Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 43 HINIR ástsælu Spaðar halda sitt árlega ball í Leikhúskjallaranum næstkomandi laugardagskvöld en forsala hefst í dag. Spaðar – sem skilgreina nú Norðurlöndin sem heimamarkað sinn – hafa sent frá sér allmargar hljóðsnældur og geisladiska síð- ustu rúma tvo áratugi. Í upphafi sóttu þeir talsverð áhrif til Balk- anskagans og sígauna- og gyð- ingatónlistar en með aldrinum hafa þeir færst nær þeirri tónlist sem þeir ólust upp við; bítlagargi og blómapoppi, kántrí, blús og „hliðar saman hliðar“. Niður- staðan er hrærigrautur af bítla- músík, blús og gömludansalögum við rammíslenska sveitasælu- texta. Spaðar munu að sjálfsögðu spila allmörg ný lög á dans- leiknum. Gamlir vinir og gestir geta þó gengið að vísum föstum liðum á borð við „Grasið er grænt“, „Obb bobb bobb“, „Salóme“, „Æ, skjóstu og beislaðu klárinn“ og „Af litlum neista“. Meðlimir Spaða eru Guð- mundur Andri Thorsson söngur og gítar, dr. Gunnar Helgi Krist- insson harmónika, Aðalgeir Ara- son söngur og mandólín, Guð- mundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson söngur og gítar, Guð- mundur Ingólfsson kontrabassi og söngur og Sigurður G. Val- geirsson trommur og einstaka hróp. Tónlist | Spaðar halda sitt árlega ball í Leikhúskjallaranum um helgina Bítlagarg og blómapopp Spaðar slá víst öðrum hljómsveitum við þegar það kemur að greindarvísitölu. Spaðar í Leikhúskjallaranum laugardagskvöld. Húsið verður opnað kl. 23 og stuttu síðar hefja Spaðar leikinn. Miðaverð er 1.000 krónur. Forsala hefst í dag í verslun 12 tóna við Skólavörðu- stíg. Í LIÐINNI viku héldu fjórar ís- lenskar sveitir tvenna tónleika í Berlín undir hinu skondna yfirheiti Die Isländische Klugscheißer, en Klugscheißer þýðir hrokagikkur eða „besserwisser“. Hljómsveitirnar voru Skakkamanage, Borko, Hud- son Wayne og Seabear og dvöldu liðsmenn og fylgdarlið í borginni í rúmlega viku, en fyrri tónleikarnir fóru fram þriðjudaginn 14. febrúar en þeir síðari á laugardaginn var, báðir í hinu vinsæla og listvæna hverfi Prenzlauer Berg. Ætla má að á bilinu tuttugu til þrjátíu senjórar og senjórítur hafi verið í þessari ferð. Var kúldrast á gólfum og dýn- um hjá vinum og vandamönnum, en íslenskir listamenn eru eins og kunn- ugt er nokkuð fjölmennir í borginni nú um stundir. Meðlimir nefndra sveita tengjast allir lauslega í gegnum hina svoköll- uðu krúttkynslóð og voru þeir Örvar og Gunnar úr múm m.a. í för, Gunn- ar sá m.a. um hljóð á tónleikunum og Örvar hafði milligöngu um að skipu- leggja tónleikana en hann bjó um nokkurra ára skeið í borginni. Fyrri tónleikarnir fóru fram á stað sem kallast NBI (Neue Berliner Initiative) og er í hinni svonefndu Menningarbruggverksmiðju eða Kulturbrauerei. Lítill og flottur staður og var lengi vel helsta bæki- stöð framsækinnar kjöltutölvu- tónlistar hér í borg. Tónleikarnir voru vel sóttir, sérstaklega af Íslend- ingum, sem ákváðu greinilega að stökkva á þetta fína tækifæri til að hitta langt að komna landa – og njóta frambærilegrar tónlistar um leið. Síðari tónleikarnir fóru svo fram á Zentrale Randlage, hreint of- ursvalur en um leið notalegur stað- ur, en innviðirnir minna mann helst á lag með Belle and Sebastian. Ekki langt frá er hinn frægi 8mm, en skemmtanaþyrstir Íslendingar hafa hertekið þann stað og gert að sínum. Báðir tónleikarnir heppnuðust vel, rólyndislegt jaðarkántrí Hudson Wayne fór vel í gesti og sömuleiðis melódískt nýbylgjurokk Skakkamanage. Þá tókst Seabear sömuleiðis vel að dýrka upp stemn- ingu, en ekki er langt síðan að þetta einherjaverkefni Sindra Más Sigfús- sonar kom fram. Honum til aðstoðar var m.a. trymbillinn knái Númi Tómasson, sem er vel þekktur fyrir leik sinn í hljómsveitunum Mósaík og Andhéra. Þess má geta að Seabear spilaði og með hljómsveit- inni The Books sunnudaginn 12. febrúar í hinu volduga leikhúsi Volksbühne. Númi kom líka við sögu hjá Borko ásamt Örvari og töluvert var um meðlimaflútt á milli sveit- anna. Borko flutti tilraunakennt raf- popp og komst vel frá sínu. Blaðamaður leit inn á hljóðprufu fyrir síðari tónleikana og tók Borko og þau Svavar Pétur og Berglind Häsler úr Skakkamanage tali. „Upprunalega hugðist ég heim- sækja strákanna í Kimono,“ upplýsir Borko en sveitin sú var búsett í borginni síðasta haust. „Okkur datt þá í hug að setja upp tónleika um leið og svo vatt þetta bara hægt og bít- andi upp á sig. Það var því ákveðið að taka nettan pakkatúr á þetta.“ Dálæti Þjóðverja á Íslendingum er vel þekkt, og virðist vera eitthvað meira en hrein míta. „Það er dálítið einkennilegt að vera Íslendingur hérna,“ segir Svav- ar. „Ónefndur aðili úr þessum stóra hópi kom t.a.m. að lokaðri barhurð einhvern tíma og hrópaði þá, „Ich bin Isländisch!“ Var honum þá óðar hleypt inn. Þá sagði hann, „Ich habe keine Geld!“ og þá fékk hann að drekka frítt!“ Ýmislegt var gert sér til dundurs þessa viku auk tónlistarstúss og brugðu nokkrir sér t.d. á knatt- spyrnuleik á fimmtudaginn. Öll segja þau að þeim hafi verið tekið með kostum og kynjum. Tón- leikaskipuleggjendur séu óðir og uppvægir í meira samstarf með Ís- lendingum og er meira en líklegt að sá góðvilji verði nýttur. Tónlist | Hrokagikkir frá Íslandi heimsækja Þýskaland Íslensk nýbylgja í Berlín Eftir Arnar Eggert Thoroddsen í Berlín arnart@mbl.is Morgunblaðið/Arnar Eggert Thoroddsen Þráinn úr Hudson Wayne og Örvar múmliði stilla sér upp. Sími - 551 9000 F U N GOLDEN GLOBE VERÐLAUN SEXÍ, STÓR- HÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI Epískt meistarverk frá Ang Lee „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“  L.I.B. - Topp5.is L.I.B.Topp5.is Ó.Ö.H. DV.  S.V. Mbl. M YKKUR HENTAR  400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu TRANSAMERICA kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA MRS HENDERSSON kl. 5.45, 8 og 10.15 WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR ÞEGAR RÖÐIN KEMUR AÐ ÞÉR ÞÁ FLÝRÐU EKKI DAUÐANN Sýnd kl. 6 Ísl. tal - B.i. 10 ára  DÖJ – kvikmyndir.com  VJV Topp5.is Sýnd kl. 10 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA  Kvikmyndir.com  Rolling Stone  Topp5.is Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára EIN ATHYGLIS- VERÐASTA MYND ÁRSINS ÞEIR BUÐU STJÓRNVÖLDUM BYRGINN, AÐEINS MEÐ SANNLEIKANN AÐ VOPNI 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNAÞ.á.m. besta mynd, besti leikstjóri og besti leikari Margverðlaunuð gæðamynd frá leikstjóranum George Clooney sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda um allan heim. F U N Sýnd kl. 8 Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI  VJV Topp5.is  DÖJ – kvikmyndir.com FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!  Ó.Ö.H / DV „Afskaplega falleg mynd, skemmtileg og hlý sem kemur manni til þess að hugsa. Mæli með að fólk kíki á þessa” Frábær persónusköpun og svartur, en samt mannlegur húmor. G.E. Fréttavaktin e.h. NFS Topp5.is  M.M.J. / kvikmyndir.com  A.B. Blaðið A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku Extra sterkt APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Lið-a-mót FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.