Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 47
ÞORRABLÓT Íslendingafélagsins í Chicago var haldið fyrr í mánuðinum. Stefán Örn Gunnlaugsson og Símon Hjaltalín spiluðu fyrir fullu húsi en uppselt var á blótið í fyrsta sinn í sögu félagsins. Blótið var haldið í safni frænda vorra Svía í miðri Chicago- borg en að sögn Einars Steinssonar, forseta félagsins, er ljóst að finna verður stærri sal næsta ár. Þorramaturinn kom frá Bautanum á Akureyri og gerðu hákarl, hvalur, magáll og norðlenska hangikjötið mikla lukku. Fé- lagsmenn lögðu líka hönd á plóg og bökuðu rúgbrauð og pönnukökur og steiktu kleinur. Íslendingafélagið í Chicago er í miklum blóma og meðal nýjunga í starfsemi félagsins er árlegt golfmót, The Greater Chicago Ice- landic Open, sem verður haldið hinn 12. ágúst í ár. Fólk | Þorrablót Íslendingafélagsins í Chicago Fullt út úr dyrum á þorrablóti Einar Steinsson forseti félagsins með yngstu gestunum Ágústu og Siggu. Þorrakórinn hélt uppi stuðinu á blótinu í Chicago. EIN ATHYGLISVERÐASTA MYND ÁRSINS Óþekkustu börn í heimi hafa fengið nýja barnfóstru sem er ekki öll þar sem hún er séð. ALLA FJÖLSKYLDUNA F U NL.I.B.Topp5.is M YKKUR HENTAR  400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu kl. 4 Ísl. tal - B.i. 10  DÖJ – kvikmyndir.com  VJV Topp5.is Sýnd kl. 10 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA  Kvikmyndir.com  Topp5.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 EIN ATHYGLIS- VERÐASTA MYND ÁRSINS ÞEIR BUÐU STJÓRNVÖLDUM BYRGINN, AÐEINS MEÐ SANNLEIKANN AÐ VOPNI 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNAÞ.á.m. besta mynd, besti leikstjóri og besti leikari Margverðlaunuð gæðamynd frá leikstjóranum George Clooney sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda um allan heim. Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA LEIK- KONA ÁRSINS walk the line V.J.V Topp5.is S.V. Mbl. M.M.J Kvikmyndir.com Epískt meistarverk frá Ang Lee SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR Sýnd kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Sími - 551 9000 Nýt t í b íó Óþekkustu börn í heimi hafa fengið nýja barnfóstru sem er ekki öll þar sem hún er séð. TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA  V.J.V. / TOPP5.is YFIRVOFANDI HÆTTA OG SAMSÆRI LÍF OKKAR ER Í HÖNDUM TVEGGJA EINSTAKLINGA RALPH FIENNES RACHEL WEISZ Topp5.is  kvikmyndir.com  A.B. Blaðið S.K. / DV „…listaverk, sannkölluð perla“ DÖJ – kvikmyndir.com „..ótrúlega áhrifarík, minnisstæð og örgrandi kvikmyndagerð.“ L.I.B. - topp5.is HJ MBL Blaðið CAPOTE kl. 5.30, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA TRANSAMERICA kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 47 SHANDI Sullivan, sem margir Íslendingar þekkja úr þátt- unum America’s Next Top Model, er væntanleg hingað til Íslands og mun hún þeyta skíf- um á Gauki á Stöng næsta laugardag. Shandi hefur getið sér gott orð sem plötusnúður í New York meðfram fyr- irsætustörfunum en þá leikur hún aðallega tónlist frá níunda áratugnum. Með Shandi verður annar plötusnúður sem kallar sig DJ Lord Easy og spilar hip hop en svo verður líka tuttugu manna karaokehópur með í för sem kallar sig Karaoke Killed the Cat og sérhæfir sig í vönd- uðum karaoke-söng. Eins og áður sagði hyggjast Shandi og félagar halda uppi fjörinu á Gauknum laugardag- inn 4. mars og miðað við ofan- greindar starfslýsingar má bú- ast við forvitnilegu og fjölbreyttu kvöldi. Íslandsheimsóknin markar upphaf Evrópuferðar þeirra, en eftir að þau skemmta hér á Ís- landi halda þau til London. Shandi Sullivan er margt til lista lagt. Tónlist | Shandi Sullivan úr America’s Next Top Model spilar á Gauknum Prýðilegur plötusnúður Bandaríska dagblaðið The SeattleTimes spáir stuttmyndinni Our Time is Up Óskarsverðlaununum fyrir bestu stuttmynd ársins, að því er fram kemur á fréttavef blaðsins, en íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson er einnig tilnefnd til verð- launanna. Í grein blaðsins kemur fram að eins og nafnið gefi til kynna þurfi stutt- myndir að koma boð- skap sínum til skila á mjög stuttum tíma, en Síðasti bærinn sé hins vegar dæmi um stuttmynd sem hafi mikil áhrif á áhorfandann á skömmum tíma, enda gangi á ýmsu í myndinni. Segir í grein- inni að myndin fjalli um þrjóskan bónda sem hafi ákveðið að yfirgefa aldrei jörð- ina sem hann býr á, eða konuna sem hann elskar. Óskarsverðlaunin verða afhent í Holly- wood á sunnudaginn kemur, hinn 5. mars, en Rúnar verður viðstaddur at- höfnina ásamt framleiðanda Síðasta bæj- arins, Þóri Snæ Sigurjónssyni. Aðalleik- arinn Jón Sigurbjörnsson verður hins vegar fjarri góðu gamni. Fólk folk@mbl.is RÉTTARHÖLD hófust í gærmorgun í Lundúnum yfir útgefanda Dans Browns, höfundar skáldsögunnar Da Vinci-lykillinn. Tveir höf- undar, Michael Baigent og Richard Leigh, sem skrifuðu bókina Holy Blood and Holy Grail árið 1982, fullyrða að Brown hafi nýtt sér sögu- þráð þeirrar bókar og hug- myndir höfundanna þegar hann skrifaði bók sína. Baigent og Leigh stefna útgáfufélaginu Random House, sem gaf út báðar bækurnar. Höfundarnir þrír voru allir í réttarsalnum í morgun þegar réttarhöldin hófust. Þeir Baigent og Leigh vilja að sett verði lögbann á að efni þeirra verði notað án heimildar. Verði fallist á þá kröfu gæti það haft áhrif á sýningar kvikmyndar um Da Vinci-lykilinn, sem á að frumsýna 19. maí. Báðar bækurnar byggjast á þeirri kenningu, að Jesús hafi kvænst Maríu Magða- lenu. Þau hafi eignast son og af þeim sé komin mikil ætt. Fólk | Réttarhöld hafin yfir útgefanda Da Vinci-lykilsins Reuters Dan Brown mætir til réttarhaldanna í London. Gæti haft áhrif á kvikmyndina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.