Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DANSKI lögfræðingurinn Tyge Trier, sem Baugur Group hf. fékk til að vinna lagalega álits- gerð um þá 32 ákæruliði Baugs- málsins sem Hæstiréttur vísaði frá 10. október, telur að nokkrir annmarkar séu á málsmeðferð- inni sem brjóti hugsanlega gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu. „Vegna þess hve ann- markarnir eru margvíslegir í Baugsmálinu sem heild, miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja, er það því mat okkar að þegar á þessu stigi kunni að hafa verið brotið gegn 6. gr.“ segir m.a. í niðurstöðunni og þar kem- ur einnig fram að ákveði Hæsti- réttur að heimila endurskoðun ákærunnar og hafna þar með þeirri afstöðu varnaraðila að slík endurskoðun fari í bága við 6. gr. ætti að íhuga málskot til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. „Ef opinber máls- sókn varðandi nefnda ákæruliði er ekki felld niður eru sterk rök fyrir því að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins,“ segir þar ennfremur. Greinargerðina vann Tyge Trier, sem starfar á lögfræði- stofunni Eversheds Advokatie- selskab í Kaupmannahöfn, að beiðni stjórnar Baugs Group og sagði Hreinn Loftsson, formaður stjórnarinnar, að menn hefðu viljað vita hvar fyrirtækið og sakborningarnir sem því tengd- ust stæðu varðandi þá ákæruliði sem vísað var frá Hæstarétti. Var álitsgerðin unnin á ensku og hún afhent fjölmiðlum á ensku og í íslenskri þýðingu á blaða- mannafundi Baugs Group í gær. Fram kemur í upplýsingum frá Baugi Group að Trier sé þekktur fyrir rannsóknir á sviði mann- réttinda og lagareglna á því sviði. Um rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar Í inngangi greinargerðarinnar segir að stofunni hafi verið falið að taka saman lögfræðilegt álit þar sem rætt sé hvort endur- skoðun ákærunnar af hálfu rík- issaksóknara veki spurningar varðandi 6. grein mannréttinda- sáttmála Evrópu og 14. grein al- þjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Einnig var sett fram álit í ljósi 4. grein- ar samningsviðauka nr. 7. við mannréttindasáttmálann sem fjallar um réttinn til að vera ekki saksóttur eða refsað tvíveg- is. Sjötta grein mannréttindasátt- mála Evrópu fjallar um að sak- borningur skuli eiga „rétt til réttlátrar og opinberrar máls- meðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli“. Þar segir einnig að hver sem borinn sé sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus uns sekt sé sönnuð og síðan eru ákvæði um að sakborn- ingur skuli fá án tafar vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök ákæru er hann sætir, fái nægan tíma til að undirbúa vörn sína og fleira. Tyge Trier sagði aðalniður- stöðu sína þá að það væru ákveðnir annmarkar á rannsókn og meðferð Baugsmálsins og hafði hann m.a. efasemdir um að flutningur málsins frá ríkislög- reglustjóra til ríkissaksóknara standist umrædda 6. grein, telur að dómsmálaráðherra hafi ekki gætt nægilegrar nærgætni og varkárni er varðar rétt sakborn- inga að teljast saklausir þar til sekt er sönnuð og hann telur lík- legt að annmarkar hafi valdið töfum á rannsókninni. Lögmaðurinn telur annmark- ana misjafnlega alvarlega. Hann telur að verulegar efasemdir vakni um að framgangur rík- islögreglustjóra og flutningur málsins frá ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara í kjölfar dómsins 10. október standist 6. grein mannréttindasáttmálans. Þær efasemdir styrkist í ljósi þess að í lögreglulögum sé skýrt kveðið á um að lögregla skuli í störfum sínum hafa í heiðri þjóð- réttarlegar skuldbindingar sem Ísland hafi undirgengist, að mannréttindasáttmálinn hafi verið tekinn upp í íslenskan rétt og að íslenskir dómstólar hafi byggt á 6. gr. í dómaframkvæmd sinni, en „allt undirstrikar þetta skyldu ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara til þess að virða 6. gr. sáttmálans,“ segir í grein- argerðinni. Telur dómsmálaráðherra hafa tjáð sig óvarlega Þá telur lögmaðurinn danski að í ummælum Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra í gögn- um sem honum hafi verið látin í té, sé að finna yfirlýsingar sem túlka megi svo að þær lýsi skoð- un um sekt sakborninga. Segir lögmaðurinn eðlilegt að málið hafi vakið almenna umræðu en stjórnvöldum og embættismönn- um sé skylt að gæta hófs. Segir í greinargerðinni að hins vegar hljóti „krafa dómstólsins um „alla nauðsynlega nærgætni og varkárni svo að virtur sé rétt- urinn til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð“ að vekja spurn- ingu um hvort dómsmálaráð- herra hafi eða hafi ekki með fjöl- mörgum neikvæðum ummælum sínum um þá einstaklinga sem hlut eiga að Baugsmálinu, bæði fyrir og eftir rannsóknina brotið gegn rétti sakborninga til þess að teljast saklausir uns sekt er sönnuð,“ eins og segir orðrétt. Lögmaðurinn telur að þessi tvö síðastnefndu atriði séu nægilega alvarleg til að geta falið í sér hugsanleg brot ein og sér. „Enn- fremur má telja að dómstóllinn muni líta á málið í heild sinni með hliðsjón af þeim mismun- andi annmörkum, sem saman- lagt geta talist fara í bága við réttláta málsmeðferð,“ segir einnig í greinargerðinni. Í niðurstöðukaflanum segir einnig: „Við erum þeirrar skoð- unar að sá fjöldi mismunandi annmarka sem hér um ræðir sé líklegur til að ráða úrslitum í máli þessu. Með tilliti til þeirra fjölmörgu álitaefna sem upp koma varðandi 6. gr., svo sem að framan er rakið, er það því skoð- un okkar að því megi halda því fram að ef ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari halda áfram með saksókn sína (með atbeina dóm- stóla) varðandi nefnda ákæruliði (1–32), hafi þeir ekki gætt við- eigandi jafnvægis í mati sínu á réttindum sakborninga og skil- virkum framgangi réttvísinnar.“ Danski lögmaðurinn Tyge Trier segir sterk rök til að skjóta Baugsmálum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg verði ákæruliðir ekki felldir niður Morgunblaðið/RAX Fulltrúar Baugs og nokkrir lögmenn ákærðu í Baugsmálinu voru á fundinum á Hótel Nordica, þar sem greinargerð Tyge Trier var kynnt í gær. Telur annmarka hugsanlega brot gegn mannréttindasáttmála Morgunblaðið/RAX Danski lögmaðurinn Tyge Trier skýrði frá helstu atriðum grein- argerðar sinnar, sem hann vann að beiðni stjórnar Baugs Group. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is GESTUR Jónsson, einn verjenda sakborninga í Baugsmálunum, segir greinargerð Tyge Trier vel skrifaða og vel rökstudda enda sé lögmaðurinn þekktur fræðimaður á sviði mannréttindamála. Hann segir það fara eftir hver verði næstu skref málsins hvernig hún komi að not- um. Verði málinu haldið áfram muni verjendur geta vísað til hennar, m.a. hvernig ákærur séu tak- markaðar. Vel rökstudd greinargerð STJÓRNENDUR álfyrirtækisins Alcoa munu tilkynna á fundi í New York á morgun hvort fyrirtækið vill halda áfram undirbúningi að byggingu álvers á Norðurlandi og þá hvaða stað Alcan hefur augastað á fyrir hugsanlegt álver. Fyrir hádegi á morgun verður haldinn lokafundur samráðsnefndar álfyrirtækisins, íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga sem unnið hefur að tillögum að staðarvali fyrir ál- ver á Norðurlandi í New York. Má búast við að ákvörðunin verði svo tilkynnt síðdegis. Á fundinum verða m.a. Bernt Reitan, aðstoð- arforstjóri Alcoa og forstjóri frumvinnslu fyrirtækisins og Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra, skv. upplýsingum Páls Magn- ússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra. Ákvörðun tekin á morgun um álver á Norðurlandi LÖGREGLUMENN frá Hvolsvelli óku að- faranótt sunnudags fram á ungan, fáklædd- an mann sem var á hlaupum í svartamyrkri á Suðurlandsvegi vestan við Landvegamót og stefndi maðurinn til vesturs. Maðurinn var dökkklæddur að ofan en í stuttbuxum og bleikum flókatöfflum á fót- um en berfættur. Maðurinn var undir áhrif- um áfengis, en að sögn lögreglu hafði hon- um orðið sundurorða við ferðafélaga sína og ákveðið að yfirgefa þá við Hellu og hlaupa eða skokka til Reykjavíkur. Þegar þetta gerðist var eins stigs frost. Unga manninum var ekið á Selfoss en lögregla þar ætlaði að sjá til þess að koma honum áfram til Reykjavíkur í upphituðum lög- reglubíl. Á hlaupum á flókaskóm á Suðurlandsvegi ÞRETTÁN ára piltur í Grindavík tók bif- reið foreldra sinna ófrjálsri hendi á sunnudagsmorgun og ók henni sem leið lá til Hafnarfjarðar. Þar ók hann á tvö um- ferðarskilti og varð ökuferðin ekki lengri. Drengurinn, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur en nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni, að sögn lögreglunnar í Kefla- vík. 13 ára í ökuferð INFLÚENSAN hér á landi er ekki gengin yf- ir og er erfitt að segja til um hvort hún hafi náð hámarki, samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni, yfirlækni hjá sóttvarn- arlækni. Erfitt er að segja til um hvort inflúensan sem hefur herjað á landsmenn undanfarið hafi náð hámarki, að sögn Þórólfs. ,,Það er aldrei neitt eitthvað afgerandi í svona far- öldrum sem segir til um hvort eitthvað hafi náð hámarki. En hún er ekki gengin yfir,“ segir Þórólfur. Inflúensufaraldurinn í fyrra var frekar skæður, en Þórólfur segir að sá sem geisar í ár sé ekkert í líkingu við hann, heldur sé hanní meðallagi. Inflúensan herjar á fólk á öllum aldri og segir Þórólfur að hún sé með hefðbundnu sniði: ,,Einkenni eru hár hiti, beinverkir, stundum magaverkir, hálssærindi og væg kvefeinkenni.“ Um 55 þúsund manns létu bólusetja sig gegn inflúensunni síðastliðið haust. Bólusetningin er talin vera virk í 70 til 80% tilvika. Inflúensan gengur enn  Lögfræðiálit | 29–34 ÁHRIFIN af birtingu hinna umdeildu teikninga af Múhameð spámanni í Jyl- landsposten, teygja nú anga sína til Ís- lands. Dótturfélag FL Group, lággjaldafélagið Sterling í Danmörku, hefur ákveðið að segja upp um 20 af um 400 flug- mönnum félags- ins að því er heimildir Morg- unblaðsins herma en ástæðan mun vera sú að nú þegar er fyrirséð að farþeg- um á flugleiðum félagsins til landa á borð við Egyptalands og Tyrklands muni fækka umtalsvert. Margir danskir ferðalangar hafa flogið með Sterling til þessara landa en eins og gefur að skilja hefur áhugi Dana á að ferðast þangað minnkað umtals- vert og stendur til að fækka vélum á þess- um flugleiðum um eina til tvær. Teikningarnar ástæða uppsagna hjá Sterling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.