Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 25 Á laugardaginn, laust fyrir föstubyrjun,verða lög Megasar við PassíusálmaHallgríms Péturssonar flutt á tón-leikum í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir verða haldnir í samstarfi við Vetrarhátíð í Reykja- vík, sem þá stendur hvað hæst, og það er laga- smiðurinn sjálfur og stórskáld, sem flytur lögin með aðstoð barnakórs og hljóðfæraleikara. Sjö passíusálmar Hallgríms verða á efnisskrá tón- leikanna, en einnig lög við nokkra veraldlega texta eftir hann, sem og tveir sálmar eftir Matthías Jochumsson. Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri og organisti í Skálholtskirkju er stjórn- andi verkefnisins. Megas (Magnús Þór Jónsson) þarf vart að kynna, hann er landsfrægur fyrir tónlist sína og hefur gefið út fjölmargar plötur á löngum ferli. Hann er löngu orðin goðsögn í íslensku þjóðlífi og höfundarverk hans ómetanlegt fyrir íslenska menningu. En hvaðan kom honum dálætið á trúarskáldskap Hallgríms? Við settumst niður stundarkorn á Kaffivagninum til að ræða um sálmaskáldin og kveðskap þeirra. „Fólk á mínum aldri vandist á það að heyra Passíusálmana lesna. Það mátti ekki slökkva á út- varpinu meðan á lestrinum stóð, og ýmis helgi yfir lestri þeirra. Maður var svo sem ekkert neyddur til að hlusta á þá, en heyrði þá samt, og alla manns ævi hefur þetta dunið á manni einu sinni á ári. Eitthvað hefur sennilega síast inn í mann þegar maður var krakki. Ég hef líka alltaf haft gaman af eldri skáldskap, finnst hann skondinn og hugsanir sniðuglega orðaðar. Í skóla vorum við með sýn- isbók íslenskra bókmennta. Ég tók nú ekki mik- inn þátt í námi, nema bara rétt fyrir prófin, en ég man að ég las allt í þessari bók sem við máttum sleppa. Áhuginn á þessu tímabili í bókmenntasög- unni – sem hefur nú ekki alltaf verið hátt skrifað, var til staðar. Ekki minni músík í Þórði Svo var það einhvern tíma að við vorum að spila saman ég og Guðmundur Hallvarðsson tónlistar- kennari í einhverju Fylkingarpartíi þar sem við áttum að vera með atriði. Þá var ég búinn að gera lag við fyrsta sálminn. Það voru alls konar skrýtn- ir hlutir sem féllu vel í geð í Fylkingunni og Pass- íusálmarnir gerðu það tvímælalaust. Þetta var í kringum 1969. Tilviljun hagaði því þannig að ég rambaði á lag við annan sálm skömmu síðar. Svo man ég bara ekkert hvernig þetta var, þar til það fór að nálgast það að eiginkona mín færi inn á fæðingardeild og skyti út úr sér honum Þórði Magnússyni. Þá var ég ekki í þessum heimi því ég sat með teip, búinn að gera útlistun á öllum brag- arháttunum, söng inn á teipið, breytti og lagaði og gekk frá. Ég man ekki hvað það tók mig langan tíma að klára þannig alla sálmana fimmtíu. Ég bætti við þetta Agnus dei og Passíusálmum núm- er 51 og 52 eftir Stein Steinarr og Karl Ísfeld. Í sumum tilvikum urðu til A, B, C og jafnvel D mel- ódíur.“ Gerðirðu þá fleiri en eitt lag við suma sálmana? „Já, í sumum tilvikum var ég ekki alveg viss um hvaða melódíu ég ætti að velja og skrifaði niður fleiri útgáfur. Það stóð á endum að ég var búinn að skjóta út úr mér allri Passíusálmatónlistinni, þegar hún var búin að skjóta Þórði út úr sér, og það var ekki minni músík í honum, því hann er nú tónskáld. En það var annað í þessu. Maður var alltaf að leita að einhverjum textum sem væru rock ’n’ roll, svolítið töff, og hægt að ryðja út úr sér í bunu. Hefðin var sú að sálmar voru sungnir löturhægt og mér fannst ögrun í því að prófa hvort það gengi upp að taka sálmana svolítið hraðari tökum. Ég held að sálmarnir hafi ekki verið taldir hæfir í þannig músík, en það er tómt bull. Passíusálmana er hægt að syngja á ofsahraða með alls konar stoppum og öllum þeim djöfulgangi sem tilheyra rock ’n’ roll. Í sálmunum í Biblíunni stendur að það eigi að lofsyngja Drottin – og þar er talin upp svoleiðis röð af hljóðfærum, og þetta er alveg í samræmi við það. Hlustaðu bara á músíkina sem er sungin í Biblíubeltinu Hún er sums staðar tals- vert öðru vísi en sálmasöngurinn.“ Áttu þá við þungarokkið í miðríkjum Banda- ríkjanna? „Já, bæði þungarokkið og líka soul og blús. Það gengur allt oní Drottin allsherjar, en hér tíðkaðist alltaf að syngja allt í þýskri slow-mo hefð.“ Það hafa margir sagt að sálmar Hallgríms séu óttalegt hnoð; illa rímaðir, að ekki sé talað um flá- mælið. „Það kann að virðast að erfitt sé að finna hvar hann hugsaði sér stuðlana, en það hverfur þegar menn lesa sálmana betur. Ef það var eitthvað svo- leiðis sem ég hnaut um fyrst, þá gekk það alveg fyllilega upp þegar á leið. Hugsunin er það mögn- uð í þessu að ef eitthvað er að bragfræðinni, þá gleymist það alveg. Hitt get ég sagt þér. Ég píndi mig til að lesa Don Juan eftir Byron. Það var sko hnoð. Rímið var svo pínt – það var algjört embarr- assment fyrir svona fínt skáld. Svo er þetta fallega flámæli hans Hallgríms, og dönskusletturnar sem eru svo fínar. Þegar allt er vaðandi í amerískum slettum, þá er svo yndislegt að taka sér í munn góðar og gegnar dönskuslettur. Fákænir klerkar sem hafa verið látnir lesa sálmana í útvarpið á föstunni hafa margir hverjir breytt þessu og leið- rétt skáldið. En maður ætti aldrei að styggja skáld. Það getur haft í för með sér vonda hluti. Mér leiddist allt átorítet voðalega mikið þegar ég var krakki. Maður finnur það vel hjá Hallgrími í Passíusálmunum, átorítets-andstyggðina. Hann skýtur á það hvenær sem hann getur og það er sérstaklega gaman því hann stóð nú í skjóli eins; – allra helsta átorítetsins. Það voru ekki allir ánægðir með það sem hann var að hnoða saman.“ Fallegt að sjá svona heilög börn Það verða líka veraldleg kvæði eftir Hallgrím á tónleikunum; – hvers konar kveðskapur er það? „Ég verð með eina tóbaksauglýsingu og hún verður sungin alla vega tvisvar sinnum, í annað skiptið af börnunum. Það er fallegt að sjá svona heilög börn syngja tóbaksauglýsingu.“ Bach gerði þetta líka; samdi heila kantötu til dýrðar tóbakinu. „Já og Bach samdi sjálfur textann við músíkina sína. Hallgrímur gæti hafa haft eitthvert erlent lag í huga þegar hann orti tóbakskvæðið, ég veit það ekki, en það hefur þá ekki varðveist. Mér tókst að gera nokkuð skondið lag við þetta. Annað kvæði yrkir hann til krúsarinnar sem hann drakk úr. Þetta var leirkrús með einhvers konar gimmikki sem kom í veg fyrir að skeggið flæktist fyrir honum; krúsin var kölluð skeggkarl. Hann er að líkja sér við skeggkarlinn: „Skyldir erum við skeggkarl tveir, skammt mun ætt að velja. Okkar beggja er efni leir, ei þarf lengra að telja.“ Ef það verða einhver áföll, þá á skáldið von um að verða heill aftur en krúsin á engan sjans. Það er því ákveðin heimspeki í gangi þarna. Allir hafa drýgt hugsanaglæpi Þriðja kvæðið er vægt keis af heimsósómakvæði. Menn hegðuðu sér ekkert betur þá en nú. Þetta er prótestsöngur. Hallgrímur samdi marga heims- ósóma, en þessi er nokkuð léttur. Hann beinir spjótunum að ríkisbubbunum og hefur svo kórus- inn: „Hold er mold, hverju sem það klæðist.“ Hann er svolítið grófur hann Hallgrímur: „Þó á þig skíni útlenzk dragtin yfirlætis viskupragtin trúðu mér, að minnkar magtin af möðkunum þá snæðist.“ Hann er skemmtilegur! Þetta passar enn í dag.“ Það er merkilega lítið ort af heimsósóma- kvæðum í dag, þótt tilefnin séu mörg. „Það er vegna þess að allir eru samsekir – það eru allir orðnir samdauna spillingunni. Það óska þess allir innilega innst inni að þeir hafi aðgang að sjóðunum og fái að vera með í plottinu. Þeir geta því ekki með neinum almennilegum móral tekið afstöðu gegn spillingunni. Allir hafa drýgt hugs- anaglæpi sem gerir þeim ómögulegt að vera heilir á bak við mótmælin. Skandalarnir endast líka mest í viku. En þetta eru allt saman mjög tíma- bærir textar. Ég var fenginn til að vera sáttasemjari við Hallgrím fyrir hönd Hvalsneskirkju. Hann hrakt- ist þaðan sár og beiskur og þeir höfðu ekkert gert til að reyna að blíðka hann fyrr en nú fyrir skömmu. Þá var haldin þar mikil Hallgrímshátíð og ég var fenginn til að syngja eintóman Hall- grím. Það átti að sýna honum að þeir hefðu mikið uppáhald á honum og að hann mætti kíkja til þeirra aftur og vita hvort hann fengi ekki eitthvað betra en síðast.“ Þá væri það bara væmið Hvaða sálma Matthíasar Jochumssonar ætlarðu að syngja á tónleikunum? „Þetta eru tveir kúrekasálmar – úr villta vestr- inu – trúlega hafa lögin verið sungin af únítörum, því hann var únítari – sem sagt villutrúarmaður. Annar þeirra er Rock of Ages.“ Er það ekki sálmurinn sem við þekkjum sem Bjargið alda, borgin mín? „Jú. Þegar ég var ungur piltur kom út platan Rock of Ages, með Bandinu [hljómsveitinni The Band], og þá fékk ég áhuga á þessum sálmi. Þetta er voða sætur vals í frumgerðinni. En þeir túlka hann með ýmsum hætti erlendis. Ég hafði ekki heyrt neina erlenda versjón áður, svo ég gerði af- skaplega hratt lag, – strömmaði á gítar og blés í munnhörpu, og það var ansi töff, – hægt að syngja það á ofboðslegum hraða. Svo heyrði ég hægari gerð af sálminum í fjórskiptum takti og valdi hana, bara til að minna á að þetta væri rokk. Svo fékk ég þá ídeu að spila Hærra minn guð til þín eins og það var spilað á Titanic – maður getur ímyndað sér að síðasta versið sökkvi í öldurnar. Þá kemur harpan að góðu gagni – margt hægt að gera með henni. Ég prófaði þetta í partíi á Búð- um, þar sem mér var plantað við píanóið. Þá lét ég lokaerindið sökkva. Það er flott að sökkva í sjóinn um leið og maður syngur: Hærra minn Guð til þín. Lagið er dramatískt og ef það ætti ekki þessa sögu og þær góðu útsetningar sem til eru, þá væri það bara væmið. Ég held mig alveg strikt við lagið í Hærra minn Guð til þín, meðan Bjargið alda er frjálsara.“ Vetrarhátíð | Megas syngur eigin Passíusálmalög og fleiri kvæði í Hallgrímskirkju „Það gengur allt oní Drottin allsherjar“ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Fákænir klerkar sem hafa verið látnir lesa sálmana í útvarpið á föstunni hafa margir hverjir breytt þessu og leiðrétt skáldið. En maður ætti aldrei að styggja skáld.“ eignir (e. m hlutfall uldum (e. er einna erlendar anskildar. ir að er- bankanna minnir á erlendri ið útilok- álamörk- segir í til- áfram: um lönd- em Ástr- éu settar i erlenda ekki jafn h heldur plýsingar ttuvarnir n gleggri nnfremur Nýja-Sjá- anir yfir gi eftir að ri skuld- skýrir að töluverðu leyti þá ákvörðun fyrir- tækisins að endurskoða horfur um lánshæfismat íslenska ríkisins þannig að þær verða neikvæðar í stað þess að vera stöðugar.“ Vægi bankanna mikið Minnst var á íslensku bankana að ofan en eins og kunnugt er hafa bankarnir farið mikinn í útrás sinni að undanförnu. Vægi þeirra í ís- lenska hagkerfinu er mikið og því mikilvægt að útrásin steyti ekki á stórum skerjum. Bankarnir eru háðir erlendu lánsfjármagni og segir í tilkynningu Fitch að hag- kerfið sé mjög skuldsett um þessar mundir þegar litið er framhjá skuldastöðu hins opinbera. „Áætlað er að lán til einkageir- ans, sem að miklu leyti eru vísitölu- eða gengisbundin, hafi numið 218% af VLF í árslok 2005 og höfðu þau tvöfaldast á þremur árum. Engu að síður halda íslenskir bankar og fyr- irtæki áfram með metnaðarfullar áætlanir sínar um útrás til annarra landa og auka erlendar skuldir í því ferli sem aldrei fyrr.“ rðri aukist hæfismat ríkissjóðs ni saman að einu marki alegur að ands- t að taka ega. Ef seinkunn hækki ðila er- rða vaxt- ðarbús- da á að nska rík- æðar í orfurnar a. Þótt horfur um lánshæfi hafi breyst, er því alls ekki gefið að þær leiði til lækkunar á lánshæfiseinkunn,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir um endurmat Fitch að hér sé um vísbendingu að ræða um hvaða breytingar kunni að verða gerðar á lánshæfiseinkunninni. „Lækkun myndi reynast íslensku hagkerfi mjög dýrkeypt þar sem það á mikið undir góðu aðgengi að erlendu lánsfé á hagstæðum kjörum,“ segir greiningardeild Ís- landsbanka. nkunn verði lækkuð Morgunblaðið/Ómar FITCH Ratings IBCA er eitt af þremur helstu matsfyrirtækjum í fjármálaheimin- um. Hin eru Moody’s og Standard & Poor’s. Fitch var stofnað árið 1913 í New York og gaf það í upphafi út tölfræðilegar upplýs- ngar um fjármálafyrirtæki á Wall Street. Árið 1924 má segja að fyrirtækið hafi kráð nafn sitt að eilífu í sögubækurnar þeg- r einkunnakerfi af þeirri tegund sem öll eiðandi matsfyrirtæki nota í dag var inn- eitt. Er þar um að ræða bókstafi á bilinu AAA til D. Undir lok síðustu aldar sameinaðist Fitch breska fyrirtækinu IBCA og hefur það hald- ð stöðu sinni sem leiðandi á sínu sviði. Í dag tarfa um 1.500 sérfræðingar hjá fyrirtæk- nu í 49 löndum. Innleiddi bókstafakerfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.