Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Söngvarinn George Michael varhandtekinn í London á laug-
ardagsmorgun vegna gruns um fíkni-
efnanotkun.
Hafði lögreglan fengið símtal frá
almennum borgara sem taldi sig hafa
séð Michael dotta fram á stýrið og
virtist söngvarinn vera í annarlegu
ástandi. Var honum sleppt að lokinni
rannsókn en þarf að mæta aftur til
yfirheyrslu í mars.
Maður nokkur hringdi í lögreglu
og sagðist hafa séð annan mann í
annarlegu ástandi við bíl skammt frá
Hyde Park Corner. Það reyndist
vera George Michael.
Sjúkrabíll var sendur á staðinn en
Michael var ekki sendur á sjúkrahús.
Þess í stað var hann handtekinn,
grunaður um að vera undir áhrifum
lyfja og eftir læknisskoðun var hann
handtekinn að nýju og ákærður.
Lögregla staðfestir að fíkniefni
hafi fundist í fórum hans við leit.
George Michael hefur um árabil
verið einn vinsælasti poppsöngvari
Breta, eða allt frá því hann söng í dú-
ettnum Wham! með Andrew Ridgl-
ey.
Á síðasta ári tilkynnti Michael að
hann hygðist hætta að koma fram op-
inberlega.
George Michael á víst ekki sjö dag-
ana sæla um þessar mundir.
S.V. Mbl.
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand
sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2
Frábær og
kraftmikil mynd
H.J. Mbl.
S.K. DV
Sýnd með íslensku tali.
Hér er á ferðinni frábært
framhald einnar ástsælustu
teiknimynd allra tíma.
M.M. J. Kvikmyndir.com
FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
S.V. Mbl.
L.I.B. Topp5.is
kvikmyndir.is
Ó.Ö. DV
L.I.B. Topp5.is
Clive
Owen
Jennifer
Aniston
Vincent
Cassel
STÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS
HRÍFANDI KVIKMYND
UM MANNLEGAR
TILFINNINGAR
V.J.V. topp5.is
Töfrandi hnyttin og spennandi rómantísk
stórmynd frá leikstjóra Chocolat.
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand
sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2
Frábær og kraftmikil mynd
H.J. Mbl.
S.K. DV
BLÓÐBÖND KL. 6 - 8 OG 10.10
CASANOVA KL. 5.40 - 8 OG 10.20
MUNICH KL. 5.50 OG 9 B.I. 16 ÁRA
BAMBI 2 - ÍSLENSKT TAL KL. 6
NORTH COUNTRY KL. 8 B.I. 12 ÁRA
CACHÉ - FALINN KL. 10,30 B.I. 16 ÁRA
PRIDE & PREJUDICE KL. 5.45 OG 8.15
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í BANDA-
RÍKJUNUM!
SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI
mynd eftir
steven spielberg
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit,
besta tónlist og besta klipping.5
S.V. mbl
A.G. blaðið
V.J.V. topp5.is
S.V. mbl
A.G. blaðið
KVIKMYNDIN Crash var valin
besta myndin á 37. verðlaunahátíð
NAACP, hagsmunasamtaka þel-
dökkra, en verðlaunin eru veitt
þeim svörtu Bandaríkjamönnum
sem þykja hafa skarað fram úr í
kvikmyndum, sjónvarpi eða tón-
list. Sjónvarpsþættirnir Grey’s
Anatomy voru valdir bestu þætt-
irnir og Everybody Hates Chris,
með Chris Rock, bestu gam-
anþættirnir.
Þá var leikarinn og tónlist-
armaðurinn Jamie Foxx valinn
besti tónlistarmaðurinn meðal
karla en hann gaf nýlega út plöt-
una Unpredictable.
Bernie Mac var valinn besti
karlleikarinn í gamanþáttum fyrir
The Bernie Mac Show og Camille
Winbush var valin besta leikkonan
í aukahlutverki fyrir sama þátt.
Samuel L. Jackson var valinn
besti leikarinn í kvikmynd fyrir
myndina Coach Carter og Ter-
rence Howard fékk tvenn verð-
laun, fyrir bestan leik í sjónvarps-
mynd fyrir Lackawanna Blues og
sem besti leikari í aukahlutverki í
kvikmynd fyrir Crash.
Mariah Carey fékk verðlaun
fyrir bestu hljómplötuna, Em-
ancipation of Mimi, og Alicia Keys
var verðlaunuð sem besti kven-
tónlistarmaðurinn auk þess sem
hún fékk verðlaun fyrir besta lag-
ið og besta myndbandið, „Un-
breakable“.
Loks var Carlos Santana valinn
í frægðarhöll NAACP.
Fólk | Verðlaunahátíð NAACP
Crash valin besta myndin
Reuters
Jamie Foxx og Alicia Keys voru bæði verðlaunuð.
Reuters
Carlos Santana kom fram á hátíðinni, en hann var valinn í frægðarhöll NAACP.
Reuters
Samuel L. Jackson tekur á móti verðlaunum fyrir leik sinn í Coach Carter.
Í annarlegu
ástandi
Fólk | George
Michael handtek-
inn í London