Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 23
spurð hvernig þau umgangist sítr- ónu- og appelsínutrén, svara þau því til að íslenska vatnið og blómaáburð- urinn græna þruman sé látið duga. Einu sinni hafi verið reynt að skipta um mold í pottunum, en plöntunum hafi greinilega ekkert líkað sú með- ferð. „Appelsínutréð keypti ég fyrir átján árum í Kolaportinu og sítr- ónutréð fékk ég að gjöf frá konu í Garðyrkjufélagi Garðabæjar fyrir sex árum. Appelsínurnar finnst mér vera rammar og vondar og eru þær hér meira til skrauts en manneldis. Hins- vegar eru sítrónurnar stórar og fínar og einkar bragðgóðar,“ segir Kristín. Þau hjón eru komin á eftirlaun, en Kristín hefur um alltaf verið mikil áhugakona um matargerð. Hún starf- aði sem almennur kennari og mat- reiðslukennari, skrifaði sex mat- reiðslubækur og var með þætti um mat í Morgunblaðinu í sautján ár. Sigurður er skipasmiður og myndlist- armaður að mennt og hefur séð um að myndskreyta matarskrifin. Kristín lét af hendi uppskriftir detti fólki í hug að fara að rækta sítrónur eða appelsínur. Appelsínumarmelaði 1½ kg appelsínur 2 sítrónur 1 l vatn 1 kg sykur Afhýðið appelsínur og sítrónur með kartöfluhníf. Skerið börkinn í ræmur og setjið í skál. Flettið hvítu himnunni af ávöxtunum og hendið. Skerið hvern ávöxt í fjóra bita, hendið hvítu himnunni í miðju ávaxtanna, fjarlægið steina, setjið í grisju og bindið fyrir. Setjið grisjupokann í skál. Skerið hvern ávaxtabát í sneiðar og setjið í skálina. Hellið vatninu yfir, látið standa í 12–14 tíma. Hellið ávöxtunum ásamt vatni og grisjupoka í pott og sjóðið við hægan hita í lok- uðum potti í 20 mín. og í loklausum potti í aðrar 20 mín. Takið þá grisju- pokann úr og hendið, en setjið sykur út í og sjóðið í 30 mín. Hellið í hreinar krukkur, látið kólna áður en lokað er. Geymið á köldum stað. Sítrónubaka 150 g hveiti 75 g sykur 100 g smjör eða smjörlíki 2 egg Setjið hveiti og sykur í skál, skerið smjörið smátt og myljið saman við. Setjið eggið út í og hnoðið deig. Setjið deigið á botninn og upp með börmum á bökumóti, 20 cm í þvermál. Fylling 1 egg 60 g flórsykur 60 g heslihnetur eða möndlur rifinn börkur og safi úr hálfri sítrónu Hrærið eggið með sykri þar til það er ljóst og létt. Rífið börkinn af sítr- ónunni, kreistið safann úr henni. Setj- ið sítrónubörk og safa saman við eggjahræruna. Saxið hneturnar og setjið út í. Hellið þessu yfir bökuna. Hitið bakaraofninn í 180°C, blást- ursofn í 160°C. Setjið bökuna í ofninn og bakið í 45 mín. Morgunblaðið/Ásdís Sítrónurnar eru stórar, bragðmiklar og vel hæfar í matargerðina. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 23 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 5 3 9 6 til sjö Nýr þáttur um lífið frá A til Ö í umsjón Guðrúnar Gunnarsdóttur og Felix Bergssonar Alla virka daga milli 6 og sjö Hefst í kvöld! 6til sjö JOIK, RÍMUR OG ROKK Á VETRARHÁTÍÐ í Íslensku óperunni laugardaginn 25. febrúar kl. 21:00 Miðasala hafin í Íslensku óperunni. Miðaverð kr. 1000 www.reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.