Morgunblaðið - 15.02.2006, Page 43

Morgunblaðið - 15.02.2006, Page 43
M YKKUR HENTAR **** 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is walk the line STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH. BESTA MYND ÁRSINS, BESTI LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS V.J.V Topp5.is S.V. Mbl. M.M.J Kvikmyndir.com F U N Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR ÞEGAR RÖÐIN KEMUR AÐ ÞÉR ÞÁ FLÝRÐU EKKI DAUÐANN F U N Sýnd kl. 6 og 10 Sýnd kl. 8 ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA! Sýnd kl. 6 Ísl. tal - B.i. 10 ára 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag! eee DÖJ – kvikmyndir.com Epískt meistarverk frá Ang Lee eeeee L.I.B. - Topp5.is Sími - 551 9000 MRS HENDERSSON kl. 5.45, 8 og 10.15 WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 9 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 SÍÐASTA SÝNING B.I. 14 ÁRA eee Kvikmyndir.com eee Rolling Stone eee Topp5.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 43 KVIKMYND Róberts Douglas, Strákarnir okkar eða Eleven Men Out eins og hún heitir á alþjóðavett- vangi, var frumsýnt hér á kvik- myndahátíðinni í Berlín nú á mánu- daginn. Uppselt var á myndina og vakti hún mikla lukku, hlátursrok- urnar gengu yfir reglubundið og var aðstandendum klappað lof í lófa er myndin endaði. Leikstjórinn skund- aði við það á upp svið ásamt leikend- unum Birni Hlyni Haraldssyni og Lilju Nótt Þórarinsdóttur auk fleiri aðstandenda. Svöruðu þau spurn- ingum úr sal á yfirvegaðan og kersknislegan hátt og héldu þannig hlátrasköllunum gangandi þó að myndin væri farin af tjaldinu. Sýningin fór fram í Cinemax- kvikmyndahúsinu, sem er við Potzdamer Platz en þar er lunginn af starfsemi hátíðarinnar. Flest kvikmyndahúsin eru hér, bækistöðv- ar blaðamanna o.s.frv. Tvær sýn- ingar á myndinni verða þá aukreitis og er þegar uppselt á þær sýningar líka. Myndin er sýnd í hinum víð- feðma Panorama-flokki og er m.a. tilnefnd til „samkynhneigðu“ Teddy- verðlaunanna, en Teddy-hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli í ár. Róbert sagðist aðspurður að við- tökur á Íslandi hefðu verið upp og ofan, íslensk sorprit hefðu verið mjög hrifin en ráðsettari miðlar ekki eins. Róbert var svellkaldur á svið- inu og lét ekki setja sig út af laginu. Svaraði spurningum alvarlegur á svip, þannig að fólk vissi aldrei hve- nær hann var að bregða á leik og hvenær ekki, t.d. þegar hann sagði með rólegum og yfirveguðum rómi að Strákarnir okkar væri vinsælasta samkynhneigða fótboltamynd sem gerð hefði verið á Íslandi. Einn blaðamaðurinn spurði þá hvort svínsleg hegðun Jóns Atla Jónasar í myndinni gagnvart konu sinni (en hann lék bróður Óttars Þórs aðalsöguhetjunnar) væri al- geng á Íslandi. Róbert, ásamt þeim Birni og Lilju, útskýrði þá að eins og svo margt í myndinni væri þetta ýkt persóna, gerð svo til að draga fram ákveðin samfélagsmein og gagnrýna þau þar með í gríni. Þá var eðlilega mikið rætt um samkynhneigð og hvort menn væru óvenju frjálslyndir heima á Íslandi í þeim efnum. Menn vildu vita hvort að alvöru hommar hefðu verið í liðinu og þess háttar. Einn blaðamannanna sagði að það myndi þykja einkennilegt ef það væri starfrækt knattspyrnulið, ein- göngu skipað hommum, í Berlín, en var óðar leiðréttur af löndum sínum og honum sagt að það væri reyndar rekið eitt slíkt í borginni! Undarlegt að maðurinn skyldi líka draga slíkar ályktanir, en Berlín er þekkt sem eitt helsta vígi samkynhneigðra í heiminum. Róbert var þá spurður um fót- bolta á Íslandi og hann svaraði án þess að bregða svip: „Það er mikill áhugi fyrir fótbolta á Íslandi. En við getum samt ekki neitt í íþróttinni.“ Hressandi athugasemd. Strákarnir okkar spiluðu því með mikilli sæmd á Berlínarhátíðinni og voru fyrirferðarmiklir í leik sínum en Björn Hlynur er t.a.m ein hinna Rísandi stjarna sem kynntar eru á hátíðinni ár hvert. Góðu gengi Strákanna var svo fagnað í sérstöku teiti eftir sýninguna, á hinum vin- sæla Pan Am-klúbb. Kvikmyndir | Strákarnir okkar á Kvikmyndahátíðinni í Berlín Stöngin inn Morgunblaðið/Arnar Eggert Róbert Douglas, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson svöruðu spurningum að sýningu lokinni. Arnar Eggert Thoroddsen í Berlín arnart@mbl.is KOMIÐ er út á vegum 12 Tóna dagatal fyrir árið 2006. Það sem gerir þetta dagatal sérstakt er að litljósmynd af þekktum íslenskum bassa- leikara þekur hvern mánuð dagatalsins en auk þess má finna á dagatalinu gagnlegar upplýsingar um afmælisdaga ýmissa bassaleikara, inn- lendra sem erlendra. Bassaleikararnir 13 sem prýða dagatalið eru: Björgvin Ingi Pétursson (Jakobín- arína), Þröstur Heiðar Jóns- son (Mínus), Georg Hólm (Sigurrós), Rúnar Júlíusson (Hljómar), Halldór Ragn- arsson (Kimono), Ragnar Steinsson (Botnleðja), Unnur María Bergsveinsdóttir (Brúðarbandið), Viðar Hákon Gíslason (Trabant), S. Björn Blöndal (Ham), Guðni Finns- son (Dr. Spock, Ensími & Rass), Guðrún Heiður Ísaksdóttir (Mammút) og Þorgeir Guðmundsson og Ester Ásgeirsdóttir (Singa- pore Sling) sem pósa saman fyrir desembermánuð. Ljósmyndirnar tók Bjarni Gríms en umsjón var í hönd- um Sigurðar M. Finnssonar og Jóhanns Ágústs Jóhanns- sonar. Aðspurður hvers vegna bassaleikarar hafi orðið fyrir valinu segir Sigurður að bassaleikarar séu einfaldlega tignarlegri en aðrir hljóm- sveitarmeðlimir. Þeir hafi oft á tíðum staðið í skugga gít- arleikarans og söngvarans en nú stígi þeir fram í öllu sínu veldi. „Ár bassaleikarans er gengið í garð.“ Tónlist | 12 Tónar gefa út bassaleikaradagatal Dagar víns og bassa Dagatalið er gefið út í 500 eintökum og fæst án end- urgjalds í verslun 12 Tóna að Skólavörðustíg 15. Sér- stakur verndari dagatals- ins er Skúli Sverrisson. Janúar: Björgvin Ingi Pétursson úr Jakobínurínu. Febrúar: Þröstur Heiðar Jónsson úr Mínus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.