Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 21 MENNING Ferðast þú til Flórída? Hefur þú hugsað um að eiga þitt eigið sumarhús? Viltu vita meira? Umboðsaðilar frá Orlando Vacation Homes, USA, verða á Íslandi til að veita þér nánari upplýsingar eftirtalda daga: laugardag 4. mars frá kl. 9:00 til 18:00 sunnudag 5. mars frá kl. 13:00 til 18:00 á Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Allir þátttakendur á kynningunni eiga kost á að vinna ókeypis gistingu í Orlandó! www.livinfl.com Svo er um einstaka listamennað þeir verða mörgum nokk-ur ráðgáta, fjarlægari en skyldi þótt víða komi þeir við, eru utangarðs þó nærveru þeirra sjái greinilega stað. Þannig virðist það hafa verið um myndlistarmanninn Gylfa Gíslason, sem öllum að óvör- um varð bráðkvaddur á heimili sínu í upphafi mánaðarins, og sjálfur taldi hann sig ekki hafa notið sann- mælis sem einn af meðlimum SÚM listhópsins. Vék óvænt að því í sam- ræðum við mig í Kaupmannahöfn fyrir fáeinum árum þegar hann leigði um skeið kjallara úti á Ama- ger, í sama húsi og málarinn Tryggvi Ólafsson. Hið fyrsta sem ég greindi af Gylfa Gíslasyni var að hér hlyti að fara einstaklingur með drjúgan áhuga á myndlist ekki síður en al- nafni hans alþingismaðurinn og ráðherrann. Nafni hans brá einfald- lega svo oft fyrir í gestabókum mín- um sem og annarra myndlist- armanna á sjötta áratug síðustu aldar. Á tímabili vildu sumir meina að þar hafi þingmaðurinn verið á ferð um leið og brúnin lyftist á við- komandi listamanni, gerðist áður en ég og ýmsir aðrir tóku að þekkja hann í sjón og raun.    Að því kom að við Gylfi kynnt-umst og í fyllingu tímans kom í ljós að þar fór maður sem virtist af margbrotinni og dulinni skapgerð, á einn veg eins og læddist með veggjum en á annan opinn, metn- aðargjarn ákafa- og hugsjónamað- ur.Um að ræða lærðan húsasmið sem er tímar liðu fórnaði öllu fyrir listina, konu, börnum og hóglífi og tók upp frjálslega lífshætti hippa- kynslóðarinnar, eitthvað líkt blómabörnunum svonefndu í Kali- forníu, Flower Power. Allt mun hafa verið í góðu gert svipað og hjá Jóni Gunnari Árnasyni mynd- höggvara sem bauð spúsu sinni á Naustið í mat og drykk til að fagna skilnaði og nýjum lífsstíl. Af sam- bandi okkar Gylfa fara ekki miklar sögur þótt við yrðum vel kunnugir, allt þar til hann var valin á móti mér sem fulltrúi Íslendinga á Tvíæringnum í Rostock 1975, tald- ist ég þá fastur meðlimur al- þjóðlegu nefndarinnar. Í þá tíð var mikið líf og fjör í starfseminni sem hafði fest rætur, komin í sérhann- aða listahöll og mikið mannval í al- þjóðlegu nefndinni; Victor Brock- dorff og Herulf Bidstrup frá Danmörku HAP Grieshaber frá Sambandslýðveldinu, dr. Ragna Stang og Snorre Andersen frá Nor- egi, Ragna lengi forstöðumaður Munch-safnsins í Ósló, þingmaðinn Kurt Ullberger frá Svíþjóð, Erich Nicolajewitsch Darski frá Rúss- landi, Kaarlo Koroma frá Finn- landi, frægur hershöfðingi úr finnsk-rússneska stríðinu, Helena Krajewska frá Póllandi, mynd- höggvarinn Jo Jastram og mál- ararnir Otto Niemeyer-Holstein og- Wolfgang Mattheur frá A-Þýskalandi svo einhverjir séu nefndir. Þetta var litríkur hópur sem náði vel saman þrátt fyrir ólík- ar skoðanir í list og pólitík.    Hámarkiðþað árið var að nokkr-ir voru valdir sem fulltrúar á þing myndlistargeira UNESCO haldið í Scwerin, og vorum við Gylfi báðir í þeim hópi. Farið með sér- stakri rútu og áð í Mecklenburg hvar setin í var veisla í ævafornri höll, þarnæst haldið áfram á leið- arenda í fylgd lögregluþjóna á mót- orhjólum eins og um þjóðhöfðingja væri að ræða. Á þinginu var að- allega fjallað um réttindamál lista- manna og urðu miklar umræður þar um sem við blönduðum okkur í, ásamt því að leggja grunn að áframhaldandi þátttöku Íslendinga. Til frásagnar að Dunbar Marshall Malagola forseti samtakanna til margra ára ræddi sérstaklega við okkur Gylfa og sagði Íslendinga verða að vera með, hefði átt að ger- ast fyrir 20 árum, búið væri að lækka verulega væntanlegt fram- lag okkar til sambandsins og í því tilefni var tveim fulltrúum boðið sérstaklega en menn ekki þekkst það, við gómaðir úr óvæntri átt! Norrænir félagar mínir í alþjóðlegu nefndinni höfðu fyrir mín orð rekið áróður fyrir nefndri lækkun og eft- ir þennan fund var ekki aftur snúið Ekki skorti neitt á að þingheimur fengi að dreifa sér og kynnast á milli funda, minntist ég ekki að hafa lent í viðlíka fagnaði um mína daga, einkum var bátsferð út á vatnið með sjálfum borgarstjór- anum sem fararstjóra óborganleg, í hæsta máta formleg í upphafi en lauk í gleði tralli og söng. Sömu- leiðis var aðalveislan haldin í kjall- ara hótelsins glæsileg, en þangað vildi Gylfi ekki fara, höfðum við lent í smásennu sem festist í honum og kynntist ég þá fyrst hinni þrjósku og viðkvæmu listamanns- lund er undir niðri kraumaði, ásamt tilhneigingu til alhæfinga og að gagnrýni þoldi hann síður. Næsti áfangastaður var Amst- erdam hvar við sváfum undir þak- skeggi á húsi þar sem á einni hæð- inni bjuggu þau Hreinn Friðfinnsson og íslenska ball- ettdansmærin kona hans og vorum við gestir þeirra í 10 daga að mig minnir. Ógleymanlegur tími heim- sókna í listhús, safnaferðir og göngutúrar vítt og breitt um borg- ina, sem og í rann íslenskra lista- manna einkum þeirra bræðra Kristjáns og Sigurðar Guðmunds- sona og var þá með sóma og sann slett úr klaufunum.    Þessa 18 daga sem þetta minn-isstæða ferðalag okkar skar- aðist var Gylfi mikill fróðleiks- brunnur um helstu stefnumið og hugsjónir hippa og opinskár um innri starfsemi SÚM, en margt vill vera hulið af félagsmálum mynd- listarmanna í þessu lokaða sam- félagi á norðurhjaranum. Var á köflum afar hress í tali og skemmti- legur ferðafélagi, þótt ekki heilluðu allar hugsjónir hans mig upp úr skónum, grunaði að er fram liðu stundir bæru þær í sér nokkra og varanlega timburmenn eins og öll þess lags stundleg uppljómun og sefjan. En þrátt fyrir að við næðum í það heila vel saman á ferðalaginu hafði ég minna en skyldi af Gylfa að segja í framhaldinu, eða ekki fyrr en í kjallaranum úti á Amager eins og áður greinir. Að skilnaði fylgdi hann mér út á flughöfnina þar sem við áttum mjög skemmtilegt og op- inskátt spjall yfir einu bjórglasi og ákváðum að halda samræðunum áfram við fyrsta tækifæri. En stórum minna varð úr því en vænt- ingar og efni stóðu til og ég dálítið hlessa þegar hann fyrir tveim árum kom óforvarendis aðvífandi þar sem ég stóð á horninu þar sem Tómásarkjötbúðin var fyrrum, er- indið að ræða við mig um ástandið í myndlistarmálum borgarinnar. Áttum við spjallstund á gangstétt- inni lá honum enda mikið á hjarta og var ómyrkur í máli einkum varð- andi umdeilda ákvörðun borg- arráðs þá nýverið. Það mun alveg rétt hjá Gylfa, að ekki naut hann samskonar athygli og ýmsir aðrir í SÚM hópnum, eink- um þeir sem starfað hafa erlendis, jafnvel þótt hann hafi verið vel virkur á heimaslóðum og naskur að næla sér í verkefni. Hér komin gamla sagan um fegurðina bakvið fjöllin blá en blinduna á nálægðina, en væri ekki ráð að efna til yfirlits- sýningar á verkum og lífsferli lista- mannsins og listhagans Gylfa Gísla- sonar? Lífsstarf mannsins engu ómerkara þeim félögum hans sem meira hefur verið kynnt undir og slík samantekt verðugt verkefni í hendur þeirra sem hafa þor og metnað til að opna augu þjóð- arinnar fyrir hinni raunsönnu þró- un íslenskrar myndlistar … Gylfi Gíslason 1940–2006 ’… en væri ekki ráð aðefna til yfirlitssýningar á verkum og lífsferli lista- mannsins og listhagans Gylfa Gíslasonar?‘ bragi_asgeirsson@msn.com AF LISTUM Bragi Ásgeirsson Gylfi Gíslason BOB MINTZER er í hópi þekktari stórsveitarstjórnenda og útsetjara djassins um þessar mundir, þótt fleiri þekki hann kannski sem ten- óristann í djassbærðingssveitinni Yellowjackets. Hann hefur leikið með eigin stórsveit í áratugi og áð- ur var hann m.a. með stórsveitum Buddy Rich og Thad Jones/Mel Lewis. Það var semsagt enginn venjulegur stórsveitargaur sem stóð fyrir framan Stórsveit Reyja- víkur á miðvikudagskvöldið, enda mátti heyra það í fyrsta verkinu, Not quite yet, af stórsveitarskífu hans: Old school, new lessions. Það voru orð að sönnu, því þrátt fyrir gamalkunnugt boppbragð mel- ódíunnar var tónalistunin, sem náðist með blöndun saxanna og hinna mjög svo dempuðu málm- blásturshljóðfæra, sérstaklega ný- stárleg og falleg. Næsti ópus var af efnisskrá Yellowjackets, Newor- leanskur mars í dempuðum Dirty Dozen barssbandstíl og blés Jóel þar fínan tenórsóló og Sammi nokkuð góður með vava demp- arann. Swangalang var tileinkað Buddy Rich og Thad Jones, en meira í ætt við þann síðarnefnda, sem er mestur stórsveitarmeistara síðan Ellington og Basie voru og hétu. Boppuð lína og heit, þótt breikin hjá básúnunum hafi verið kröftugri í Jones/Lewis bandinu. Bob blés þarna vel byggðan sóló, svoog Kjartan Hákonarsson, en kannski var Eddi Lár bestur með rifinn rokktóninn og sterka hljóma. Mintzer sagðist hafa orðið fyrir mikilli upplifun er hann sá svartan sand fyrst á Hawaii og minnti það mig á er frumskóg- arsveit Pierre Dørge kom hingað og við keyrðum í rútu framhjá Kleifarvatni og slagverksleikarinn frá Ghana, Solomon, sá svartan sandinn. Stopp, æpti hann, þaut úr rútunni niðrað vatninu og velti sér lengi í sandinum. Ekki var slík dramatík í verki Bobs, sem var af þeirri gerð er evrópskir skrifa fyr- ir stórsveitir sínar. Þarna blés Snorri Sigurðarson einn besta trompetsóló sinn lengi, lýrískur einsog alltaf þegar honum tekst vel upp. Kjartan er sterkari þegar gefið er í. Whós walkin who? var fín prógrammtónlist er lýsti Bob að viðra labradorhundana sína tvo. Sigurður Flosason keyrði sveifluna áfram mildum tóni í sóló sínum í upphafi en heldur tók að hitna í lokin þegar Jói Hjörleifs nálgaðist shuffeltaktinn. Something else var splunkunýtt verk fyrir blásara og trommur, í þeim anda sem lærðu strákarnir voru stundum að skrifa fyrir kenton og Orginal pepole, til- einkað bandarískum indjánaþjóð- flokki var heldur litlaust. Aturá móti var allt sett á fullt í ópus sem Mintzer samdi fyrir Yellowjackets, Run for your life, og byggði á I got rhythm einsog þúsundir ann- ara djassópusa gera. Þar var inn- gangssóló Kjartans Valdimars- sonar ansi sterkur og gaman þegar Ólafur Jónsson og Bob blésu fjó- rafjóra og Kjartan Hákonarson keyrði áfram og urraði meira að segja einsog Allen. Verkinu lauk á þrumutrommusóló Jóhanns Hjör- leifssonar, besta stórsveitartromm- ara Íslands. Hljómsveitin lék feikilega vel þetta kvöld og sannaði enn einu sinni að hún er ein besta stórsveit Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. Lokalagið, Gently, var skemmtilega skrifað þarsem klar- inettur, flautur og dempað brassið ófst saman í glitrandi vígindi. Bob Mintzer blés fallegan sóló og það gerði Snorri Sigurðarsson líka. Sannarlega enn ein rós í hnappa- gat Stórsveitar Reykjavíkur og um leið íslenskrar djasstónlistar. Bog Mintzer, sem nýverið lék með Stórsveitinni hér á landi. Tónamálverk í sveiflulit DJASS Tjarnarsalur Ráðhússins Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjart- an Hákonarson og Eiríkur Örn Pálsson trompeta; Oddur Björnsson, Stefán Ómar Jakobsson og Samúel Jón Samúelsson básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Sigurður Flosason, Stefán S. Stefánsson, Ólafur Jónsson, Jóel Pálsson og Óskar Guðjónsson saxófóna, klarinettur og flautur; Kjartan Valdimarsson píanó, Eð- varð Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórnandi Bob Mintzer, sem einnig blés í tenórsaxófón. Miðvikudagskvöldið 22. febrúar. Stórsveit Reykjavíkur Vernharður Linnet Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.