Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 37 DAGBÓK EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA Óskum eftir 400-500 fm einbýlishúsi á Seltjarnar- nesi. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög fallega 99,8 fm ásamt 4 fm geymslu í kjallara 4ra-5 herbergja efri hæð í tvíbýli, mjög vel staðsett á rólegum, barn- vænum stað við Álfaskeið í Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, gang, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, stofu, baðherbergi, geymsluloft, geymslu og góða sameign. Fallegar innréttingar og gólfefni. Frábær staðsetning. Verð 23,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Álfaskeið – Hf. - Glæsileg sérhæð Áföstudag kl. 10 í hátíðarsal Háskóla Ís-lands ver Anna Sigríður Ólafsdóttirdoktorsritgerð sína, „Næring og lífs-hættir kvenna á barneignaraldri“. Ritgerð Önnu Sigríðar er byggð á sex fræði- greinum en viðfangsefni rannsóknar hennar var tvíþætt: Annars vegar að skoða líkamsþyngd, þyngdaraukningu og mataræði kvenna á með- göngu og tengsl við fæðingarþyngd barna, og hins vegar tengsl lýsisneyslu við blóðþrýsting á meðgöngu, fæðingarstærð barna og samsetningu brjóstamjólkur. Leiðbeinendur Önnu Sigríðar voru dr. Inga Þórsdóttir prófessor og dr. Laufey Steingrímsdóttir og í doktorsnefnd var auk þeirra dr. Guðrún V. Skúladóttir. „Fáar rannsóknir hafa beinst að því hvaða áhrif breytingar á mataræði á meðgöngu hafa á bæði þyngdaraukningu móður og fæðingarstærð barns, en aukin fæðingarstærð barna er talin tengd betri heilsu barnanna seinna á lífsleiðinni, og hæfileg þyngdaraukning móður á meðgöngu skiptir þar máli,“ segir Anna Sigríður. „Í rann- sókninni fundust ekki aðeins tengsl milli meira matarmagns og þyngdaraukningar, heldur einnig við sérstök matvæli. Það á sérstaklega við um mikla mjólkurneyslu á síðari hluta meðgöngu, sem tengist of mikilli þyngdaraukningu móður. Mjólkin er mikilvæg en gæta þarf meðalhófs í neyslu hennar eins og annarra matvæla.“ Einnig voru skoðuð samtvinnuð áhrif mat- aræðis og reykinga á þyngdaraukningu á með- göngu: „Í samræmi við erlendar rannsóknir þyngdust konur sem reykja minnst á meðgöngu, sem er slæmt, og þessar mæður eignast líka minni börn. Þær konur sem hættu að reykja á meðgöngu þyngdust mest, sem er ekki síður óæskilegt, en við sáum hins vegar að áhrifin hurfu þegar tekið var tillit til mataræðis. Svo virðist því sem konur sem hætta að reykja þyngist vegna þess að þær gæti ekki nógu vel að mataræðinu. Áberandi var að þær borðuðu minna af ávöxtum og grænmeti en aðrar konur, bæði þær sem reykja og reykja ekki.“ Rannsóknir á lýsisneyslu á meðgöngu gáfu áhugaverðar niðurstöður: „Við sáum að konur sem tóku lýsi á fyrstu 15 vikum meðgöngunnar fæddu stærri börn en þær sem ekki tóku lýsi. Hins vegar kom í ljós að þær konur sem tóku mest af lýsi virtust vera í aukinni hættu á of háum blóðþrýstingi á meðgöngu, en minnstar líkur á háþrýstingi voru hjá þeim sem fengu ómega-3- fitusýrur í minna magni, eða 0,1 til 0,9 g á dag, sem samsvarar rúmri teskeið af lýsi. Víst er að ómega-3-fitusýrur geta haft jákvæð áhrif á heilsufar manna upp að vissu marki, en mikið magn getur hugsanlega verið skaðlegt,“ segir Anna. Heilsa | Doktorsrannsókn á áhrifum lýsis og ýmsum þáttum mataræðis á meðgöngu Áhrif mataræðis á meðgöngu  Anna Sigríður Ólafs- dóttir fæddist 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1993, BSc í matvælafræði frá Há- skóla Íslands 1997 og MSc í næringarfræði frá Vínarháskóla 2000. Anna Sigríður hefur unnið að rannsóknum til doktorsprófs við rannsóknastofu í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðiskor raunvísindadeildar HÍ og Landspítala – háskólasjúkrahúss frá árinu 2002. Anna Sigríður er gift dr. Alfons Ramel næringarfræðingi og eiga þau einn son. Konudagskaka — alls staðar eins? ÉG var svo heppin að fá að smakka konudagskökuna sl. laugardag sú var keypt í Bakarameistaranum í Suðurveri. Náði hún langt upp fyrir bakkann sem hún er seld í og botn- inn mjúkur og fínn. Morguninn eftir, á konudaginn, fór maðurinn minn og keypti köku handa mér hjá Reyni bakara á Dal- vegi og hún var helmingi minni (ekki ýkjur) og svo var botninn klesstur. Eiga þessar kökur ekki að vera eins, væntanlega eru þær á sama verði? Hvað segir Landsamband bakarameistara? Ég veit a.m.k. hvert ég fer ekki næst. Hanna. Góð grein í Morgunblaðinu MIG langar að benda fólki á góða grein í Morgunblaðinu mánudaginn 20. febrúar sl. eftir Albert Jensen „Múslimar í íslensku samfélagi“. Þar fjallar hann um málefni músl- ima hér á landi. Ég hef reynslu af þessum málum því þegar ég bjó í Danmörku varð ég vitni að gífur- legri breytingu á dönsku þjóðfélagi eftir að múslimskir innflytjendur komu til landsins. Kristín. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Sveitakeppni Bridshátíðar. Norður ♠KG ♥ÁD86543 ♦K105 ♣9 Vestur Austur ♠Á76532 ♠10984 ♥K107 ♥92 ♦D93 ♦G742 ♣4 ♣D102 Suður ♠D ♥G ♦Á86 ♣ÁKG87653 Fimm manna dönsk-íslensk blanda vann sveitakeppni Bridshátíðar – 70 liða mót þar sem spilaðar voru 10 umferðir af stuttum leikjum og raðað saman eftir árangri (monrad). Ís- lendingarnir í liðinu voru þríeykið Ísak Örn Sigurðsson, Ómar Olgeirs- son og Stefán Jónsson, en með þeim spiluðu Danirnir Sejr Andreas Jensen og Kasper Konow. Spilið að ofan er frá þriðju umferð sveitakeppninnar. Ísak og Ómar voru í NS gegn norsku landsliðsmönn- unum Boye Brogeland og Erik Sælendsminde. Vestur Norður Austur Suður Erik Ómar Boye Ísak 2 spaðar 3 hjörtu 3 grönd Dobl Pass Pass 4 spaðar 6 lauf Erik vekur á veikum tveimur í spaða og Boye reynir að grugga vatnið með þriggja granda grínsögn. En suður lætur ekki blekkjast með sín öflugu spil. Erik lagði niður spaðaás í byrjun og hugsaði sig svo um í langan tíma áður en hann spilaði loks hjarta í öðrum slag. Ísak notaði líka tímann vel til að íhuga íferðina í trompið – átti að toppa eða svína? Að öðru jöfnu er betra að taka ÁK með slíkan lit (53% vinningslíkur), en svíning á gosa heppnast í 45% tilvika. Hér er reyndar vitað að spaðinn ligg- ur 6-4 og það breytir líkunum í lauf- inu svíningunni í hag. Ísak lét þó önnur sjónarmið fyrst og fremst ráða ferðinni. Það væri nokkur „kaffihúsabragur“ á því að hugsa lengi í stöðu vesturs með laufdrottningu og Ísak treysti því réttilega að Erik myndi ekki leyfa sér slíkt. Þar með hlaut austur að eiga drottninguna og Ísak fylgdi sannfæringunni eftir með því að svína. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Fréttir á SMS ÞEIR sem hafa tekið þátt í æðru- leysismessum eiga forgang að kyrrðardögum, sem haldnir verða í Skálholti um næstu helgi, dagana 24.–26. febrúar. Séra Karl V. Matth- íasson vímuvarnaprestur annast hugleiðingar og sálgæsluviðtöl. Á kyrrðardögum er farið í hvarf, fólk tekur sér hlé frá daglegri önn og amstri og nýtur friðar og kyrrð- ar og ekki síst þess að vera án nokk- urs ytra áreitis. Dagskrá þessara kyrrðardaga mótast mjög af reynslu þeirra, sem tekið hafa þátt í æðruleysismessum og tekist á við vanda sinn og hafa þeir forgang um pláss. Að öðru leyti eru dagarnir opnir öllum þeim sem þangað óska að koma meðan hús- rúm leyfir. Rektorshjónin í Skálholti, Rann- veig Sigurbjörnsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, og sr. Bernharður Guðmundsson annast umsjón kyrrð- ardaganna. Verði er mjög í hóf stillt. Nánari upplýsingar og skráning er í Skálholtsskóla, sími 486 8870, skoli@skalholt.is. Kyrrðardagar í Skálholti tengdir æðruleysismessum Morgunblaðið/Þorkell 1. e4 c5 2. a3 e6 3. b4 cxb4 4. axb4 Bxb4 5. Bb2 Rf6 6. e5 Rd5 7. c4 Re7 8. Ra3 Rbc6 9. Rc2 Ba5 10. Rf3 0-0 11. h4 d6 12. exd6 Dxd6 13. Hxa5 Rxa5 14. Da1 Rb3 15. Da2 Rc5 16. d4 Da6 17. Da3 Ra4 18. Bc1 Rc6 19. c5 b5 20. cxb6 Da5+ 21. Bd2 Dxb6 22. Dxa4 Db1+ 23. Ke2 Bd7 24. Rfe1 Hfd8 25. Da3 Hab8 26. Dc1 Da2 27. Hh3 Hb1 28. Da3 Staðan kom upp í C-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Egypski stórmeistarinn Ahmed Adly (2.473) hafði svart gegn hollenska al- þjóðlega meistaranum Yge Visser (2.485). 28. … Rxd4+! 29. Rxd4 Bb5+! 30. Rxb5 hvítur hefði tapað drottning- unni hefði öðru verið leikið. 30. … Hxd2+ 31. Ke3 31. Kf3 hefði verið svarað með 31...Hb3+. 31. … Hxe1+ 32. Kf3 Hxf2+ 33. Kg3 Dxa3+ og hvítur gafst upp enda óumflýjanlegt að hann verði miklu liði undir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.