Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 45 mynd eftir steven spielberg  S.V. Mbl. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI CASANOVA kl. 3:45-5:45 - 8 -10:20 CASANOVA VIP kl. 5:45 - 8 - 10:20 NORTH COUNTRY kl. 5.15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 4 - 6 DERAILED kl. 10:20 B.i. 16 ára MUNICH kl. 9:15 B.i. 16 ára PRIDE AND PREJUDICE kl. 8 OLIVER TWIST kl. 4 - 6:30 B.i. 12 ára CHRONICLES OF NARNIA kl. 5:30 KING KONG kl. 8.15 B.i. 12 ára Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 3:45 UNDERWORLD 2 kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára DERAILED kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára BAMBI 2m/Ísl. tali kl. 6 MUNICH kl. 8:15 B.i. 16 ára SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK MUNICH kl. 8 B.i. 16 ára CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 8 THE FOG kl. 10 B.i. 16 ára CASANOVA kl. 8 - 10 BAMBI 2 kl. 6 DERAILED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára MARCH OF THE PENGUINS kl. 6  H.J. Mbl.  V.J.V.Topp5.is Frábær og kraftmikil mynd  S.K. DV TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2  H.J. Mbl.  V.J.V.Topp5.is  S.K. DV HANN VANN HUG OG HJÖRTU KVENNA EN HÚN STAL HJARTANU HANS. Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk stórmynd frá leikstjóra Chocolat.Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk stórmynd frá leikstjóra Chocolat. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDA- RÍKJUNUM! SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI H.J. Mbl. L.I.N. topp5.is Sýnd með íslensku tali. Hér er á ferðinni frábært framhald einnar ástsælustu teiknimynd allra tíma.  M.M. J. Kvikmyndir.com FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR  S.V. Mbl. Clive Owen Jennifer Aniston Vincent Cassel F R U M S Ý N I N GF R U M S Ý N I N G Atorka Group hf., 600390-2289, Laugavegi 182, 105 Reykjavík, er í dag eigandi a› 96,72% heildarhlutafjár í Jar›borunum hf., kt. 590286-1419, Skipholti 50d, 105 Reykjavík. A› teknu tilliti til eigin hluta Jar›borana hf. er eignarhlutur Atorku Group 98,16% af virku hlutafé Jar›borana hf. Í krafti flessarar hlutfjáreignar hafa Atorka Group hf. og stjórn Jar›borana hf. ákve›i› a› a›rir hluthafar í Jar›borunum hf. skuli sæta innlausn á hlutum sínum, sbr. heimild í 47. gr. laga nr. 33/2003 um ver›bréfavi›skipti. Atorka Group hf. mun leysa til sín umrædda hluti á genginu 25,0 gegn afhendingu hluta í Atorku Group hf. á genginu 6,0. Innlausnar- ver› og grei›slukjör eru flví flau sömu og bo›i› var í fyrrnefndu yfirtökutilbo›i Atorku Group hf. í hluti í Jar›borunum hf., sbr. tilbo›s- yfirlit dags. 9. desember 2005. Vakin skal athygli á a› samkvæmt ákvæ›um lokamálsli›ar 1. mgr. 47. gr. laga nr. 33/2003 um ver›bréfavi›skipti er um a› ræ›a sanngjarnt innlausnarver›. Hluthöfum í Jar›borunum hf. er hér me› tilkynnt um framangreinda ákvör›un og fleir hvattir til a› framselja hluti sína í félaginu til Atorku Group hf. innan fjögurra vikna e›a í sí›asta lagi flann 22. mars 2006. Fer uppgjör fram á tímabilinu 23.-24. mars 2006. Mun Atorka Group hf. hafa milligöngu um innlausnina. Athygli er vakin á flví a› ver›i hluthafar ekki vi› áskorun um framsal ver›a fleir hlutir í Atorku Group hf. sem hluthafar fá í skiptum fyrir hluti í sína í Jar›borunum hf. lag›ir inn á VS-reikning á svæ›i Ver›- bréfaskráningar Íslands hf., á kennitölu hluthafa. Telst Atorka Group hf. frá og me› fleim tíma eigandi hlutafjár vi›komandi í Jar›borunum hf., sbr. 2. mgr. 47. gr. laga nr. 33/2003 um ver›bréfavi›skipti. Tilkynning, auk framsalsey›ubla›s, mun á næstu dögum ver›a send hluthöfum í Jar›borunum hf. bréflega á fla› heimilisfang sem fram kemur í hlutaskrá félagsins. Komi ekkert, rangt e›a óljóst heimilisfang fram í hlutaskrá félagsins ver›ur vi›komandi hluthafa ekki sent bréf en hluthöfum er bent á a› nálgast gögn um innlausnina á skrifstofu Atorku Group hf. a› Laugavegi 182, Reykjavík. Hluthöfum er a› ö›ru leyti bent á a› snúa sér til Atorku Group hf. í síma 540 6200 vegna innlausnarinnar. TILKYNNING UM INNLAUSN ATORKU GROUP HF. Á HLUTUM Í JAR‹BORUNUM HF. F.h. Atorku Group hf. og Jar›borana hf. LOGOS lögmannsfljónusta Tuttugu og fimm ár eru liðin fráþví að hljómsveitin Depeche Mode gaf út sína fyrstu breiðskífu en síðan hefur hljómsveitin gefið út ellefu stúdíóplötur. Þessa stund- ina er Depeche Mode á tónleika- ferðalagi um Evrópu til að kynna nýju plötuna og hefur tónleikaförin hlotið nafnið Touring the Angel. Meðal annars mun hljómsveitin halda tónleika á Parken í Kaup- mannahöfn 25. febrúar nk. og er búist við að fjöldi Íslendinga leggi leið sína á þá tónleika. Til þess að hita upp fyrir tónleikana verður haldið Depeche Mode kvöld í Bertelsstofu á Thorvaldsenbar í kvöld frá kl. 21 til 01. Sýnt verður frá fyrri tónleikum sveitarinnar á risaskjá og þarna gefst aðdáend- um sveitarinnar tækifæri á að hitt- ast og spjalla. Tilboð verða á barn- um og frítt inn. Skipuleggjendur kvöldsins eru útvarpsmennirnir Hallgrímur Kristinsson og Bragi Guðmunds- son en báðir hafa þeir fylgt sveit- inni til fjölda ára, eða allt frá árinu 1983. Fólk folk@mbl.is Kvikmyndin Good Night, andGood Luck, sem nýlega varfrumsýnd hér á landi, hefur fengið afbragðs viðtökur gagnrýn- enda og almennings, enda er um að ræða einstaklega vandaða og áhuga- verða mynd í leikstjórn leikarans góðkunna George Clooney. Segir hún frá því þegar tveir fréttamenn í Bandaríkjunum, í upphafi 6. áratug- ar síðustu aldar, tóku það upp hjá sjálfum sér að ráðast gegn valda- miklum, en jafnframt veru- leikafirrtum öldungadeildarþing- manni, og sigra. Sigurinn var hins vegar langt frá því að vera auðsótt- ur og í myndinni er sýnt fram á hvernig litlu munaði að peningar kæmu í veg fyrir að fréttamennirnir gætu fjallað um málið.    Þeir Edward Murrow og FredFriendly ákváðu að fjalla með gagnrýnum hætti um öldungadeild- arþingmanninn Joseph McCarthy í fréttaskýringarþætti sínum See It Now, sem sýndur var á CBS sjón- varpsstöðinni við töluverðar vin- sældir upp úr miðri síðustu öld. McCarthy þessi stundaði vægð- arlausar nornaveiðar gegn fólki sem hann taldi vera kommúnista, en virt- ist oftar en ekki algjörlega saklaust af þeim ásökunum. Þeir Murrow og Friendly ákváðu að fjalla um málið en komust þó fljótlega að því að það yrði þrautin þyngri.    Í þá daga lögðu fréttamenn þaðekki í vana sinn að hjóla í valda- mikinn öldungadeildarþingmann með þeim hætti sem Murrow og Friendly vildu gera. Yfirmenn CBS sjónvarpsstöðvarinnar voru fljótir að átta sig á því að slík gagnrýni gæti boðið hættunni heim því að stöðin þurfti að reiða sig á fjármagn frá auglýsendum, sem vildu auðvitað ekki styggja valdamikinn mann á borð við McCarthy. Það vill svo skemmtilega til að einn af þessum auglýsendum var álrisinn Alcoa, sem er okkur Íslendingum vel kunn- ur. Fyrirtækið var helsti styrktarað- ili See It Now, og á undan hverjum þætti var sýnd auglýsing um ágæti álsins sem það framleiddi. Alcoa hafði hins vegar mikilla hagsmuna að gæta og það fór svo að lokum að fyrirtækið hætti að styrkja þáttinn eftir því sem gagnrýni á hendur McCarthy jókst. Á tímabili var því allt útlit fyrir að Murrow og Friendly yrðu að hætta við að fjalla um málið, þrátt fyrir að hafa meðal annars boðist til þess að borga upp tapið úr eigin vasa. Sem betur fer fór það svo að forstjóri CBS, William Paley, áttaði sig á því að góð umfjöll- un um málið væri mikilvægari en nokkrir styrktaraðilar, og hann veitti þeim Murrow og Friendly því frelsi til þess að fjalla um málið um- búðalaust. Sú ákvörðun varð þess valdandi að upp komust innistæðu- lausar ásakanir öldungadeildarþing- mannsins sem þurfti að lokum að lúta í gras fyrir hinum framsæknu fréttamönnum. Litlu mátti þó muna að peningarnir kæmu í veg fyrir að réttlætið næði fram að ganga.    Það er ekki laust við að eftir aðhafa séð Good Night, and Good Luck velti maður því fyrir sér hversu mikil áhrif peningar hafa á fréttastofur og fréttaflutning, hér á landi sem annars staðar. Auðvitað væri best ef allar frétta- stofur væru óháðar auglýsingum, því það færði okkur skrefinu nær hlutlausri fréttamennsku, þótt ólík- legt sé að það muni nokkurn tímann verða. Í dæminu sem nefnt var hér að framan munaði litlu að pening- arnir kæmu í veg fyrir að ákveðin frétt færi í loftið, en hversu oft ætli fjármagnið hafi í raun og veru borið sigur úr býtum og komið í veg fyrir að fjallað væri um ákveðin mál í fréttum? Hversu oft ætli það hafi gerst hér á landi? Og segir þessi dæmisaga okkur ekki eitthvað um mikilvægi þess að hafa ríkisrekna fréttastofu sem er með öllu óháð fjármagni frá auglýsendum? Svör við þessum spurningum eru efni í annan pistil, en kvikmyndin Good Night, and Good Luck hefur alla- vega vakið mann til umhugsunar um þessi mál.    Að lokum skal bent á að það ervissulega kaldhæðnislegt að í kvikmynd sem framleidd er í Hollywood skuli koma fram gagn- rýni á hendur þeim sem láta stjórnast af peningum, sérstaklega í ljósi þess að ekkert gerist í Drauma- verksmiðjunni án þess að peninga njóti við. George Clooney og félagar pössuðu sig hins vegar á þessu því Good Night, and Good Luck kostaði aðeins átta milljónir dollara í fram- leiðslu, sem nemur um 513 millj- ónum íslenskra króna, en slíkt þykir ekki mikið þegar kemur að fram- leiðslu kvikmynda í Hollywood. Sem dæmi má nefna aðra kvikmynd sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum lands- ins, Munich eftir Steven Spielberg, sem kostaði 75 milljónir dollara í framleiðslu, næstum því 10 sinnum meira en Good Night, and Good Luck. Áhrifamáttur peninganna ’Í dæminu sem nefnt varhér að framan munaði litlu að peningarnir kæmu í veg fyrir að ákveðin frétt færi í loftið, en hversu oft ætli fjár- magnið hafi í raun og veru borið sigur úr být- um og komið í veg fyrir að fjallað væri um ákveð- in mál í fréttum?‘ George Clooney og David Strathairn í hlutverki fréttamannanna Fred Friendly og Edward R. Murrow. jbk@mbl.is AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.