Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 39 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Frábær leikfimi alla miðviku- og mánudaga, kl. 9 postu- línsmálning, kl. 9 og 13 vinnustofan opin alla daga frá 9 til 16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30–11.30. Spil kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spiladagur, fótaaðgerð. Bólstaðarhlíð 43 | Leikhúsferð í Iðnó sunnudaginn 19. febr. Farið verður að sjá leikritið Glæpir og góðverk í flutn- ingi Leikfélagsins Snúðs og Snældu. Skráning í síma 535 2760. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, opið hús kl. 13–16. Grétudagur, spilað, teflt, spjallað. Gróukaffi. Akstur í boði sveitarfélagsins í umsjón Auðar og Linda, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Viðtalstími er í Gjábakka kl 15–16. Fé- lagsvist er spiluð í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntaklúbbur kl. 13, umsjón Sólveig Sörensen. Síðdegisdans kl. 14.30, umsjón hafa Matthildur, Jón Freyr og Árni Norðfjörð. Pétur Jónsson sér um tónlistarval. Söngfélag FEB, æf- ing kl. 17. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikritið Glæpir og góð- verk í Iðnó kl. 14. Sími í Iðnó 562 9700. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.30 boccia, kl. 10 handavinna, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 17 bobb. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45, málun kl. 10 og 13.30 og bútasaums- hópur kl. 13 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi auka kl. 9.45 í Mýri. Spænska kl. 10 í Garðabergi og spilað brids í Garða- bergi kl. 13. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Njála í Gullsmára. Samlestur Leshóps FEBK í Gullsmára á Brennu- Njálssögu verður alla miðvikudaga kl. 15.45 í félagsmiðstöðinni Gullsmára. Stjórnandi Arngrímur Ísberg. Allir eldri borgarar velkomnir. Ferð á Njálu- slóðir á komandi sumri. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 13. Njálulestur kl. 15.45. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið hús í Holtsbúð kl. 13; spilað og tón- listardagskrá. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 dans. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.30 kór- æfing. Menningar- og listahátíð eldri borgara í Breiðholti, með þátttöku í Vetrarhátíð í Reykjavík í næstu viku, nánar kynnt. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. www.gerduberg.is Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 bókband og aðstoð við böðun. Kl. 13 létt leikfimi og kl. 14 sagan. Kl. 15 kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dag- blöðin, fótaaðgerð. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Gafl- arakórinn kl. 16.15. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu kl. 9–16. Silki- og gler- málun, kortagerð. Jóga kl. 9–12. Sam- verustund kl. 10.30. Böðun fyrir há- degi. Fótaaðgerðir, s. 588 2320. Hársnyrting, s. 517 3005. Korpúlfar, Grafarvogi | Keila í Mjódd á morgun, fimmtudag, kl. 10. Kvenfélag Kópavogs | Kvöldverður og félagsfundur miðvikudaginn 15. febrúar í sal félagsins, Hamraborg 10, 2. hæð, kl. 20. Verð 1.000 kr. Þátttaka tilkynnist í síma 554 3299 (Svana) og 554 4382 (Helga). Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 9 opin fótaað- gerðastofa, sími 568 3838, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Norðurbrún 1 | Fræðslu- og skemmti- ferð: Vátryggingafélag Íslands, Olíu- félagið ehf., Hópbílar hf. og Lögreglan í Reykjavík bjóða eldri borgum í fræðslu- og skemmtiferð. Þjóðleik- húsið verður heimsótt. Farið verður fimmtudaginn 16. febrúar kl. 14.30. Skráning í síma 568 6960. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn- istulaug). Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Bingó í dag kl. 12.45. Marengsrjómaterta með kaffinu. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, handmennt almenn kl. 9.30–16.30, morgunstund kl. 10, bókband kl. 10, verslunarferð í Bónus kl. 12.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Allir foreldrar vel- komnir með börn sín. Kirkjuprakkarar kl. 15.30. TTT-starf kl. 17. ÆFAK (yngri deild) kl. 20. Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund í há- deginu frá kl. 12–12.30. Súpa og brauðmeti á eftir í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal kl. 11–12. Allir velkomnir. Opið hús fyrir foreldra með börn sín á fimmtudagsmorgnum frá kl. 10–12. Kaffi og meðlæti. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12, Valdís B. Guðjónsdóttir, talmeinafræðingur, ræðir um mál- þroska ungra barna. Opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16, Spilað, teflt og spjallað. KFUM&K-fundur fyrir 9– 12 ára börn frá kl. 17–18. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16. TTT 10–12 ára kl. 17. Æskulýðs- félag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Í dag koma til okkar börn úr Fossvogsskóla og spila með okkur Spilabingó. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Nánari uppl. www.kirkja.is Digraneskirkja | Alfa-námskeið kl. 19. www.digraneskirkja.is Dómkirkjan | Hádegisbænastundir alla miðvikudaga frá kl. 12–12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum veitt móttaka í síma 530 9700. Garðasókn | Foreldramorgnar kl. 10 til 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega, auglýstir sérstaklega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnuni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Allir velkomnir. TTT fyrir börn 10–12 ára á miðvikudögum í Rimaskóla kl. 17.30– 18.30. Grensáskirkja | Samvera aldraðra kl. 14–15.30. Kaffi og meðlæti. Skráning fyrir matinn 22. feb. í dag, einnig næstu daga í síma 580 0800. Hafnarfjarðarkirkja | Mömmu- morgnar kl. 10–12. Mömmur með ung- börn eru velkomin að eiga samfélag saman, fyrirlesarar koma reglulega til að fjalla um málefni tengt uppeldi barna. Kaffi og meðlæti í boði. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Íhugun, altarisganga. Einfaldur morg- unverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Stundin felst í kristinni íhug- un með hjálp bænabandsins. Stundin tekur um 20 mín. Að henni lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Vinafundir sem verið hafa í Háteigs- kirkju munu hefjast á ný á nýju ári 16. febrúar nk., síðan 23. febrúar 2., 9., 16. og 23. mars. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Tíu til tólf ára starf er kl. 16.30– 17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kl. 12 bænastund. Hjálparflokkur kl. 20. All- ar konur eru hjartanlega velkomnar. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM Holtavegi 28, fimmtudaginn 16. feb. kl. 20. „Korintubréfin.“ Sr. Gísli Jón- asson sér um fundarefnið. Kaffi. Allir karlmenn eru velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Há- degisbænastund frá kl. 12–13. Allir velkomnir. Fjölskyldusamveran hefst kl. 18 með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er Biblíulestur fyrir alla fjöl- skylduna. Jón Þór Eyjólfsson talar til okkar miðvikud. 15. feb. Skátastarfið Royal Rangers er fyrir 5–17 ára. Keflavíkurkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Sam- verustund í Kirkjulundi kl. 12.25 – súpa, salat og brauð á vægu verði – allir aldurshópar. Opið hús kl. 10–12. Umsjón er Dís Gylfadóttir og Guðrún Jensdóttir. Allir foreldrar sem hafa lausa stund á þessum tíma eru vel- komnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60, miðvikudaginn 15. feb. kl. 20. „Hann kallaði – og sendi.“ Sr. Kjartan Jónsson talar. Fréttir af kristniboði: Bjarni Gíslason. Kaffi eftir samkom- una. Langholtskirkja | Bænagjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30 (300 kr.). Starf eldri borgara með fjölbreyttri dag- skrá kl. 13–16. Verið velkomin. Laugarneskirkja | Kl. 10 mömmu- morgunn í umsjá Hildar Eirar Bolla- dóttur. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sól- armegin. Allt fólk velkomið að slást í för. Kl. 14.10 Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur). Kl. 16 TTT (5.–6. bekkur). Kl. 19.30 fermingartími. Kl. 20.30 ung- lingakvöld. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Verndum bernskuna. Heilræði fyrir foreldra og uppalendur. Fyr- irbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sig- urður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 15. Líf stjórnmálamannsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingismaður, tal- ar um lífið og pólitíkina. Kaffiveitingar á Torginu. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Beðið fyrir sjúkum og bág- stöddum. Einnig tekið við bæn- arefnum. Kaffisopi að lokinni athöfn- inni. Munið foreldramorgunn kl. 11 í Selfosskirkju. Guðfinna Tryggvadóttir, íþróttakennari og einkaþjálfari í Styrk, heimsækir okkur og kynnir hvað er í boði fyrir konur eftir með- göngu og fæðingu. Allar verðandi og núverandi mæður sérstaklega vel- komnar. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða HAFI Myrkir músíkdagar einhvern tímann verið myrkir þá var það í fyrsta verkinu á tónleikum Caput- hópsins í Ými á laugardagskvöldið. Verkið nefndist Hviða og var eftir Davíð B. Franzson. Hviða sam- anstóð af allskonar braki og skruðningum, og kannski hefði Kveisa verið nákvæmari titill því óyndisleg búkhljóð voru greinanleg af og til. Að minnsta kosti gat ég ekki betur heyrt. Ég sá fyrir mér íbúð um nótt þar sem húsráðendur eru sofandi eftir stórkostlegan veislumat, og einn þeirra þjáist af kæfisvefni. Á meðan leikur köttur lausum hala og er að gæða sér á leifunum. Vissulega ekki áhugavert, en þannig hljómaði tón- listin. Ef tónlist skyldi kalla. Kannski hefði verkið orðið meira spennandi ef Davíð hefði byggt það upp á hnitmiðaðri hátt, skapað markvissari framvindu með skýrt afmörkuðum endi. Í þeirri mynd sem það var flutt á tónleikunum var það hvorki fugl né fiskur. Play and Destroy eftir Atla Ing- ólfsson var sömuleiðis ákaflega tor- skilið, aðallega vegna þess hve tón- listin hafði litla skírskotun til þeirrar fagurfræði sem ég held að flest tónskáld hafi meðvitað eða ómeðvitað í huga þegar þau semja tónlist. En einhvers staðar las ég að fagurfræði nútímans gangi ekki lengur út á spurninguna um hvað sé fagurt, heldur hvað sé áhugavert og skipti okkur máli. Svo gott og vel: Hvað var áhugavert í verki Atla? Jú, tónlistin var haganlega gerð og það var alltaf eitthvað að gerast í henni. Andstæðum flötum var raðað saman á sannfærandi hátt og hvergi var neinu ofaukið. Í sjálfu sér hefði hún staðið ágætlega fyrir sínu, en því miður var fyrsti hluti hennar helgaður illa teknu og skelfilega klipptu myndbandi af náunga sem rífur í sundur pappakassaengil og dró út úr honum allskonar rusl. Það var svo klaufalega unnið að mig langaði mest til að halda fyrir aug- un. Samt virtist boðskapurinn skýr: Trúarbrögðin hafa aðallega fært ógæfu yfir mannkynið og mál er að linni. Í sjálfu sér er það virðing- arverð skoðun, en framsetning hennar hefði mátt vera vandaðri. Og hver var tengingin við tónlist- ina? Annaðhvort hefði myndbandið þurft að vera lengra eða tónlistin styttri; hún hélt áfram löngu eftir að myndbandinu lauk, og það kom kjánalega út. Það var eins og að hlusta á kvikmyndatónlist í heilan klukkutíma á eftir að sjálf bíómynd- in er búin. Ég hvet Atla til að sleppa myndbandinu næst þegar verkið er flutt. Auk þess mætti hann huga nánar að rafhljóðunum í tónsmíð sinni, en þau voru of sterk á tónleikunum og runnu ekki nægilega vel saman við hljóðfæraleikinn. Í stað þess bjög- uðu þau bara heildarmyndina. Annað á dagskránni var skemmtilegra; Vögguvísa fyrir hörpu og slagverk eftir Daníel Bjarnason samanstóð af heillandi blæbrigðum sem voru haganlega útfærð á tónleikunum, og ágætlega unnin tónsmíð eftir Arnar Bjarna- son, La Citta Invisibili, var sungin af glæsilegum tilþrifum af Ásgerði Júníusdóttur. Vetrarkvíði eftir Hauk Tómasson var jafnframt meistaralega ort skáldverk í tónum sem unaður var að hlusta á. Ég verð samt að segja að skipu- lagsleysið á tónleikunum var vand- ræðalegt, en tónleikaskráin, sem var sú sama fyrir alla hátíðina, var full af ónákvæmni, ef ekki hreinum villum. Verkin voru flutt í annarri röð en stóð í skránni, eitt þeirra var ekki leikið en annað spilað í staðinn og aðeins var að finna upplýsingar um sum þeirra. Hverjum það er að kenna skiptir ekki máli hér. En fyr- ir Caputhópinn, sem hefur hlotið verðskuldaðan virðingarsess í menningarlífi þjóðarinnar, er svona klúður varla sæmandi. Ekki heldur fyrir Myrka músíkdaga í heild sinni. Óreiðukenndir tónleikar TÓNLIST Ýmir Caput-hópurinn flutti tónsmíðar eftir Dav- íð B. Franzson, Atla Ingólfsson, Hauk Tómasson, Arnar Bjarnason og Daníel Bjarnason. Laugardagur 11. febrúar. Myrkir músíkdagar: Kammer- og söngtónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.