Morgunblaðið - 28.02.2006, Blaðsíða 20
Þær eru í hlutverki sögumanns
og koma inn á milli þátta og
syngja söguþráðinn. Vilhelm-
ína Magnúsdóttir, Björg Að-
alsteinsdóttir og Guðlaug
Hróbjartsdóttir.
Þetta er alveg sérstaklegagefandi starf,“ segir Að-alheiður Sigurjónsdóttir íupphafi samtalsins. „Þeg-
ar hætt er að vinna úti er af-
skaplega gott að hafa eitthvað sem
getur tekið við þó að maður hafi í
sjálfu sér alveg nóg að gera í öðru,“
heldur hún áfram. „Ég gæti ekki
hugsað mér að vera án þess eftir að
ég kynntist því hvernig það er að
vera í þessu.“ Hún bendir líka á að
það séu fleiri jákvæðar hliðar á leik-
listinni. „Ég held að það sé gott fyr-
ir heilann; að læra utan að. Það er
svo mikil þjálfun.“
Grétar Snær tekur undir þetta og
bætir við: „Þetta er gefandi tóm-
stundaiðja. Maður kynnist mörgu
ákaflega skemmtilegu og góðu fólki
og þetta heldur manni við á milli
eyrnanna, ef svo má segja, þó að
maður sé kannski þrisvar sinnum
lengur að læra núna heldur en þeg-
ar byrjað var í þessu fyrst.“ Hann
steig sín fyrstu skref með leiklist-
argyðjunni vestur á Ísafirði 1972.
Sjá um sýninguna sjálf
Grétar segir líka að leiklistin snú-
ist ekki bara um að stíga á svið og
fara með texta. „Það er allt sem er í
kringum þetta,“ segir hann, „allt
sem þarf að gera, útbúa og svona,
umstangið í kringum þetta.“ Að-
alheiður grípur þessi orð á lofti og
bætir við: „Við sjáum svo mikið um
þetta sjálf, þannig að við erum í
þessu frá a–ö. Það er alveg frá-
bært.“
Aðalheiður er fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum og kom fyrst
fram níu ára gömul. „Þá var ég lát-
in lesa kvæði 1. maí,“ segir hún.
„Svo hef ég verið í kvenfélagi,
Heimaey, það eru burtfluttar kon-
ur, þar hef ég oft komið fram, nú,
ég var í Bandalagi kvenna í mörg
ár. Þá fórum við á milli dvalarheim-
ila í borginni og sungum og döns-
uðum fyrir fólkið og lásum og lék-
um.“ Hún byrjaði svo ekki að leika
að neinu ráði fyrr en hún byrjaði í
Snúði og Snældu. „Ég byrjaði þar
1997,“ segir hún og Grétar tekur
við: „Þar sem ég er fæddur og upp-
alinn, á Flateyri, voru haldnar
skólaskemmtanir og þar var séð til
þess að allir hefðu eitthvað að gera.
Þar byrjaði ég nú eiginlega að leika.
Ef ekki var hægt að finna sýningar
við hæfi var einfaldlega samið það
sem upp á vantaði,“ segir hann með
glettnislegt blik í auga. „Síðan var
ég ekkert í leiklist fyrr en ég bjó á
Ísafirði um tíma, þá var haft sam-
band við mig af því að það vantaði
Pál postula. Ég hef nú oft sagt það
að í sambandi við leikhúsið hafi ég
farið allt frá því að vera guðsmaður
til kaupmanns og alla leið niður í
morðingja,“ segir hann og bætir
síðan við á lágu nótunum, „já, það
er nú eins og það er,“ en heldur svo
áfram: „Svo eftir að ég kom hingað
suður lék ég með Leikfélagi Mos-
fellssveitar og hef verið þar alla tíð
síðan. Ég byrjaði að leika með
Snúði og Snældu í fyrra,“ segir
hann og bætir við að honum hafi
verið hleypt þar inn fyrir orð góðra
manna. Hann hefur líka sungið með
ýmsum kórum.
Þolinmæðin uppmáluð
Athygli vekur þegar farið er á
sýningu hjá Snúði og Snældu
hversu mikil gleði ríkir í húsinu.
„Það er af því að við höfum svo
gaman af þessu,“ segir Aðalheiður.
„Við gerum þetta af lífi og sál.“
Blaðamaður læðir þó að þeirri
spurningu hvort þetta verði aldrei
of mikið. „Aldrei,“ segja þau einum
rómi. „Maður er kannski misjafn-
lega upplagður,“ bætir Aðalheiður
við, „en nei, nei, maður reynir bara
að standa sig og þetta er afskaplega
gaman,“ leggur hún áherslu á.
„Bara það að þurfa að setja sig
inn í þær persónur sem maður er að
leika hverju sinni,“ segir Grétar,
„það skilur talsvert mikið eftir.
Maður þarf að leita að karakternum
og allt sem því fylgir, það er líka
svo skemmtilegt.“
Bæði segja þau að þau hafi alla
tíð verið afskaplega heppin með
leikstjóra, Bjarna Ingvarsson.
„Hann er þolinmæðin uppmáluð,“
segir Aðalheiður. „Það hlýtur oft að
reyna á þolinmæðina hjá honum
þegar hann er að reyna að troða
þessu inn í hausinn á okkur.“ Grét-
ar Snær tekur hjartanlega undir
þetta. „Þetta er alveg rétt, það eru
ekki allir leikstjórar sem hafa þessa
þolinmæði til að bera.“
Þangað til í fyrra voru sýningar
Snúðs og Snældu settar upp í hús-
næði Félags eldri borgara í
Glæsibæ. Þau Aðalheiður og Grétar
eru að lokum spurð hvort ekki hafi
verið viðbrigði að sýna í Iðnó eftir
að hafa sýnt á gólfinu í Glæsibæ um
árabil. „Það voru feikilega mikil við-
brigði,“ segir Aðalheiður, „og
ánægjulegt að komast á ekta leik-
svið. Að ég tali nú ekki um þetta
yndislega gamla hús líka.“
Sýnt er í Hveragerði einu sinni í
viku og þau Aðalheiður og Grétar
Snær nefna líka að þó að það sé
talsvert mál að fara með sýninguna
svona á milli sé mikil skemmtun
fólgin í því að fara á milli í rútunni
og segja að þá sé mikið hlegið. „Að
fara saman öll í rútu til Hveragerðis
gerir erfiðið við ferðina alveg þess
virði,“ segir Grétar Snær og klykkir
út með því að fólk kannski geri sér
almennt ekki grein fyrir því hversu
öflugt starf er unnið í leikfélaginu.
ÁHUGAMÁLIÐ | Leikfélag Félags eldri
borgara sýnir Glæpi og góðverk í Iðnó
Gera þetta af lífi og sál
Það er handagangur í öskjunni við undirbúninginn. Átján manns taka þátt
í sýningunni og meðalaldur þeirra sem vinna við hana er áttatíu og eitt ár.
Morgunblaðið/Eggert
Aðalheiður Sigurjónsdóttir og Grétar Snær Hjartarson leika stórt hlutverk
í sýningu Félags eldri borgara í Iðnó, Glæpir og góðverk.
Verkið Glæpir og góðverk er sýnt í
Iðnó á sunnudögum kl. 14 og mið-
vikudögum kl. 14.
Leikfélagið Snúður og Snælda stendur í stórræðum
þessa dagana og hefur sett upp nýja sýningu. Sigrún
Ásmundar hitti tvo leikaranna, þau Aðalheiði Sig-
urjónsdóttur og Grétar Snæ Hjartarson, og bað þau
að segja aðeins frá sjálfum sér og leiklistinni.
sia@mbl.is
Daglegtlíf
febrúar
Þessi skenkur hefur þjón-að hlutverki altaris viðýmis tilefni í fjölskyld-unni,“ segir Soffía Gísla-
dóttir um forláta skenk sem
henni áskotnaðist fyrir margt
löngu.
Afi Soffíu, Eymundur Magn-
ússon, var skipstjóri hjá Eim-
skipafélagi Íslands á þeim tíma
sem skenkurinn var fluttur til
landsins. „Afi flutti hann heim,
frá Danmörku eða Þýskalandi,
það er ekki alveg ljóst hvort var,“
segir Soffía. „Síðan eru liðin um
sjötíu ár og afi keypti hann not-
aðan. Þannig að þessi mubla er á
milli sjötíu og hundrað ára göm-
ul.“
Mamma Soffíu, Katrín Ey-
mundsdóttir, man aldrei eftir
öðru en að skenkur þessi hafi
verið á æskuheimilinu. „Mamma
man eftir að hann hafi verið not-
aður við skírnir, sem nokkurs
konar altari. Í honum hafa verið
geymdir sparidúkarnir og -stellið
og hnífapörin. Hann er eiginlega
sérhannaður fyrir þá hluti.“
Amma og afi Soffíu, Eymundur
Magnússon og Þóra Árnadóttir,
bjuggu alla tíð á Bárugötu 5 í
Reykjavík. Þóra er dóttir séra
Árna Þórarinssonar, prófasts á
Snæfellsnesi, sem Þórbergur
Þórðarson skrifaði frægar ævi-
sögur um. Foreldrar Soffíu, Gísli
Auðunsson læknir og Katrín Ey-
mundsdóttir, fyrrverandi bæj-
arfulltrúi, fluttust búferlum til
Húsavíkur þegar Gísli fékk lækn-
isstöðu þar á sjöunda áratugnum.
„Þegar mamma og pabbi fluttu til
Húsavíkur, úr lítilli tveggja her-
bergja íbúð sem þau höfðu búið í
á Bergþórugötunni, í risastórt
læknishúsið á Húsavík ákvað
amma að senda þennan skenk á
eftir þeim svo að húsið væri nú
ekki galtómt,“ segir Soffía og
hún man þess vegna eftir skenkn-
um á sínu æskuheimili á Húsavík
alla tíð. „Ég man t.d. eftir einu
brúðkaupi við skenkinn, bróðir
mömmu gifti sig þar. Yngsta dótt-
ir mín var líka skírð við hann, en
þá var hann kominn í mitt hús.“
Foreldrar Soffíu höfðu á þeim
tíma ákveðið að minnka við sig
og Soffía var á sama tíma að
stækka við sig húsnæðið. „Þá
hentaði hann svo vel í okkar hús
og hefur fylgt okkur síðan. Í
rauninni er það þannig að það
verður aldrei keypt hús í minni
fjölskyldu nema skenkurinn passi
inn í það, húsið verður að geta
borið hann.“
Handsaumað
áklæði á stólunum
Stóllinn sem Soffía situr í er
annar af tveimur rókókó-stólum
sem Eymundur, afi Soffíu, flutti
líka til landsins á skipstjórn-
arárum sínum. „Þegar ég var í
versló á níunda áratugnum bjó ég
hjá ömmu á Bárugötunni. Þá var
hún að sauma utan um þessa
stóla sem var verið að gera upp á
þeim tíma.“ Þegar Þóra, amma
Soffíu, skipti upp búslóðinni sinni
á efri árum átti systir Soffíu að fá
annan stólinn og Soffía hinn. „Ég
hef hins vegar alltaf geymt stól
systur minnar og mun sjálfsagt
gera það um ókomna tíð,“ segir
Soffía. „Þessir tveir stólar eiga að
vera saman.“ Hún hefur haft þá í
sínum fórum nokkuð lengi. „Þeir
fluttu með mér norður fyrir 10–
12 árum og ég hef haft þá síðan.“
Soffía býr núorðið á Akureyri
þar sem hún er framkvæmda-
stjóri Símenntunarmiðstöðvar
Eyjafjarðar, Símey.
HLUTUR MEÐ SÖGU | Fluttur til landsins fyrir sjötíu árum
Skenkur á óræðum aldri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Við skenkinn hafa börn verið skírð og pör gefin saman. Soffía Gísladóttir
situr í stól sem amma hennar, Þóra Árnadóttir, handsaumaði áklæðið á.