Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ekkert launungarmál að manga (japanskar myndasögur) hafa tröllriðið vestrænum mynda- sögumarkaði á undanförnum ára- tug. Áður voru evrópskar og jap- anskar myndasögur innilokaðar í sínum eigin menningar- og túlkunarheimi á meðan amer- ískar ofurhetjusögur áttu greiðari leið yfir landamærin, sem er skiljanlegt í ljósi vel heppnaðrar amerískrar menningarútþenslu um gervalla heimsbyggðina. Nú er hins vegar svo komið að meira er selt af manga í Banda- ríkjunum og Evrópu en flestum öðrum mynda- sögum. Þessi þróun er áhugaverð í ljósi þess að manga er sprottið af amerísk ri fyrirmynd. Á eftirstríðasárunum í Japan hófst gríðarleg menningar- og hagkerfisbreyting í landinu. Það hafði áður verið að mestu lokað fyrir utan- aðkomandi áhrifum en með sprengjunum í Nagasaki og Hiroshima og falli keisarans í kjölfarið varð kúvending þar á. Japanir fóru að taka til sín erlenda áhrifastrauma í síauknum mæli, meðal annars bandarískar myndasögur; breyttu þeim og bættu. Eftir skamma hríð fór að bera á útgáfum japanskra myndasöguhöf- unda (mangaka) sem strax náðu mikilli hylli. Eftir því sem nær dró nútímanum jókst sala ámanga í sífellu og er nú svo komið að í hverri viku eru gefnar út mörg hundruð mynda- sögubækur, prentaðar á ódýran, þunnan papp- ír sem spanna allt frá 200 til 1.000 blaðsíður og innihalda sögur um allt milli himins og jarðar. Manga hefur í dag markaðsstöðu í Japan sem jafnast á við sjónvarp og kvikmyndir og þess má geta að útgáfan á manga slagar hátt upp í alla aðra prentútgáfu samanlagða (dagblöð, bækur og tímarit) í landinu. Algengast er að sögurnar séu gefnar út í 20 til 30 blaðsíðna köfl- um í þessum myndasögubókum og getur hver saga tekið mörg ár að klárast. Vinsælustu sög- unum er síðan safnað saman og þær gefnar út í eigin bindum fyrir þá sem vilja eiga veglegri útgáfur af uppáhaldssögunum sínum. Þessar útgáfur seljast iðulega í milljónum eintaka og þegar upp er staðið hafa bókaflokkarnir, en flestar þessara sagna spanna 10–20 bindi, selst í allt að 130 milljónum eintaka. Það eru þessar útgáfur af manga sem hafa gert jafnvasklegt strandhögg á Vesturlöndum og raun ber vitni. Það er forvitnilegt að nefna að svo virðist sem manga hafi í miklum mæli náð til vestrænna lesenda sem ekki lögðu sig eftir myndasögum áður. Með innreið manga hefur því skapast nýr neytendahópur fyrir myndasögur. Á hverju ári koma fram nýjar sögur sem grípa japanska lesendur (og vestræna í kjölfar- ið) heljartökum. Nýverið hófu göngu sína í enskri þýðingu tvær sögur sem sigrað hafa jap- anska markaðinn og virðast vera að gera slíkt hið sama báðum megin Atlantshafsins. Þessar sögur nefnast Fullmetal Alchemist og Death Note. Málmgerðarbræðurnir Fullmetal Alchemist gerist í heimi þar sem alkemistar, þeir sem geta breytt eiginleikum efnisheimsins í sína þágu, ráða lögum og lofum. Sögusviðið er gamaldags með nýstárlegu ívafi. Að mörgu leyti er þessi heimur líkur þeim sem skapaður var í One Piece, annarri mjög vinsælli seríu sem kom út fyrir fáeinum árum. Fullmetal fjallar um bræð- urna Edward og Alphonse Elric sem komust að því snemma á lífsleiðinni að þeir kraftar sem alkemían býr yfir eru ekki barnameðfæri. Þeir reyndu að lífga móður sína við með fornum þul- um en það sem þeir höfðu upp úr því var að Edward missti fót og hönd en yngri bróðirinn, Alphonse, hvarf og andi hans færðist yfir í risa- vaxna stríðsbrynju. Bræðrunum var bjargað og Edward fékk ágrædda útlimi úr lífrænum málmi en Alphonse greyið þurfti að láta sér nægja að þramma um í málmbrynjunni, áfram án líkama. Þeir leita allra ráða til að end- urheimta líkama sína og öðlast við það sér- fræðiþekkingu á alkemíu sem leiðir til þess að þeir eru ráðnir sem löggæsluverðir hjá stjórn- völdum þar sem fleiri alkemistar eru að störf- um til að halda frið og spekt í ríkinu. Það sem fyrst vekur athygli í Fullmetal Alchemist eru teikningar Arakawa. Hann er gríðarlega fær teiknari og sýnir snilli sína með fjölmörgum stílbrigðum sem öll njóta sín í glæsilegu samspili. Það sem þó stendur upp úr eins og svo oft í ævintýramanga eru hasar- atriðin sem eiga fá sín lík í myndasögum í dag. Til að byrja með var ég ekki allt of spenntur fyrir söguframvindunni í Fullmetal Alchemist en eftir því sem á leið (bækurnar eru nú orðnar sex talsins) hefur henni sífellt vaxið fiskur um hrygg. Sagan verður myrkari og svo virðist vera sem bernskubrekin í fyrstu bókinni séu að víkja fyrir djúpstæðara ævintýri. Með þessu áframhaldi verður Fullmetal Alcemist að mangaklassík. Pappírsmorð Death Note eftir Tsugumi Ohba og Takeshi Obata er af allt öðrum toga en Fullmetal en á það sameiginlegt að hún hefur náð gríðarlegri hylli í Japan. Light Yagami er yfirmáta greind- ur ungur maður sem náð hefur miklum árangri í japanska skólakerfinu. Snemma í sögunni finnur hann bók sem gerir honum fært að drepa fólk úr fjarlægð. Light setur sig í stöðu dómara og böðuls og notfærir sér bókina óspart til að taka af lífi glæpamenn og aðra þá sem honum finnst að ógni jafnvægi í heiminum. Sá böggull fylgir þó skammrifi að fyrri eigandi bókarinnar, dauðaguðinn Ryuk, fær áhuga á nýja eigandanum og fylgir honum um hvert fótmál. Fyrir honum er meðferð Light á bók- inni hin mesta skemmtun og áhugaverð mann- fræðistúdía. Eftir því sem dauðsföllum glæpamannanna fjölgar fara japönsk stjórnvöld sífellt að ókyrr- ast og leggja ríkari áherslu á að hafa hendur í hári morðingjans. Að lokum kalla þau sér til hjálpar ofurspæjarann L sem þrengir netið um Light svo um munar og hann fer að verða sí- fellt kaldrifjaðri í aftökum til að fela slóð sína. Death Note greip mig strax frá byrjun. Sögufléttan er framúrskarandi góð og höfund- arnir eru ekki ragir við að láta söguna líða áfram án þess að gefa nokkuð upp hver nið- urstaðan verði. Þótt persónur og leikendur hafi nokkuð skýran tilgang er erfitt að samsama sig nokkrum þeirra. Það er helst að fjöldamorðing- inn Light hafi samúð lesandans og gáfur hans koma sífellt á óvart. Samspil Lights og Ryuk er sömuleiðis frábært og léttir tón sögunnar um- talsvert þótt um þungavigtar púka sé að ræða. Margt á þó eftir að koma í ljós í þessum bóka- flokki og finnst mér líklegt að sagan færist meira yfir í yfirnáttúrulegan hrylling eftir því sem á líður. Teiknistíll Obata er mun raunsæis- legri en sá sem höfundur Fullmetal notar. Sag- an er fremur drifin áfram af samtölum en has- aratriðum og spennan felst í sögufléttunni frekar en ævintýrinu. Með bókum eins og þessum mun manga halda áfram að hasla sér verðskuldaðan völl á Vesturlöndum. Stórar í Japan Japanski myndasögumarkaðurinn er sá stærsti í heimi. Vinsælustu bækurnar seljast í milljónum eintaka og undanfarið hafa útgefendur hafið þýðingar á vinsælasta efninu með góðum árangri. Heimir Snorrason fjallar hér um stærstu mangatitlana á síðasta ári. Úr Death Note: Light og Ryuk hittast. Meira er selt af manga í Bandaríkjunum og Evrópu en flestum öðrum myndasögum. ’Manga hefur í dagmarkaðsstöðu í Japan sem jafnast á við sjón- varp og kvikmyndir og útgáfan á manga slagar hátt upp í alla aðra prent- útgáfu samanlagða.‘ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 walk the line V.J.V Topp5.is S.V. Mbl. M.M.J Kvikmyndir.com GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA MYND ÁRSINS, BESTI LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. besta leikkona ársins2 Nýtt í b íó SEXÍ, STÓR- HÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“  L.I.B. - Topp5.is L.I.B.Topp5.is Ó.Ö.H. DV.  S.V. Mbl. VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM 400 KR. Í BÍÓ * UNDERWORLD kl. 5.45, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA ZATHURA M / ÍSL TALI kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA ZATHURA M /ENSKU TALI kl. 5.45 og 8 B.I. 10 ÁRA WALK THE LINE kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40, 8 og 10.10 BROKEBACK MOUNTAIN kl. 10.15 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 3.45 UNDERWORLD 2 kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA FINAL DESTINATION 3 kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ZATHURA kl. 6 B.I. 10 ÁRA WALK THE LINE kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA SVAKALEGUR ÞÁ FLÝRÐU EKKI DAUÐANN  DÖJ – kvikmyndir.com  VJV Topp5.is  Rolling Stone  Topp5.is 6 Margverðlaunuð gæðamynd frá leikstjóranum George Clooney sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda um allan heim. ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI  VJV Topp5.is  DÖJ – kvikmyndir.com FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!  Ó.Ö.H / DV „Transamerica er óvenju áhugaverð og einstök mannlífsskoðun sem rís í hæðir í túlkin Huffman” S.V. / MBL „Afskaplega falleg mynd, skemmtileg og hlý sem kemur manni til þess að hugsa. Mæli með að fólk kíki á þessa” Frábær persónusköpun og svartur, en samt mannlegur húmor. G.E. Fréttavaktin e.h. NFS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.