Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ;  < =>  %&%'( )&%*( +,-. +,-( 9 9 ?* # @8A /&*/* /&*,) +,-) 0,-) 9 9 B8B C7A 1&..% ..1 0,-% 0,-* 9 9 C7A " ;  (2/ )/&*./ 0,-1 0(-, 9 9 /B#A @+D E+  '&/.' ))&,'. +(-( +,-1 9 9 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 3,25% í gær og endaði í 6596 stigum. Þetta er fimmta mesta lækkun á einum degi í Kauphöllinni. Ástæðan fyrir lækk- unninni er talin vera endurmat Fitch Rating á horfum í íslensku efnahags- lífi. Mest lækkaði Úrvalsvísitala í gær um tæp 4% en heldur dró úr lækkuninni þegar líða fór á daginn. Viðskipti með hlutabréf námu tæpum 13 milljörðum króna, þar af 2,9 milljörðum með bréf Landsbank- ans sem lækkuðu um 5,9%. Bréf FL Group lækkuðu um 5,2% og bréf Straums-Burðaráss um 3,9%. Bréf Granda hækkuðu um 1,57%, bréf Marels um 1,27% og bréf Kögunar um 0,93% Mikil lækkun hlutabréfa ● HAGNAÐUR Opinna kerfa sam- stæðunnar eftir skatta var 215 millj- ónir króna 2005, en var á fyrra ári 225 milljónir króna, að meðtalinni af- komu Skýrr og Teymis. Eiginfjárhlut- fall félagsins er 30% og arðsemi eig- in fjár á ársgrundvelli 15,5% en var 12,5% á fyrra ári. Fjöldi starfsmanna er um 440. Heildarvelta Opin Kerfi Group á árinu 2005 var 11.516 millj- ónir króna, samanborið við 14.763 milljónir króna á fyrra ári. Þegar Skýrr og Teymi eru ekki tekin með var velta árið 2004 12.470 milljónir króna. Opin kerfi högnuðust um 215 milljónir ● HERMANN Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Olíufélags- ins ehf. Esso. Hann hefur frá árinu 2002 verið framkvæmda- stjóri Bílanausts en frá 1994 starf- aði hann sem framkvæmda- stjóri Slípivara og verkfæra og var hann jafnframt einn stofnenda þess félags. Bíl- anaust og Olíufélagið eru í eigu sama eignarhaldsfélagsins og stefnt er að ráðningu nýs framkvæmda- stjóra Bílanausts innan skamms, segir í fréttatilkynningu. Á nýaf- stöðnum aðalfundi Olíufélagsins var kosin ný stjórn en hana skipa nú Bjarni Benediktsson, alþingismaður, sem er formaður, Einar Sveinsson og Friðjón R. Sigurðsson. Hermann forstjóri Esso Hermann Guðmundsson                   !           !"  8" F " 8F% 2  4(+  " 8%+( 4(+  " -  2( 4(+  " @ )(1 " ? ) 4(+  " ?0 4(+  "    " G ) -  " )  " 0     " 7 (  " 7+ F ?  + " %(  (H- (. (' ?&'("  " I ( " #  $ %& ! " 82 + 4(+  " ?  ( . (   " 4(  "  .&  "  /F   F 4(+  " ;J (& " >K? 8% % F > %(+  *(5)) )  .%.  " L  %.  " '! (& ) * & + ?   #5& "& (. ( "  '% ("3 ) . (  2"  ,  -.&! /B#M !. % 2 .2 (.                H  H       H H H  -( 5% ) "(' "5(( 2 .2 (. H H H H H H H H H H  H H H  H H H H H H H H H H H H N H9O N H 9O N H9O N H9O N H9O H N H9O N H9O N H9O N  9O N H 9O H N H9O N H 9O N H9O N H9O H H H N H9O H N 9O H H H H N H 9O  (2 . %  )  * +. ! +  )                       H  H     H H H                                                  L . % ! G1 ( 8*  P 8% )  ( % ?& 2 . %            H  H     H H H  BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, kom inn á endurmat Fitch Rating á horfum í ís- lensku efnahagslífi í ræðu sinni á aðalfundi bank- ans í gær. Íslandsbanki stækkaði verulega á síð- asta ári, heildareignir bankans jukust um 117% í 1.472 milljarða króna og sagði Bjarni að endur- fjármögnun og fjármögnun stækkunar efnahags- reikningsins og umsvifa bankans vera þann ein- staka áhættuþátt í starfseminni sem vægi þyngst. Bjarni sagði að í þessu samhengi mætti nefna að Fitch IBCA, sem meðal annars mæti lánshæfi íslensku bankanna og lýðveldisins, hefði sett ís- lenska ríkið á sk. „negative outlook“ eða nei- kvæðar horfur, vegna mikils viðskiptahalla og er- lendrar skuldasöfnunar. „Slíkt hjálpar ekki til við fjármögnun bankans,“ sagði Bjarni en bætti við að Íslandsbanki ynni af kappi við að gæta þeirrar traustu stöðu sem bankinn hefði búið við. Einar Sveinsson, formaður stjórnar Íslands- banka, sagði í ræðu sinni að flest benti til þess að rekstrarumhverfi íslenskra fjármálafyrirtækja yrði áfram hagstætt þótt líklega mundi hægja nokkuð á hjólum hagkerfisins eftir hraðan vöxt síðustu ár. „Nokkrar blikur eru þó á lofti,“ sagði Einar, „og er þar helst að nefna vaxandi verð- bólguþrýsting, mikinn viðskiptahalla og lítinn þjóðhagslegan sparnað. Þá er hátt gengi krón- unnar áhyggjuefni fyrir útflutningsatvinnuveg- ina.“ Á fundinum var endurskoðaður ársreikningur 2005 samþykktur en bankinn skilaði methagnaði á síðasta ári, rúmum 19 milljörðum króna og arð- semi eiginfjár var 30%. Ný stjórn bankans var sjálfkjörin, þar sem þeir sem buðu sig fram voru jafn margir sætum í stjórninni. Fjórir nýir gengu til lið við stjórnina; Edward Allen Holmes, Skarphéðinn Berg Stein- arsson, Hannes Smárason og Guðmundur Óla- son. Áfram í stjórn eru Einar Sveinsson, Jón Snorrason og Karl Wernersson. Þá var samþykkt tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Greiddar verða 5.360 milljónir króna, sem nemur 28% af hagnaði ársins 2005 og 38% af nafnverði hlutafjár. Jafnframt var samþykkt að hluthöfum skuli gefinn kostur á að fá allt að helming arðs síns greiddan í hlutafé í Íslands- banka, á genginu 18,6. Morgunblaðið/Eggert Aðalfundur Íslandsbanka Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Einar Sveinsson, formaður stjórnar, Karl Wernersson stjórnarmaður og Guð- mundur Ásgeirsson, fráfarandi stjórnarmaður, sátu við pallborð á aðalfundi Íslandsbanka sem haldinn var í gær. „Hjálpar ekki til við fjármögnun bankans“ Endurmat Fitch á íslensku efnahagslífi rætt á aðalfundi Íslandsbanka Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is EIGENDUR heildsölufyrirtækisins Daníels Ólafssonar ehf., eða Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess. Þar með talið er Öl- gerðin Egill Skallagrímsson ehf. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að félögin verði seld saman eða hvort í sínu lagi, að því gefnu að viðunandi kauptilboð berist. Sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka og er áætlað að hún taki um sex vikur. Í tilkynningunni segir að rekstur Danól og Ölgerðarinnar hafi gengið mjög vel undanfarin ár og að árið 2005 hafi verið besta ár í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hafi vaxið jafnt og þétt og ver- ið 2,3 milljarðar króna á árinu 2005. Ölgerðin hafi vaxið um 50% frá því í janúar 2002 og veltan í fyrra hafi verið um 5,5 milljarðar. Góðar aðstæður til að selja Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Dan- ól í 42 ár, hættir störfum á þessum tímamótum. Haft er eftir honum í til- kynningunni, að honum finnist kom- inn tími til að draga sig í hlé. Nú séu góðar aðstæður til að selja og margir hafi sýnt fyrirtækjunum áhuga. Októ Einarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Danóls og stjórnar- formaður Ölgerðarinnar og sonur Einars Friðriks, sagði í samtali við Morgunblaðið, að eigendur Danóls hefðu ekki verið að skoða sölu á fyr- irtækjunum. „Það sem ýtti við okkur var að við fengum mjög áhugavert tilboð. Það varð til þess að við vildum fara í formlegt ferli með söluna á fyr- irtækjunum,“ sagði hann. Friðrik Einarsson, sérfræðingur á fyrirtækjasviði MP Fjárfestingar- banka, segir að margir hafi nú þegar lýst áhuga á Danól og eignum þess. Söluferlið muni ganga þannig fyrir sig að félagið verð kynnt fyrir áhuga- sömum í dag, eftir að þeir hafi skrif- að undir trúnaðaryfirlýsingu. Síðan þurfi viðkomandi að skila upplýsing- um um sjálfa sig og í framhaldinu verði áhugasamir valdir úr til að taka þátt í sjálfu söluferlinu. Danól og Ölgerðin komin í formlega sölumeðferð FYRSTA íslenska fréttastofan sem segir fréttir á ensku hefur verið stofnuð en hún ber nafnið Icelandic Financial News og eins og nafnið gef- ur til kynna mun hún segja fjármála- fréttir frá Íslandi. Það er Viðskipta- blaðið sem stendur að IFN, en ennfremur hefur hópur fjárfesta und- ir forystu Gunnars Jóhanns Birgis- sonar, stjórnarformanns Framtíðar- sýnar sem gefur út Viðskiptablaðið, keypt bresku frétta- og upplýsinga- veituna M2 Communications. Fréttum IFN mun verða dreift í gegnum samstarfsaðila M2, svo sem Reuters og DowJones, en þannig munu fréttir IFN ná til sjö milljón manna á degi hverjum. M2 mun vera stærsta fyrirtæki Evrópu í dreifingu fréttatilkynninga og það þriðja stærsta í heiminum á þessu sviði. Samhliða kaupunum hefur Gunn- laugur Árnason, ritstjóri Viðskipta- blaðsins, verið ráðinn aðalritstjóri M2 og Gunnar Jóhann framkvæmda- stjóri. Gunnlaugur segir markmiðið með kaupunum vera tvíþætt. Annars veg- ar sé um góða fjárfestingu að ræða; fyrirtækið, sem var stofnað árið 1993, hafi alla tíð verið rekið með hagnaði og með kaupunum aukist möguleikar Viðskiptablaðsins til vaxtar enn frek- ar. „Hins vegar erum við að fylgja út- rásinni eftir og koma til móts við auk- inn áhuga erlendis á íslenska fjármálaheiminum,“ segir Gunnlaug- ur. Kaupverð er ekki gefið upp en áætlaður hagnaður félagsins á þessu ári er um 50 milljónir króna, miðað við núverandi gengi. Viðskiptablaðið í útrás Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslensk fréttastofa á ensku Tom Naysmith, þróunarstjóri bresku frétta- og upplýsingaveitunnar M2, og Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Við- skiptablaðsins og aðalritstjóri M2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.