjóra Alþingis og var málþingið haldið á þeim tímamót- um. Málþingið fór fram sl. laugardag í salarkynnum aðalbanka Lands- bankans, við Austurstræti í Reykja- vík. Það var geysivel sótt og stemn- ingin góð. Gestir voru eins margir og salurinn gat rúmað, með góðu móti, líklega 150–160 manns. Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeist- ara, og frú Marinu var boðið til landsins, af þessu tilefni, og skipuðu þau heiðurssess á þinginu, ásamt Friðriki, frú Auði Júlíusdóttur og tveimur dætrum þeirra. Það eru ekki efni til að rekja ná- kvæmlega ræðurnar á málþinginu, en drepið verður á nokkur atriði hér á eftir. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri í Landsbanka, setti þingið með ræðu, þar sem hann lýsti ánægju með aðkomu bankans að mál- þinginu, fór nokkrum orðum um af- rek Friðriks og bauð gesti vel- komna. Næst talaði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksam- bands Íslands. Hún fór nokkrum orðum um þýð- ingu afreka Friðriks á skáksviðinu fyrir Íslendinga og mikilvægi þess að miðla sögunni og meðvitund um fortíðina til yngri kynslóðarinnar. Friðrik Ólafsson hafi leikið afger- andi hlutverk í skáksögu Íslendinga og það sé mikilvægt fyrir yngri kyn- slóðina að fá tækifæri til að heyra frá fyrstu hendi um það, hvernig sagan þróaðist. Það sé hluti af því að mennta okkar ungu kynslóð sem góða skákmenn, að þeir þekki eigin sögu og arfleifð og málþingið hafi verið liður í þeirri viðleitni. Guðfríður Lilja lét í ljós þá von, að á þessum tímamótum myndi Friðrik snúa sér að því fræða æsku landsins um skáklistina og miðla henni af nægtabrunni reynslu sinn- ar og þekkingar. Guðfríður Lilja þakkaði Landsbankanum fyrir stuðninginn, bankinn hefði enn einu sinni sýnt, að hann leggur skák- og menningarmálum gott lið. Guðmundur G. Þórarinsson tal- aði næstur. Hann hefur lengst verið forseti Skáksambandsins, eða sam- tals í 10 ár. Guðmundur ræddi um afrek Friðriks í víðu samhengi. Hann nefndi mikilvægi þess fyrir nýstofnað lýðveldi, að þegnar þess vektu athygli á alþjóðavettvangi. Friðrik hefði vakið mikla athygli er- lendis og komist í fremstu röð í skákheiminum, mætti helst líkja stöðu hans þar við Björk Guð- mundsdóttur í dag. Hér á Íslandi hefði Friðrik verið þjóðhetja, en hann var víðar hetja. Í Júgóslavíu var Friðrik kallaður Hetjan frá Portoroz og nefndi Guðmundur ein- mitt einstakt atvik í skáksögunni, þegar 5.000 íbúar Zagreb stöðvuðu alla umferð fyrir utan skáksalinn við aðaltorgið í borginni og horfðu á Friðrik sigra Petrosjan á risastóru útisýningartafli. Eftir skákina heimtuðu áhorfendur Friðrik út á svalir á keppnisstaðnum og hylltu hann ákaft. Þessi óvenjulegi við- burður átti sér stað á áskorenda- mótinu 1959. Friðrik varð fyrst Íslandsmeist- ari 17 ára og nefndi Guðmundur spámannleg ummæli andstæðings hans í einvígi um titilinn þá: „Nú verður Friðrik ekki stöðvaður úr þessu.“ Guðmundur talaði um þá miklu bylgju skákáhuga, sem skall á Íslandi við sigur Friðriks í Hast- ings um áramótin 1955/56 og einvíg- ið við Bent Larsen í febrúar 1956. Á þeim tíma hafi komið tafl inn á öll heimili landsins og hafi Larsen síð- ar haft orð á því í aðdáunar- og undrunartón. Guðmundur gat auk þess um forsetatíð Friðriks hjá FIDE, alþjóðaskáksambandinu. Hann hafi haldið vel á málum þar, m.a. vandamálum Kortsnojs, sem þá hafði yfirgefið Sovétríkin, en skilið fjölskyldu sína eftir þar. Frið- rik hafi frestað heimsmeistaraein- víginu, Karpov-Kortsnoj, á meðan verið var að greiða úr málefnum fjölskyldu Kortsnojs, en það hafi kostað Friðrik mörg atkvæði á næsta þingi FIDE. Guðmundur nefndi það einstaka afrek Friðriks, á meðan hann gegndi embætti forseta FIDE, að leggja sitjandi heimsmeistara, Kar- pov, að velli í kappskák. Það verði seint leikið eftir. Næstur kom Boris Spassky í ræðustól. Hann minntist fyrstu komu sinnar til Íslands, á Heims- meistaramót stúdenta 1957. Hann hitti Friðrik næst á skákmóti í Moskvu 1959. Spassky talaði um það, að ein skák og jafnvel einn leikur geti haft mikil áhrif á skákferil manna. Hann tók dæmi af sjálfum sér, skák við Tal á Skákþingi Sovétríkjanna 1958, og aðra skák við Polugajevskí á skákþinginu þremur árum síðar. Ef hann hefði unnið skákina við Pólú, þá hefði hann teflt á milli- svæðamótinu í Stokkhólmi og ef til vill á áskorendamótinu í Curacao 1962. Það sama hefði einmitt hent Friðrik, hann hefði tapað unninni skák á móti Petrosjan í 1. umferð á millisvæðamótinu í Stokkhólmi 1962 og aldrei náð sér á strik á mótinu eftir það. Hann hafi þannig einnig misst af mótinu í Curacao. Spassky taldi frammistöðu Frið- riks á millisvæðamótinu í Portoroz 1958 hans bestu á ferlinum. Hann talaði um, að æfingaleysi hefði oft háð Friðriki, en það hafi hann unnið upp með miklum hæfi- leikum. Spassky bar saman persónurnar Friðrik og Bent Larsen. Friðrik hefði ávallt komið fram af hógværð og lítillæti, nánast verið feiminn, á meðan Larsen hafi alltaf verið með munninn opinn og talað digur- barkalega. Spassky nefndi að vinátta hans og Friðriks hafi náð út fyrir skák- ina, mikill áhugi þeirra á óperutón- list hafi einnig sameinað þá. Spassky bætti því við, að hann hefði aldrei skilið, hvað „kúltúrmaður“ eins og Friðrik hefði verið að vilja í forsetastól FIDE, á því geti menn ekki annað en tapað. Spassky sýndi að lokum vinn- ingsskák Friðriks á móti Geller í Bled 1961. Spassky var mjög hrif- inn af taflmennsku Friðriks og mátti helst skilja á honum, að hann hefði viljað ramma sumar stöðurnar inn og hengja upp á vegg í stofunni hjá sér! Að loknu stutt hléi kom Halldór Blöndal, alþingismaður, í ræðustól. Hann flutti stutt og bráðskemmti- legt erindi, það sem hann sagði frá kynnum sínum af Friðriki á Alþingi og fléttaði gamansögum inn í frá- sögnina. Þá var komið að síðasta fyrirles- ara dagsins, Helga Ólafssyni, stór- meistara. Hann sýndi skákina, Tukmakov-Friðrik, frá Reykjavík- urskákmótinu 1972. Þar færði ódrepandi sigurvilji Friðriki vinn- inginn, sem varð til þess, að hann vann þær skákir, sem eftir voru á mótinu og deildi efsta sætinu með Hort og Gheorghiu. Skýringar Helga voru mjög skemmtilegar og kom þar fram það álit Helga, að eitt höfuðeinkenni á skákstíl Friðriks hafi verið, að hann skynjaði vel „vendipunktinn“ í hverri skák og hugarástand andstæðingsins. Helgi nefndi einnig, að það hefði furðað marga, hvernig þessi dagfarsprúði og hógværi maður, sem Friðrik var, breyttist í hinn harða baráttumann, með ódrepandi sigurvilja, þegar hann settist við skákborðið. Eftir málþingið var gert hlé, en að því loknu tefldu Friðrik og Spassky tveggja skáka einvígi, þar sem hvor hafði 15 mínútur til að ljúka skákinni. Fyrri skákin var í rólegri kantinum, en sú síðari bæði fjörug og skemmtileg. Báðum lauk með jafntefli, enda voru þeir ekkert að rembast, eins og Friðrik orðaði það í viðtali við Morgunblaðið. Seinni skákin kemur í lok þessa pistils með stuttum skýringum. Stutt hlé var gert, að loknu ein- víginu, en því næst var teflt Frið- riksmót í hraðskák. Þátttakendur voru tólf og heiðursgestir voru brúðhjónin Lenka Ptácniková, eini kvennastórmeistari Íslendinga, og Omar Salama, skákmeistari og þjálfari, frá Egyptalandi. Þau höfðu gift sig fyrr um daginn og hófu bú- skap með þátttöku í Friðriks- mótinu. Úrslitin á mótinu urðu þessi: 1.–2. Jón Viktor Gunnarsson (2.421) og Arnar E. Gunnarsson, báðir alþjóðlegir meistarar, með 8½ v. hvor, í 11 skákum. 3. Helgi Ólafsson (2.521), stórmeistari, 8 v. 4. Björn Þorfinnsson (2.337), FIDE-meist- ari, 7 v. 5. Bragi Þorfinnsson (2.367), alþjóðlegur meistari, 6 v. 6.–7. Stefán Kristjánsson (2.476), alþjóðleg- ur meistari og Jón L. Árnason (2.507), stór- meistari, með 4½ v. hvor. 8.–10. Sigurbjörn Björnsson (2.337), FIDE- meistari, Lenka Ptácníková (2.204), kvennastórmeistari, og Omar Salama, 4 v. hvert. 11.–12. Sigurður Daði Sigfússon (2.339), FIDE-meistari, og Guðmundur Kjartans- son (2.287). 3½ v. hvor Að kvöldi laugardagsins hélt Landsbankinn veglegt hóf, þar sem Árni Emilsson, útibússtjóri, afhenti verðlaun fyrir Friðriksmótið og sleit málþinginu með stuttu ávarpi. Þar með lauk skemmtilegum skák- og menningarviðburði og skákunn- endur standa í þakkarskuld við Landsbanka Íslands fyrir ómetan- legan stuðning hans við þetta lofs- verða framtak Skáksambands Ís- lands. 2. einvígisskák: Hvítt: Boris Spassky Svart: Friðrik Ólafsson Nýtískuvörn 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c4 d6 4. Rc3 c6 5.Be3 – Í hinni þekktu skák, Uhlmann- Friðrik, Fiske-mótinu 1968, varð framhaldið5. f4 Db6 6. Rf3 Bg4 7. d5 Rf6 8. h3 Bxf3 9. Dxf3 Ra6 10. Hb1 Rd7 11. Bd2 Rdc5 12. Be2 0–0 13. g4 Rb4 14. Kf1 e6 15. Kg2 exd5 16. exd5 Hfe8 og Friðrik vann fallegan sigur. 5. … a6 6. a4 a5 7. f4 Ra6 8. Rf3 Bg4 9. Be2 Bxf3 Nýr leikur. Þekkt er 9. … Rf6 10. 0–0 0–0 11. h3 Bxf3 12. Hxf3 Rd7 o.s.frv. (Jänisch-Cablitz, 1993.) 10. Bxf3 e5 11. dxe5 dxe5 12. Dxd8+ Hxd8 13. 0–0 Rb4 Einfaldara virðist að leika13. … exf4 14. Bxf4 Rc5 o.s.frv. 14. Bb6 – Sjá stöðumynd 1. 14. – exf4!? 15. Had1 – Það er ekki víst, að Spassky hafi mikið upp úr krafsinu, ef hann tek- ur skiptamuninn, t.d. 15. Bxd8!? Kxd8 16. Had1+ Kc7 17. Bg4 Rh6 18. Be2 Be5! o.s.frv. 15. – Ha8 16. e5!? Rh6 17. Re4 Bxe5 18. Rd6+ Kf8!? Það er skiljanlegt, að Friðrik vilji ekki láta biskupinn af hendi, en til greina kom að leika 18. … Bxd6!? 19. Hxd6 0–0, t.d. 20. Hd7 Rf5 21. b3 Re3 22. Hf2 f5 23. Hxb7 Hf7 24. Hxf7 Kxf7 o.s.frv. 19. Hfe1 – Eftir 19. Rxb7 Kg7 20. Rxa5 koma upp miklar flækjur, sem erfitt er að dæma um, t.d. 20. Ha6 21. c5 Bxb2 22. Rxc6 Hxa4 23. Rd8 Rc2 24. Hd7 Bd4+ 25. Kh1 He8 o.s.frv. 19. Bxb2 20. Rxb7 Kg7 21. Rxa5 Rf5 22. Rxc6 Hxa4 23. c5 Rxc6 24. Bxc6 Bd4+ 25. Kh1 Hb4 26. Bd7 Re3 27. Hb1 Hxb1 28. Hxb1 Ha8! 29. h3 Ha2 Sjá stöðumynd 2. og keppendur sömdu um jafn- tefli. Friðrik á greinilega betra tafl, því að hvítur getur ekki haldið c-peðinu. Tími til umhugsunar var hins vegar orðinn naumur og meistararnir ekki í sama vígamóð og á yngri árum. Bled 1961 Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Efim Geller Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0–0 5. Rf3 d6 6. 0–0 Rbd7 7. Dc2 e5 8. Hd1 He8 9. e4 c6 10. Rc3 exd4?! Trúlega er betra að leika 10. – De7. 11. Rxd4 Da5 12. h3 a6 13. Be3 Dc7 14. Rde2 Re5 15. b3 c5?! Slæmur leikur, sem gefur eftir d5-reitinn. Sjá stöðumynd 3. 16. Hac1 Hb8 17. f4 Rc6 18. Dd2 Bf8 19. g4 b5 20. Rd5 Rxd5? Gerir vonda stöðu nánast von- lausa. 21. cxd5 Rd8 22. b4! c4 23. Bd4 Bg7 24. Bxg7 Kxg7 25. g5! – Baráttan stendur um f6-reitinn og henni hlýtur svartur að tapa 25. … De7 26. Dc3+ Kg8 27. Rg3 Da7+ 28. Kh2 Df2 29. Hf1 Dxa2 30. e5 Bf5 31. exd6 Bd3 32. Hfe1 Hf8 33. He3 a5 34. Hxd3! cxd3 35. Re4 f5 36. Rf6+ Hxf6 37. Dxf6 Dd2 38. Hc7 Dxf4+ 39.Kh1 og svartur gafst upp, því að hann getur ekki varist máthótunum hvíts. Glæsilegt málþing um skáklist Friðriks Ólafssonar Bragi Kristjánsson SKÁK Málþing um skáklist Friðriks Ólafssonar FRIÐRIKSMÓT Í HRAÐSKÁK 11. febrúar 2006. Morgunblaðið/Ómar Friðrik og Spasskí tefla einvígi fyrir fullu húsi áhorfenda. Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. Stöðumynd 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.