Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loðna fryst um borð í Engey RE Úr verinu á morgun SVEINN R. Eyjólfsson, sem ákærður er fyrir undanskot upp á tvær milljónir króna sem stjórnar- maður Dagsprents á árinu 2001, sagðist fyrir dómi lítið geta sagt um hin meintu brot. Þáttur hans í mál- inu í heild varðar meint undanskot ásamt öðrum upp á um 22 milljónir króna. Varðandi Dagsprent sagðist Sveinn hafa mætt á stjórnarfundi félagsins en hefði þó enga þekkingu á umræddu máli. Skv. ákæru er honum gefið að sök brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda með því að hafa ekki staðið Sýslu- manninum á Akureyri skil á gjöld- um sem haldið var eftir af launum starfsmanna Dagsprents. Sveinn sagðist ekki hafa vitað um að vanskil væru að safnast upp og hefði fengið yfirlýsingu þess efnis frá framkvæmdastjóra félagsins. Reksturinn hefði samt verið í „kaldakoli“. Vitneskju um vanskil hefði hann fyrst fengið þegar ákæra í málinu var gefin út og tók Sveinn fram að hann hefði ekki komið nálægt daglegri stjórn fé- lagsins þótt hann hefði á hinn bóg- inn hjálpað því í vanda vegna fjár- hagserfiðleikanna. Einn liður ákæru á hendur Sveini og Eyjólfi syni hans lýtur að meint- um brotum Sveins sem stjórnar- manns vegna rekstrar Fréttablaðs- ins upp á tæpar 13 milljónir kr. árið 2002, þar af virðisaukaskattsbrot- um upp á 2,4 milljónir og brotum gegn lögum um staðgreiðslu opin- berra gjalda upp á 10,4 milljónir. Sveinn sagðist hafa haft töluverð afskipti af starfsemi Fréttablaðsins að því er varðar hugmyndafræði- lega uppbyggingu en daglegri fjár- málastjórn hefði hann ekki komið nálægt. Fréttablaðið var á bullandi skriði Tók Sveinn fram að sannleikur- inn væri sá að Fréttablaðið hefði á þessum tíma verið á „bullandi skriði“ og ljóst hefði verið að blaðið var rétt hugmynd á réttum tíma. Auglýsingatekjur hefðu verið mikl- ar en innheimta reikninga eilíft vandamál með því að sumir við- skiptavina blaðsins teldu sig hafa átt inni afslætti og því hefðu þessar tekjur ekki skilað sér í kassann. Samt hefðu þessi rekstrarþættir verið minniháttar vandamál frá degi til dags. Rothöggið fyrir blaðið hefði verið skuldir sem Tollstjórinn í Reykjavík taldi sig eiga inni. Þver- tók Sveinn fyrir að hafa nokkru sinni tekið þátt í ákvörðun um að greiða ekki vörsluskatta Sveinn sætir líka ákæru fyrir undanskot á virðisaukaskatti og op- inberum gjöldum vegna rekstrar ÍP-prentþjónustunnar á árunum 2001 og 2002 upp á tæpar sjö millj- ónir kr. en þar var hann stjórnar- formaður. Sagðist hann hafa haft töluverð afskipti af stjórn ÍP og haldið reglulega stjórnarfundi þar sem málefni ÍP og Ísafoldarprent- smiðju hefðu verið rædd samhliða. Hefði hann afhent félagið til þáver- andi framkvæmdastjóra, ákærða Ólafs Hauks Magnússonar, til að geta greitt vörsluskatta þess og ennfremur hefði Ólafur fengið að- stoð við að greiða skattana með því að prentvél félagsins var seld, fénu ráðstafað og vélin síðan tekin á leigu af félaginu. Auk þess sagðist Sveinn hafa lagt persónulega fjár- muni sína til félagsins. Hann yrði því seint vændur um aðgerðaleysi vegna vandamála félagsins enda hefði hann gert allt sem í valdi hans stóð til að hjálpa því. Tók hann fram að hann hefði þó ekki verið inni í smáatriðum í rekstrinum. Hann sagðist þá kannast við það skv. skýrslu Ólafs hjá skattrannsókna- stjóra að Ísafoldarprentsmiðju hefði verið haldið í fjársvelti en sagðist ekki muna hvort Ólafur hefði kvartað yfir því. Það væri þó líklegt enda hefði Ólafur lagt sig fram um að reka félagið vel. Varðandi ráðningu Ólafs sem framkvæmdastjóra sagðist Sveinn örugglega hafa komið þar nálægt, en að hann hefði jafnörugglega spurt annan aðila, sem ekki tók starfinu, hvort sá vildi gerast fram- kvæmdastjóri. Sá hinn sami kom fyrir dóminn og staðfesti að hann hefði verið beðinn að gerast fram- kvæmdastjóri en sett sem skilyrði að gerð yrðu skuldaskil vegna vörsluskatta. Ekkert varð úr ráðn- ingunni. Sveinn sagðist gera ráð fyrir að Ólafi hefði verið gerð grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins við ráðn- inguna og gat hann þess ennfremur að Ólafur hefði óskað eftir því að fá launabókhald Frjálsrar fjölmiðlun- ar inn á sitt borð. Vissi ekki um greiðslu til Fréttablaðsins Við réttarhaldið gegndi Sveinn einnig stöðu vitnis vegna meintra umboðssvika Eyjólfs Sveinssonar og Svavars Ásbjörnssonar sem fjármálastjóra Visir.is upp á tæpar 25 milljónir kr. með því að millifæra féð heimildarlaust inn á reikning Fréttablaðsins af yfirdráttarreikn- ingi SPRON. Sveinn sagðist hafa verið í stjórn Vísis en ekki vitað um umræddar greiðslur og málið yfir- leitt fyrr en Svavar var handtekinn. Varðandi annan ákærulið sem fjallar um meint undanskot Eyjólfs og ákærða Valdimars Grímssonar upp á um fimm milljónir kr. einkum virðisaukaskattsbrot, í rekstri Póstflutninga ehf., sagði Sveinn að mikil deila hefði staðið um það hvort Póstflutningar væru virðis- aukaskattsskylt félag. Þannig hefði endurskoðandi félagsins ekki talið svo vera en skattyfirvöld verið á annarri skoðun. Foreldrar blaðburðarbarna hringdu látlaust Gunnar Smári Egilsson, fyrrver- andi ritstjóri Fréttablaðsins, var ennfremur kallaður fyrir dóminn sem vitni vegna fyrrnefndra meintra umboðssvika í tengslum við SPRON og Fréttablaðið. Vitn- isburður hans var á sömu lund og ýmissa annarra og var hann óviss um ýmsa hluti sem spurt var um. Til dæmis um það hvort Svavar eða Eyjólfur hefði verið framkvæmda- stjóri Fréttablaðsins á þessum tíma. Gunnar sagðist ekki hafa þekkt til fjárhagslegra tenginga milli Visir.is og Fréttablaðsins, en þó minnti sig að heldur hefði hallað á Visir.is í þeim efnum. Um það var hann viss, að fjárhagsstaða Frétta- blaðsins hefði verið veik, en um greiðslur frá Visir.is til Frétta- blaðsins hefði hann ekkert vitað. Hefði hann ekki vitað um yfirdrátt- inn fyrr en með fyrirkalli ríkislög- reglustjóra eða skattyfirvalda. Hann hefði þó komið að sölu Visir.is með því að sitja einn fund og kynna fréttavefinn en hitt myndi hann ekki, hvort hann hefði setið fund þar sem gengið var frá sjálfri söl- unni. Gunnar lýsti því hvernig dagleg- ur rekstur Fréttablaðsins hefði ver- ið á árinu 2002 þegar bitist var um hvern tíuþúsundkallinn til að ráð- stafa ef einhverjir fjármunir voru til skiptanna frá degi til dags. Blaðið hefði verið í skuld við nær alla starfsmenn, að ógleymdum blað- burðarbörnum, en foreldrar þeirra hefðu hringt látlaust vegna van- goldinna launa. Gunnar Smári sagði það hafa verið sitt hlutverk að meta hvort ráðstafa ætti einhverjum smáfjár- hæðum inn á tiltekna reikninga frá degi til dags og klóra þannig í bakk- ann og jafnframt hefði það komið í sinn hlut að segja viðkomandi starfsmönnum að þeir fengju ekk- ert þann daginn. Hefðu þetta verið mjög miklir erfiðleikar en hann hefði sjálfur ekki haft vald til að ákveða hvað eða hverjum yrði greitt, en einkum komið með tillög- ur. Hann hefði ekki vitað hvað kæmi inn á reikninga blaðsins, heldur fengið að vita frá degi til dags hvað væri mikið til skiptanna í lokin. Varðandi fyrrnefnd meint brot Eyjólfs og Sveins upp á 13 milljóna króna undanskot í rekstri Frétta- blaðsins sagði Gunnar Smári að sér hefði verið ókunnugt um skil á virð- isauka og opinberum gjöldum, en hann hefði horfið frá störfum hjá Fréttablaðinu í maí 2002. Ekki vitað um framkvæmdastjóra Visir.is Ekki var óvissan minni í fram- burði Sigurðar Ragnarssonar sem ákærður er sem framkvæmdastjóri Visir.is ásamt Eyjólfi fyrir áður- nefnt meint brot upp á rúmar fimm milljónir króna. Hann sagðist hafa haft umsjón með starfsmanna- og markaðsmálum á fréttavefnum, en sagðist ekki hafa verið fram- kvæmdastjóri vefjarins, þótt upp- haflega hefði verið rætt um að það vantaði einn slíkan til félagsins í að- draganda ráðningar hans. Nokkrar vikur liðu frá því hann átti samtöl við fráfarandi framkvæmdastjóra og þar til hann tók til starfa. Þá sagði hann ljóst að starfið væri ann- að en það sem um var rætt áður. Ekki hafði hann svar við því hver hefði verið framkvæmdastjóri vis- ir.is, ef ekki hann. Þó kannaðist hann við að tilkynnt hefði verið til hlutafélagaskrár, að hann væri framkvæmdastjóri. Samt hefði hann engar upplýsingar haft um virðisaukaskattsskil félagsins. Hann hefði þó farið að gruna að pottur væri brotinn varðandi skatt- skilin eftir nokkrar vikur í starfi. Ennfremur hefði hann vitað um að laun starfsmanna væru í vanskilum. Viðbrögð sín við þessu hefðu verið á þann veg að leggja þunga áherslu á það við Svavar og Eyjólf að greiða gjöldin. Hefðu þeir verið sammála því, en sjálfur hefði hann ekki haft valdsvið til að greiða eitt né neitt. Aðspurður sagðist hann við ráðn- ingu aldrei hafa séð skipurit félags- ins og heldur væri ekki skriflegum ráðningarsamningi til að dreifa. Þá hefði sér aldrei verið gerð grein fyr- ir því að hann ætti að hafa fjármála- vald. Sagðist Sigurður álíta að frá því hann átti fyrstu samtölin við frá- farandi framkvæmdastjóra og þangað til hann hóf störf hefði starfssviðið breyst. Hefði hann enga athugasemd gert við það þeg- ar hann hafði komið sér fyrir í starfi. Eftir nokkurra mánaða vinnu hefði hann hætt störfum. Vissi ekki að vanskil væru að safnast upp Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HAFNARSVÆÐI eru jafnan þungamiðja athafnalífs í borgum og þar er alltaf eitthvað að ger- ast. Væntanleg tilkoma tónlistar- og ráðstefnuhúss á Austurbakka Reykjavíkurhafnar veldur því að færa þarf alla starfsemi af Aust- urbakkanum yfir á Vesturbakk- ann og því vinna nú menn öt- ullega að alls kyns undirbúningi þess flutnings. Þessa dagana er verið að reka niður stálþil í höfninni og stækka og endurnýja hafnarbakkana á Grandagarði til að þeir geti vald- ið auknu álagi frá starfsemi tengdri sjávarútveginum. Þessir vel klæddu og fótvissu verkamenn unnu ötullega að undirbúningi breytinganna í dá- litlum kulda, en annars ágætu veðri. Hafnarbakkar stækkaðir Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.